Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 64
64
MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR Sffi AGÚST 1986 ’
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HELGA HJÖRDÍS HJARTARDÓTTIR,
Hamraborg 30,
Kópavogi,
sem lést þann 24. þ.m., verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
þriöjudaginn 2. september kl. 13.30.
Siguröur Siggeirsson,
Jónas Guðmundsson, Jóhanna Sigurðardóttir,
Rúnar Guðmundsson, Hjördís Davi'ðsdóttir,
Hjördis Guðmundsdóttir, Hilmar Guðbjörnsson,
Kristín H. Guðmundsdóttir, Herluf Griiber,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
bókari,
Álftamýri 10, Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. september
kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabameins-
félag íslands.
Jóhanna Kristjánsdóttir,
Guðlaugur Guðmundsson, Sigriður Guðmundsdóttir,
Helga G. Guðmundsdóttir, Hjálmtýr Sigurðsson,
Anna G. Guðmundsdóttir, Guðjón Steinþórsson
og barnabörn.
t
Bróðir minn, mágur okkar og frændi,
EINARJ. EIRÍKSSON,
verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
2. september kl. 15.00.
Ragnheiður S. Jónsdóttir, Björgvin Kristófersson,
Hólmfrfður Þórhallsdóttir,
Guðmundur Sigurðsson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIGERÐUR GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
Sólvallagötu 45, Keflavik,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 2. september
kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd.
Ingólfur Eyjólfsson, synir,
tengdadætur og barnabörn.
t
Útför eiginkonu minnar,
LÁRU PÁLSDÓTTUR,
verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. sept. kl. 13.30.
Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarna-
barna,
Leó Sigurðsson.
>
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR J. ARADÓTTUR
frá Seljalandi,
Brekkuhvammi 2,
Búðardal.
Jón E. Hallsson,
Hallur Jónsson, Ástaug Bragadóttir,
Lóa Björk Hallsdóttir, Jón Eggert Hallsson,
Ingunn Þóra Hallsdóttir, Helgi Rafn Hallsson.
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
um gerð og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSÍnlÐJA
SKEMMUÆGI 48 SiMI 76677
Kurt Juuranto
— in memoriam
Mánudaginn 18. ágúst síðastlið-
inn fór bifreið út af veginum rétt
vestan við Helsinki. Okumaður
hennar var Kurt Juuranto, aðalræð-
ismaður íslands, og lést hann í
sjúkrahúsi skömmu síðar. Þannig
gerðist það í annað sinn, að ísland
missti sviplega og fyrir aldur fram
aðalræðismann í Helsinki. Hinn
fyrri var faðir Kurts, Erik Juur-
anto, sem lést sextugur á sjúkra-
beði.
Síðan heimsstyijöldinni lauk fyrir
Úórum _ áratugum hafa opinber
tengsl Islands við Finnland mjög
tengst nafninu Juuranto. Þeir feðg-
ar voru aðalræðismenn, og um
árabil hefur yngri bróðirinn Kai
verið ræðismaður í Helsinki. Hófust
þessi tengsl, er sendiherra íslands
í Stokkhólmi á stríðsárunum, Vil-
hjálmur Finsen, kynntist finnskum
kaupmanni, Erik Juuranto. Hafði
hann keypt síld og fleiri vörur frá
Islandi, og varð hugfanginn af
landinu. Varð hann áhugasamur
fulltrúi fyrir ísland í Finnlandi, ekki
síður í menningarmálum en við-
skiptum, virtur og kunnugur fyrir-
mönnum beggja ríkja.
Juuranto stofnaði um tvítugt
Lejos Oy, sem er eitt stærsta inn-
flutningsfyrirtæki Finna. Synir
hans hófu báðir störf við það og
tóku við stjóm þess að honum látn-
um. Kurt varð ræðismaður 1960
og aðalræðismaður eftir lát föður
síns. Gegndi hann því starfi hátt á
þriðja áratug með reisn og virðu-
leik. Hann hafði og tekið ástfóstri
við ísland og íslendinga, fór þangað
margar ferðir og hafði ætlað sér
að vera í Reykjavík nú um mánaða-
mótin. íslendingar standa í mikilli
þakkarskuld við Kurt Juuranto fyr-
ir allt það, sem hann gerði fyrir þá.
Kurt var hvers manns hugljúfí í
persónulegum kynnum, hógvær og
vinfastur. Hann stýrði fjölskyldu-
fyrirtækinu af dugnaði, en utan
viðskiptaheimsins átti hann sér
áhugamál í listum og bókum. Um
það, svo og tengslin við ísland, ber
hið fagra heimili í Helsinki glöggt
vitni.
Kona hans, Leona, er glæsileg
athafnakona, sem rekur annað fyr-
irtæki á öðru sviði af miklum þrótti.
Þau eiga einn son, Juha.
Kurt Paul Erik Juuranto fæddist
21. júní 1927 í Helsinki. Hann var
því 59 ára gamall er hann lést svo
sviplega.
Við hið óvænta fráfall Kurts
syrgi ég góðan vin og félaga, og
horfi á bak traustum og fómfúsum
aðalræðismanni, sem vann mikið
ævistarf fyrir samband Islendinga
og Finna, báðum þjóðum til gagns.
