Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 10

Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 Um skoðanakönn- un á vegum SUF eftir Harald Ólafsson í Morgunblaðinu hinn 4. sept- ember 1986 er lagt út af örfáum orðum er ég lét falla á þingi SUF í Hrafnagili í Eyjafirði 29. ágúst sl. Ummæli mín eru færð úr lagi í þætti, er nefnist Staksteinar. Þar segir, að ég hafí haldið því fram, að einungis ætti að birta jákvæð atriði úr könnun þeirri, sem Fé- lagsvísindastofnun gerði að ósk SUF og fjallar m.a. um álit almenn- ings á Framsóknarflokknum. Inntak orða minna var þetta: Eg fagnaði því að þessi könnun skyldi gerð, en taldi að niðurstöður hennar hefði átt að íhuga vandlega áður en þær voru birtar opinber- lega. Einnig gagrýndi ég, að þau atriði könnunarinnar, sem flokkn- um eru neikvæð, skyldu tíunduð sérstaklega fyrir þingið, bæði í útvarpi og blöðum, en þagað yfir því sem jákvætt er. Þá minnti ég á hve varasamt er að oftúlka hundr- aðstölur, og hve nauðsynlegt væri 'að tengja atriði slíkrar könnunar í eina heild, en slíta þau ekki úr sam- hengi. Þetta voru mín orð. Eg er hlynntur því að kannanir séu birtar opinberlega, en ekki fyrr en þeir sem beðið hafa um þær, hafa kynnt sér ítarlega niðurstöður Haraldur Ólafsson þeirra. í raun og veru er þetta markaðskönnun, og það er óþarfi að láta aðra fara að túlka hana áður en lærdómar hafa verið dregn- ir af henni. Það hlýtur að vera framsóknar- mönnum umhugsunarefni hvers vegna sum atriði könnunarinnar voru rækilega kynnt fyrir þingið en önnur ekki. En það er önnur saga. Höfundur er þingmaður Fram■ sóknarflokksins í Reykjavík. Borgarrað: Fulltrúar borgarinn- ar kjörmr Á FUNDI borgarráðs sl. þriðju- dag, voru kosnir fulltrúar borgarinnar í nokkrar nefndir. í byggingamefnd Borgarleikhúss var kjörinn Davíð Oddsson borgar- stjóri og Katrín Fjeldsted til vara. í nefnd vegna menningammið- stöðvar við „HUasselby" Davið Oddsson, borgarstjóri og Guðrún Ágústsdóttir og til vara Einar Há- konarson og Sigurjón Pétursson. i nefndir Fulltrúi Reykjavíkurborgar í Blá- fjallanefnd og stjóm Reykjanes- fólksvangs var kjörinn Kolbeinn Pálsson. í Samstarfsnefnd um ferðamál vora kjörin þau Júlíus Hafstein, Þórann Gestsdóttir og Jóhannes Gunnarsson. Jóhannes Pálsson garðyrkjustjóri Reykjavík- urborgar var kjörinn í Samstarfs- nefnd um afréttarmálefni í landnámi Ingólfs. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HDL Til sýnis og sölu m.a.: Nýtt glæsilegt einbýlishús á útsýnisstað við Fjarðarás. Tvaer hæðir 142 X 2 fm. Á ofri hseð er 6 herb. fullb. íb. Neðri hæðin er 3 rúmgóð herb., snyrting og skáli. Enn- fremur innb. bilskúr með stórri geymslu. Ræktuð lóð. Laust fljótlega. í tvíbýlishúsi — allt sér 5-6 herb. þakhæð við Kambsveg 120 fm. Nýtt gler. Sórhiti. Sórinng. Eldhús og bað að eldri gerð. Bflskúr 27 fm. Ákv. sala. Sanngjarnt verð. 3ja herb. ódýrar íbúðir við: Njálsgötu — Skúlagötu — Ránargötu — Sogaveg. Við Tjarnarból með útsýni 5 herb. íb. á 4. hæð með 4 svefnherb. Ágæt sameign. Sólsvalir. Ákv. sala. Raðhús við Ásgarð með 4ra herb. íb. á tveim hæðum um 48 X 2 fm auk kjallara sem er þvottahús og geymsla. Skipti æskileg á 3ja herb. íb. í vesturborginni óskast 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. Ennfremur rúmgóð sórhæð eða einbýli. Rétt- ar eignir verða borgaðar út. Kríuhólar — Austurbrún 2ja herb. góðar íb. sólríkar með útsýni. Opið í dag laugardag kl. 11.00 til kl. 15.00. Lokað á morgun sunnudag. ______________________________ LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 NÝTTSÍMANÚMER gMi3oö< Augýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 ^E.lV ____ AIMENNA FASTEIGNASALAW DÓMKIRKJAN: Messa kl. 10. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þór- ir Stephensen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. sr. Jón Dalbú Hróbjartsson messar. Sóknarprestur. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson umsækjandi um Breiðholtsprestakall messar í Breiðholtsskóla kl. 14. Kjartan Ragnarsson leikari, bróðir um- sækjandans, syngur og leikur undir á gítar í guðsþjónustunni. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona les ritningartexta. Organleikari Daníel Jónasson. Messunni verð- ur útvarpað á FM 102.3. SÓKNARNEFNDIN. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. organisti Guðni þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúla- son. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 11. organleikari Birgir As Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. organleikari Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Barnamessa kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smá- barnasöngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhaldssaga. Ný mætingar- kort. Við píanóið Kjartan Sigur- jónsson stud.theol. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. organisti Árni Arinbjarnarson. Fyrirbænir eftir messu. Sr. Hall- dór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Col. Orde Dobbie frá Jerúsaiem prédikar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag 9. september. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10:30. LANDSPÍTALINN: Guðsþjón- usta KL. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifs- son. