Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR.aiy ÁGÚST 1986 Ekkert er nokkru sinni nógu gott Úr einu í annað með Guðmundi Daníelssyni rithöfundi Guðmundur Daníelsson rithöfundur hefur í nokkur ár staðið í bréfaskriftum við pólskan lærdómsmann, Jerzy Wielu- nski að nafni — „skáld og blaðamann, sem talar öll heimsins tungumál og sérhæfir sig í bókmenntum fámennis- landa,“ lýsir Guðmundur honum. Wielunski kom til íslands fyrir tíu árum og dvaldist nokkra mánuði í Reykjavík. Guðmundur Daníelsson í vinnuherbergi sínu. í „sjónvarpinu" eru tvö fullfrágengin handrit að nýjum skáldsögum, sem Guðmundur hefur verið að vinna að undanfarin misseri. Skáldsögumar heita: „Fertug- asta ár Frosta" og „Vatnið". :i Þann tíma notaði hann til að læra tungumálið og kynna sér íslenska bókmenntasögu. Kynni þeirra Guðmundar tókust þó ekki fyrr en nokkru síðar, þegar Wielu- nski var aftur kominn til síns heimalands og skrifaði Guðmundi og bað hann að útvega sér bókina spítalasögu sem Guðmundur skrif- aði árið 1971. Það var upphafið af kynnum þeirra, samstarfi og bréfaskriftum, sem fylla þykka möppu. Wielunski hefur þýtt fjölmörg Ijóð Guðmundar yfir á pólsku, frönsku og ítölsku og hafa þau birst í þarlendum blöðum og tíma- ritum. Hann hefur einnig tekið langt viðtal við Guðmund bréfieið- is, sem kom í pólska vikublaðinu Kamena, sem Wielunski starfaði við um hríð. Guðmundur hefur fyr- ir sitt leyti aðstoðað þennan pennavin sinn við að endursemja Ijóð Wielunski á íslensku og hafa mörg þeirra komið út í bókinni, Að lifa í friði (1983). Nýlegt dæmi um samvinnu þeirra er þýðing á „einni af perlum heimsbókmennt- anna“, aö sögn Guðmundar, heitir sú perla Skuggar feðranna, ástar- saga frá Úkraínu eftir Úkraínu- manninn Mikhailo M. Kotsíúbin- sky. Wielunski lausþýddi verkið af frummálinu yfir á íslensku og Guð- mundur tók síðan við og færði það í íslenskan skáldbúning. Þetta verk hefur ekki verið gefið út ennþá. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um samvinnu þessara skáld- bræðra og þaö vekur því nokkra undrun þegar Guðmundur segir að þeir hafi aldrei hist augliti til auglits. „Við vissum ekki hvor af öðrum þegar hann kom til íslands og ég er orðinn latur að ferðast nema ég eigi brýnt erindi og hef því ekki heimsótt hann til Pól- lands,“ segir Guðmundur. Bókmenntakynning í Poznaií Það er auðvitað álitamál hvaö telst brýnt erindi. í sumar fékk Guðmundur ásamt tveimur öðrum íslenskum rithöfundum, Halldóri Laxnessog Agnari Þórðarsyni, boð um að vera viðstaddur opnun sýningar í Borgarbókasafninu í Poznan í Póllandi. Boðskortið hef- ur líkiega ekki komið neinum þeirra á óvart, því til sýnis voru — og eru reyndar enn — þeirra eigin verk, sem og sýnishorn af verkum rit- höfunda frá hinum Norðurlöndun- um. Bókasýningin stendur frá 16. júní til 16. september. „Ég fékk bréf frá yfirbókaverðin- um, Janusz Dembski, í vetur þar sem hann fræddi mig á því að fyr- ir dyrum stæði kynning á Norður- landabókmenntum frá 1945 til 1985 og hefðu verk mín meðal annars orðið fyrir vafinu. Nafn mitt virðist vera einhverjum kunnugt í Póllandi, líklega að einhverju leyti vegna viðtals Wielunski og Ijóða- þýðinga, en þó frekar kannski vegna skáldsögu minnar, Blind- ingsleiks, sem kom út í pólskri þýðingu fyrir þremur árum," segir Guðmundur. Blindingsleikur var gefinn út af útgáfufyrirtæki í Poznan, Widaw- nictwo Poznanskie, og er þýdd úr norsku. Á pólsku heitir bókin Po- omacku. Tildrögin voru þau, að sögn Guðmundar, að fyrir nokkrum árum kom pólskur maður til is- lands, Robert Stiller að nafni, sem kunni íslensku og starfaði fyrir pólska forlagið. „Hann vildi þýða og gefa út sögu mína, Sonur minn Sinfjötli. Það var gerður útgáfu- samningur og síðar annar ári síðar vegna Blindingsleiks. Af margvís- legum ástæðum hefur dregist aö koma Synu mój Sinfjötli út í Pól- landi, en að sögn útgefandans verður þess ekki langt að bíða að sagan komist þar á prent. Það er nú svo með ritlaunin í Póllandi, að þau komast ekki úr landi vegna skorts á gjaldeyri. Ég sagði þeim að mér væri alveg sama, þeir skyldu greiða með pólsku fé inn á bankareikning og ég myndi svo koma í heimsókn við tækifæri og éta og drekka ritlaunin út. En af því hefur ekki orðið enn.