Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 3 Athugun á utanríkis- þjónustu okk- ar í Asíu Utanríkisráðherra hefur skipað nefnd til að gera sérstaka athugun á fyrirkomulagi utanríkisþjónustu íslendinga í Asíu, öðru fremur f því skyni að greiða fyrir vaxandi viðskiptum okkar þar. Nefndinni er ætlað að skila niður- stöðum sínum innan sex mánaða. í fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu segir: „Þetta er í samræmi við áhersluatriði í skýrslu utanríkis- ráðherra, sem lögð var fram á Alþingi í apríl sfðastliðnum. Japansmarkaður er nú þegar þýð- ingarmikill markaður fyrir íslenskar afurðir og framleiðslu og þar eru taldir vera miklir framtíðarmöguleik- ar. Sama máli gæti einnig gegnt um fleiri ríki í Asíu. Einnig er horft til aukins samstarfs við Japani á sviði orkuvinnslu og hátækni. Nefndinni ber í starfi sínu sérstak- lega að hafa samráð við samtök útflytjenda og Útflutningsráð fs- lands, sem tekur til starfa 1. október nk. Formaður nefndarinnar er Davíð Ólafsson, fv. seðlabankastjóri. Aðrir nefndarmenn eru Pétur J. Thorsteins- son sendiherra, Guðmundur Bjama- son alþingismaður, Hreinn Loftsson aðstoðarmaður utanríkisráðhera og Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjórri, að höfðu samráði við við- skiptaráðherra." Landsþing sveitar- EF ÞÚ ÁTT SRARISKÍRTEINI RIKISSJÓÐS SEM ERINNLEYSANLEGT 10. SEPTEMBER sJLÞÁ SKALTU IAverjast ITaLLRIÁSÓKN i !Í ÞAÐ félaganna ÞRETTÁNDA landsþing Sam- bands islenskra sveitarfélaga verður haldið á Hótel Sögu i Reykjavík dagana 10.—12. sept- ember nk. Gert er ráð fyrir að þingið muni sækja um 200 kjörnir fulltrúar auk margra innlendra og erlendra gesta ni.a. frá samtökum sveitarfélaga á Norðurlöndum. í fréttatilkynningu frá sambandinu segir að formaður sambandsstjómar, Bjöm Friðfinnsson, setji landsþingið kl. 10 á miðvikudagsmorgun. Við þingsetningu flytur félagsmálaráð- herra, Alexander Stefánsson, ávarp og forseti borgarstjómar Reykjavík- ur, Magnús L. Sveinsson, ávarpar einnig þingið. Á landsþinginu mun stjómarfor- maður gera grein fyrir starfsemi sambandsins síðasta kjörtímabil og flutt verða alls sjö framsöguerindi. Magnús Ólafsson hagfræðingur mun flytja hugleiðingar um sveitarfé- lögin á íslandi um næstu aldamót, Ólafur Tómasson póst- og símamála- stjóri um samstarf sveitarfélaga og póst- og símamálastofnunarinnar up uppbyggingu sjónvarpsdreifikerfa. Magnús E. Guðjónsson framkvæmda- stjóri sambandsins mun hafa fram- sögu um nýju sveitarstjómarlögin og drög að frumvarpi til laga um tekju- stofna sveitarfélaga. Sigurgeir Sigurðsson varaformaður sambands- ins mun ræða um starf sambandsins á næsta kjörtímabili og Ingvi Þor- steinsson magister og Sigurður Blöndal skógræktarstjóri munu ræða um sveitarfélögin og gróðurvemd. Þá mun Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavikur flytja erindi sem hann nefnir Vistlegri vetrarbyggðir og loks mun Steingrímur Gautur Kristjáns- son borgardómari flytja erindi um stjómsýslu ríkisins í héraði. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! ÞVI RIKISSJOÐUR BÝÐUR ÞER NÝ SKÍRTEINI MED 6.5% ÁRSVÓXTUM UMFRAM VERÐTRYGGINGU OG AÐEINS TIL TVEGGJA ÁRA Þú skalt hugsa þig um tvisvar áður en þú fellur fyrir einhverjum þeirra tilboða sem nú rignir yfir þig. Það er þinn hagur að ríkissjóður ávaxti peningana þína áfram - í formi nýs skírteinis; ávöxtunin er góð og skírteinin eru laus eftir rétt rúmlega tvö ár (gjalddagi er 10. janúar 1989). En það segir ekki alla söguna. Þótt sumir bjóði álitlegri vexti en ríkissjóður eru spariskírteinin engu að síður um margt betri kostur. Þau eru innlent lánsfé og draga því úr erlendri skuldasöfnun, þau eru eign- arskattsfrjáls (eignarskattur er nú 1,2% á ári) og þau eru öruggasta fjárfesting sem völ er á; þeim fylgir engin áhætta. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS GOTTfÓLK/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.