Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 Pltrg® Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Grunnskólar taka til starfa T gær tóku grunnskólamir til X starfa og um 42 þúsund böm og unglingar settust á skólabekk. A fyrsta degi nýs skólaárs liggur alltaf einhver eftirvænting í andrúmsloftinu, ef svo má komast að orði, og það er vafalaust keppikefli skólanna að gera þessa eftir- væntingu að daglegum vem- leika. Skólastarfíð snýst fyrst og fremst um að miðla þekk- ingu og fæmi til nýrra kyn- slóða. Áhugi nemenda er misjafnlega mikill eins og allir vita, en hugvitsamir kennarar hafa þúsund leiðir til að glæða hann og gera hvem dag að ævintýri í hugmyndaheimin- um. Forsenda fyrir gæfuríku sambandi nemenda og kenn- ara er gagnkvæmt traust og slíkt traust verður líka að vera á milli foreldra og kennara. Ástæða er til að mæla með aukinni þátttöku foreldra og annarra forráðamanna bama og unglinga í skólastarfínu og auknum afskiptum þeirra af náminu. Það er hrein firra, sem því miður er stundum haldið á lofti, að foreldrar eigi að láta kennurum kennsluna eftir að öllu leyti. Kennsla er öðrum þræði uppeldi og upp- eldi er ekki aðeins á ábyrgð foreldra, heldur mótast það af siðferðishugmyndum þeirra, sem bæði er óæskilegt að framselja stofnunum að öllu leyti og álitamál hvort það er mögulegt. Það er mikil nauðsyn að friður ríki í skólunum, þótt sjálfsagt sé að skiptast opin- berlega á skoðunum um markmið og leiðir skólastarfs- ins. Friður í skólum felst fyrst og fremst í því, að starfíð þar sé ekki truflað af deilum sem varða ekki nemenduma sjálfa. Hér er átt við kjaradeilur kenn- ara og ríkisvaldsins, sem því miður hafa nokkrum sinnum raskað starfí skólanna á und- anfömum ámm. Um það er ekki ágreiningur, að kennarar em ekki öfundsverðir af laun- um sínum og margir hæfíleika- menn hafa horfíð frá kennslu vegna lágra launa. En þessar deilur verður að Ieysa án þess að nemendur gjaldi fyrir og það er ámælisvert, ef reynt er að nota þá kjarabaráttu til framdráttar. Ef hið ríkisrekna skólakerfí stendur sig ekki í þessu efni hljóta foreldrar skólabama að velta fyrir sér í ríkari mæli en áður leiðum einkaframtaks í menntun. Stofnun einkaskóla hefur auk- ið Qölbreytni í skólalífínu og ef til vill er fjölgun þeirra eina leiðin til að tryggja tmflunar- laust skólastarf. Að þessu atriði er vert að hyggja og láta umþað ræða af fordómaleysi. Ástæða er til að leggja áherslu á að gott og öflugt menntakerfí er sá gmnnur sem við íslendingar byggjum á í sókn okkar að öflugra atvinnu- lífí, bættum lífskjömm og betra þjóðfélagi. Sem liður í þessu er samvinna skóla og atvinnulífsins af hinu góða, enda beggja hagur. En mikil- vægasti þáttur menntakerfís- ins snýr ekki að hinum efnislegu gæðum, heldur rækt við menningu okkar, tungu, sögu og bókmenntir, sem líf okkar sem sjálfstæðrar þjóðar veltur á. Það er eitt höfuð- hlutverk skólanna að miðla menningararfínum frá kynslóð til kynslóðar, rækta hann og auka við hann svo þjóðinni sé til sóma. Með þeim orðum býð- ur Morgunblaðið nemendur og kennara velkomna í skólana og lætur í Ijós von um farsælt og gæfuríkt starf í vetur. Börnin í umferðinni Fram kom hér í blaðinu á fímmtudag að lögreglan í Reykjavík hyggst beita sér sérstaklega til að koma í veg fyrir hraðan akstur bifreiða í nágrenni skólanna, nú þegar þeir eru teknir til starfa. Þetta er lofsvert framtak, en er það ekki furðulegt að þörf skuli vera á sérstöku lögregluátaki til að vemda bömin okkar í umferðinni? Hvað em þeir menn eigin- lega að hugsa sem þreyta kappakstur, þar sem skólaböm em á ferð? Ekkert erindi öku- manna