Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986
25
Einokun aflétt
í útvarp smálum
eftir Bessí
Jóhannsdóttur
Ný útvarpsstöð, Bylgjan, hóf
rekstur sinn þ. 28. ágúst. Með því
var brotið blað í sögu fjölmiðiunar
á Islandi. Einokun Ríkisútvarpsins
var rofin vonandi fyrir fullt og allt.
Ný lög um útvarp, útvarpslög, voru
samþykkt af alþingi í júní 1985 og
þau tóku gildi 1. janúar síðastlið-
inn. Með því var lokið 20 ára
baráttu fyrir frelsi í útvarpsmálum.
Ragnhildur Helgadóttir þáverandi
menntamálaráðherra á án efa
drýgstan þátt í því að koma þessu
máli í höfn. Fyrsta frumvarpið um
frelsi í útvarpsmálum flutti Guð-
mundur H. Garðarsson árið 1976.
Síðan voru fjölmörg frumvörp um
sama efni lögð fram. Mikill ágrein-
ingur var um þessi frumvörp og
urðu jafnan heitar umræður á al-
þingi um þau. Mátti heyra á sumum
að það væri nánast guðlast að ræða
um þann möguleika að aðrir en
Ríkisútvarpið gætu útvarpað.
Krafa um meiri
fjölbreytni
Miklar tæknilegar framfarir hafa
átt sér stað á undanfömum árum.
Þessar tækniframfarir hafa kallað
á auknar kröfur frá almenningi um
meiri fjölbreytni í upplýsingum ekki
síður en aukið frelsi á markaðnum.
Þarfir fólks em mismunandi og það
vill ekki láta skammta sér skoðan-
ir. Verkfall opinberra starfsmanna
í október 1984 hafi e.t.v úrslita-
áhrif á þróun útvarpsmála. Starfs-
menn Ríkisútvarpsins lögðu niður
störf sín og segja má að öryggi
þjóðarinnar hafði verið verulega
skert svo og miðlun frétta og upp-
lýsinga til almennings. Þetta ástand
vildu menn ekki líða. Útvarpið er
það tæki, sem hvað nauðsyniegast
er til að koma boðum til almennings
verði náttúmhamfarir eða annað
hættuástand. Sem svar við þessu
ástandi vom settar á laggimar
margar litlar stöðvar víðs vegar um
land. Útsendingar þeirra mæltust
vel fyrir af almenningi, og mönnum
var ljóst að það var öðmm vel kleift
að veita sambærilega þjónustu og
Ríkisútvarpið gerir. Menn vom ekki
sáttir við að stöðvarnar vom knún-
ar til að hætta útsendingum. Hví
ekki að hafa fleiri valkosti?
Sjálfsögð mannréttindi
Frá örófi alda hefur það verið
manninum nauðsyn að mega láta í
ljós skoðanir sínar og fá þannig
viðbrögð annarra. Frá hellismynd-
um til prentlistar va’r löng leið og
þymum stráð. Prentfrelsi er einn
af homsteinum lýðræðisins. Útvarp
er nútímaútgáfa þess. Hvetjir em
t.d. þeirrar skoðunar að hér eigi
að vera eitt ríkisrekið dagblað? Allt-
af hafa verið til úrtölumenn og
þeir sem halda að stöðu sinni sé
best borgið með því að beijast gegn
framþróun. A sama hátt hafa þeir
verið fleiri sem vilja framþróun og
þrá frelsi til að mega vera djarfir
í hugsun og tjáningu. Slíkir menn
hafa oft verið ofsóttir, og em því
miður enn. íslendingar em oft of
hræddir við að leyfa að frelsi ríki
á sem flestum sviðum í þjóðfélag-
inu. Það er ekki ýkja langt síðan
hér ríkti haftastefna í viðskiptalíf-
inu. Má þar nefna innflutning til
landsins á vömm, ýmsum nauð-
synjavamingi og lengi hafði ríkið
einkasölu á útvarpstækjum. Til vom
þeir menn sem trúðu því að allt
færi í bál og brand ef innflutningur
væri gefinn fijáls. Það sýndi sig
hins vegar á tímum viðreisnar-
stjómarinnar svokölluðu að ekki var
að óttast samkeppni. Hún var þvert
á móti almenningi í hag.
