Morgunblaðið - 06.09.1986, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986
Jeep:
Litla tröllið
endurskapað
__________Bílar___________
Þórhallur Jósepsson
Nú er hann kominn, nýi jepp-
inn. Jeppinn já — sá eini sanni
sem ber heitið Jeep og íslenska
orðið yfir minni torfærubíla er
dregið af. Kynslóðaskipti eru
nýgengin um garð hjá AMC,
jeppadeildinni, og sá sem nú er
fæddur heitir Wrangler og gæti
sem best verið Töffari á okkar
máli. Markmið hönnuðanna var
að yngja upp — að sjálfsögðu —
ímynd hins gamalkunna smá-
vaxna torfærutrölls og verður
að segjast sem er að það virðist
hafa tekist með mestu ágætum
ef dæma má eftir þeim fyrsta
Smekklegt mælaborð með öUum nauðsynlegum mælum er nú stað-
reynd, stjómtækin: rofar, stengur og fótstig era innan seilingar og
auðveld í notkun.
Morgunblaðið/Július
Fyrsti Wranglerinn sem EgiU Vilhjálmsson hf. flytur inn. Augljós er skyldleikinn við fyrirrennarann,
heUdarsvipur er mjög áþekkur og húddkrækjuraar eru á sínum stað, svo og ættarinnsiglið: jeep á hUð-
inni. Verðið mun vera á tíunda hundrað þúsundkalla og er nokkuð mismunandi eftir búnaði.
sem hingað er kominn. Virðist
hafa heppnast vel að stórbæta
þægindi og aksturseiginleika og
ná þó um leið að auka torfæru-
hæfni Jeppans.
Wranglerinn er að flestu leyti ný
hönnun, þótt byggt sé á marg-
reyndu krami og því lítið breytt í
grundvallaratriðum, útfærslur eru
þó aðrar og gallar hafa verið púss-
aðir af. Boddí og grind eru ný og
að innan er allt með nýtískulegra
sniði en áður var, meira að segja
komið laglegt mælaborð og þægileg
sæti. Ennfremur er klædd veltigrind
nú standard í jeppanum. Ekki er
þó fyrirrennaranum afneitað algjör-
lega, útlitið er sniðið hæfilega eftir
Neytendakönnun í USA:
Honda efst á listanum
Síðan árið 1982 hefur fyrir-
tækið J.D. Power & Associates i
Kaliforaíu kannað hve ánægðir
Bandarikjamenn eru með bila
sina. Fyrirtækið er þekkt þar
vestra fyrir ýmisskonar rann-
sóknir varðandi bilamarkaðinn
og þessi könnun úm ánægju
kaupenda fer þannig fram að
sendur er spumingalisti til all-
margra kaupenda sem hafa
keypt nýja bíla i upphafi liðins
árs og spurt er 40 spurninga. 23
af þeim eru til þess að fá fram
hug manna til bílanna, hvemig
þeir hafa reynst eigendum
sínum. Aðaláherslan var á tveim-
ur þáttum, hinum mannlega
þætti, sem leggur mat á frammi-
stöðu umboða, og tæknilega
þættinum þar sem bíleigandinn
leggur mat á gæði bílsins m.a.
með tilliti til bilana. Meðaltal
beggja spuraingaflokka myndar
síðan lista yfir velþóknun kaup-
enda á vörunni, þ.e. bílnum.
Að þessu sinni var listinn sendur
55.977 kaupendum sem höfðu feng-
ið bíla sína á timabilinu febrúar til
apríl 1985, 23.117 svör bárust aftur
og á þeim eru niðurstöður fyrir
árið 1986 byggðar.
Nú gerðist það í fyrsta sinn, að
Mercedes Benz náði ekki fyrsta
sætinu, missti það til Honda og
munar mest um hvað Hondan
hækkar á tæknilega listanum, er
greinilegt að fáir kaupendur hafa
verið í vandræðum vegna bilana eða
annarra tæknilegra þátta.
Japanir ættu annrs að gera vel
við unað, eru í fimm af tíu efstu á
listanum yfir framleiðendur. Evr-
ópskir framleiðendur eru fjórir á
þeim lista, en aðeins einn amerísk-
ur.
Athygli vekur þegar skoðaður er
Iistinn yfir tíu efstu gerðimar, að
það eru ekki kaupendur stærstu og
dýrustu bílanna sem eru ánægðast-
ir, heldur þeir sem kaupa minni og
ódýrari módelin. E.t.v. stafar það
af því að kaupendur dýrari bílanna
gera meiri kröfur en hinir, en ekki
er þó hægt að hafna þeim mögu-
leika að ódýrari og einfaldari
gerðimar standi sig einfaldlega
betur, í þeim er a.m.k. færra sem
getur bilað, t.d. ekki flókinn raf-
og tölvubúnaður.
