Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 1
80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 201. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Rekið til réttar í Miðfirði. sjá frásögn á bis. 4i. Morgunblaðið/RAX Sviss: Föður Ashken- azys beðið fararleyfis Zurich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. PIERRE Aubert, utanríkisráð- herra Sviss, nefndi ferðaleyfi föður Vladimirs Ashkenazy, píanóleikara, sem dæmi um brot Sovétmanna á mannréttindamál- um á fundi hans með Eduard Schewardnadse, utanríkisráð- herra Sovétrikjanna, í Moskvu i síðustu viku. Vladimir Ashkenazy yfirgaf Sov- étríkin árið 1963. Faðir hans fékk að heimsækja hann 1967 og báðir foreldrar hans fengu leyfi til að heimsækja Ashkenazy-fjölskylduna til íslands 1976 og til Sviss þremur árum seinna. Móðir Ashkenazys er nú látin. Umsókn um fararleyfi foð- ur hans, sem er sjötugur, hefur verið endilrnýjuð árlega í tíu ár án árangurs. Þetta var fyrsta heimsókn svissn- esks utanríkisráðherra til Sovétríkj- anna. Þórunn Jóhannsdóttir og Vladimir Ashkenazy hafa búið í Sviss síðan 1978. Daniloff-málið: Reagan íhugar gagnráðstafanir Los Angeles, Moskvu, AP. SOVÉSK stjórnvöld hafa formlega ákært bandaríska blaðamanninn Nichoias Dan- iloff fyrir njósnir en mestu viðurlögin við þeim eru dauða- dómur. Reagan forseti skoraði í gær á Sovétmenn að bregð- ast skjótt við og af ábyrgð til lausnar deilunni. Annað gæti Banatilræði við Pinochet Santiago, AP. Herforingjastjórnin í Chile lýsti yfir neyðarástandi í landinu eftir að bilalest Augustos Pino- chet, forseta, var gerð fyrirsát, seint sl. sunnudagskvöld. Forset- inn særðist aðeins á hendi, en fimm menn úr fylgdarliði hans voru drepnir og ellefu særðir. Reuters-fréttastofunni hefur ver- ið bannað að senda fréttir frá landinu, útgáfa nokkurra blaða hef- ur verið bönnuð, allmargir hafa verið handteknir og leitað var á mánudag í hvetju húsi tveggja fá- tækrahverfa. Bílalest forsetans var á leið yfir brú suðaustur af höfuðborginni er sprengja sprakk og skothríð hófst úr öllum áttum. Vinstri sinnuð skæruliðasamtök hafa lýst ábyrgð á árásinni á hend- ur sér og sagði talsmaður þeirra er hringdi til fjölmiðla að næsta til- raun myndi takast. haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Sovéska stjórnarmálgagnið Iz- vestia skýrði frá því í gær, að Nicholas Daniloff hefði verið form- lega ákærður fyrir njósnir og var farið um hann hinum hörðustu orðum. Var hann sagður hafa unn- ið með einhvetjum útsendara bandarísku leyniþjónustunnar í Moskvu og komist yfir hernaðar- leyndarmál um Afganistan. Bandarísk stjómvöld neita því þverlega, að Daniloff sé njósnari og segja, að hann sé eins og hver annar gísl í höndum Sovétmanna. Það, sem fyrir þeim vaki, sé að hafa skipti á honum og sovéskum embættismanni hjá SÞ, sem fvrir nokkru var handtekinn fyrir njósn- ir. Haft er eftir bandarískum emb- ættismönnum, að Reagan forseti sé að velta fyrir sér ýmsum gagn- ráðstöfunum vegna handtöku Danilofs. Meðal annars að reka úr landi sovéska embættismenn hjá Sigur Kasparovs í sjónmáli Kasparov og Karpov tefldu í gær 14. skákina í einvíginu um heimsmeistaratitilinn. Skákin fór í bið eftir 40 leiki. Sjá bls. 61 Sigur í sjón máli hjá Kasparov. SÞ, nokkra hveiju sinni þar til Daniloff verður látinn laus og einn- ig, að hætt verði við fyrirhugaðan fund utanríkisráðherra ríkjanna síðar í þessum mánuði. James A. Baker, fjármálaráðherra, sagði auk þess í gær, að ef ekki finnist skjót lausn á Daniloff-málinu verði mjög erfitt að halda fund með leið- togum þjóðanna en vonir stóðu til, að hann yrði fyrir árslok. ^ Símamynd/AP Utför Urhos Kekkonen Vigdís Finnbogadottir, forseti íslands, og Ólafur Noregskonungur taka sér sæti við útför Urhos Kekkonen, fyrrum forseta Finnlands. Athöfnin fór fram í Dómkirkju Helsinkiborgar. Viðstaddir hana voru fulltrúar 40 þjóða. Hinn látni forseti var borinn til hinstu hvílu í Hietaniemix-þjóðargrafreitnum. Stj ornarkreppu afstýrt í Israel Sharon dregur ásakanir sínar til baka Tel Aviv, Istanbul. AP. ARIEL Sharon, viðskiptaráðherra i stjórn Israels, dró í gær til baka ásakanir um, að undanlátssemi Shimons Peres, forsætisráðherra, gagnvart palestínskum hryðjuverkamönnum væri um að kenna morð- in í bænahúsi gyðinga í Istanbul. Var þar með komist hjá stjórnar- kreppu í ísrael. 21 maður lést í árásinni á bænahúsið, þar af báðir hryðjuverkamennirnir. í skriflegri yfirlýsingu, sem Shar- on sendi Peres, forsætisráðherra, í fyrrakvöld, segist hann taka aftur orð sín um, að hryðjuverkið í Istan- bul í Tyrklandi megi rekja til undanlátssemi forsætisráðherrans við arabíska og palestínska hryðju- verkamenn. Varð þessi yfirlýsing til að afstýra stjórnarkreppu en Peres hafði ákveðið að boða ekki til ríkisstjórnarfundar fyrr en Shar- on hefði tekið orð sín aftur. Lögregluyfirvöld í Tyrklandi hafa enn ekki komist að þjóðerni hryðju- verkamannanna, sem réðust á bænahús í Istanbul, en þeir eru taldir vera arabar. Blöð í Tyrklandi segjast aftur á móti hafa heimildir fyrir því, að vopnin hafi komið til landsins með sendiráðspósti og að lögreglan hafi sérstakan augastað á sýrlenska, íranska og líbýska sendiráðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.