Morgunblaðið - 31.08.1986, Qupperneq 31
MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986
31
Hann minntist ekki á Græningja
í ræðu sinni en talaði um mikilvægi
umhverfisvemdunar, afvopnunar
og minni kjamorkuframleiðslu.
Jafnaðarmannaflokkurinn trúði á
framtíð kjamorkunnar fyrir tíu
ámm og uppbygging kjamorkuvera
hófst í stjómartíð hans. Hrifning
flokksins af orkuverunum hefur
dvínað með árunum en Rau var enn
talsmaður þeirra á síðastliðnu ári.
Flokkurinn sneri endanlega baki við
kjamorku eftir slysið í Chemobyl.
Nú hefur hann á stefnuskrá sinni
að uppbyggingu nýrra vera verði
hætt og starfandi kjamorkuver
dragi smátt og smátt úr framleiðslu
sinni og hætti henni alveg eftir tíu
ár. Rau er nokkm fhaldssamari en
flokkurinn í þessu máli, sem sumum
öðmm. Hann sagði að draga yrði
úr kjamorkuframleiðslu en nefndi
ekki ákveðna tímasetningu í sam-
bandi við hvenær ætti að hætta
henni alveg.
Hann tók í sama streng og stór
meirihluti flokksins og sagði að
Bandaríkjamenn ættu að fjarlægja
meðaldrægar eldflaugar frá Vest-
ur-Þýskalandi. En hann er í hópi
þeirra sem kæra sig ekki um ein-
hliða aðgerðir Vestur-Þjóðveija og
sagði í ræðu sinni að Sovétmenn
yrðu að fjarlægja nýjar SS 20-
eldflaugar frá Austur-Evrópu um
leið og Pershing II-flaugamamar
og stýriflaugamar verða Qarlægð-
ar. Hann er andvígur hugmyndum
um geimvamarkerfi Bandaríkja-
manna og sagði að stjóm hans
myndi hætta þátttöku í samstarfí
um það.
Jafnaðarmenn geta verið ánægð-
ir með landsfundinn í NUmberg.
Eining ríkti að minnsta kosti á yfir-
borðinu og Rau setur miðflokksbrag
á flokkinn eftir nokkurra ára
vinstrisveiflu. En flokkurinn á enn
eftir að fóta sig. Hann hefur nú
40% fylgi kjósenda samkvæmt
skoðanakönnunum. Hann talar ekki
lengur máli verkalýðsins og Klaus
Harpprecht, fv. ræðuskrifari
Brandts, efast um að nokkur þeirra
sem sóttu landsfundinn hafi unnið
hörðum höndum um langt skeið.
Harpprecht segir að „brúnaþungir
og áhyggjufullir íbúar einbýlis-
húsahverfa", kennarar og „tæki-
færissinnar í framaleit" hafi sett
svip sinn á fundinn og ákveði nú
stefnu flokksins.
Brandt, sem er 73ja ára, var
endurkjörinn formaður Jafnaðar-
mannafiokksins. Hans-Jochen
Vogel, formaður þingflokksins, og
Rau voru kjömir varamenn hans.
Vogel var einkar sviplaust kansl-
araefni í síðustu kosningum þegar
flokkurinn hlaut 38,2% atkvæða.
En Vogel nýtur trausts innan
flokksins og getur unnið með
Brandt. Helmut Schmidt og Brandt
gátu ekki unnið saman. Þeir em á
öndverðum meiði í vamarmálum en
Schmidt átti hugmyndina að stað-
setningu meðaldrægra eldflauga í
Vestur-Evrópu. Hann nýtur lítilla
vinsælda í flokknum og fékk vart
meira en kurteisisklapp þegar hann
talaði á landsfundinum að lokinni
ræðu Raus. Hann tók undir orð
hans um að flokkurinn myndi áð-
eins sigra í kosningunum ef jafnað-
armenn fylgdu kanslaraefni sínu
eftir. Hann bætti við að flokkurinn
myndi aðeins sigra ef hann stæði
heilshugar að baki Ieiðtoga sínum
og sagðist beina þessum orðum að
nokkmm mönnum sérstaklega.
Hann kvatti flokkinn til að styðja
Rau í kosningabaráttunni og einnig
næstu fjögur árin. Schmidt talaði
af eigin reynslu. Hann tapaði stuðn-
ingi flokksins og Jafnaðarmanna-
flokkurinn hefur ekki náð sér á strik
eftir það. Nú er að duga eða drep-
ast með Rau, segja vestur-þýskir
jafnaðarmenn og spyija: Ef hann
getur ekki leitt flokkinn til sigurs,
hver getur það þá?
(Höfundur er búsettur í Sviss
og er fréttaritari Morgun-
blaðsins.)
Lærið vélritun
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Ný
námskeið að hefjast mánudaginn 8. sept-
ember. Engin heimavinna. Innritun og
upplýsingar í síma 76728 og 36112.
Vélritunarskólinn
Suðurlandsbraut 20
sími 685580
HEKLU-BILASALUMN
ei opinn íiá kl. 13 til 17
laugardag og sunnudag 30. ■ 31. ágúst
PAR GEFUR AÐ LÍTA FARARTÆKI FRAMTÍÐARINNAR
UNDRABÍLINN FRÁ MITSUBISHI
MP-90X
Ferdamáti framtíöarinnar.-
□ Leiösagnarkeríi tengt gervitungli
□ Stjórnkeríi sem tekur miö af öllum umhverfisþáttum
□ Útlitshönnun sem minnir á geimíar
NOTADIR BÍLAR:
Bfiasalan BJALLAN verður opin á sama tíma
TÖLVUVÆDD BÍLAVIDSKJPTI
HF
Laugavegi 170-172 Simi 695500
Nú er tilvaliö aö kíkja inn hjá kaupmanninum og
krœkja sér í bita af ljúfíengu fjallalambi — eöa kaupa
þaö í heilum og hálfum skrokkum á ótrúlega hagstœöu
veröi. Verðlœkkunin gildír í takmarkaðan tima.
TlMABÆfi