Morgunblaðið - 31.08.1986, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 31.08.1986, Qupperneq 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 pinrgmi! Útgefandi nWiKfeUt Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakiö. Samband ríkis og kirkju Ihirðisbréfí herra Péturs Sig- urgeirssonar biskups kemur fram afdráttarlaus skoðun hans á því, að þjóðkirkjufyrir- komulagið sé íslensku þjóðinni farsælast. Biskup rökstyður þessa skoðun meðal annars með þessum orðum: „Á meðan allur þorri landsmanna er þjóð- kirkjufólk eru núverandi tengsl ríkis og kirkju þjóðarheildinni fyrir bestu. Ég er ekki sama sinnis og sumir kirkjunnar menn á hinum Norðurlöndun- um, að kirkjuleg deyfð og sitthvað, er úrskeiðis fer, sé kirkjuskipuninni að kenna. Þjóðkirkjan hefur ytri sem inn- ri möguleika til að vera lifandi, starfandi kirkja, eins og hver önnur kirkjudeild, og síst minni tækifæri. En þau þarf að nota betur." í grein eftir séra Jakob Hjálmarsson, sem birtist í Morgunblaðinu, er komist að þeirri niðurstöðu, að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Höfundur segir meðal annars: „Þar erlendis sem kirkjumálum er líkt farið og á íslandi hafa þessi mál verið mjög til umræðu. Sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að telja að um herleiðingu sé að ræða hjá ríkisvaldinu líkt og Lúther taldi gagnvart páfavaldinu. Ekki er ástæða að telja slíkt á íslandi, en gerum aðeins ráð fyrir að svo kunni að fara að hópur sem hefði andstæða trú- málaafstöðu við þá evangelísk-lúthersku komist til áhrifa í þjóðfélaginu. Þá yrði þeim létt verk að gera úr þess- ari herleiðingu þungbæra raun. Þetta er dregið í ljós til að sýna að í sambandi sínu við ríkið er kirkjan auðsærð, enda byggist það eins og hjónaband- ið upp á gagnkvæmum kær- leika og tryggð. Ef þær forsendur bresta þá er voðinn vís.“ Höfundar nálgast viðfangs- efnið frá ólíkum sjónarhóli og komast að gagnstæðri niður- stöðu. Bendir það til þess, að innan íslensku kirkjunnar eigi eftir að verða umræður um samband ríkis og kirkju eins og annars staðar á Norðurlönd- unum. Krister Stendahl, Stokkhólmsbiskup, lýsir við- horfum sínum til þessa máls með þessum orðum í Morgun- blaðsviðtali er birtist 22. júlí síðastliðinn: „Kirkjan á að vera sjálfstæð rödd, en ekki berg- mál. Eðli hennar hlýtur auk þess að vera alþjóðlegt. Kirkjan og söfnuðurinn eiga að vera gluggi út í heiminn. Þjóðkirkju- fyrirkomulagið getur skyggt á útsýnið. Það er gamalt og úr sér gengið. Það dytti engum í hug að búa það til nú í dag. Ríkiskirkjufyrirkomulagið fær ekki staðist miklu lengur. Til- vera annarra trúarbragða er löngu viðurkennd innan okkar landamæra og það er óeðlilegt að eitt trúfélag hafí forréttindi eða sérstöðu miðað við önnur trúfélög. Ég mótmæli því alltaf þegar ég er ávarpaður sem „biskupinn í Stokkhólmi". Ég er „einn af biskupunum í Stokkhólmi". Þar er einnig rómversk-kaþólskur biskup og methodista-biskup og andlegir leiðtogar fleiri trúfélaga." Hinn sænski kennimaður og biskup nálgast málið úr þriðju áttinni. Hann telur grundvöll- inn fyrir þjóðkirkjufyrirkomu- laginu brostinn í fjölþættu lýðræðisríki; allar kirlg'udeildir eigi að sitja við sama borð. Hér er um málefni að ræða, sem kemur líklega