getur verið svo brýnt, að það réttlæti að stofna lífí og limum vegfarenda í hættu. Um það skyldu bifreiðastjórar hugsa, ekki síst þeir sem aka í grennd við skólana. Ifalwreftft imfll Umsjónarmaður Gísli Jónsson 353. þáttur Páll Guðmundsson í Reykjavík skrifar mér svo: „Hr. umsjónarmaður. Eg get ekki orða bundist um það að mér finnst þátturinn þinn heldur þunglamalegur stundum og varla við hæfi alþýðumanna eins og ég er. Ég ætla samt að leggja fyrir þig nokkrar spurning- ar og vona að þú reynir að svara þeim „af létta" en ekki með allt of miklum lærdómsstælum. Hér koma spumingamar: 1. Hvað þýðir mannsnafnið Há- kon? Er það rétt að maður hafí verið skírður Hákon eftir ömmu sinni af því að hún var há kona? 2. Hvemig á að beygja nafn fyrir- tækisins Höldur, sem slær svo mikið um sig fyrir norðan? 3. Er orðið föl (lítill snjór á jörð) kvenkyns eða hvorugkyns? 4. Á að beygja útlend mannanöfn eins og Kvaran og Blandon og þá hvemig? 5. Hvernig beygist sögnin að dýfa (dífa)? Mér fínnst skrítið að sjá eða heyra: Hann (hún) hefur ekki difíð (dyfíð) hendi í kalt vatn. 6. Hvemig er fleirtala af orðinu fjandi? 7. Af hveiju er amast við að segja: ég á engan aur, í merk- ingunni ég er blankur? 8. Þú ert allur í bragarháttum upp á síðkastið. Hvaða bragar- háttur er þessi vísa? Silkispjara sólin rara sín með ber augu ætlar bara að fara að fara að fá sér gieraugu. Fyrirgefðu fráganginn." ☆ Það er ekkert að fyrirgefa. Frágangur bréfsins var góður og efnið athyglisvert. Umsjónar- manni er kunnugt um að fleiri em á sama máli og Páll Guðmunds- son. Reyndar væri gott að fleiri lesendur létu frá sér heyra um efni þessara þátta, en nú skal reynt að svara spumingunum, eftir því sem kunnátta hrekkur til. 1. Síðara hluta fyrstu spuming- ar get ég ekki svarað, en mannsnafnið Hákon er talið merkja maður af háum stigum, stórættaður. Það kynni að eiga sér erlendar samsvaranir í Eug- enius og ýmsum tilbrigðum af því. 2. Ég stend í þeirri meiningu að nafn fyrirtækisins Höldur sé karlkyn eintala, ekki fleirtala af kvenkynsorðinu halda. Höldur merkti óðalsbóndi. í Noregi vom höldar rétthærri en óbreyttir bændur að fomu. Samkvæmt samningi við Ólaf helga höfðu íslendingar hölds rétt í Noregi. Orðið beygist sem sagt eins og hestur: höldur, um höld, frá höldi, til hölds; höldar, um hölda, frá höldum, til hölda. Einhver maður vinnur hjá Höldi og annar er framkvæmdastjóri Hölds. 3. Það er von að Páll spyiji um kyn orðsins föl, því að það er mjög á reiki. Ég held að menn skiptist í tvo nokkuð jafna hópa að því leyti, að sumir hafa það hvomgkyns, en aðrir kvenkyns. Hvort tveggja telst rétt. Mér er tamt að hafa orðið í hvomgkyni. Ævafom dæmi hef ég fundið um það kvenkyns. 4. Fyrst er þess að geta að Blandon er ekki útlent. Það var búið til hér á landi á fyrra hluta þessarar aldar eftir formúlu sem ég fer ekki frekar út í hér og nú. En um beygingu ættamafna get ég ekki gefíð neina algilda reglu. Sjálfum er mér tamt að setja á þau eignarfallsendingu í flestum tilvikum. Ég tala t.d. um greinar Ævars Kvarans og heildverslun Þorsteins Blandons, kenningar Níelsar Dungals og ríkisstjóm Gunnars Thoroddsens. Hitt verð ég að játa, um ættamöfn sem enda svo ókvenlega sem á -son og -sen, að þá hef ég ekki eignar- falls-ess á kvennanöfnum. Þá segi ég til dæmis: Þulur Theódóm Thoroddsen. Hér verð ég því að skírskota mjög til smekks manna. 5. Ég tel að sögnin að dýfa sé veik og beygist dýfa, dýfði, dýft. Ég amast við sterku beygingunni dífa, deif, difum, difið. En hér verða engir lærdómsstælar uppi hafðir. 6. Fleirtala af orðinu fjandi er tvenns konar: Fjendur = and- stæðingar (sem geta verið besta fólk) og fjandar = árar, púkar. 