Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 46

Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 KRÆKIBER Nú er sá tími er fjölskyldur koma saman og halda hátíð og sam- komustaðurinn er á beijamó. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hafði verið valinn að þessu sinni. Við fórum á stiklu yfir girðinguna, þar sem heitir Bolaklif við Bolabás og þar yfir gnæfir Ármannsfell. Réttargata heitir götuslóði sem liggur þarna suður í hraunið að eyðibýlinu Hrauntúni, en ætlan okkar var að tína okkur ber á leið- inni þangað. Sú yngsta í hópnum fann strax tvo grænjaxla og sýndi okkur hróðug, en blátt drit fugla sem markaði moldina í götubotnin- um vakti vonir, og litia áttfætlan sem trítlaði á undan okkur, var að visa okkur á beijamó. Þetta var Iétt ganga og margt bar fyrir augu og eyru. Blágresið var byijað að sýna hausttiskuna og lúsam- ulningarnir skrýddu sortulyngið. Suðið i randaflugu dró athyglina að litfögrum blómum beitilyngs og tíst i þröstum gaf til kynna að fylgst væri með okkur. Hrútaber fundum við engin en blóm voru á lyngi. Allir fengu samt nóg upp í sig af illa sprottnum blá- og kræki- beijum. Réttargata liggur á traðirnar heim að Hrauntúni, en þær eru Iang- ar með miklum gijóthleðslum á báða vegu og þannig er einnig með túngarðinn, þar sem miklar gijóthleðslur standa enn uppi. Fögur smíði hefur það verið og fagurt yfir að líta — grænt grasið bylgjað- ist innangarðs, grámosi með lynggróðri og birki og fjalldrapa fyrir utan. Blár fjallahringurinn setti svo fagran ramma um myndina. Stutta stund varð iðandi líf á hlaðinu i Hrauntúni, en þar hafði ekki verið leikið að legg og skel í 50 ár. Skúrir fóru með fjöllum þegar við héldum heim á leið. Þótt engin ber hafi fyllt ílát okkar að þessu sinni, höfum við ekki gefið upp þá von að þau leynist annars staðar, og i þeirri von og trú birtast hér uppskriftir með krækibeijum og eru allir sem hafa tök á, hvattir til að tina ber, full af vítaminum, ósprautuð og ómenguð í íslenskri náttúru. Krækiberja/skyrterta Botninn: 200 g hveiti 160 g sykur 50 g smjör eða smjörlíki 1 egg 1. Setjið hveiti og sykur í skál. Skerið smjörið smátt og myljið út í. Bætið egginu í og hnoðið samfellt deig. 2. Setjið deigið á botninn á spring- móti, 25 sm í þvermál. Setjið botninn í kæliskáp í 1 klst. 3. Hitið bakaraofninn í 200—C, setjið botninn í miðjan ofninn og bakið í 15 mínútur. 4. Losið botninn frá og kælið, setjið síðan í kringlótt tertufat. Fyllingin: */2 lítri krækiber 1 dl sykur 1 stór dós bláberjaskyr 1 peli ijómi 2 egg 7 blöð matarlím 5. Hellið sykri yfír hrein krækiber- in, hrærið síðan í þannig að sykurinn bráðni örlítið. 6. Setjið blábeijaskyrið í hrærivél- arskál, hrærið eggin út í. 7. Þeytið ijómann og setjið út í skyr/eggjahræruna. 8. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. Vindið upp úr vatninu og bræðið í skál ofan í vatni úr heita krananum. 9. Hrærið bráðið matarlímið í mjórri bunu út í skyr/eggjahrær- una. 10. Setjið hringinn utan um köku- botninn á fatinu. Hellið síðan helming hrærunnar yfír. Setjið í kæliskáp og látið stífna til hálfs. 11. Hellið þá krækibeijunum yfír. Setjið síðan hinn hluta hrærunnar yfír og látið stífna alveg. Takið hringinn af. 12. Stráið nokkrum sykurlausum krækibetjum yfír kökuna um leið og hún er borin fram. Krækiberjagjautur. 1 lítri krækiber '/2 lítri vatn 2 dl sykur safí úr '/2 sítrónu 2 msk. kartöflumjöl 1. Setjið ber í pott ásamt vatni, sykri og sítrónusafa. Látið sjóða við hægan hita í 30 mínútur. Meijið þá berin með kartöflu- stappara og hellið á sigti. 