flestum Is- lendingum á óvart, að skuli vera ofarlega á dagskrá meðal kirlg'uleiðtoga annars staðar á Norðurlöndunum. Hin síðari ár að minnsta kosti hafa ekki verið opinberar umræður um það hér á landi, að slíta beri sambandi ríkis og kirkju og breyta ákvæðum stjómar- skrárinnar um það efni. Hér er söguleg hefð fyrir slíku sam- bandi í einhvers konar mynd síðan kristni var lögtekin á Alþingi árið 1000. Tímamir breytast og menn- imir með. Vafalaust er það rétt hjá hinum sænska bisk- upi, að engum dytti í hug að búa þjóðkirkjufyrirkomulagið til nú á dögum. Þetta á við um margt annað. Má þar til dæm- is nefna ríkiseinokun á út- varpsrekstri og á póst- og símaþjónustu. Um þessar mundir er útvarpsrekstur að verða frjáls. Ríkisrekstur á pósti og síma getur ekki verið eilífðarmál og sýnist nær að huga að afnámi hans en slíta sambandi ríkis og kirkju. Morgunblaðið tekur undir það sjónarmið herra Péturs Sigurgeirssonar biskups, að á meðan 92% þjóðarinnar til- heyra íslensku þjóðkirkjunni og um 97% játa evangelísk- lútherska trú eru núverandi tengsl ríkis og kirkju þjóðar- heildinni fyrir bestu. að hefur verið einkenni á borgum í Austur- Evrópu frá því, að kom- múnistar tóku þar völdin um og eftir lok heimsstyrj aldarinnar síðari, að þær hafa ver- ið gráar og litlausar og borgarlífið fábreytt og ömurlegt a.m.k. frá sjónarhóli Vestur- landabúa. Islendingur, sem nýlega var á ferð í A-Þýzkalandi m.a. í Austur-Berlín og Dresden og þekkti þar nokkuð til frá fyrri tíð, hafði orð á því fyrir skömmu, að lítil breyting hefði orðið að þessu leyti í Austur-Þýzkalandi, þótt uppbygging hefði orðið nokkur þar seinni árin og að sjálfsögðu umtalsverð frá stríðslokum. Ein er þó sú borg í Austur-Evrópu, sem sker sig úr að þessu leyti og hefur gert um skeið, en það er Búdapest í Ungveija- landi eða Búda og Pest, þar sem hér er raunverulega um tvo borgarhluta að ræða. Þegar höfundur Reykjavíkurbréfs var þar á ferð fyrr á þessu sumri var það fyrsta, sem bar fyrir augu, þegar komið var inn í flugstöðina í Búdapest, auglýsing frá Avis-bílaleigufyrirtækinu bandaríska og skömmu síðar blöstu við auglýsingar frá tveimur öðrum vestrænum fyrirtækjum, sem leika stórt hlutverk í lífi ferðamanns- ins, þ.e. frá Visa og Eurocard, þess efnis, að bæði þessi greiðslukort væru í fullu gildi í Ungveijalandi. Önnur þjónusta við ferðamenn reyndist í samræmi við þessi fyrirheit um vestrænan lífsstíl. Búdapest er án efa ein fegursta borg í Evrópu. Þar sjást nú lítil, sem engin merki þeirra átaka, sem urðu fyrir tæpum 30 árum, þegar sovézkir skriðdrekar ruddust inn í borgina og börðu niður uppreisn Ungveija gegn ógnarstjóm kommúnism- ans. Þegar sami ferðamaður kom þar á árinu 1972 mátti enn sjá merki um þessi átök m.a. á byggingum í miðborginni, sem orðið höfðu fyrir kúlnahríð. Nú voru þessi ummerki hvergi sjáanleg. Iðandi mannlíf setur svip á borgina, mikill fjöldi bfla er þar á götum, nær allir frá einhveiju Austur-Evrópulandanna, vömúrval í verzlunum er mikið og aug- ljóst, að neytendaþjóðfélagið er að ryðja sér til rúms. Mikill fjöldi fólks var í verzlun- um í miðborginni, þar sem göngugötur setja svip á bæinn, og ef marka má vömúr- valið og fólksfjöldann í verzlunum em lífskjör góð