Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 7
/ ^•'foÖÍÍÖÍÍftgÍaöIÐ, #.l‘áÉÍ^EtíBfE!fi »1986 n 7 Ráðstefna ræðismanna Islands erlendis: „Mikilvægt upplýsinga og kymiingarstarf ‘ ‘ — segir Sigríður Snævarr, einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar RÁÐSTEFNA ræðismanna ís- lands erlendis lauk i Reykjavík síðastiiðinn miðvikudag. Undir- búningur, skipulagsvinna að dagskrá ráðstefnunnar hvildi meðal annarra á herðum Sigríðar Snævarr, blaðafull- trúa utanríkisráðuneytisins og deildarstjóra í upplýsinga- og kynningardeild ráðuneytisins, en ráðstefnustjóri var Kornelí- us Sigmundsson. Morgunblaðið náði tali af Sigríði eftir að ráð- stefnunni lauk og innti hana álits á hvemig til hefði tekist og jafnframt hvert markmið og tilgangur- væri með ráð- stefnuhaldi sem þessu. „Þetta er í þriðja sinn, sem ráðstefna af þessu tagi er haldin, sú fyrsta var 1971, þá árið 1977 og svo nú,“ sagði Sigríður. „Til- gangurinn með ráðstefnuhaldi sem þessu er fyrst og fremst sá að upplýsa og kynna fyrir ræðis- mönnunum það sem efst er á baugi hér á landi, hvort heldur er í menningarmálum, á sviði við- skipta eða efnahags- og utanríkis- mála. Markmiðið er að þeir eigi þess kost að koma hingað til lands og sjá með eigin augum það sem hér er að gerast. Þá er auðvitað ekki síður þýðingarmikið fyrir þá að kynnast innbyrðis, skiptast á skoðunum og bera saman bækur sínar um störf sín. Ég held að ekki fari á milli mála að svona ráðstefnur eru afar gagnlegar fyrir alla aðila, bæði ræðismenn- ina sjálfa og svo okkur hér heima, sem höfum með höndum utan- ríkismál og kynningarstarf fyrir Islands hönd.“ Sigríður sagði að þátttakendur hefðu almennt lýst ánægju sinni með ráðstefnuna og talið hana afar gagnlega fyrir utan þá ánægju sem menn hefðu þaft af heimsókninni til íslands. „Ég varð Frá lokahófi ræðismannaráðstefnunnar í veitingahúsinu Broadway síðastliðið fimmtudagskvöld líka vör við að ræðismönnunum fannst ekki síst ánægjulegt að kynnast kollegum sínum í öðrum löndum og ýmislegt gagnlegt kom út úr þeim kynnum. Til dæmis ákváðu ræðismenn íslands í Norð- ur-Ameríku að halda árlegan fund sín á milli.“ Ræðismennimir komu flestir til Islands sunnudaginn 31. ágúst og bjuggu á Hótel Loftleiðum, þar sem ráðstefnan var haldin. Ráð- stefnan hófst síðan á mánudaginn með ávarpi Matthíasar Á. Matt- hiesen utanríkisráðherra. Fluttir voru fyrirlestrar um hin ýmsu mál er varða utanríkis- og út- flutningsmál og hádegisverður var í boði aðila í ferða- og út- flutningsiðnaði. Um kvöldið var veisla á Hótel Sögu með forseta Morgunblaðið/Þorkell Ingvi S. Ingvarsson var fundarstjóri, en hér eru þau Kornelíus Sig- mundsson ráðstefnustjóri og Sigríður Snævarr. íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og ríkisstjóminni og var veislu- stjóri þar Sigríður Snævarr. Á þriðjudag var ferð um Suður- landsundirlendið, komið við í Hveragerði, Skálholti og á Flúð- um, þar sem snæddur var hádegisverður. Þá var farið á Gullfoss og Geysi, þar sem „sá gamli" sýndi listir sínar fyrir gest- ina. Um kvöldið var ferð í Regnbogann, þar sem sýnd var kvikmyndin „Reykjavík, Reylg'avík“. Síðasti dagur ráðstefnunnar var á miðvikudag og um morgun- inn hlýddu ræðismennirnir á fyrirlestra um íslenska menningu og ferðamál og þáðu að því búnu