“ Hlutverk rithöfunda í bréfi því sem bókavöröurinn í Posnan skrifaöi Guðmundi fór hann þess á leit, að Guðmundur svaraði nokkrum spurningum. Sömu spurningar voru lagðar fyrir alla höfunda sem valdir voru til kynningar. Svörin skyldu vera hluti skáldkynningarinnar og gefa sýn- ingargestum tækifæri til að komast nær höfundunum. Ein spurningin fjallaði um skoðun rit- höfundanna á „mikilvægustu viðfangsefnum nútfma skáldsagn- argerðar". Stór spurning, en svar Guðmundar segir mikið um hugs- un hans sem rithöfundar og manns. Þaö hljóðar svo: „Skáldverk nútímans ættu aö gera það augljóst, aö öll stríð eru töpuð stríð, þess vegna ber að kjósa frið. Ef maöurinn er samt neyddur til að berjast, þá getur sigur hans aðeins falist í því, aö vera maður til hinstu stundar, láta ekki kúgast, deyja standandi. Nútímahöfundur á auðvitað að leita sannleikans, en aldrei láta sér detta í hug, að hann finni nema brot af honum. Hann á að unna frelsinu, en muna um leið að al- gert frelsi er ekki til nema í hugarheimi brjálaðra manna. Fóst- urjörðin er helgur dómur, þó má skáldið ekki gleyma því, að hún er aðeins brot af sameiginlegum heimi okkar allra. Skáld nútímans boðar engin ákveöin trúarbrögö, en er umburð- arlynt og efagjarnt. Bókmenntirnar eiga bæði að vera til skemmtunar og alvarlegrar íhugunar. Ekki má ætlast tii of mikils af skáldum. Vísvitandi tekst þeim aldrei að „frelsa“ heiminn, en kannski óvilj- andi. Hver veit?“ Viðtalið í heild er birt í 40 blað- síðna sýningarskrá i „Lesbókar"- broti, mjög myndskreyttri. Þar eru einnig viðtöl við Laxness og Agnar Þórðarson. Ekkert er nógu gott Það þarf ekki að spjalla lengi við Guðmund til að átta sig á að í þessum orðum kemur lífsskoðun hans fram í hnotskurn. Ef hann er spurður hvað honum finnist mikilvægast í fari annarra þá svar- ar hann umhugsunaríítið: „Orð- heldni og stundvísi." Stundvísi er GUDMUHD DANIEL- SSON: — Siedzi? sobie wygodnie za kolem pod- biegunowym, na wy- spje,‘ poárodku oceSnu, w moim Selíoás, a tu przychodzi z Lubhrnr list do p. Wieluhskie- go. Sqlíoss — to tylko cztery. tysmce osób, 50 km na wschód od Rey- kjaviku. 'LUt z Lu*ii- na jesl tu niemal sen- sacjg... Okazuje siq je- szcze, ze w iiácie jest kiika pytan. „Czy tóe zechcialbym na nie od- pnwiedzie é? Czyteinicy „Kameny" byliby za to wdzi^czni”. Lubljrt— Cdzie to wloiciwie jcsL? Aha, to daieko stad, rut poludiiiowym wschodxie. To tam, gdzie pqczkí róz rozchylajk jui w kwíeiniu, gdzie Europa od niepami^tnych czasów pisala strpny ksiQgi swoicb dziejów i gdzie zawszc bylo ognisko wydarzeó — mme w cxtai podziwu dl Moja pierw3za powieió „Bracta z Grashaf wyszla w 1835 r. Napisalem o chlopach, moty czerpalem z mojej mlodoáci, kledy íylem na » Terat tych moicb kslg2«?k nazbieralo sig okolo Oprócz powieéci napisatem tei opowiadania, p zje, dzienniki podróíy, eseje, przeklady z j«;: ków obcych ild. Przez 30 lat uczylem w szkc Zawaze bylo Vo moim zajeciem pierwszoplanow) Niemniej jednak przcz 20 lat bylem redaktor .xiHczelnym jednego z islandzkich tygodnik/ Ksigiki pisalem i dalej piszg — jakby dU dobn swmopoczucia. Kiepsko by to bylo ze mntþ g< bym przez rok nie napisal jednej ksiozki- JW: — NiekUtre z periskteh pouneJci przelozt tta iezyk poltki. Inne aq xvlltinie prcekifldone. J stc ukioria tospóipraca z poiskimt u'ydawcami f t maczamí? GD: —- Kilka lat temu byl w Islandil pan Ro- bert Stiller z Warszawy. Zna ísUndzkí, wspói- pracowul z Wydawnictwem Poxnahskím. Napisal do mnic list, proszqc o zgode ua przeloienie mo- jej powiesci „Sonur minn Sinfjötli*’ na jczyk pul- ski. Powíeié ta opiera si<* na wqtkach ze staryct poganskích sag, m. in. na piesniach Eddy, oczy- »Ég er alinn upp við sérstakt dálæti á Pólverjum,“ er fyrirsögnin á þessu viðtali við Guðmund, sem pólska skáldið og blaðamaðurinn Jerzy Wielunski tók við hann bréfleiðis fyrir nokkrum árum og birti i pólska vikuritinu Kameaa. Borgarbókasafnið i Poznan i Póllandi. Þar fer nú fram kynning á norrænum nútímabókmenntum, Sýningardeildin með íslensku höfundunum. meðal annars á þremur íslenskum höfundum, Halldórí Laxness, Guðmundi Danielssyni og Agnarí Þórð- arsyni. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.