í Ungveijalandi að sjálfsögðu miðað við það sem gengur og gerist í Austur-Evrópu. Vegabréfsáritun til Ungveijalands er hægt að fá með skömmum fyrirvara í sendiráðum Ungveijalands eða á ung- verskum ferðaskrifstofum í Vestur- Evrópu. Vegabréfaskoðun er hvorki mikil né merkileg, þegar farið er inn í landið, þótt öðm máli gegni, þegar reynt er að komast út úr því, eins og síðar verður vik- ið að. Vestrænum gjaldmiðli er hægt að skipta á fiugvellinum og ferðamenn hvatt- ir til þess, að gera það á löglegan hátt, enda er það hyggilegt eins og átti eftir að koma í ljós. Bílakostur Ungveija er sovézkur, pólsk- ur, austur-þýzkur, tékkneskur eða rúmenskur og nánast allir bílar, sem stig- ið er upp í, hinar mestu druslur á vestræn- an mælikvarða. En fíöldi þeirra er hins vegar gífurlegur. í Búdapest em allmörg hótel, sem byggð hafa verið upp af vest- rænum aðilum. Þar er glæsilegt Hilton- hótel, sem byggt var fyrir um einum og hálfum áratug. Á öðm hóteli í eigu spænsks hótelhrings var fyrir hendi öll almenn þjónusta, sem búizt er við á hótel- um í Vestur-Evrópu. Þar var sundlaug og gufubað, Kóka kóla og amerískar sígarett- ur vom á boðstólum, auglýsing um Newsweek var í kynningarblaði fyrir út- lendinga. Sjónvarpstæki á herbergjum og þar var hægt að fá á skerminn textafrétt- ir bæði á þýzku og ensku. Þær þýzku vom frá fréttastofunni DPA en þær ensku frá Reuter. Þama vom nýjar almennar fréttir, viðskiptafréttir, íþróttafréttir, veð- ur, gengi o.fl. Ekki var hægt að sjá, að fréttir þessar væra litaðar á nokkum hátt en hins vegar var ekki hægt að leggja mat á það, hvort fréttimar, sem þama var hægt að lesa, vom sérstaklega valdar. Engin ný vestræn dagblöð var hægt að fá á þessu hóteli þá daga, sem dvalið var í Búdapest. Þar var hins vegar viku gam- alt Newsweek og nokkur þýzk tímarit. Þótt hin ytri þægindi væm nokkuð áþekk því, sem tíðkast á Vesturlöndum, var ann- að, sem ekki uppfyllti fyllstu kröfur. Matur var einkennilega bragðlítill, mjólk var súr. Málakunnátta starfsmanna var afar tak- mörkuð. Göngugata í Búdapest var svipuð göngugötum í borgum Vestur-Evrópu. Þar var augljóslega mikið um útlendinga, ekki sízt Austurríkismenn, ungt fólk að spila á hljóðfæri og þar mátti jafnvel sjá betlara, sem ekki eiga að fínnast í hinum sósíalísku ríkjum! í þessu tilviki var um að ræða síg- aunastúlku, sem var vel klædd og bjó bersýnilega ekki við bágan hag en gekk um með hálfnakið bam og betlaði. Mal- bikunarframkvæmdir stóðu yfir í göngu- götunni, sem vom a.m.k. 30 ámm á eftir tímanum að okkar mati. Sem fyrr segir er vömúrval í verzlunum í Búdapest býsna mikið. Þar mátti sjá bæði Nivea- og Atrix-krem, Gillette-vörur og Dior-kjóla. í bókabúð, sem komið var inn í, var töluvert um vestrænar bækur, þótt annar bókakostur væri að vísu yfir- gnæfandi. í verzlunum í Búdapest em tekin greiðslukort en þeir hafa hins vegar þann hátt á, að leggja þóknunina til greiðslukortafyrirtækisins ofan á vöm- verðið, þannig, að viðskiptamaðurinn borgar. Svonefndar dollarabúðir em þekkt fyrir- bæri í Austur-Evrópuríkjum. Það em verzlanir með algengar vestrænar vömr svo sem sjónvörp, myndbönd og slíkan vaming. Þessar verzlanir selja einungis fyrir vestrænan gjaldeyri. Við fljótlega