Á undanfömum ámm hefur enn
frekar verið slakað á hömlum. Má
þar nefna að álagning á ýmis konar
vöm og þjónustu hefur verið gefin
fijáls. Sú aukna samkeppni sem af
þessu leiðir er án efa neytendum í
hag. Stjómvöld þurfa að halda
áfram á þessari braut. Má þar nefna
að gefa þarf fijálsan olíuinnflutning
til landsins og olíudreifíngu innan-
lands. Leyfa þarf fyrirtækjum að
taka eriend lán, en slíkt gæti stuðl-
að að örari uppbyggingu atvinnulífs
í landinu.
Neytendur vilja
fá að velja
Með tilkomu Bylgjunnar eykst
samkeppni á auglýsingamarkaðn-
um til muna. Sumir segja að vart
sé á bætandi, en hví að hafa áhyggj-
ur. Þeir sem standa sig best munu
halda velli, hvort sem um er að
ræða dagblöð, tímarit eða útvarp.
Mikill fyöldi tímarita hefur hafíð
göngu sína á undanfömum ámm.
Þessi tímarit em afar misjöfn að
gæðum, og segja má að þau hafi
um of elt hvert annað. Viðtöl við
sama fólkið em áberandi. í raun
hefur lítið verið bryddað upp á nýj-
ungum. Hafa ber hér í huga að
þjóðin er fámenn og markaðurinn
afar takmarkaður. Eg get vel skilið
þá sem kvarta yfir fámenni okkar
og öfunda þá sem búa við stærri
og fjölbreyttari markaðsaðstæður.
Samkeppnin á auglýsingamarkaðn-
um eins og hann er í dag gæti átt
eftir að taka ýmsum breytingum.
Ríkisútvarpið þarf að endurskoða
enn frekar en gert hefur verið,
stefnu sína í þessum málum, sér-
staklega hvað varðar rás 1. Rás 2
þarf að lengja útsendingartíma sinn
eigi hún að standast samkeppnina
eða einnig má spyija hvort ekki sé
tímabært að selja eða leigja út rás
2. Hún hefur yfir að ráða sterkara
dreifingarkerfí en Bylgjan og vænt-
anlegar stöðvar. Til hvers að láta
Ríkisútvarpið reka stöð eins og rás
2 þegar einkaaðilar geta alveg eins
gert það?
Bylgjan
Það er ánægjulegt að koma í
húsakynni Bylgjunar og finna þann
anda sem þar ríkir. Þar er ekki
verið að bmðla með neitt. Hús-
Bessí Jóhannesdóttir
„Rás 2 þarf að lengja
útsendingartíma sinn
eigi hún að itandast
samkeppnina eða einn-
ig má spyrja hvort ekki
sé tímabært að selja eða
leigja út rás 2. Til hvers
að láta Ríkisútvarpið
reka stöð eins og rás 2
þegar einkaaðilar geta
alveg eins gert það?“
næðið er látlaust og unnu starfs-
menn sjálfír að öllu skipulagi þess.
Starfsliðið tekur á sig verkefni, sem
ekki hefur áður tíðkast að dagskrár-
gerðarmenn sjái um. Ég gæti trúað
því að þetta leiddi til þess að tækni-
menn verði ekki síður dagskrár-
gerðarmenn, en dagskrárgerðar-
menn taki við hlutverki
tæknimanna. Mér er minnisstætt
frá starfí mínu á Ríkisútvarpinu að
þar em ákaflega frambærilegir
tæknimenn sem geta auðveldlega
búið til bestu dagskrárþætti. Það
sýnir sig oft hjá opinberum stofnun-
um að flottheitin þurfa að vera
mikil. Þá er ekki verið að hugsa
um pyngju skattborgaranna.
Það er ósk mín að Bylgjan og
aðrar útvarpsstöðvar sem settar
verða á laggirnar beri sig fjár-
hagslega og helst meira til og haldi
uppi gæðum í dagskrá svo að al-
menningur fái menntun og
skemmtan af.
Höfundurásæti í Útvarpsréttar-
nefnd.
Bob Hawke
niður og hafa hemil á lántökum
hins opinbera. Með þvf ætti ástr-
alski samkeppnisiðnaðurinn að fá
aukið svigrúm á lánamarkaðinum.
Staða iðnaðarins hefur raunar batn-
að á síðustu ámm því að fyrir
þremur ámm var tekið upp fljót-
andi gengi á ástralska dollamum
og flestum opinbemm hömlum á
ijármagnsmarkaðnum aflétt.