2. Setjið safann í pott. Kælið að mestu. 3. Hrærið kartöflumjölið út í saf- ann í pottinum. Setjið pottinn á heita hellu, hrærið stöðugt í þar til grauturinn þykknar. 4. Hellið grautnum í skál, stráið örlitlum sykri yfír. 5. Berið grautinn fram heitan eða kaldan með ijómablandi eða þeyttum ijóma. Krækiber með eplum og rjóma 1 lítri krækiber 3 epli 3 msk. sykur 1 peli ijómi 1. Hreinsið og þvoið krækiberin. Setjið í skál. 2. Áfhýðið eplin, stingið úr þeim kjamann og rífið gróft á rifjámi. Blandið saman við berin. 3. Setjið sykur út í og blandið saman með gaffli. Látið standa í 15 mínútur. 4. Þeytið ijómann og blandið var- lega saman við. Athugið: Hægt er að nota súr- mjólk í stað ijóma, en þá er betra að sía hana áður í kaffípappírs- poka og nota heldur meiri sykur. Krækiber í Royalhlaupi 4 dl krækiber 1 pk. Royal-blackberryhlaup eða annað hlaup 1. Setjið krækiberin í pott ásamt 1 pela af heitu vatni. Sjóðið við hægan hita í 15 mínútur. 2. Hellið innihaldi pakkans út í og hrærið vel í svo að það leysist vel upp. 3. Hellið 2 dl af köldu vatni út í og hrærið vel saman. 4. Hellið í hringmót eða annað munstrað mót. Hægt er líka að nota smámót undan „ísblómi". 5. Geymið í kæliskáp í 6 klst. 6. Dýfíð mótinu augnablik í sjóðandi vatn og hvolfíð á fat. Meðlæti: Þeyttur ijómi með rifnum eplum. Krækiber og epli í Royalhlaupi 3 dl krækiber 2 úr epli 1 pk. Royaleplahlaup 1. Setjið krækiberin í pott ásamt 1 pela af heitu vatni. Sjóðið við hægan hita í 15 mínútur. 2. Hellið innihaldi pakkans út í og hrærið vel í svo það leysist vel upp. 3. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjamann og setjið saman við ber- in. 4. Setjið 1 V2 dl af köldu vatni út í og hrærið vel saman. 5. Hellið í hringmót eða annað munstrað mót. 6. Geymið í kæliskáp í 6 klst. 7. Dýfið mótinu augnablik í sjóð- andi vatn og hvolfið á fat. Meðlæti: Þeyttur ijómi með mörð- um banönum. Hrærið þeim laus- lega saman við, svo þeir verði ekki seigir. Nú þegar algengt er að böm setji musl „muisli" út á súrmjólk- ina sína, er mjög gott að bæta krækibeijum í það. Einnig er hægt að þurrka krækiberin í yl- volgum bakaraofni, setja í kmkku og geyma til síðari nota. Það tek- ur nokkra klukkutíma að þurrka bláber í ofninum og hitinn má ekki vera hærri en 50_C. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Háskólabíó sýnir „Sá besti“ HÁSKÓLABÍÓ hefur frumsýnt bandarísku kvikyndina Sá besti, á frummmálinu „Top Gun“. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Don Simpson og Jerry Bruck- heimer, þeir sömu og stóðu að Flashdance og Beverly Hills Cop. í frétt frá Háskólabíói segir: „I aðalhlutverki er leikarinn Tom Cruse sem var þekktur og vinsæll eftir að hann lék í gamanmyndinni „Risky Business“. Hann leikur ung- an, metnaðarfullan flugkappa og eyðir mestum tíma sínum í einni fullkomnustu flugvél sem smíðuð hefur verið (F14), flugvél sem flýg- ur á tvöföldum hraða hljóðsins. En hann er meira en flugkappi í þessari mynd, hann er kvennagull mikið og mótleikari hans er engin önnur en Kelly McGillis. Hana þekkja allir sem sáu Vitnið en þar lék hún Amish-konuna á móti Harrison Ford, á eftirminnilegan hátt. Við gerð þessarar myndar nutu framleiðendur mikillar aðstoðar bandaríska flughersins. Top Gun er best sótta kvikmynd- in í heiminum það sem af er þessu ári. Myndin er tekin upp og sýnd í Dolby stereo með sérstökum hátal- arabúnaði sem gerir hana enn áhrifaríkari."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.