skoðun sýndust þessar vömr kosta svipað og þær kosta út úr búð hér á íslandi. Á gönguferð um Búdapest var erlendur ferðalangur stöðvaður a.m.k. fimm sinnum og beðinn að skipta peningum á þann veg, að greidd væri hærri upphæð í ungverskum gjaldmiðli fyrir vestrænan gjaldeyri en hægt var að fá í banka. Þann gjaldeyri, sem þannig fæst í viðskiptum á götunni, nota A-Evrópubúar til þess að verzla með í dollarabúðum og em ekki spurðir um það, hvaðan þeir fengu peningana. Kona, sem seldi miða í kynnisferðir um Búda- pest, neitaði hins vegar að taka við öðm en erlendum gjaldeyri fyrir þá þjónustu. Búdapest er mikil menningarborg. Þar er sennilega jafnmikið á boðstólum af óper- um, tónlist og slíkum menningarviðburðum og í Vínarborg og er þá langt til jafnað. Höfundur Reykjavíkurbréfs kom þar á tónleika í myndarlegri tónleikahöll, þar sem ekkert hafði verið til sparað. A.m.k. einn veitingastaður er í Búdapest, sem jafnast á við betri veitingastaði í Vestur- Evrópu, og nefnist hann Gundel. Þar er þjónusta frábær og matur góður en dýr miðað við það, sem tíðkast í Búdapest. Það er yfírleitt ekki dýrt fyrir Vestur- landabúa að ferðast í Ungveijalandi. Hvar er sósíalisminn? Ferðamaður, sem hefur nokkurra daga viðdvöl í Búdapest, verður ekki mikið var við stjómarfarið í landinu, áhrif þess og afleiðingar. Á götum úti sjást yfirleitt alls ekki myndir. af flokksleiðtogum eða áróð- ursspjöld af nokkm tagi. Það var aðeins við mikla breiðgötu, sem notuð er fyrir skrúðgöngur í þágu sósíalismans, sem sjá mátti styttu af Lenín. Þar var einnig stytta af ungverskum sósialista, sem gert hafði garðinn frægan í kringum 1920. Þar vom einnig sérstakir bekkir fyrir flokksleiðtoga. I fyrirlestri leiðsögumanns um Búdapest var nánast ekki minnzt á sósíalisma eða stjómarfarið í landinu. Á fallegum stað í hæðunum, sem Búdapest stendur á að hluta til, mátti sjá rauða stjömu, sem sýnd- ist vera einhver eftirlegukind frá liðnum tíma. Fólkið á götunum í Búdapest er ekki jafnáberandi illa klætt og fólk á götum úti í nokkmm ríkjum A-Evrópu fyrir einum og hálfum áratug. Hins vegar vakti klæða- burður hóps erlendra ferðamanna, sem sóttu næturklúbb í Búdapest, athygli ferðalanga. í borginni em næturklúbbar, sem bjóða upp á kvöld- eða nætursýningu með margvíslegum skemmtiatriðum, eins og sjá má frá París til Las Vegas. Á einum slíkum var hópur Rússa á ferð. Þeim var hleypt inn á undan öðmm og settu svip á staðinn. Þeir vom verst klædda fólkið, sem sjá mátti í Búdapest þessa daga. Sósíalisminn og stjómarfarið komu hins vegar í ljós, þegar ferðamenn vom að fara út úr landinu! Þrívegis fór fram mjög rækileg skoðun á flugvellinum, sem jafn- framt einkenndist af sérstökum mdda- skap. í öllum tilvikum vom á ferð hermenn gráir fyrir jámum. Hinn fyrsti krafðist þess, að fá upplýsingar um, hve miklum erlendum gjaldeyri hefði verið skipt í landinu. Þegar það hafði verið gefið upp kom krafa um að framvísa kvittunum fyr- ir þessum skiptum. Þegar komið var inn í landið var hins vegar engin viðvömn gefin um það, að sýna þyrfti slíka kvittun, þegar farið væri úr landi. Hér skal ekkert fullyrt um, hvað gerzt hefði, ef kvittun hefði ekki komið i leitimar. Næsti hermað- ur, sem tók að sér að rannsaka