Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
Stöð 2:
Páll
Magnússon
fréttastjóri
„ÞAÐ MÁ reikna með að við
munum reka harðari frétta-
mennsku en tíðkast á ríkisfjöl-
miðlunum - verðum nokkru
aðgangsharðari og ákveðnari.
Jafnframt verður yfirbragðið
væntanlega léttara en fólk á að
venjast og við munum geta leyft
okkur að velja og hafna frétta-
efni í ríkari mæli en hægt er á
sjónvarpinu."
Þannig lýsir Páll Magnússon
væntanlegri fréttaþjónustu Stöðvar
2, hinnar nýju sjónvarpsstöðvar Is-
lenska sjónvarpsfélagsins hf., sem
ætlunin er að hefja starfrækslu á
í byijun næsta mánaðar. Páll var
ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2 á
sunnudagskvöldið og lét þá um leið
af starfi varafréttastjóra fréttastofu
sjónvarpsins.
Hann sagði í gær að ráðning sín
hefði átt sér alllangan aðdraganda
en að allt fram á sunnudag hefði
hann tekið þunglega í að fara frá
sjónvarpinu. Þá hafi sér verið gert
ákveðið tilboð, sem hann hafi
ákveðið að taka, og fréttastjóri sjón-
varpsins, Ingvi Hrafn Jónsson, hefði
verið svo vinsamlegur að leyfa sér
að hætta störfum fyrirvaralaust.
Páll sagði að hann myndi í þess-
ari viku hefja viðræður við hugsan-
lega samstarfsmenn á fréttastofu
nýju sjónvarpsstöðvarinnar en ætl-
unin væri að ráða fimm fréttamenn
auk sín. „Eg geri mér vonir um að
við munum fljótlega fara að taka
daglegar fréttamyndasendingar er-
lendis frá en við hvaða erlendu
fréttaþjónustu við munum skipta
er ekki endanlega ákveðið. Sömu-
leiðis er enn ekki fyllilega Ijóst
hversu mikinn tíma fréttimar eiga
eftir að taka í dagskrá stöðvarinnar
en meginuppistaðan í þeim verður
innlendar fréttir,“ sagði hann.
Morgunblaðið/RAX
Átti ekki annarra
kosta völ
- sagði Ómar Ragnarsson
sem nauðlenti á Esjunni
ÓMAR Ragnarsson fréttamað-
ur nauðlenti flugvél sinni,
TF-FRÚ, á Esju á sunnudags-
kvöld.
„Vélin tók ekki við sér þegar
ég ætlaði að taka hana á loft aft-
ur,“ sagði Ómar, er Morgunblaðið
spurði hann um ástæður óhapps-
ins. Ómar sagðist hafa verið að
kanna svæði á fjallinu, en ætlað
að hverfa frá því, þegar vélaraflið
brást. Hefði hann þá ekki átt
neinna kosta völ, annarra en að
lenda. Flugvélin skemmdist ótrú-
lega lítið miðað við aðstæður að
sögn Ómars, sem slapp ómeiddur.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug
með vélina í böndum niður af fjall-
inu og síðan var hún flutt á bifreið
til Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg
Omar Ragnarsson og „Frúin“ á Esjunni í gær.
Kaf f ibaunamálið:
Tvöfalt reikningskerfi var „neyðar-
ráðstöfun vegna sérstakra aðstæðna“
YFIRHEYRSLUR í „kaffibaunai
í Sakadómi í gær. Þá var haldið
son og síðan voru Sigurður Arni
yfirheyrðir.
Hjalti Pálsson, fyrrum yfírmað-
ur innflutningsdeildar SÍS, var
spurður að því hver hefðu verið
hans persónulegu afskipti af
kaffiviðskiptunum á þeim tíma
sem málið snýst um. Hann sagði
að kaffimál hefðu lítið komið inn
á borð til sín á þessum tíma þar
sem engin vandamál sköpuðust
og hlutir gengu eðlilega fyrir sig.
Sagði Hjalti að öll telex og önnur
skeyti sem starfsmenn innflutn-
ingsdeildar hafi sent eða tekið við
hafi komið inn á borð til sín dag-
inn eftir, en bunkinn verið svo
stór að hann hafí ekki alltaf lesið
öll skeytin og stundum engin. Þá
var Hjaita bent á að hann hefði
kallað viðskipti SÍS og Kaffi-
brennslunnar „samráðsviðskipti"
við meðferð málsins, en við yfír-
heyrslur hjá rannsóknarlögreglu
sagði hann viðskiptin hafa verið
umboðsverslun. Kvað Hjalti ekki
hafa verið farið nákvæmlega í
eðli viðskiptanna í yfirheyrslum
lögreglunnar.
Þessu næst var Hjalti inntur
eftir því hvort rétt væri að hann
hefði vitað um tilvist avisos-kerfis
í kaffibaunaviðskiptunum. Sagð-
málinu" svokallaða héldu áfram
áfram að yfirheyra Hjalta Páls-
Sigurðsson og Gísli Theódórsson
ist hann hafa vitað um það frá
upphafí, en þetta hafi verið svo
lítið í fyrstu að hann hafi ekki
gert sér grein fyrir að það skipti
máli. Þá sagði Hjalti að sér hafi
ekki verið kunnugt um umboðs-
laun þau er Kaffibrennslan
greiddi fóðurvörudeild SÍS, sem
sá um innflutning kaffibauna.
