Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 6

Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 —7?-------------- Ieigin hendur? Fimmtudagsumræðan á rás 1 var að þessu sinni í umsjón Sturlu Siguijónssonar og Þóris Guðmundssonar. Umræðuefnjð: Samskipti Bandaríkjanna og Is- lands. Eg vil vekja athygli á þessum umræðuþætti því hann var einstak- lega fagmannlega unninn, þannig var Þórir Guðmundsson staðsettur vestur í Washington og greindi þar all ýtarlega frá viðbrögðum banda- rískra ráðamanna við hvalveiðideil- unni og Rainbow-slagnum. Annars hófst þátturinn á því að Bergsteinn Skúlason sagnfræðingur rakti f stuttu máli samskipti okkar við Bandaríkin, eins og þau hafa þró- ast á öldinni, síðan tók Þórir við og þá ræddu þeir Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson stjórnmálamaður og Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur málið og svo var leitað álits sérfræðinga í utanríkismálum, þeirra Bjöms Bjamasonar aðstoð- arritstjóra, Þórarins Þórarinssonar blaðamanns, Sigurðar Guðmunds- sonar forstjóra og Magnúsar Torfa Ólafssonar blaðafulltrúa. En þei: Sturia og Þórir létu ekki staðar numið við að rabba við sérfræðing- ana heldur leituðu og til mannsins á götunni. Slík vinnubrögð eru til fyrirmyndar og vissulega vakti þátturinn ýmsar áleitnar spuming- ar í brjósti þess er hér ritar. Valdatafl? Einkum varð mér hverft við er Þórir Guðmundsson greindi frá við- tali er hann átti við háttsettan bandarískan stjómmálamann um hvalveiðideiluna. Sá lýsti því yfir kinnroðalaust að ef íslendingar hygðust fara í hart þá skyldu þeir minnast þess að Bandaríkjamenn hefðu ýmis tromp á hendi, til dæm- is ef Flugleiðir sæktu um flugáætl- unarleyfi til Boston og svo mætti alltaf finna orm eða bein í fiski og í framhaldi af þeim fundi hægja á fiskinnflutningi. Tímamót? Ég verð að segja eins og er að ég hrökk upp við hótanir þessa bandaríska stjómmálamanns. I ein- feldni minni hef ég alltaf haldið að bandarískir ráðamenn stæðu með okkur sem einn maður í stríðinu við alræðisöflin. En það virðist sem valdsmenn í ranni risaveldisins séu sumir hveijir að minnsta kosti að- eins að veija sína eigin hagsmuni og greini þar ekki á milli vina og óvina. Hjá þessum mönnum helgar tilgangurinn meðalið. Kannski er hvalamálið til góðs. Við höfum vaknað líkt og böm upp við vondan draum. í viðsjárverðum heimi er engum að treysta. Er ég satt að segja kominn á sömu skoðun og Indriði G. er vill vísa bandaríska hemum sem fyrst úr landi en ég vil ekki fá í staðinn evrópska Nató- hermenn. Við íslendingar getum sjálfir hæglega mannað ratsjár- stöðvamar og flugvélamar er fylgjast með risanum fláráða í austri. Við gátum ekki sinnt þessum málum þegar bandaríski herinn settist hér fyrst að en nú er hér nóg af tæknimönnum og hæfum flugmönnum til að sinna vömum landsins. Bandaríkjamenn ættu að vera dauðfegnir að losna við her- stöðina og við Islendingar sýnum miklu meiri samstöðu með með- bræðrum okkar í hinum fijálsa heimi ef við tökum sjálfir að okkur gæsluna hér á Norður-Atlantshaf- inu. Að ekki sé talað um hversu mikilvægt það er fyrir okkur að endurheimta sjálfsvirðinguna. Já svo sannarlega vakti fímmtudags- umræðan margar spumingar í bijósti undirritaðs og vonandi í bijóstum fleiri afkomenda þeirra stoltu höfðingja er hlupu undan miðstjómarvaldinu norska á sínum tíma. