Morgunblaðið - 06.09.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 06.09.1986, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 4 'Afmæliskveðja: Guðrún Gísla- dóttir - Keflavík Það þykir ekki slæmur siður á hverjum áningarstað að líta yfir þann veg, sem farinn hefur verið og horfa einnig fram á leið. Tæpast er nokkur áfangi tíðindarlaus, en til þess atvikin að af þeim sé num- ið. Þegar maður lítur til baka, hljóta jafnan að koma fram og festast í Ihuga hans margir og ólíkir at- burðir. Þeir eru þekking hans og reynsla, og það tvennt á að vera honum vegvísir jafnt og baráttu- vopn á nýjum áfanga og það á .hvorttveggja að styrkjast við hvert það spor, sem af trúmennsku er áfram stigið. Því eru þessi orð viðhöfð, að í dag fyllir Guðrún Gísladóttir átt- unda áratuginn, og þykir mér við hæfi að senda henni afmælisóskir í tilefni dagsins. Guðrún fæddist í Vesturholtum í Þykkvabæ þann 6. september 1906, dóttir hjónanna Gísla Bjamasonar frá Háfshjáleigu og konu hans Jónínu Ólafsdóttur frá Hávarðarkoti. Systkinin urðu 11, þijár systur dóu í bemsku, en átta komust til fullorðinsára og nú VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! em sex á lífí, Guðrún og þeir Ólaf- ur, Gísli og Bjami búsettir í Keflavík og Kristján og Sesselja búsett í Reykjavík. Allt mesta sæmdar- og myndarfólk. Gígli faðir Guðrúnar var um margt merkis- maður. Stundaði manna- og dýra- lækningar og hóf útræði frá Þykkvabæ í upphafi annars áratugs aldarinnar, sem hafði þá legið niðri um langt skeið. Hann bjó góðu búi í Vesturholtum á þess tíma mæli- kvarða. Ami Óla segir eftirfarandi í bók sinni Þúsund ára sveitaþorp: „Gísli Bjamason í Vesturholtum (mágur Þórðar Ólafssonar og svili Sigurðar Ólafssonar í Hábæ) var hinn sjálf- menntaði dýralæknir byggðarinnar. Hann bar og gott skyn á almennar lækningar, og var hans oft vitjað til sjúklinga, þegar ekki náðist í lækni. Þótti hann nærgætur og heppinn í öllum ráðleggingum." Guðrún ólst upp í foreldrahúsum fram á seytjánda ár, en var síðan til ýmissa starfa, sem þá tíðkuðust svo sem vistráðningar og fleira. Upp úr 1930 kynntist hún Stein- dóri Péturssyni, sem þá var í vinnumennsku hjá Ingimundi Jóns- syni síðar kaupmanni í Kefiavík að Hala í Holtum. Þau fluttust að aust- an árið 1932, stofnuðu heimili í Hafnarfirði, en bjuggu þar skamma hríð. Þaðan lá svo leiðin til Kefla- víkur. Þar gengu þau í hjónaband á 2. hvítasunnudag árið 1935. I Keflavík áttu þau heimili sitt alla tíð síðan, lengst að Austurgötu 16. Steindór lést þann 19. ágúst 1975. Þau eignuðust sjö böm, elst er Gíslína Guðrún, næst henni Fanney Petra d. 13. ágúst 1969, þá María, Lýður Ómar, Ragnheiður, Jón Axel og Guðrún Dóra. (Tvö síðasttöldu börnin era ættleidd bamaböm.) Allt ber þetta fólk upprana sínum vitni og samfagnar góðri móður á merkum tímamótum, ásamt tengdasonum, tengdadætram og bamabömum. I þeim orðum, sem ég tileinkaði minni góðu vinkonu Guðrúnu, í upphafi þessarar kveðju um þekk- inguna, reynsluna og trúmennsk- una, sem þeir einir afla sér, sem með opin augu og huga ganga göt- una fram eftir lífsins veg, tel ég að lýsti Guðrúnu best. Lærdómur- inn af umhverfinu og lífinu sjálfu nýttist því fólki, sem nú á háum