7. Aur (kk, flt. aurar) er leðja, þar af kemur kvenkynsorðið eyri (eyrr) um þess konar jarðmyndun. Eyrir (kk, flt. aurar) merkti upp- haflega gullinn peningur, síðan einhvers konar peningur. Menn hafa ekki viljað mgla saman pen- ingum og leðju. En orðin em eins í fleirtölu, svo að ekki er að undra, þótt illa gangi að halda þeim í sundur, sbr. manninn með hattinn sem stendur upp við staur og borgar ekki skattinn, því hann á engan „aur“. 8. Þessi vísa er dálítið sér á parti eins og fleiri eftir þann góða mann, Kristján Níels Jónsson (K.N.). Einna helst er að segja þetta skammhendu. Svo þakka ég Páli kærlega fyr- ir bréfíð. ☆ Bragarháttur vikunnar er staf- henda (stafhenduætt I): Bjami peli Pétursson pússaður er við ektakvon. Sýnast flestir sótraftar á sjó dregnir til hjúskapar. (Sr. Sigfús Jónsson) Þar var dísætt þrennslags vín, þar var nýsteikt keldusvín, baunir ýtar átu og graut, ákavíti um borðin flaut. (Alþingisrimumar) ☆ Tvær gagnorðar ritgerðir eftir ókunnan höfund: 1. Kartaflan er ein helsta matartegund íslendinga, fyrst og fremst til fæðu. 2. Húsdýrin em ýmist notuð til þarfa eða brúkunar, til dæmis hesturinn, hann er notaður til brúkunar. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SVEIN SIGURÐSSON Ástralir komnir að kross- götum í efnahagsmálum Annaðhvort er að víkja af vegi ofstjórnarinnar eða sætta sig við hlutskipti bananalýðveldanna ' ÁSTRALIR hafa annað nafn á landi sínu, þeir kalla það „Landið sæla“. Þar eru landgæði mikil, margvísleg auðæfi í jörðu og þjóðin tiltölulega fámenn. Þrátt fyrir það hafa þeir Bob Hawke, forsætisráð- herra, og Paul Keating, fjármálaráðherra, verið á ferð og flugi um landið þvert og endilangt til að skýra það út fyrir landsmönnum hvers vegna nú sé óhjákvæmilegt að herða sultarólina. Hawke segir fólki að efna- hagserfiðleikarnir stafi af verðfalli á öllum helstu útflutn- ingsvörum þjóðarinnar, land- búnaðarvörum, málmum og öðrum jarðefnum, sem á síðasta fjárhagsári stóðu undir 65% út- flutningsverðmætisins. Vegna þess hafi tekjur þjóðarinnar á þessu ári minnkað um 3,9 mil(j- arða dollara (I Bandaríkjadollur- um). „Við eigum í alvarlegum erfiðleikum," sagði Keating, fjármálaráðherra, í viðtali nú nýlega. „Útflutningurinn hefur að vísu aukist verulega en verð- fallið hefur gert meira en að éta upp aukninguna." Niðurskurður og aðhalds- semi einkenna fjárlögin Ástandið í efnahagsmálunum endurspeglast í Qárlögunum, sem Verkamannaflokksstjómin lagði fram fyrir tæpum þremur vikum. Þau einkennast af niðurskurði og eru þau aðhaldssömustu í 20 ár. Framlög til félagsmála verða lækk- uð og áætlaður halli á fjárlögpinum 1986-87 er 2,2 milljarðar dollara en hefði orðið 3,5 milljarðar ef ekk- ert hefði verið að gert. Þrátt fyrir þessar aðgerðir munu Ástralir halda áfram að flytja meira inn en út. í nýlegri skýrélu frá Westpac Bank- ing Corp., stærstu fjármálastofnun í Ástralíu, segir að enn sem fyrr stafí efnahagserfíðleikamir fyrst og fremst af gífurlega óhagstæðum greiðslujöfnuði og meðfylgjandi skuldasöfnun erlendis. Nema skuld- imar nú 86 milljörðum dollara og hafa hækkað mikið vegna 40% gengisfalls ástralska dollarans á síðasta ári. Búist er við að á nýbyij- uðu fjárhagsári verði greiðslujöfn- uðurinn óhagstæður um 14,6 milljarða dollara og miðað við um- fang efnahagslífsins í Ástralíu verður hann óhagstæðari en í nokkm öðm iðnríki. Paul Keating, fjármálaráðherra, segir að þungamiðjan í stefnu stjómarinnar sé að lækka vextina og það á að gera með því að skera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.