þessa óvelkomnu gesti, hafði í hótunum, þegar samferðamenn gerðu sig líklega til að bíða í námunda við þann, sem leitað var á. Loks fór fram tvöföld skoðun á vegabréf- um. Hún var mjög lausleg þegar komið var inn í landið. Hins vegar vom vegabréf- in tekin á hótelinu og farið með þau á lögreglustöðina og ekki afhent fyrr en hótelgestir hurfu á brott af hótelinu. Um leið og gengið var út í flugvélina fór fram ný vegabréfaskoðun. Vopnaður hermaður tók vegabréfið, grandskoðaði myndina af viðkomandi, horfði síðan rannsakandi framan í þann sama og hleypti honum svo áfram eftir drykklanga stund. Þrátt fyrir þessa erfiðu kveðjuathöfn er heimsókn til Búdapest eftirminnileg. Samskipti fólks í Ungveijalandi og Aust- urríki fara áreiðanlega vaxandi. Sennilega líta Ungveijar fremur á sig sem Mið- Evrópubúa en Austur-Evrópumenn. Fyrir mörgum ámm sagði ungverskur viðmæl- andi höfundar þessa Reykjavíkurbréfs í heitum umræðum um stjómarhætti í landinu, að Vesturlandabúar yrðu að skilja aðstöðu Ungveija. Þeir yrðu að sætta sig við margt til þess að þjóðin gæti lifað. Sú breyting, sem sjáanleg er í Búdapest frá því að komið var þar fyrir einum og hálf- um áratug, er jákvæð. Með því er hins vegar ekkert sagt um Iífskjör og lífsskil- yrði fólksins, sem þama býr. Kannski má að einhvetju leyti skýra þá töfra, sem Búdapest býr yfír fyrir ferðamenn frá Vestur-Evrópu, á þann veg, að þar má sennilega fínna eitthvað af þeirri Evrópu sem var fyrr á öldinni en er nú löngu horfín. Góðæri Umskiptin frá krepputímum til góðæris verða stundum svo snögg að fólk tekur varla eftir þeim. Slík breyting hefur orðið á síðustu 12 mánuðum. Snemma á þessu ári var orð á því haft í Reykjavíkurbréfí, að erlendur maður, sem hingað hefði kom- ið í nóvember 1985 og aftur síðari hluta janúarmánaðar 1986, hefði sagt, að allt andrúm í landinu hefði gjörbreytzt á skömmum tíma. I nóvember á fyrra ári hefði mikil og þrúgandi svartsýni einkennt þjóðfélagið en nokkmm vikum eftir ára- mót hefði ótrúleg bjartsýni mótað samtöl sín við íslendinga. Mikil lækkun olíuverðs, lækkandi vaxta- kostnaður á alþjóðlegum íjármagnsmörk- uðum, minnkandi verðbólga í helztu viðskiptalöndum áttu ríkan þátt í þessari breytingu. Til viðbótar komu aðstæður heima fyrir, svo sem góð aflabrögð og hagstætt verð á sjávarafurðum okkar m.a. vegna sölu á ferskfiski í Evrópu. Allt skap- aði þetta skilyrði til þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru snemma á árinu og tryggðu að þessar hagstæðu aðstæður yrðu notaðar til hins ýtrasta til þess að ná tökum á verðbólgunni, sem hefur tekizt að vemlegu leyti á þessu ári. Við búum nú við sannkallað góðæri í fyrsta sinn um langt skeið. Vemlegur hagnaður er á rekstri útgerðar, sem ámm MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 35 REYKJAVÉKURBRÉF Laugardagur 30. ágúst „Iðandi mannlíf setur svip á borg- ina, mikill fjöldi bíla er þar á göt- um, nær allir frá einhveiju Aust- ur-EvrópuIand- anna, vöruúrval í verzlunum er mikið og augljóst, að neytendaþjóð- félagið er að ryðja sér til rúms.