Ósveigjanlegur
vinnumarkaður
Útlendir efnahagssérfræðingar
hafa bent á, að það sem standi
ástralska samkeppnisiðnaðinum
ekki sfst fyrir þrifum, sé ósveigjan-
legt launa- og kjarasamningakerfí,
tímafrekar samningaviðræður og
tilraunir stjómvalda til að ákveða
launin með lögum í stað þess að
láta markaðinn ráða. Hawke, sem
Paul Keating
var áður formaður ástralska al-
þýðusambandsins, bregst jafnan
ókvæða við þessari gagnrýni. Segir
hann að samkomulagið við verka-
Iýðsfélögin hafi átt mestan þátt í
4-5% árlegum hagvexti síðustu þijú
ár, miklu færri verkföllum, 5%
kaupmáttarrýmun og 7,5% minni
launakostnaði.
Auk niðurskurðarins á fjárlögum
verða ýmsir neysluskattar hækkað-
ir og fyrirhugaðri tekjuskattalækk-
un, sem átti að verða 1. september
sl., hefur verið frestað til 1. desem-
ber. Gert er ráð fyrir að laun hækki
um rúmlega 6% og að verðbólgan
verði 8% en þær tölur eru allmiklu
hærri en þær, sem eru f spá OECD
fyrir önnur iðnríki. Keating, fjár-
málaráðherra, hefur auk þess
tilkynnt að aftur verði farið að selja
Frökkum úraníum en það var bann-
að fyrir tveimur ámm vegna
kjamorkusprenginga þeirra á
Kyrrahafseyjum. Sagði Keating við
lítinn fögnuð samflokksmanna
sinna, að það hefði verið óviturleg
ákvörðun.
Jákvæð viðbrögð
Á erlendum fjármagnsmörkuðum
hafa viðbrögðin við fjárlagafrum-
varpinu verið fremur jákvæð og
ýmsir frammámenn í áströlsku at-
vinnulífí hafa hrósað stjóminni fyrir
hugrekki. Stjómarandstaða Fijáls-
lynda flokksins gagnrýndi þau hins
vegar harðlega og sagði formaður
flokksins, John Howard, að að-
gerðaleysi stjómarinnar f marga
mánuði væri að kenna hvemig kom-
ið væri. Talsmenn ýmissa hópa, sem
eiga afkomu sína að einhveiju eða
öllu leyti undir hinu opinbera,
kvarta sáran vegna niðurskurðarins
en talsmenn verkalýðsfélaganna
hafa ekki haft uppi stóiyrtar yfír-
lýsingar. Sagði einn frammámaður
þeirra að fjárlögin væm bara spegil-
mynd af ástandinu í efnahagsmál-
um.
Nokkurs konar
bananalýðveldi
Verðfallið á heimsmarkaði hefur
vakið Ástrali upp við þann vonda
draum að efnahagslífið líkist um
margt því sem gerist í svokölluðum
bananalýðveldum, sem eiga allt sitt
undir einhæfri og yfírleitt óunninni
framleiðslu. Næstum 40% af út-
flutningnum em landbúnaðarafurð-
ir, önnur 40% koma frá námagrefti
en um fullunninn iðnvarning er
varla að ræða. Hawke, forsætisráð-
herra, fór fyrir skemmstu mjög
hörðum orðum um vemdarstefnu
og niðurgreiðslur vestrænna ríkja á
matvælum og hafði mikið til síns
máls því að Sovétmenn, sem hafa
haft mikil viðskipti við Ástrali,
kaupa niðurgreitt smjör af Evr-
ópubandalaginu og nú einnig
niðurgreitt hveiti af Bandaríkja-
mönnum. Verðfallið á málmum
stafar aðallega af því, að í nútíma
iðnaði er ekki jafn mikil þörf fyrir
þá og áður var.
Ofstjórnin verður að víkja
Áströlsk iðnframleiðsla hófst um
síðustu aldamót þegar henni var
beinlínis komið á fót til að fá at-
vinnulausum námamönnum eitt-
hvað að gera. Launakjörin voru
ákveðin með lögum til að enginn
þyrfti að svelta og eftirvinna og
vaktavinna er svo dýr, að fyrirtæk-
in hafa ekki efni á henni. Ef skrif-
stofumenn í einni atvinnugrein, sem
vantar fólk, fá kjarabætur, ganga
þær sjálfkrafa til stéttarbræðra
þeirra í öllum öðrum greinum hvort
sem þar vantar fólk eða ekki.