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/ SJÓNVARP í kvöld er á dagskrá sjónvarpsins sextándi þáttur bandaríska gamanmyndaflokksins um Fyrirmyndar- föður. Maður, kona og banki ■■■■ Bíómynd 00 30 kvöldsins er ’ kanadísk frá ár- inu 1979. Hún nefnist Maður, kona og banki. Leikstjóri er Noel Black og með aðalhlutverk fara Donald Sutherland, Brooke Adams og Paul Mazursky. Tölvufræðingur og vinur hans komast yfír teikning- ar af banka sem er í smíðum. Þeir setja upp kerfí sem gerir þeim kleift að opna allar gáttir og hirslur bankans eftir að hann hefur tekið til starfa. Þýðandi er Gunnar Þor- steinsson. Við rásmarkið ■■■■ Þátturinn Við ■j a 00 rásmarkið sem Sigurður Sverr- isson stjómar, er á dagskrá rásar tvö í dag. í þættinum í dag verður lýst tveimur leikjum af fjórum í fyrstu deild karla í knattspymu. Einnig verða sagðar fréttir af öðrum íþróttaviðburðum dagsins. Sigurði til aðstoð- ar eru íþróttafréttamenn- imir Samúel Öm Erlings- son og Ingólfur Hannesson. m. é Donald Sutherland fer með eitt af aðalhiutverkunum í kvikmyndinni Maður, kona og banki. Rás 2: Næturvakin ■■i Það verða tveir ey a 00 af nýliðum rásar ‘ 2, þau Andrea Guðmundsdóttir og Bjami Dagur Jónsson, sem standa næturvaktina í nótt. Andrea hefur séð um þáttinn „Hitt og þetta" á fimmtudögum þar sem hún hefur Ieikið mestmegnis rólega tónlist og Bjami Dagur hefur verið með þáttinn „Á sveitaveginum" annan hvem mánudag, þar sem hann leikur ameríska sveitatónlist. UTVARP LAUGARDAGUR 6. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.30 Morgunglettur. Létt tónlist. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Fréttir á ensku 8.35 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 8.45 Nú er sumar. Hildur Hermóðsdóttir hefur ofan af fyrir ungum hlustendum. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.20 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar 11.00 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni i umsjá Páls Heiöars Jóns- sonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Af stað. Björn M. Björgvinsson sér um um- ferðarþátt. 13.50 Sinna. Listir og menn- ingarmál liðandi stundar. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Miðdegistónleikar a. Sinfonia concertante i Es-dúr K.364 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Gideon Kremer leikur á fiðlu og Kim Kashkashian á lágfiðlu með Fílharmoníusveit Vinarborg- ar; Nikolaus Hí stjórnar. b. „Boöið upp í dans" op. 65 eftir Carl Maria von Web- er og Ungversk rapsódía nr. 5 í e-moll eftir Franz Liszt. Fílharmoníusveit Berlinar leikur; Herbert von Karajan stjórnar. 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Á hringveginum. Brot úr þáttum sumarsins frá Suðurlandi. Umsjón: Einar Kristjánsson. 17.00 Barnaútvarpið. Umsjón: Kristin Helgadóttir og Sigur- laug M. Jónasdóttir. 17.40 Einleikur i útvarpssal. Halldór Haraldsson leikur á píanó Scherzi nr. 1 i h-moll op. 20 og nr. 3 í cis-moll op. 39 eftir Frédéric Chopin og Funérailles eftir Franz Liszt. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Hljóð úr horni. Umsjón: Stefán Jökulsson. 20.00 Sagan: „Sonur elds og ísa” eftir Johannes Hegg- land. Gréta Sigfúsdóttir þýddi. Baldvin Halldórsson les (7). 20.30 Harmonikkuþáttur. Um- sjón: Einar Guðmundsson og Jóhann Sigurösson. (Frá Akureyri.) 