Tiu hœstu framleiðendur 1986 (30 teg. voru athugaðar)
Röð Tegund Velþóknun Hinn mann- kaupenda legi þáttur Hinn tæknilegi þáttur
1 Honda 132 stig llOstig 154 stig
2 Daimler- Benz 129 stig 162 stig 95 stig
3 Toyota 127 stig 105 stig 149 stig
4 Mazda U2stig 87 stig 138 stig
5 Lincoln 112 stig 126 stig 99 stig
6 BMW 111 stig 129 stig 93 stig
7 Subaru 108 stig llSstig 101 stig
8 Volvo 105 stig 119stig 92 stig
9 Saab 105 stig 129 stig 82 stig
10 Nissan 104 stig 102 stig 106 stig
Tíu hœstu gerðir 1986 (145 gerðir voru athugaðar)
Röð Tegund Velþóknun Hinnmann- kaupenda legi þáttur Hinn tæknilegi þáttur
1 Honda Civic 141 stig 135 stig 147 stig
2 M. Benz 137 stig 163 stig 111 stig
3 Toyota Corolla 135 stig 113stig 156stig
4 HondaCRX 134 stig 115 stig 154 stig
5 M. Benz 300 133 stig 151 stig 115 stig
6 Toyota Tercel 131 stig 105 stig 157 stig
7 Toyota Cness. 129 stig 124 stig 135 stig
8 M. Benz 500 129 stig 150 stig 108 stig
9 HondaAccord 128 stig 98 stig 159 8tig
10 Honda Prelude 125stig 97 stig 152 stig
10 Toyota Celica 125 stig 93 stig 156 stig
Sýning Ulf Trotzig
Myndlist
Valtýr Pétursson
Það hefur verið mikið um sýn-
ingar erlends listafólks hér að
undanfömu, og megnið af því
myndlistarfólki, sem hlut á að
máli, hefur verið ungt að árum og
í mörgum tilfellum byijendur á
listabrautinni, leitandi og ómótað,
fylgjandi alls konar tízku þeirrar
stundar og staðar, sem hefur stað-
ið því næst. En hingað hafa einnig
borizt hinar stórmerkilegustu sýn-
ingar, svo sem sýning Picassos,
sem nýlega er horfin til síns heima.
Fyrir nokkrum árum minnist ég
einnig stórmerkrar sýningar á
verkum Andre Nemes í Norræna
húsinu, en hann er einmitt einn
af lærifeðrum hins sænska Ulf
Trotzig, sem nú sýnir verk sín á
sama stað.
Trotzig sýnir olíumálverk i kjall-
arasölum Norræna hússins og
grafík í anddyri. Þetta er veiga-
mikil sýning, og það er sannarlega
fengur að slíkri sýningu, sem sann-
ar, að enn eru uppi menn, sem
vinna af mikilli einbeitni og alvöru
og stunda málverk og myndlist út
frá þeim grundvallarforsendum,
sem ætíð hafa verið homsteinn
þessa listforms. Trotzig fer sínar
eigin leiðir í myndgerð sinni og
kemur persónuleiki hans einna
bezt fram í litameðferð, sem er
létt og leikandi og bókstaflega
dansar í myndfletinum. Hann læt-
ur sig formið minnu varða, og
stundum verða verk hans nokkuð
laus í reipunum fyrir bragðið, en
allt er samt einhvemveginn á rétt-
um stað og nær fyllilega tilgangi
sínum. Það er léttieiki litar og línu,
sem gerir þessi verk Trotzig eins
eftirminnileg og raun ber vitni, og
að mínu mati túlkar einmitt þetta
atriði einna bezt hugarflug lista-
mannsins.
Það er inspiration í þessum
verkum, og það er rómantík með
skáldlegu ívafi. Það sjást fuglar
og konur í þessum verkum, fossar
og fljót, það leika hér vindar um
gróður og skógurinn syngur. Ef
skipa ætti Ulf Trotzig í einhvem
sérstæðan flokk listamanna,
mundi maður freistast til að nefna
hann fígúratívan landslagsmálara,
hvað sem það svo þýðir. Hann mun
vera einn af þekktustu myndlistar-
mönnum sem nú starfa í Svíaríki
og hefur löngum dvalið á Signu-
bökkum, eins og raunar má sjá á
sumum grafikmyndum hans, en
þau verk heilluðu mig meir en sum
málverk Trozigs. 1 grafísku mynd-
unum finnst mér hann ná miklu
sterkari áhrifum en í öðrum verk-
um, og hann sjálfur verður manni
nærtækari á einfaldan og sann-
færandi hátt.
Eins og sjá má af þessum línum
er ég mjög ánægður með þessa
sýningu, og það var sannarlega
tími til kominn að maður fengi að
sjá vandaða sýningu frá megin-
landinu. Það mætti skrifa langt
og merkilegt mál um list Ulf Trotz-
ig, en ég læt þetta nægja hér.
Enda kom listfræðingur ffá
Svíþjóð til að sannfæra íslands-
manninn um ágæti þessara verka
með fyrirlestri og löngu skrifí í
sýningarskrá. Ekki man ég eftir
eins vel undirbúnu átaki til að
skýra út sýningu hér á landi, ef
til vill er þetta nýbreytni á tuttug-
ustu öldinni, sem snýst á stundum
einvörðungu um auglýsingar og
fjölmiðlafár. Verk Ulf Trotzig
þarfnast ekki slíkra tiltækja, þau
grípa mann með sér og veita þá
upplifun, sem er einstæð og verður
áhorfandanum eftirminnileg.