Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 28

Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 Frá heræfingum Atlantshafsbandalagsins í Norður-Noregi. Hlutverk Kanadamanna í vörnum norðursvæða Atlantshafsbandalagsíns KANADÍSKAR hersveitir taka þátt í æfingum herja Atlantshafs- bandalagsins, NATO, í Noregi, sem hófust á dögunum. Er fyrst og fremst um að ræða svonefnt CAST-stórfylki (Canadian, Air, Sea, Transportable Brigade). Samtímis því að æfingamar í Noregi voru undirbúnar hófst í Kanada umræða um hvaða hlutverki ríkið eigi að gegna í vömum Evrópu og norðurhluta varnarlínu NATO. Þetta er umræða sem ekki aðeins varðar Noreg heldur öll Norðurlönd. Ein athyglisverðasta röksemdin gegn því að fastákveða fyrirfram að kanadískum hersveitum verði beitt í Norður-Noregi er sú skoðun að vamir Norður-Svíþjóðar séu lé- legar og því sé mikil hætta á að kanadísku herflokkamir verði um- kringdir af sovéskum herflokkum sem sæki fram yfír Norrland-hérað í Svíþjóð. Þessi röksemdafærsla sýnir að minnsta kosti að vamar- mál Norðmanna, Svía og Kanada- manna skarast með athyglisverðum hætti. Fyrst skulum við þó athuga hlut- verk Kanadamanna í stærra samhengi. Skynsemi í fljótu bragði kann það að virð- ast skynsamlegt að Kanadamenn velti því fyrir sér hvemig þeir geti gert framlag sitt til evrópskra vama notadrýgra. Margir velta nú þessum málum fyrir sér i Ottawa. Markmið- ið hlýtur að vera að komast að niðurstöðu sem Kanadamenn eru sjálfir sáttir við, þannig að framlag þeirra komi að notum og hægt verði að treysta á það. Það virðist athyglisverð hug- mynd að endurskipuleggja hersveit- irnar og birgðastöðvamar í Evrópu og hugsanlega koma þeim fyrir í Skotlandi með það í huga að kanadísku sveitimar gegni sérstöku hlutverki við vamir norðursvæða Evrópu. Ekki virðist jafn skynsam- legt að koma þeim fyrir í Slésvík- Holtsetalandi ef ætlunin er að und- irbúa að sveitunum verði beitt með sveigjanlegum hætti af yfirher- stjóm NATO á norðursvæðinu á ýmsum stöðum í Vestur-Skand- inavíu. Hafi sveitimar aðsetur í Slésvík-Holtsetalandi getur atburðarásin þvingað þær til að hreyfa sig hvergi ef til hættu- ástands eða stríðs kemur. Það getur verið mjög skynsamlegt en tak- markar möguleikana á að sveitimar geti nýst til vamar Skandinavíu. Fyrirfram ákveðið hlutverk Sumir munu álíta endurskipu- lagningu kanadfsku sveitanna í Skótlandi hættulega þar sem hún hrófli við fyrra skipulagi á vömum Norður-Noregs. Þetta gæti að minnsta kosti orðið til þess að skuld- bindingar þær, sem Kanadamenn hafa þegar tekið á sig gagnvart Noregi í tengslum við Átlantshafs- samstarfíð, verði minna virði. En þetta skiptir nánast engu máii. Það er ekki víst að það sé í öllum tilvikum öruggast að ákveðn- ar hersveitir séu fyrirfram ætlaðar sérstökum svæðum. Við það glatast nefnilega nauðsynlegur sveigjan- leiki sem getur verið skilyrðið fyrir því að ná lokatakmarkinu: að sigra í stríðinu. Togstreita hefur ávallt ríkt milli þeirra sem bera ábyrgð á vömum afmarkaðs svæðis og vilja tryggja að brugðist verði við árás þar, og þeirra sem eiga að sjá um vamir heildarsvæðisins og vilja því vera frjálsir að því að meta hvar þörfín er mest hverju sinni. Ef hætt verður að fastákveða sveitunum hlutverk i vömum Norð- ur-Noregs verða afleiðingamar óhjákvæmilega staðbundnir veik- leikar í vömunum, en þetta verður að vega og meta gagnvart kostun- um við að endurskipuleggja. Síðustu árin hefur gengið hægt að endurbæta kanadísku birgðastöðv- amar í Norður-Noregi. En sú staðreynd að allt kanadíska stór- fylkið kemur nú til æfínga í Noregi bendir samt til þess að skuldbind- ingar þess séu