“ saman hefur verið rekin með miklu tapi og safnað skuldum. Útgerðarfyrirtækin lækka nú skuldir sínar hjá sjóðum, olíufé- lögum og viðskiptabönkum. Þetta góða árferði í útgerð hefur skilað sér í betri afkomu sjómanna. Kunnugur maður í sjáv- arútvegi sagði við höfund þessa Reykjavík- urbréfs fyrir skömmu, að hásetar á fiskiskipum hefðu a.m.k. 100 þúsund krón- ur í Iaun á mánuði til jafnaðar og algengt væri að þeir kæmust upp í 150 þúsund krónur. Hinn sami sagði að laun skipstjóra væm þá á bilinu 200-300 þúsund krónur. Þessi góða afkoma í útgerð hefur m.a. náðst með því að nýta tækifærin, sem skapast hafa á ferskfiskmörkuðum í Vest- ur-Evrópu. Það vekur sérstaka eftirtekt hvað sjómenn em yfirleitt samtaka um að ganga sem bezt frá aflanum vegna þess, að þeir gera sér glögga grein fyrir því, hvað mikið er í húfí fyrir þá sjálfa. Fyrir góðan físk fá þeir gott verð, fyrir lélegan físk lágt verð. Það er gömul saga og ný að gott ár- ferði við sjávarsíðuna er fljótt að hafa áhrif í öðmm greinum atvinnulífsins. Einn af forystumönnum í fjármálalífí landsins sagði fyrir nokkmm dögum, að það væri engin spurning um það, að mikið góðæri einkenndi nú allt viðskiptalíf þjóðarinnar. Þær áhyggjur, sem ástæða væri til að hafa, byggðust á því, að spennan gæti orðið of mikil. Fasteignaverð hækkar stöð- ugt. Enn er afkoma margra hópa laun- þega, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu, erfíð, en gömul reynsla og ný sýnir, að sá uppgangur, sem nú er við sjávarsíðuna, mun skila sér í bættum lífskjömm allra þjóðfélagshópa á tiltölulega skömmum tíma. Við búum við góðæri og það er ástæða til bjartsýni. Áhrifin á stjórnmálin Árferði í efnahags- og atvinnumálum hefur alltaf mikil áhrif á stjómmálabarátt- una í landinu. Stjómarflokkamir tveir munu njóta góðs af batnandi hag þjóðar- innar. Á undanfömum mánuðum hefur töluvert verið rætt um kosningar í haust, og mörg efnisleg rök mæla með kosningum nú fyrir áramót. Það hafa helzt verið ýmsir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem hafa haft áhuga á kosningum í haust m.a. til þess að koma í veg fyrir, að þing- kosningar hafí neikvæð áhrif á kjarasamn- inga, sem gerðir verða eftir áramótin. Hér skal engu um það spáð hver niður- staðan verður en hitt er augljóst, að frá pólitísku sjónarmiði stjómarflokkanna tveggja þurfa kosningar næsta vor ekki að vera verri kostur. Astæðan er einfald- lega sú, að ætla má að það góðæri, sem nú er að breiðast út um efnahagskerfið, muni standa með miklum blóma, þegar kemur fram á næsta vor. Það em ár og dagar síðan þingkosningar hafa farið fram við hagstæð skilyrði í efnahags- og at- vinnumálum. Líklega hefur það ekki gerzt síðan á Viðreisnarámnum. Þessar aðstæður geta gjörbreytt öllum viðhorfum í stjómmálum á skömmum tíma. Auðvitað á núverandi ríkisstjóm við margvíslega erfíðleika að etja og hún á eftir að standa frammi fyrir mörgum erfíð- um úrlausnarefnum á næstu mánuðum. En það, sem máli skiptir í stjómmálabar- áttunni á næstu mánuðum, er einfaldlega þetta: Langt er síðan allar aðstæður þjóð- arbúsins hafa verið svo hagstæðar samtím- is. Við höfum fengið góð aflaár, en markaðir verið erfíðir eða verðið lágt, olíu- verðið hátt, vextir háir o.s.frv. Nú í fyrsta skipti í mjög langan tíma fer þetta allt saman. Þessar aðstæður geta haft úrslita- áhrif á niðurstöður næstu þingkosninga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.