Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
Reikningar listahátíðar lagðir fram:
Rekstrarafgangur
nam 300 þús. króna
REIKNINGAR Listahátíðar 1986 voru lagðir fram í gær á
fulltrúaráðsfundi hátíðarinnar, að viðstöddum borgarstjóra
og menntamálaráðherra. í ljós kom að rekstrarafgangur
nam um 300.000 þúsundum króna. Halli á Listahátíð 1984
var á sjöundu milljón króna, að sögn Hrafns Gunnlaugsson-
ar, formanns Listahátíðar.
„Þetta mun vera í fyrsta skipti
í fjölda ára sem hátíðin skilar
rekstrarafgangi," sagði Hrafn í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Kostnaður við Listahátíðina
nam 26 milljónum króna, en Hrafn
sagði að rekstrarafgangurinn
kæmi m.a. frá sýningunni á verk-
um Pablos Picasso og frá popptón-
leikum.
Hrafn sagði helstu ásta>ðuna
fyrir því, að hátíðin tókst svo vel
núna, vera að boðið hafi verið
boðið upp á mjög góða listamenn
sem almenningur vildi sjá og hafí
því aðsókn verið mjög góð.
„Það er gaman að geta skilað
hátíðinni með svona útkomu, nú
þegar ég læt af störfum sem for-
maður,“ sagði Hrafn. Fram kom
á fulltrúaráðsfundinum að Davíð
Oddsson borgarstjóri og Sverrir
Hermannsson menntamálaráð-
herra hefðu orðið sammála um að
leita til Hrafns um að halda áfram
sem formaður Listahátíðar. Hann
hafí hins vegar ákveðið að gefa
ekki kost á sér aftur, en þakkaði
traustið.
Menntamálaráðherra mun á
næstu dögum skipa formann
næstu Listahátíðar og borgarstjóri
varaformann, en þeir tveir skiptast
á um að skipa formann og vara-
formann hátíðarinnar. Einnig
verður skipað í nýja framkvæmda-
stjóm á næstu dögum, en enginn
úr núverandi stjóm gaf kost á sér
aftur. Hún var skipuð þeim Birgi
Sigurðssyni rithöfundi, Kristni
Hallssyni óperusöngvara, Kristínu
Jóhannesdóttur kvikmyndaleik-
stjóra og Stefáni Baldurssyni
leikhússtjóra, en framkvæmda-
stjóri var Salvör Nordal. Sagði
Hrafn að það bæri vitni um ein-
drægni stjómarinnar að aldrei
kom til atkvæðagreiðslu innan
hennar á þeim tíma sem hún starf-
aði.
Morgunblaðið/Börkur
Fjögvrra bíla árekstur
FJÓRIR bflar lentu í sama umferðaróhappinu á
Hverfisgötu í Reykjavík í blíðviðrinu síðdegis í
gær. Bflamir skemmdust nokkuð en engin meiðsli
urðu á fólki. Að öðru leyti gekk umferðin í höfuð-
borginni áfallalítið í gær, skv. upplýsingum lögregl-
unnar í Reykjavík. Eins og greinilegt er af
myndinni er aldrei of varlega farið — og rétt að
minna ökumenn á það eina ferðina enn, að fulls
öryggis er ekki gætt nema rúmt sé á milli bfla á
fjölfömum umferðargötum.
Sjálfstæðis-
flokkurinn:
Lokað próf-
kjör á Norður-
landi eystra
Akureyri.
ÁKVEÐIÐ var á aðalfundi
kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra um
helgina að halda prófkjör
um val frambjóðenda á
lista flokksins í kjördæm-
inu fyrir næstu alþingis-
kosningar. Prófkjörið fer
fram laugardaginn 18.
október.
Alþingismennimir Bjöm
Dagbjartsson og Halldór
Blöndal hafa báðir ákveðið
að taka þátt í prófkjörinu svo
og Vigfús Jónsson á Laxa-
mýri, 1. varaþingmaður
flokksins í kjördæminu. Tveir
aðrir hafa lýst yfir því, að
þeir muni taka þátt í prófkjör-
inu, Stefán Sigtryggsson
viðskiptafræðingur á Akur-
eyri og Tómas Ingi Olrich,
menntaskólakennari á Akur-
eyri. Framboðsfrestur er til
20. september næstkomandi.
Prófkjörið verður lokað,
þ.e. þátttaka er bundin við
þá, sem gengið hafa í flokk-
inn áður en kjörfundi lýkur
að kvöldi 18. október.
Endurskoðuð þjóðhagsspá fyrir árið 1986:
Tekist hefur að ná mark-
miðum fehnia.rsa.mninga.nna.
- segir Björn Björnsson, hagfræðingur Alþýðusambandsins
BJÖRN Bjömsson, hagfræðingur Alþýðusambands íslands, telur að
hin nýja þjóðhagsspá, sem forsætisráðherra kynnti í gær, staðfesti,
að tekist hafi að ná markmiðum kjarasamninganna í febrúar. I sam-
tali við Morgunblaðið benti hann jafnframt á, að næstu kjarasamning-
ar verði gerðir við allt aðrar og hagstæðari aðstæður en fyrr og
kvaðst trúa því að þar tækist samkomulag um að treysta þennan
ávinning.