teknar alvarlega. Möguleg endurskipulagning kanadísku sveitanna í Skotlandi með varnarlínuna á norðurslóðum í huga getur aukið vamarmáttinn vemlega. Þetta myndi einnig merkja að kanadískum hermönnum í Lahr í Vestur-Þýskalandi yrði einnig ætluð þátttaka norðurfrá. Kanadísku sveitimar em vel út- búnar og em því herafli sem treysta mætti á. Aukning Markmiðið með með því að senda liðsauka til Noregs ef hættuástand skapast er tvíþætt: í fyrsta lagi að auka varnarmáttinn, í öðm lagi að gefa til kynna að ekki verði hikað við að stigmagna átökin. Kanadísku sveitimar, sem em mjög sterkar, geta auðveldlega sinnt fyrra markmiðinu. Varðandi það seinna mun sú staðreynd, að um útlendar hersveitir er að ræða, gefa skýrt til kynna að stríð gegn Noregi merki einnig stríð við banda- menn Norðmanna. Möguleikinn á slíkri stigmögnun minnkar líkumar á átökum. Kan- adamenn hafa f þessu tilviki nokkra sérstöðu. Þeir styrkja vamir Evrópu þótt land þeirra sé ekki í Evrópu, en jafnframt eykur þátttaka þeirra líkumar á kjamorkustríði ekki jafn- mikið og þátttaka bandarískra sveita myndi í rauninni gera. Ástæðan er sú að Kanadamenn ráða ekki yfir kjamorkuvopnum. Þeir vilja taka að sér að styrkja varnimar á friðartímum og sýna þannig að þeir em reiðubúnir að taka áhættu. Með þessu eiga þeir sinn þátt í að vinna fælingarstefn- unni gagn án þess að framlag þeirra geti með nokkm móti talist ögmn. Blæbrig’ði Frá sjónarhóli norskrar vamar- málastefnu hlýtur að vera áhuga- vert að hafa möguleikann á að kalla til aðstoðar liðsauka af margvísleg- um toga frá ýmsum þjóðum til að bregðast við hættuástandi. Fyrir utan Kanadamenn koma til greina Bretar og Hollendingar. Það er ekki víst að það sé neitt sáluhjálpar- atriði að fá Bandaríkjahermenn á staðinn strax eða til þeirra land- svæða sem mest myndi mæða á samkvæmt hemaðaráætlunum. Reyndar er þetta tekið með í reikn- inginn í áætlununum. Viðbrögð Sovétmanna urðu af ýmsu tagi fyrir nokkmm ámm þeg- ar mikil umræða varð um birgða- stöðvamar, en erfitt er að meta hversu víðtækar ályktanir má draga af þeim. Þeim stendur meiri ógn af bandarískum hersveitum en kanadískum. Þetta merkir að hægt er að láta sveitirnar gegna ólíkum hlutverkum í þágu blæbrigðaríkrar vamarstefnu. Birgðastöðvum Bandaríkjamanna var komið fyrir í Þrændalögum en byrjað að koma á fót slíkum stöðvum fyrir Kanada- menn í Troms; þetta sýnir að menn gerðu sér grein fyrir blæbrigða- muninum. Ófullnægjandi Takmarkaðar birgðastöðvar, sem settar hafa verið á laggimar fyrir kanadískar sveitir, fullnægja aðeins þörfum eins herfylkis að nokkm og eru þannig langt frá því að duga öllu stórfylkinu. I reynd yrði því beiting stórfylkis- ins algjörlega komin undir sjóflutn- ingum sem taka að minnsta kosti mánuð ef allur undirbúningur er í lagi. Þetta er ein af ástæðum þess að eftir að hafa í mörg ár látið bráðabirgðaráðstafanir duga fara kanadískir stjómmálamenn nú í saumana á allri vamaráætluninni og forsendum hennar. Sem stendur hafa hvorki Kanadamenn né Norð- menn efni á að endurbæta birgða- stöðvarnar svo að um muni. Pólitísk ákvörðun Þar sem ekki hefur verið fjár- hagslega kleift að koma upp full- nægjandi birgðastöðvum hefur verið reynt að tryggja að pólitísk ákvörðun verði tekin nægilega fljótt um að kalla sveitirnar til Noregs, áður en það verði of seint. Yfír- stjóm Kanadahers óttast að minnsta kosti of seinar ákvarðanir af pólitískri hálfu. Þessar áhyggjur verður að taka alvarlega. Einhver erfiðasta ák- vörðun sem norsk stjómvöld geta þurft að taka í vamarmálum er hvenær tími sé kominn til að kalla á aðstoð bandamanna. Flestir myndu álíta að verstu mögulegu