Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986
Bræðraminning:
*
Guðmundur O. Guðmundsson
og Helgi Guðmundsson
Fæddur 19. júlí 1906
Dáinn 13. júlí 1986
Einn af okkar elstu og mætustu
félögum í UMF Vorblóm á Ingj-
aldssandi, Önf., Guðmundur Óskar
Guðmundsson frá Brekku, bóndi á
Seljalandi í Skutulsfirði, lést af slys-
förum 13. júlí sl.' Með honum er
fallinn dáðadrengur félagsmála og
mannúðar. Guðmundur var ætíð
hlýr í viðmóti, brosmildur, frumleg-
ur í leik og störfum, hjálpsamur
mörgum nágrannanum við bygg-
ingar á þeirri byggingaröldu er reis
í sveitunum milli 1930—1960. Hjálp
hans kom fram í ýmsum hagleik
og iðni að tileinka sér allt það besta
og nýjasta á hveijum tíma til hjálp-
ar félögum sínum til mestra nota.
Að leggja raflagnir í steinhús og
önnur hús tókst honum ágætlega.
Þessi verk öll vann hann með gleði
og af mikilli innri þörf til að hjálpa.
Eftir miðjan aldur gifti hann sig
og gerðist bóndi í hálfri Tungu og
Seljalandi, fyrrum búgarði þeirra
ísfírðinga. Hann hafði fyrst allstórt
kúabú, en minnkandi með árunum,
en var þá meira með sauðfé. I
starfi bóndans var Guðmundur
maður á réttum stað, athugull,
snyrtimenni og frábær skepnuhirð-
ir, jafnvel frumlegur í 'verkum
sínum við húsdýrin. Kom þar til
þekking hans á rafmagni, til ljósa
og margra smærri verka, til hag-
ræðis og léttis í önn dagsins.
Guðmundur Óskar var mörgum kær
og fyrirmyndarsonur á heimili for-
eldra sinna, svo hlýr, glaður og
viljugur til allra starfa, hvort sem
þurfti að fara „á ból“ og mjólka
ær og kýr, eða fara fyrir móður
sína eða systur niður að á eða út
í læk að „skola og klappa" fata-
þvottinn og helst þegar kaldast
var. Þá var hann og laginn að laga
allt á heimili sínu er aflaga fór „fyr-
ir tímans tönn“.
Ég minnist Guðmundar Óskars
frá bemsku og æskuárunum, sem
eins besta og andríkasta félaga í
leik og starfi, og eins og fyrr segir
í UMF Vorbíóm, þar áhugasamur
í fundarstörfum og útkomu félags-
blaðsins Ingjalds í bundnu og
óbundnu máli. Þá minnist ég hans
sem 12 ára drengs á skólabekk hjá
mér árin 1918—1920 — bros og
hlýtt handtak. Við þökkuðum hvor
öðrum alla tíð þær gömlu sam-
verustundir. Nú er komið að
kveðjustundinni. Hinn algeri brest-
ur kominn á samstarfíð, fullkominn
skilnaður hafínn. Jafn ylrík hönd
mun verða honum rétt ofan af
himnunum eins og hann rétti vinum
sínum hér á jörðinni, meðan líf ent-
ist. Kær kveðja og góðar óskir til
eiginkonu hans og fóstursonar.
Farsæld og þökk og fyrirbænir
fylgja Guðmundi frá systkinum,
vinum og vandamönnum. í Guðs
friði.
Guðmundur Bernharðsson
frá Ástúni.
Helgi Guðmundsson á Brekku
fæddist á Þórustöðum í Önundar-
fírði 22. október 1899, en í bemsku
fluttist hann með foreldrum sínum
að Brekku á Ingjaldssandi. Þar ólst
hann upp og þar stóð heimili hans
alla ævi.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Einarsson og Guðrún Magnúsdóttir
kona hans. Guðmundur er þjóð-
kunnur maður af þvi sem um hann
hefur verið skrifað. Guðmundur
Hagalín ritaði þátt um hann í bók-
X-Töfðar til
n fólks í öllum
starfsgreinum!
ina Þrek á þrautum en meira verk
er ævisaga hans sem Theodór
Gunnlaugsson á Bjarmalandi ritaði
og heitir: Nú brosir nóttin. Það
voru refaveiðamar, þekking og
skilningur á refnum íslenska sem
leiddu þá Theodór saman svo að
bókin varð til.
