Morgunblaðið - 06.09.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 06.09.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 27 Afmæliskveðja: Salbjörg við Djúp Leiðin úr Búðardal norður á Snæ- fjallaströnd er misjöfn á köflum eins og lífsins vegur, en í þetta sinn var hún tiltölulega auðveld yfirferð- ar, meira að segja ÞorskaQarðar- heiðin, sem oftlega þykir snúin viðureignar, var öðruvísi en oft áð- ur. Það var eins og einhver góður nissi væri með í förinni, en henni var heitið til hennar Salbjargar ljós- móður í Lyngholti við Djúp. Það var tilhlökkunarefni að keyra Langadalinn yfir brúna hjá veiði- kofa þeirra ísfírðinganna og stefna svo þaðan út á Snæfjallaströndina — yfír „Lónið" fræga, en þar blasir viö ein undurfegursta fjallshlíð á íslandi, Þverárhlíð. Kolbeinn Guð- mundsson, Sæúlfur frá Lónseyri á Snæfjallaströnd, bróðir Jens í Kaldalóni, hafði bent mér á að heimsækja Salbjörgu Jóhannsdótt- ur frænku sína í ferðum mínum um Vestfírði, og fyrir hans tilverknað tók hún á móti undirskráðum með kostum og kynjum um síðustu mán- aðamót. Hún og Kolbeinn eru bræðraböm og eru þau bæði fædd á Lónseyri, en þetta eru slóðir Sig- valda Kaldalóns læknis og tón- skálds (hann bjó í Armúla). Tónskáldið undi sér hvergi betur en við Djúp þrátt fyrir erfíð skilyrði héraðslæknis. En vestfírzkt siðferði býður ekki upp á neitt annað en að horfast í augu við hættur og erfíðleika með æðruleysi. Drottinn allsheijar eða sá, er öllu ræður, býður upp á slíka fegurð, slíka mögnun á þessum slóðum, slíka stemmningu, að er eins og slíkt gefí innra öryggi. Og raunar er ekki hægt að skilja ótrúlega lífsháttu þama fyrir vestan frá örófí aldar og jafnvel fram á þennan dag nema vera þar og lifa með fólkinu og því umhverfí, sem hefur mótað það. Það var aðeins áð á Bæjum — . Hærribæ — sem er snertispöl frá Lyngholti til að heilsa upp á Jens í Kaldalóni, rithöfund m.m., sem þar býr og bera honum kveðjur Kolbeins bróður hans, sem nú er búsettur á Auðnum á Vatnsleysu- strönd. Kolbeinn er frægur afla- kóngur á Suðumesjum, víðsýnn og mannlegur og lítur út eins og garp- ur úr Islendingasögu, orðinn áttræður og rær enn til fiskjar á litlum bát. Þetta var inngönguvers í heim- sókn til Salbargar, sem á níræðisaf- mæli 30. september næstkomandi, en „góða veizlu gjöra skal“ nú í dag í Dalbæ, félagsheimili þeirra í Snæ- fjailaströndinni. „Þetta verður veizla aldarinnar", sagði ung vest- fírzk stúlka löggukonuleg, sem keyrir leið íjórtán — hraðferðina upp í Seljahverfí í Breiðholti frá Kalkofnsvegi og til baka aftur, „mamma ætlar að fara vestur og mæta í gleðinni," sagði sú gjörvi- lega, og á henni var að heyra, að móðir hennar væri frá Lyngholti á Snæfjallaströnd. Nafnið Salbjörg merkir bjarg- vættur heimilisins, og hún hefur alla tíð verið bjargvættur í marg- földum skilningi. Veizlan í dag fyrir vestan er afmælisteiti i forgjöf, vegna þess að reiknað verður með því, að allra veðra sé von á Vest- sttuanaroenð ^6777 AUCLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTAHF fjörðum, þegar líða tekur meira á september. Það er laukrétt vegna gamallar reynslu. Lanserinn, rallýbílskrímlið jap- anska af árgangi ’76 eða ’77 með hörkuferil að baki, sniglaðist niður afleggjarann í áttina að bænum í Lyngholti, sem stendur á fjöru- kambinum og þaðan sér yfir í Unaðsdal og til kirkjunnar, sem er alveg niðri við sjó, og lengra í burtu til Tirðilmýrar, þar sem sonur Sal- bjargar, Engilbert bókbindari og vélstjóri, býr. Það var glaðasólskin og ísafjarð- ardjúpið spegilslétt í svarta logninu — og þvílík speglun. Þetta var milli nóns og miðaftans. Allt í einu birtist hún í bæjardyr- unum. Hún kannaðist við gestinn og bauð í bæinn. Allt var svo eðli- legt eins og annað fyrir vestan, ekkert sett á svið fremur en annað þar. Þetta var eins og að stíga inn í aðra öld eða lesa kafla úr sögu, þar sem aðal-söguhetjan er óbrotin manneskja, sem býr yfír lausn á ýmsum gátum lífsins vegna reynslu sinnar og manndóms á langri lífsleið. Eftir kaffíð var kirkjan niðri við sjóinn skoðuð og altaristaflan, sem einn Sigurðssonanna á Bæjum hafði gert, hann Halldór, — og svo var skokkað um hríð í gljúpum íjöru- sandinum. Þegar komið var til Salbjargar