„Markmiðin með kjarasamning-
unum í febrúar voru í meginatriðum
tvíþætt," sagði Bjöm. „Annars veg-
ar að tryggja kaupmátt og stigvax-
andi kaupmátt á árinu 1986. Hins
vegar að ná tökum á verðbólgu og
ná henni niður fyrir það, sem við
höfum haft kynni af sl. fimmtán
ár eða svo. Þessi nýja áætlun eða
spá Þjóðhagsstofnunar er enn ein
staðfesting á, að það eru allar horf-
ur á að þessi markmið náist. Það
er niðurstaða Þjóðhagsstofnunar,
að verðbólga verði innan við 10 af
hundraði á árinu og kaupmáttur
vaxi um 8% á árinu. Þegar samn-
ingamir vora gerðir í vetur var
miðað við það, að kaupmáttur kaup-
taxta yrði 3-4% betri í lok ársins
en hann hefur verið að meðaltali
s.l. tvö ár. Það er ljóst af verð-
lagsspám, sem fyrir liggja, að allt
bendir til þess að svo verði, en þá
eram við vel að merkja bara að
tala um almennar launabreytingar.
Það hafa síðan verið gerðir ýmsir
sérsamningar, sem fela í sér sér-
stakar hækkanir til afmarkaðra
hópa, og þegar tekið er tillit til
þess, era núna horfur á því að kaup-
máttur taxtakaups verði í lok ársins
um 7% hærri en hann hefur verið
síðustu tvö árin.
Þetta virðist ætla að takast án
Gott verð á
gámafiski
MJÖG gott verð hefur fengist fyrir
gámafisk á Bretlandsmarkaði að
undanförnu. A mánudagsmorgun
vora seld 215 tonn af gámafiski
fyrir 68 krónur að meðalverði, sem
er mjög gott verð.
Forstöðumaður neyðarvarna
NATO á fundi í Reykjavík
INNLENT
WOLF Ehrt heitir forstöðumað-
ur neyðarvarnaráðs Atlantshafs-
bandalagsins (NATO Civil
Emergency Planning Com-
mittee), sem í gær hélt óformleg-
an fund með íslenskum
embættismönnum og öðrum
þeim, sem hafa stjórn á fyrir-
tækjum og stofnunum er gegna
þýðingarmiklu hlutverki á
stríðstímum. Meðfylgjandi mynd
var tekin á fundinum, sem hald-
inn var í ráðstefnusal ríkisins í
gömlu Rúgbrauðsgerðinni.
Á fundinum með Ehrt vora liðs-
menn Almannavamaráðs ríkisins,
hagvamaráðs og fleiri. Hann kynnti
þeim hlutverk og starfsemi neyðar-
vamaráðsins en það er sú stofnun
NATO, sem hefur yfiramsjón með
ýmsum borgaralegum viðbúnaði í
stríðsátökum,. svo sem flutningi
matvæla, olíu, mannafla o.fl.
Wolf Ehrt er hér á vegum vamar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins en fundurinn í gær var haldinn
í samvinnu skrifstofunnar og Al-
mannavama ríksins. í dag hitta
Ehrt og íslenskir almannavama-
menn foiystumenn vamarliðsins á
Keflavíkurflugvelli.
þess að verðlagsmarkmiðum sé
hnikað til svo nokkra nemi og ég
vil því fullyrða að þau meginmark-
mið sem lágu febrúarsamningunum
til grundvallar hafi náðst og það
era engar horfur á því að það rask-
ist svo nokkra nemi á næstu
mánuðum," sagði Björn.
Björn Björnsson var spurður um
samningshorfur í ljósi þessara að-
stæðna. „Það er ljóst, að við
göngum til næstu samninga við
allt aðrar kringumstæður en gert
hefur verið á undanfömum árarn,"
sagði hann. „Það er ljóst, að það
hefur verið mikill vöxtur í fram-
leiðslustarfseminni hjá okkur og
það er jafnvægi í viðskiptum okkar
við útlönd, auk þess sem verðbólga
er komin niður á viðráðanlegt stig.
Allt þetta ætti að gera okkur kleift,
að gera samninga sem skila okkur
áfram vaxandi kaupmætti án þess
að verðbólga fari vaxandi á nýjan
leik.
Aðstæður era líka allt aðrar nú,
að því leyti að í undangengnum
samningum höfum við byijað á því
að „semja okkur upp á eitthvað
núll“, ef svo má komast að orði,
en við göngum til þessara samninga
með veralega kaupmáttaraukningu
nýafstaðna. Við eram betur staddir
að því leyti,“ sagði Bjöm Bjöms-
son. „Hitt er svo annað mál, að við
stöndum frammi fyrir miklum
skiptavandamálum í okkar þjóðar-
búskap. Það er ekki bara teflt um
skiptingu afrakstrar milli launþega
og atvinnurekenda, heldur líka um
skiptingu innbyrðis milli atvinnu-
greina og þar vitum við að aðstæður
eru mjög mismunandi. Loks erþetta
spuming um skiptingu innbyrðis
milli launafólks. Það er erfitt og
flókið mál að taka á þessum skipta-
málum, hvemig sem litið er á þau.
Hins vegar trúi ég því og treysti,
að menn vilji ganga til næstu samn-
inga með það markmið að tiyggja
og treysta þann mikla árangur sem
náðst hefur frá því samningar vora
gerðir í febrúar."