Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 5
Eimskip:
Aukning
á strand-
flutning-
FYRSTU sjö mánuði þessa árs
varð 56% aukning í strandflutn-
ingum Eimskips miðað við sama
tímabil í fyrra.
„Aukning þessi er mest á út-
flutningsvöru til Reykjavíkur, t.d. á
ferskum flski í gámum, frystum
flski og kísilgúr, en einnig er nokk-
ur aukning í flutningum á almennri
vöru út á land," sagði Hörður Sigur-
gestsson, forstjóri Eimskips. „Við
siglum vikulega með áætlunarskip
til ísafjarðar, Akureyrar og Húsa-
víkur. Skip þetta getur tekið allt
að 200 gáma. Þá kemur Skand-
inavíuskipið tvisvar í mánuði til
Reyðarfjarðar og Ljósafoss er stöð-
ugt í ferðum með aðföng og
sjávarafurðir til og frá Reykjavík.
Aukning í flutningum er helst frá
Húsavík og ísaflrði og þar munar
mestu um kísilgúrinn og flskinn,"
sagði Hörður að iokum.
Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson
Breiðholtsprestakall:
Sr. Guðmund-
••
ur Orn mess-
ar í Breið-
holtsskóla
EINN umsækjenda um Breið-
holtsprestakall, sr. Guðmundur
Örn Ragnarsson, messar í Breið-
holtsskóla á sunnudag, 7. sept-
ember, kl. 14.00
í guðsþjónustunni mun Kjartan
Ragnarsson leikari, bróðir Sr. Guð-
mundar Arnar, syngja og spila á
gítar. Guðrún Ásmundsdóttir leik-
kona les ritningartexta. Messunni
verður útvarpað á FM-bylgju,
102,3.
I frétt sem Morgunblaðinu hefur
borizt segir að þeir sem óski eftir
nánari upplýsingum sé bent á að
hafa samband við sr. Guðmund Öm
eða fulltrúa stuðningsmanna hans,
Ragnar Bjamason.
Nýr framkvæmda-
stjóri Frosta hf.
Ingimar Halldórsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Frosta hf.
á Súðavík. Hann tekur við stöðunni
af Berki Ákasyni sem verið hefur
framkvæmdastjóri fyrirtækisins í
tæp þijátíu ár.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986
F KÓPAVOGI
<5. OG V. SEPTEIVIBER
VI0 KYNNUM
ÁRGERÐ
LAUGARDAG KL 10:00—10:00
SUNNUDAG KL. 13:00-18:00
TOYOTA
essemm sIa