Islendingar munu lengi geyma
minningu hans.
Benedikt Gröndal, sendiherra.
Kurt Juuranto, aðalræðismaður
Islands í Finnlandi, er látinn. Hann
fórst af slysförum mánudaginn 18.
ágúst sl. 59 ára að aldri. Kurt Juur-
anto var annar tveggja góðra
manna er veitti mér liðsinni við
fyrstu komu mína til Finnlands 4.
júlí 1961. Kunningsskapur okkar
nær yfir aldarfjórðung. Árið 1961
var hann nýtekinn við störfum af
föður sínum, Erik Juuranto.
Mér er það enn ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum er ég kom með
allan farangurinn inn á skrifstofu
hans við Kaisaniemigötu í miðborg
Helsingfors þennan sólríka júlídag
fyrir 25 ámm.
Kurt var fljótur að útvega mér
þak yfír höfuðið á stúdentagarði
við Estnásgötu og það var hann sem
var innan handan við að útvega
atvinnu. Oftsinnis var gengið við á
ræðismannsskrifstofunni það sum-
ar, þangað komu íslensk blöð og
var jafnan boðið kaffi er Kurt var
við.
Oft sátum við að spjalli yfir kaffi-
bolla, enda var Kurt viðræðugóður
maður. framkoma hans var fáguð
og bar merki áhugamála hans, sem
vom listir og bókmenntir. Hann var
hlédrægur maður að eðlisfari, lítt
gefinn fyrir gleðskap í margra
manna hópi. Þeim mun minnisstæð-
ari em í dag þægilegar samræður
yfir kaffíbolla, þar sem saman fór
fáguð framkoma og hlýtt hjartalag.
Við höfðum nefnt það fyrir ári
að minnast 25 ára afmælis okkar
fyrsta fundar á þessu sumri.
Sumarleyfi og annir höfðu dregið
að af því yrði. Nú verður það því
miður ekki.
En minningin um góðan dreng
fylgir þeim sem eftir lifa.
Eiginkonu hans, syni og öðmm
aðstandendum votta ég djúpa sam-
úð.
Borgþór S. Kjæmested
Kveðjuorð:
SigríðurL. Hjaltested
Fædd 31. júlí 1970
Dáin 25. ágúst 1986
Mig langar til þess að festa minn-
ingar mínar á blað um þetta
elskulega bamabam mitt. Hún
fæddist 31. júlí 1970, fyrsta bam
foreldra sinna, Bám Guðmunds-
dóttur og Lámsar Hjaltested.
Fyrstu mánuði iífs síns bjó hún
með foreldrum sínum á heimili mínu
og tók þar sín fyrstu spor. Síðan
hófu þau búskap á næsta bæ,
Syðstu-Gmnd, og var þar stutt á
milli vina.
Hún átti bágt með að vita ömmu
sína eina á dimmum vetramóttum
og ég minnist þess að eitt sinn er
þessi litli geisli var kominn í rúmið
sitt og átti að fara að sofa, þá varð
að klæða hana aftur og austur í
Blömastofa
fnöfinm
Suöurlandsbrairt 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvötd
til kl. 22,- éíiinig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
&
bæ til Siggu ömmu varð hún að
komast svo amma yrði ekki ein.
Síminn hringdi, í símanum var
móðir hennar og sagði: „Uttu vest-
ur fyrir, það er lítil stúlka á leiðinni
til þín.“ Svona var öll hennar hugs-
un, eins og allir sem henni kynntust
vita vel. Alltaf var hún eins og bros-
andi sólargeisli hvar sem hún kom.
Allt var svo bjart í kringum hana,
eftir því sem hún komst á legg
fannst mér myndast æ sterkari
vinabönd okkar á milli.
Það er erfitt að trúa því að svona
sé komið, við skiljum ekki þann til-
gang lífsins að taka hana svo unga
frá okkur, þegar allir töldu að lífíð
væri rétt að byija.
Sigga mín var óvenju bráðþroska
til lífs og sálar og 25. nóvember
síðastliðinn eignaðist hún lítinn
dreng, Birgi Þór, og var hún þó ung
væri mikil móðir svo eftir var tek-
ið. Síðustu helgi lífs hennar voru
þau unnusti hennar, Þorsteinn Birg-
isson, í mikilli eftirvæntingu að
ræða upphaf búskapar síns og
höfðu tekið ákvörðun þar að lút-
andi.
Mikill er missir þeirra, ég bið
Guð almáttugan að gefa þeim stjrrk
í þessari miklu reynslu, einnig for-
eldrum hans, Birgi og Jóhönnu, sem
reyndust litlu stúlkunni minni svo
vel.
Draumur sem hana dreymdi og
sagði frá rétt fyrir andlát sitt er
okkur sem eftir lifa huggun harmi
gegn þar sem við vitum að Guð-
mundur afí tekur á móti henni.
Elsku foreldrar hennar og litlu
systkin, Guð megi vaka yfír heimili
ykkar og gefi ykkur styrk í því
sálarstríði sem á ykkur hefur verið
lagt.
Blessuð sé minning hennar.
Sigga amma
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 681960