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa fell- ur niður vegna þátttöku organ- leikara og söngfólks f námskeiði á vegum söngmálastjóra í Skál- holti. Sr. Þorbergur Kristjánsson. LANGHOLTSKIRKJA. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organleik- ari Jón Stefánsson. Sóknarnefnd- in. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta í Áskirkju kl. 11. Þriðjudag 9. sept: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Frank M. Hall- dórsson. SEUASÓKN: Guðsþjónustur hefjast að loknum sumarleyfum. Laugardag 5. sept.: Guðsþjón- usta í Seljahlíð kl. 11. Sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup prédikar. Sunnudag 7. sept.: Guðsþjón- usta í Ölduselsskólanum kl. 11. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA. Guðsþjónusta ki. 11 árdegis. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLA- DELFÍA: Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Einar J. Gísla- son. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Sam Daniel Glad. Skírnarathöfn. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg: Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður ofursti Orde Dobbie sem starfað hefur um marga ára skeið að Guðspjall dagsins: Matt: 6.: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. kristniboði í Jerúsalem. Tekið á móti gjöfum í byggingarsjóð. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- koma kl. 20.30. Foringjar og hermenn syngja og vitna. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um þá kl. 14. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa i Lágafellskirkju kl. 11. Sóknarprestur. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- rnpcoa H 11 BESSAST AÐAKIRKJ A: Guðs- þjónusta kl. 11. Álftaneskóii settur. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA ST. JÓSEFSSYSTRA Garðabæ: Hhámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Messa á Hrafnistu kl. 11. Sr. Sigurður H. Guðmundsson. KAPELLAN ST: JÓSEFSSPÍT- ALA: Hámessa kl. 10. Lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Stóru-Vogaskóli settur. Sr. Bragi Friðriksson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson umsækjandi um prestakallið messar. Sóknarnefndin. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 16. cand. theol. Hjörtur Magni Jóhannsson umsækjandi um Ut- skálaprestakall prédikar. Sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Eftir messu kaffidrykkja í húsi SVFÍ. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ágúst Sigurðsson sendiráðsprestur í Kaupmanna- höfn prédikar. Sr. Tómas Guðmundsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Ágúst Sigurðsson sendiráðsprestur í Kaupmanna- höfn prédikar. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Sr. Björn Jónsson. HLJÓMEYKI Tónlist Jón Ásgeirsson Söngflokkurinn Hljómeyki hélt tónleika á vegum Tónlistar- félags Kristskirkju sl. fímmtu- dagskvöld og flutti tónverk eftir Nystedt, Holmboe, Speight, John Speght, Jón Nordal, des Prés, Byrd, Stravinsky og Britten. Tónleikamir hófust á orðum Jó- hannesar, „Frið læt ég eftir yður, minn frið gef ég yður“, í frábær- lega fagurri tónsetningu eftir Nystedt. Fallega samæfður og tónfagur söngur kórsins gaf fyr- irheit um góða tónleika. Eftir að hafa flutt Benedicte Domino eft- ir Holboe, söng Hljómeyki sálm eftir John Speight, við textann Locus iste. Þetta litla lag er bæði ljúft og fallegt í gerð og var mjög vel flutt. Aldasöngur eftir Jón Nordal við texta eftir Bjama skálda, var mun betur flutt en í Skálholti í sumar, enda þá flutt svo til af óþomuðum blöðum höfundar. Nú var sér- kennileg kyrrð og jafnvægi yfir flutningi verksins, sem er sér- kennilega kaflaskipt, þar sem skipst er á einrödduðum söng, kontrapunktískum og hljómræn- um rithætti og skilið á milli mismunandi ritháttar eftir erind- um, eins í sálmasöng, enda er undirtitill verksins, „Einn fagur sálmur um mismun þessarar ald- ar og hinnar fyrri". Eftir að hafa heyrt verkið öðm sinni átti undirritaður meira í þessu fallega verki til að muna en eftir fyrri hlustun og það er einmitt aðalsmerki góðrar tón- listar, er vinnur hlustandann til sín með hægfara sátt. Seinni hluti tónleikanna hófst með Ave Maria eftir snillinginn Josquin des Prés og var það verk einkar fallega sungið. í Ave verum corp- us og Haec dies eftir Byrd, sýndi kórinn sterk tilþrif en þar mun Byrd trúlega hafa hugsað verkið fyrir stærri kór. Ave Maria eftir Stravinsky er sérkennileg tón- setning, sem á rætur sínar í söng rússnesku ortodox-kirkjunnar. A milli Ave Mariu Josquins og Stravinskys eru rúm fimm hundrað ár. Báðir bratu þeir all- ar brýr að baki sér og raddu nýjar leiðir yfir ókannaðar urðir, en samt hafa þeir ekki vikið langt af leið, því yrkisefnið er hinn ófölnaði lofsöngur um Guðsmóð- ur. Tónleikunum lauk með Hymn to St. Cecilia eftir Britten. Þetta ágæta verk var á köflum ótrú- lega fallega sungið, enda er Hljómeyki bæði vel æfður söng- hópur og skipaður góðu söng- fólki með mikla söngreynslu. í heild voru tónleikamir yndislega fallegir í hljóman rétt eins og kirkjan eigi sér aðra enduróman og dýpri í dýrðarsöngvum þeim er Hljómeyki flutti að þessu sinni, en í tónlist er krefur um önnur svör. lltagtitiWbittft MetsölMad á hvetjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.