á ný, beið soðning „upp á vestfírzku" á borðum. Það var spjallað — og í sannleika sagt var leitað eftir fróð- leik og sögnum. Það var af nógu að taka. Salbjörg er enn á hálfum launum sem starfandi ljósmóðir í Nauteyrarhreppi. Hún reyndi hvað eftir annað að hætta störfum og segja upp, en sýslumennimir, hver á fætur öðrum á ísafírði, tóku slíkt ekki í mál. Kunnugir herma, að Salbjörg hafí verið heppin ljósmóðir, ekki eitt einasta bam hafí dáið, sem hún hafí tekið á.móti. Var hún iðulega sótt um langan veg og langt út fyrir hennar umdæmi — alla leið yfír í Ögurhrepp. Hermann sálugi formaður, faðir Hermannssonanna, þeirra Sverris ráðherra, kaptein- anna, Þórðar heitins, Gunnars heitins, Gísla Jóns, Birgis, Halldórs og systranna allra, kom eitt sinn á bát sínum Ögra eða Vigra, litlu fleyi, í mannskaðaveðri til að sækja Salbjörgu og þrátt fyrir aftakaveð- ur, komust þau heil á húfi til Ögurness þessa óraleið á sjó. Sal- björg var sótt til að taka á móti Þórði heitnum — Dodda vini. Þetta var ekki í eina skiptið, sem svona gat borið undir. Fróðir segja, að Salbjörg hafí átt það til að ganga fylgdarmenn af sér í sumum svaðil- ferðum. Henni hefur sko ekki verið físjað saman eins og sumum vestfírzkum valkyijum. Viðmót hennar er hins vegar hlý- legt, en smjaðurslaust — það er eðlilegt eins og speglun Djúpsins og þó er ekki hægt annað en að fá það á tilfinninguna, að hún geti verið íjandanum sjálfum ákveðnari eins og línumar í vestfírzku lands- lagi. Margt og margt bar á góma. Hún talaði vel um karlmenn og taldi sig hafa góða reynslu af þeim og virðist hafa kunnað að laða fram það bezta í þeim eins og sumum mönnum virðist lagið að laða fram það skásta í konum. Hún býr alein, á þijú böm á lífi, sem hún átti með manni sínum, Ingvari Ásgeirssyni, sem dó fyrir . allmörgum ámm. Hún hefur aldrei óttast að vera ein og búa ein, hún segist aldrei vera ein, sér leiðist aldrei, af því að hún hafí nóg fyrir stafni. Svo em gestakomur til hennar, nokkuð tíðar, sbr. gestabók hennar. Og hún er elskuð, elskuð af bömum og bamabömum og af öllum þeim, sem hún hjálpaði inn í þennan spenn- andi heim með eins konar sakra- menti sálar sinnar og græðara- mætti sem ljósmóður þar við Djúp meira en mannsaldur. Og hún hefur auðsæilega aldrei ■ ■ þurft að eða reynt að kaupa sér vinsældir — og hún hefur heldur aldrei raupað af eigin afrekum fremur en svo margt fólk fyrir vest- an af gamla skólanum. Til hamingju með níutíu árin, Salbjörg, og eins og ég skrifaði í gestabók þína, minnir skapgerð þín á speglun sjávarins í Djúpi, þegar svartalogn er og enginn er tíminn og lífíð heldur áfram á hveiju sem veitur. Að Hæðardragi, Stelngrímur St. Th. Sigurðsson í_ Ópið til kl.16 Þér getið sparað hundruð — jafnvel þúsundir króna á stærstu gólfteppa- og gólfdúkaútsölu á íslandi. Alvöru afsláttur á bestu og fallegustu gólfteppum á markaðnum í dag. Þeir spara sem leggja leið sína í Teppaland eða Dúkaland næstu daga. Kjörorð okkar er gæðateppi og gæðadúkar á góðu verði — eins og dæmin sanna. Ódýr stigahúsateppi - Como Snögg, lykkjuofin 100% nylon, pr. m2 áður kr. 797.- Topp — Klassísk skrifstofuteppi - Agrest Úr Antron XL — garni með öllum gæðastimplum T5 — á gúmbotni. pr. m2 áður kr. 1.286.- „1.079 699 Herbergisteppi - Solo Sænsk lykkjuteppi 100% polyamid sterkur botn pr. m2 áður 672,- „599 Ballet Svellþykkt luxteppi ótrúlega mjúkt og gæðalegt pr. m2áður kr. 2.450,- „2.205 Bráðabirgðateppi — Dolores Fyrir þá sem eru „á steininum" þægileg, hræódýr, teppi m/gúm- botni pr. m2 áður kr. 352.- „299 Dúkar, parket, korkur Einstakt tækifæri á hagstæðum kaupum meðan útsalan stendur. Dúkar 5—20% leekkun. Parket 3—10% leekkun. Korkur 10% afsláttur. Stök teppi og mottur 100% ull og 100% bómull. Margar stærðir 10%—20% VERÐ- LÆKKUN Teppaafgangar — stór og Irtil stykki — bútar!!! 20%—50% afsláttur Vinsamlegast takið með ykkur mðlln af gólffletinum það flýtir afgreiöslu. Eurokredit Vörukynning Emmess-ís Munið Boltaland — frá- baer fóstra fyrir yngri kynslóðina meðan foreldrarnir skoða úrvalið. Við önnumst líka móltöku, snfðslu og lögn fyrir þá sem þess óska eftir nánara samkomulagi. Teppaland - Dúka/and

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.