Börn þeirra Guðmundar og Guð-
rúnar urðu alls 17 og af þeim
komust 12 til fullorðinsára. Áður
eignaðist Guðmundur fjögur börn
með annarri konu og eru þijú þeirra
á lífí. Helgi var elstur bama Guð-
rúnar og yngsta systirin 27 ámm
yngri. Hann vann heimilinu á
Brekku alla tíð meðan systkini hans
vom í ómegð og reyndist því góður
liðsmaður lengur sem og vanda-
mönnum sínum víðar.
Helgi stundaði ekki skólanám
eftir fermingu annað en það að
hann sótti námskeið fyrir eftirlits-
menn nautgriparæktarfélaga hjá
Búnaðarfélagi íslands. Hann var
ámm saman eftirlitsmaður félag-
anna í Önundarfírði, Dýrafírði og
Skutulsfirði. Hann var félagsmaður
góður og starfaði mikið f ung-
mennafélagi og skógræktarfélagi.
Hreppsnefndarmaður var hann um
skeið.
Þegar Helgi var kominn á efri
ár og lífskjör manna vom orðin
rýmri og fijálslegri tók hann sér
stundum orlof eins og aðrir menn.
Þeim stundum varði hann einkum
til að skoða land sitt og kynnast
náttúm þess. Hafði hann þá jafnan
myndavél með sér og notaði hana
vel.
Þegar ég lít um öxl fínnst mér
að vandfundinn sé maður sem oftar
og víðar hefur komið til hjálpar og
liðs en Helgi á Brekku. Hann var
lagtækur vel og vann oft við smíðar
og lagfæringar á húsum eða ný-
byggingar. Fannst mér alltaf að
hann tæki jafnan öðm fremur mið
af því hve þörfin væri brýn.
Helgi var einhleypur alla tíð og
lögheimili hans var á Brekku. Hins
vegar var hann aufúsugstur allra
systkina sinna og fjölskylduböndin
traust. Og víðar náðu vinsældir
hans.
Helgi á Brekku naut þess að
verða góðu máli að liði. Áður var
minnst á ungmennafélög, skóg-
rækt, búfjárrækt og náttúmskoðun.
Það segir til um hver maðurinn
var. Hvarvetna var hann góður
þegn og einlægur liðsmaður.
Við Helgi á Brekku vomm báðir
framsóknarmenn. Út á við hefur
kannske meira borið á mínu hlut-
verki en hans. En ekki er allt sem
sýnist. Helgi var reiðubúinn að taka
að sér mín föstu störf svo að ég
gæti vikið mér frá ef henta þótti.
Sagðist hann þá gjaman geta gefíð
flokknum nokkur dagsverk eins og
hver annar. Hann var jafnan hinn
góði þegn og ömggi liðsmaður.
Það mætti rita langt mál um
Helga á Brekku. Hér verða þessi
fáu kveðjuorð látin nægja um land-
græðslumanninn. Hann vildi vel og
var hugsjónum sínum trúr í hljóð-
látri hollustu. Mættu sem flestir
líkjast honum.
H.Kr.
IHT CKJARABYLTINCp jMÝTT
ENGIN ÚTBORGUN
og eftirstöðvar
á 11 mánuðum
fyrir handhafa Eurocard-kreditkortanna
V
Hágæða myndbandstæki með alla rr
-. Ulvllvtt,
Og svo kostar það aðeins
37.980,-kr staðgreitt
eða 43.980,-kr á afborgunar kjörum
83 rásir.
' 12 forvalsstillingar.
' 14 daga upptökuminni með
4 mismunandi tímum.
‘ Föst dagleg upptaka.
' Þráðlaus fjarstýring með
13 stjórnaðgerðum.
' Truflanalaus samsetning
á mynd í upptöku.
' 5-föld hraðleitun
fram og til baka.
' Kyrrmynd.
' Rafeindateljari.
' Teljaraminni.
' Sjálfvirk spólun til baka
' o.fl. o.fl.
SKIPHOLTI 19 SIMI 29800
o ««*
0000
i j ■ n n
i C ■ u u
ti ÐíSPiAr ( ÍWÍEKS JPR05BAMS
EURO
KRIEDIT