Þessi ofstjóm á vinnumarkaðn-
um er m.a. undirrót erfiðleikanna
í áströlsku efnahagslífí og hún á
einnig sök á fábreytninni, sem ein-
kennir það. Ef ríkisstjóminni tekst
að losa um þessa fjötra mun það
verða upphafíð að endurreisninni
hvort sem stjómin stendur eða fell-
ur í næstu kosningum.
(Heimildir: The Intemational
Herald Tribune, The Econom-
ist, The Wall Street Journal.
Háskólabíó:
Veldur
þrýstingur \
erlendra að-
ila afnámi
réttinda
stúdenta?
„Þessi ákvörðun er að
mínu mati bæði ótímabær
og óheppileg," sagði Eyjólf-
ur Sveinsson, formaður
stúdentaráðs HÍ, er Morgun-
blaðið grennslaðist eftir
viðhorfi hans til þeirrar
ákvörðunar forstjóra Há-
skólabíós að afnema ókeypis
aðgang stúdenta að kvik-
myndasýningum Háskóla-
bíós.
Háskólabíó er eign Háskóla
Islands og hafa námsmenn þar
haft ókeypis aðgang að kvik-
myndahúsinu, að undanskildum
sýningum kl. 21. fyrstu þijá sýn-
ingardaga hverrar myndar og
sýningum á sunnudögum. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins mun forsaga málsins, sem nú
er upp komið, vera sú að Há-
skólabíó greiðir fyrir hluta þeirra
kvikmynda sem það sýnir sam-
kvæmt föstum samningi, en fyrir
aðrar er greitt samkvæmt pró-
sentum, sem reiknaðar eru af
fjölda áhorfenda. Svo virðist sem
einhveijum hinna erlendu aðila,
sem selja kvikmyndahúsinu
myndir og fá greitt fyrir þær í
hlutfalli við fjölda áhorfenda, hafí
ekki verið kunnugt um réttindi
stúdenta og að gerðar hafí verið
fyrirspurnir, þar sem hlutfalls-
greiðslur til söluaðila hafí ekki
komið heim og saman við fjölda
áhorfenda, samkvæmt skyndi-
könnun á vegum söluaðila.
Að sögn Eyjólfs Sveinssonar
hefur þó ekki verið um neinar
skriflegar kröfur erlendra aðila
um afnám réttinda stúdenta að
ræða. „Hagur Háskólabíós og
hagur stúdenta fer saman,“ sagði
Eyjólfur. „Mér hefði virst ein-
faldasta lausnin á þessu máli vera
sú, að stúdentar greiddu hlut er-
lenda aðilans í miðaverðinu, u.þ.b.
50 - 60 kr., þar sem um hlutfalls-
greiðslur af Qölda aðgöngumiða
er að ræða, en að annað fyrir-
komulag væri óbreytt. Ég á erfítt
með að trúa því hvað þetta hefur
gengið langt og tel að ekki hafí
verið reynt til þrautar að ná sam-
komulagi."
Meirihluti stjómar Háskólabíós
mun hafa ákveðið að veita for-
stjóranum, Friðbert Pálssyni,
umboð til þess að taka ákvörðun
i málinu. Stjómina skipa Þórir
Einarsson, formaður, Stefán Már
Stefánsson og Ásgeir Jónsson,
sem er fulltrúi stúdenta. Ásgeir
sagðist í samtali við Morgun-
blaðið hafa látið bóka það á
síðasta stjómarfundi, að hann
teldi ótímabært að láta fella niður
þessi réttindi stúdenta.
Stjórn Vöku, félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta, samþykkti á
fundi í vikunni svohljóðandi álykt-
un um málið:
„Stjóm Vöku mótmælir harð-
lega ákvörðun framkvæmdastjóra
Háskólabíós að fella niður þann
áratuga gamla rétt stúdenta að
nýta sér annars ónotuð sæti á
sýningum í Háskólabíói. Stjóm
Vöku lýsir furðu sinni á því að
enginn rökstuðningur hafi komið
fram samfara þessari ákvörðun.
Stjómin krefst þess að forsvars-
menn Háskólabíós snúi við blað-
inu og leiti lausna á þessu máli.
Stúdentar munu ekki við annað
una.“