hádegisverðarboð hjá borgar- stjóm Reykjavíkur. Síðdegis var farið í skoðunarferð um Reykjavík og á Bessastöðum hafði forsetinn móttöku fyrir ræðismennina. Var þar tekin mynd af hveijum og einum með forsetanum og að sögn Sigríðar Snævarr þótti ræðis- mönnunum mikið til þess koma að fá slíkt tækifæri. Um kvöldið var skemmtikvöld í veitingastaðnum Broadway í boði útflutningsaðila og bauð Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍS- AL, gesti velkomna fyrir hönd útflutnings- og ferðamálaaðila. Sigríður annaðist undirbúning og framkvæmd skemmtikvöldsins. „Ákveðið var að hafa þetta kvöld með öðru og léttara yfirbragði en fyrsta kvöldið. í þeirri veislu var hátíðlegt yfirbragð og menningar- legt, Kammersveitin lék og Sigrún Hjálmtýsdóttir söng. Mig langaði til að lokahófið sýndi aðra hlið á íslandi, þannig að ræðismennimir sæju allar hliðar á mannlífmu hér. Það má því segja að lokahóf- ið hafi verið hugsað út frá for- skriftinni „Unga ísland“.“ Skemmtunin hófst með kvöld- verði þar sem Ingimar Eydal lék undir borðum. Nigel Thomson, ræðismaður íslands, flutti frum- saminn brag, „The honorary consul", sem var saminn sérstak- lega af þessu tilefni. Hamrahlíð- arkórinn söng nokkur lög, Magnús Magnússon, sem var veislustjóri, las Auðunar þátt vest- fírska. Pétur Jónasson gítarleikari lék og Stuðmenn komu fram í kínversku búningunum. Hólm- fríður Karlsdóttir, fegurðar- drottning, aðstoðaði síðan við að draga í happdrætti, þar sem vinn- ingurinn var postulínsbrúða í íslenskum þjóðbúningi með ekta skartgripum. Ingibjörg Ólafsdótt- ir, eiginkona Jens Guðjónssonar gullsmiðs, annaðist gerð brúðunn- ar. „Lokaatriðið kom mjög á óvart þegar utanríkisráðherra lék lag eftir sjálfan sig, „Nótt í júní“, við mjög góðar undirtektir við- staddra. Það var sérstaklega til þess tekið hversu fallegt þetta lag var.“ „Miðpunktur ráðstefnunnar var þó ekki glens og gaman, held- ur hinir þungu efnisþættir, hinn beini fræðandi þáttur t.d. um ímynd íslensks viðskiptalífs og nýjungar í ferðamálum. Það var mjög gagnlegt að heyra spuming- ar ræðismannanna og fylgjast með lifandi umræðum sem spunn- ust út frá framsöguerindum um ferðamál hjá Birgi Þorgilssyni ferðamálastjóra og fleirum. í kjöl- far þeirra voru svo umræður í „panel" sem í sátu framámenn í ferðamálum. Öll framsöguerindin og þá ekki síst erindi Matthíasar Johannessen um menningarmál vöktu mikinn áhuga ræðismann- anna og fjölmargar spumingar. Það er hreint ótrúlegt hversu áhugasamir ræðismenn Islands eru og hve mikill hlutur þeirra er í þágu landsins," sagði Sigríður Snævarr að lokum. VERDLÆKKUN! Nú líður að hausti og þess vegna lækkum við verðið á ýmsum golfbúnaði. Dæmi um verð: Verö áöur kr. Verð nú kr. Adidas leðurgolfskór 3.500 1.000 Sett af McGregor járnum (9 stk. ) 40.500 3 viðarkylfur virði 13.000 kr. fylgja Heilt unglingasett 8.500 6.800 Jan Stephenson kvennasett 31.200 Poki virði 6.000 kr. fylgir Foot Joy skór 8.500 6.375 Turfglide kerrur 5.200 3.900 Ace kerrur 6.200 4.650 Stórlækkað verð á ýmsum öðrum vörum og flestum fatnaði. Notið þetta einstaka tækifæri til að eignast 1. flokks búnað á góðu verði. Opið virka daga frá kl. 12—20, um helgar 9—18. ÍGolfverslun /\ John Drummond Golfskálanum Grafarholti sími:82815

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.