aldri lítur til sólarlags, til þess að skila íslandi dagsins í dag í hendur þeirra, sem erfa landið. Kæra vinkona Guðrún. Á þessum merkisdegi í lífi þínu vil ég þakka áralanga tryggð og vináttu, ég vil þakka liðnar samverastundir rausn og höfðingsskap. Ég minnist hlýs hugarþels og góðlátlegrar kímni. Minningamar geymast og verða að óbrotgjömum minnisvarða um konu, sem var og er manneskja í þess orðs bestu merkingu. Á þessum degi á ég þér þá ósk til handa, að enn um langa hríð megi hinn mikli smiður, sem skóp himinfestinguna, lífið og leyndar- dóma þess gefa þér góðar nætur og gleðiríka daga að morgni. Páll Axelsson Guðrún ætlar að taka á móti gestum í dag milli kl. 15 og 18 I Glaumbergi. AMANTA - Sófasett í hœsta gœðaflokki - ATH.: Gott húsgagnaleður krefstgódrar umhirðu. Öllum leðurhúsgögnum frá okkur fylgir þaulprófað leður- hreinsiefni og !eðuma:ring. - Sígild hönnun, úrvals bólstrun - Getum nú boðið SAMANTA leðursófasett, klæddþýsku úrvalsleðri í mörgum litum. Staðgreiðsluverð frá kr. 94.300.- HÚSGAGNAIÐJAN HVOLSVELLI mm SÍMI (99) 8285 HÚSGAGNAVAL SMIÐJUVEGI 30 SÍMI 72870 Attræður: Hans Lyng*e í Nuuk Áttræður er í dag grænlenski myndlistarmaðurinn og rithöfund- urinn Hans Lynge. Hann er eini Græniendingurinn sem helgað hefur listum alit sitt líf, er jafnvígur sem málari og myndhöggvari. Ein kunnasta höggmynd hans er minnismerki um landnám Eiríks rauða, reist í Brattahlíð 1982. Hann er einnig kunnur rithöfund- ur: hefur samið skáldsögur, leikrit og ljóð og er heiðursfélagi græn- lenska rithöfundafélagsins. Hans Lynge hefur oft dvalist á íslandi og tekið miklu ástfóstri við land og þjóð. Hann hefur verið sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir þátt sinn í efl- ingu íslensk-grænlenskra menning- arsamskipta. Hans Lynge er hylltur í dag sem eitt af stórmennum þjóðar sinnar í miklu hófi sem haldið er honum til heiðurs í Nuuk. E. B. Morgunblaðið/Þorkcll Fræðslusýning um tannhirðu Fræðslusýning um varnir gegn tannskemmdum var opnuð í gær í Apóteki Hafnarfjarðar. Þetta er liður í átaki sem Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið, Apó- tekarafélag Islands, Tannlækna- félag íslands og Tannlæknadeild Háskóla íslands standa sameigin- lega að. Fjögur apótek taka þátt í átakinu og verður sýningin nokkra daga í hveiju þeirra næsta mánuðinn. Inga Birgisdóttir, tannfræðingur, sér um sýninguna. I samtali við Morgunblaðið sagði hún að megináherslan væri lögð á að sýna fólki hvaða vörar væra til í apótekunum er varða tann- hirðu og hvemig ætti að nota þær. Einnig Iiggja frammi bækl- ingar og svarað er spurningum um þessi mál. Inga taldi áhugann vera mikinn, fólk hefði byijað að spyija um sýninguna strax og farið var að setja hana upp. Sér- staklega væri unga fólkið mjög áhugasamt og ófeimið við að spyija. Á myndinni sýnir Inga þeim írisi, Siguijóni og Guðrúnu hvemig best sé að bursta tennum- ar. Þessar ungu dömur sendu vistfólki Sejjahlíðar tæplega 3.560 krónur er var ágóði af hlutaveltu sem þær héldu. Þær heita Bára Yngva- dóttir, Elma Finnbogadóttir og Birna G. Björnsdóttir. BORNIN VEUA pkiymobl! Leikfangahúsið SkólavcrðustíglO Simi 14806

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.