mistökin yrðu þau að biðja of seint um hjálp. En það er einnig áhyggju- efni að slík ákvörðun gæti verið tekin of snemma. Þar með gæti svo farið að hættuástand, sem annars hefði liðið hjá, myndi þess í stað stigmagnast. Yrði kanadísku sveitunum komið fyrir í Skotlandi hefði það þann kost að flutningur þeirra til Noregs tæki langtum skemmri tíma en sigl- ingin frá Norður-Ameríku. Nýja ríkisstjómin í Noregi hefur greinilega ekkert á móti slíkri end- urskipulagningu; hún álítur að þessi ráðstöfun muni ekki valda vand- ræðum varðandi stefnuna í málefn- um birgðastöðvanna og heldur ekki auka á spennu. Yfirráð á hafinu Annað áhyggjuefni, sem greini- lega verður vart hjá kanadískum heryfirvöldum, er óttinn við að NATO geti ekki haldið yfirráðum sínum í Norðurhöfum og því geti orðið erfiðleikum bundið að flytja kanadísku sveitimar á brott. Bregð- ast verður við áhyggjum af þessu tagi. Ef sú hugmynd nær fótfestu að kanadíska stórfylkið verði sent fyrst á vettvang og verði sent burt af svæðinu strax og aðstæður leyfí munu margir telja að gildi þess í varnarviðbúnaðinum minnki. Það er ljóst að Kanadamenn taka áhættu með því að gefa kost á hersveitum til vama á norðursvæð- inu. En samt munu þeir að líkindum halda því áfram, þrátt fyrir áhætt- una, þar sem það er í samræmi við hagsmuni landsins að taka þátt í ráðstöfunum NATO til að koma í veg fyrir stríð. Það er útbreidd skoðun og vafa- laust á rökum reist að missi NATO yfírráðin á hafinu milli Noregs og Islands muni reynast margfalt erf- iðara en ella að veija Noreg. Á hinn bóginn munu fullkomnar hervamir á landi í Noregi líka eiga þátt í að sigra í baráttunni um yfír- ráð á hafinu. Með því að vera til ráðstöfunar í Noregi ættu kanadísku hersveitimar sjálfar þátt í að uppfylla skilyrðin sem þeirra eigin heiyfírvöld vilja að séu fyrir hendi til þess að áhættan sé sem minnst. Norður-Svíþjóð Þriðja og óvæntasta áhyggju- efnið varðandi þátttöku Kanada- manna í vömum á norðurslóðum er að hersveitir þeirra geti króast inni vegna árása fjandmanna um Norður-Svíþjóð. n Svíar velta þessu vandamáli einnig fyrir sér. Til allrar hamingju, segja Norðmenn. Það hefur mikla þýðingu fyrir varnir Norður-Noregs ef hægt er að reikna með að við- búnaður hinna hlutlausu Svía geti með öryggi hindrað að Norrland verði stökkpallur til árása á Noreg. En þetta skiptir Svía sömuleiðis miklu máli þar sem nyrsti hluti landsins er í meiri hættu en aðrir landshlutar. Fullnægjandi vamir á þessu svæði geta komið í veg fyrir að Svíþjóð verði þátttakandi í hugs- anlegum hemaðarátökum. Hlut- leysisbrot geta aftur á móti leitt til þess að landið dragist inn í átök sem með tímanum yrðu sífellt af- drifaríkari fyrir landið. Sérhver sænsk ríkisstjóm mun beijast gegn slíkri þróun með öllum ráðum. Hins vegar verður að gera ráð fyrir að það sé líka í þágu sænskra hagsmuna að vamir Norður-Noregs séu svo sterkar að ekki sé árenni- legt að reyna árás þar. Með þessum hætti fara hagsmunir Noregs, Svíþjóðar og Kanada því saman. Ekki virðist ríkja fullur skilning- ur á þessum aðstæðum. Það gæti því .verið nauðsynlegt fyrir ýmis yfírvöld í löndunum þremur að kynna þetta betur hlutaðeigandi aðilum. Sem stendur eru það eink- um bandamenn Norðmanna í Kanada sem velta fyrir sér nýju hlutverki í vömum norðursvæðanna og rétt er að ýta undir þær umræð- ur með haldbærum röksemdum og réttu mati á aðstæðum. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og afvopnunarmálum hjá Norsku utanríkismála- stofnuninni og ritstjóri tíma- ritsins Intemasjonal Politikk. Eftir Arne Olav Brundtland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.