21.00 Frá íslandsferö John Coles 1881. Lokaþáttur. Tómas Einarsson tók sam- an. Lesari: Baldur Sveins- son. 21.40 íslensk einsöngslög. Guðmundur Guðjónsson syngur lög eftir Sigurð Þórð- arson og Þórarin Guð- mundsson. Skúli Halldórs- son leikur á pianó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Laugardagsvaka. Þáttur i umsjá Sigmars B. Hauks- sonar. SJÓNVARP I 17.30 Iþróttir Umsjónarmaður: Bjarni Fel- ixson. 19.20 Ævintýri frá ýmsum löndum (Storybook International) 8. Keisarinn og ábótinn. Myndaflokkur fyrir börn. Þýöandi: Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður: Edda Þórarinsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Fyrirmyndarfaöir (The Cosby Show) LAUGARDAGUR 6. september Sextándi þáttur. Banda- riskur gamanmyndaflokkur i 24 þáttum. Þýðandi: Guðni Kolþeinsson. 21.00 Simon og Garfunkel Bandariskur sjónvarpsþátt- ur trá hljómleikum sem þeir Paul Simon og Art Garfunk- el héldu undir berum himni i New York árið 1982. Um 400.000 áheyrendur hlýddu á þá félaga flytja ein tuttugu lög sem þeir höfðu ekki sungið saman í ellefu ár. 22.30 Maöur, kona og banki (A Man, a Woman and a Bank). Kanadísk bíómynd frá 1979. Leikstjóri: Noel Black. Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Brooke Adams og Paul Mazursky. Tölvu- fræðingur og vinur hans komast yfir teikningar af banka sem er i smiöum. Þeir setja upp kerfi sem gerir þeim kleift að opna allar gáttir og hirslur eftir að bankinn hefur tekið til starfa. Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. 00.15 Dagskrárlok 23.30 Danslög 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. LAUGARDAGUR 6. september 10.00 Morgunþáttur i umsjá Kristjáns Sigurjóns- sonar. 12.00 Hlé. 14.00 Við rásmarkið Þáttur um tónlist, iþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Sig- uröur Sverrisson ásamt íþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 16.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarsson- ar. 1.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. 17.00 (þróttafréttir 17.03 Nýræktin Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason stjórna þætti um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. 18.00 Hlé 20.00 F.M. Þáttur um þungarokk i umsjá Finnboga Marinóssonar. 21.00 Milli striöa Jón Gröndal kynnir dægurlög frá árunum 1920—1940. 22.00 Framhaldsleikrit: „Eyja hafinu" eftir Jóhannes Helga Leikstjóri: Þorsteinn Gunnars son. Fjórði þáttur. „Lyngiö er rautt." (Endurtekinn frá sunnudegi, þá á rás eitt.) 22.40 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigurjóns son 24.00 Á næturvakt með Andreu Guðmundsdótt ur og Bjarna Degi Jónssyni. 03.00 Dagskrárlok. 989 LAUGARDAGUR 6. september 8.00 Létt tónlist með morg- unkaffinu 9.00 Bjarni Ólafur Guö- mundsson byrjar helgina með hressilegri tónlist, spurningaleik, viötölum, hjálp við helgarmatreiðsl- una o.fl. 12.00 Ljúfur laugardagur — gamla góða poppið í fullu gildi — kveðjulestur og frétt- ir af þvi sem er á seyöi um helgina hér við flóann. 15.00 Vinsældalisti Bylgjunn ar — 30 vinsælustu lögin. 17.00 Helgarstuö með Hemma Gunn. — gestir útvarpssal, spurningaleikir o.fl. skemmtilegheit með Hemma. 18.30 í fréttum var þetta ekki helst - skop og skrum- skældar fréttir með Eddu Björgvins o.fl. 19.00 Rósa Guðbjartsdóttir skoðar hina hliöina á frétt- um og fólkinu sem kemur við sögu. 21.00 Anna Þorláksdóttir — tónlist og spjall 23.00 Gunnar Gunnarsson og Þorsteinn Ásgeirsson næt urhrafnar með viöeigandi næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.