Sigurður Ámi Sigurðsson, fyrr-
verandi deildarstjóri fóðurvöru-
deildar SÍS og núverandi
forstöðumaður skrifstofu SÍS í
London, var yfirheyrður næst.
Hann sagði að sig minnti að avis-
os-kerfið hafi fyrst verið notað
árið 1978, en hann tók við stöðu
deildarstjóra árið 1977. Hafi hann
fyrst heyrt um kerfi þetta í boðum
frá NAF í Kaupmannahöfn. Þá
sagði Sigurður að verðfallsbætur
hafi einnig tíðkast, en sagðist
ekki muna hvenær það var fyrst.
Um starf sitt í fóðurvörudeild
sagði Sigurður að hann hefði haft
mjög frjálsar hendur varðandi inn-
flutning og hefði ekki þurft að
hafa náið samráð við yfirmann
sinn. Þetta hafi þó ekki átt við
um kaffiinnflutning, því þar hafi
hann jafnan haft samráð við
Hjalta Pálsson, yfirmann sinn, þar
eð miklir Qármunir voru í húfi.
Taldi Sigurður að hann hafi sagt
Hjalta frá avisos-kerfinu um leið
og það var notað fyrst. Öll tilboð
sem bárust um sölu á kaffi hafi
hann rætt við Hjalta, sem hafi
jafnan verið með í ráðum þegar
endanleg ákvörðun var tekin um
hvaða tilboði skyldi tekið. í skeyt-
um frá NAF, þar sem sagt var
frá tilboðum, hafi jafnan komið
fram hver avisos dagsins væri,
en hann var breytilegur eftir
heimsmarkaðsverði.
Sigurður sagðist ekki muna
nákvæmlega hvenær fyrst var
farið að nota tvöfalt kerfí vöru-
reikninga og hafí ekki tekið
ákvörðun um það sjálfur. Það
hljóti að hafa verið gert í samráði
við yfirmann hans, Hjalta. Hafí
sú ráðstöfun, að hafa tvöfalt
kerfi, verið talin neyðarráðstöfun
vegna sérstakra aðstæðna þá, þar
sem ekki var talið að avisos-
kerfíð yrði langvarandi. Kvaðst
Sigurður gera ráð fyrir því að
hann hefði sjálfur gefíð fyrirmæli
um að senda hærri vörureikninga
í Landsbankann á Akureyri til
innheimtu hjá Kaffíbrennslunni,
en fyrirmæli um þetta hafi hann
fengið hjá Hjalta Pálssyni. Sagð-
ist hann einnig gera ráð fyrir að
það hafí verið að fyrirmælum
Hjalta að hann ræddi ekki um
afslátt af verði kaffisendinga við
forráðamenn Kaffibrennslunnar.
Sagðist Sigurður aldrei hafa orðið
þess var að forráðamenn Kaffí-
brennslunnar hafí vitað um
avisos-kerfið.
Þegar Sigurður var inntur eftir
því hvort hann hafí einhvem tíma
rætt um tvöfalt kerfí vörureikn-
inga við Erlend Einarsson, fyrrum
forstjóra Sambandsins sagði hann
að svo hafí ekki verið. Hann hafi
tvívegis átt fund með Erlendi og
Hjalta Pálssyni báðum um kaffí-
viðskiptin. Fyrra skiptið var
sumarið 1979 og var þá rætt um
auknar tekjur af kaffiviðskiptun-
um. Minnti Sigurð að það hafí
einnig verið rætt á fundi þeirra
þriggja við áramót 1980-1981.
Loks var Gísli Theodórsson
yfírheyrður. Hann var forstöðu-
maður skrifstofu SÍS í London frá
aprílbyijun 1977 til ársloka 1980.
Kvaðst hann fyrst hafa vitað af
avisos-kerfinu árið 1979, þegar
vörureikningar bárust skrifstof-
unni í London, en þeir voru síðan
sendir Landsbankanum á Akur-
eyri til innheimtu hjá Kaffi-
brennslunni. Ekki kvaðst Gísli
minnast þess að hafa séð minnst
á verðfallsbætur á reikningum.
Sagðist hann fyrst hafa fengið
vitneskju um tvöfalt kerfi vöru-
reikninga síðla árs árið 1979, er
hann fékk boð frá fóðurvörudeild
um að hann ætti von á tvenns
konar vörureikningum fyrir sömu
sendingu kaffibauna, á öðrum
reikningnum yrði avisos gefinn
upp, en á hinum yrði aðeins gefíð
upp brúttóverð vörunnar og ætti
að senda þann reikning til Akur-
eyrar. Sagðist Gísli hafa fengið
boð þessi frá Sigurði Ámá Sig-
urðssyni, þáverandi deildarstjóra
fóðurvörudeildar. Taldi Gísli fyrir-
mæli þessi hafa komið frá Hjalta
Pálssyni, en ekki vildi hann full-
yrða það. Hann hefði aldrei rætt
þessi mál við Hjalta fremur en
um avisos-kerfið. Ekki minntist
Gísli þess að hafa rætt þessi mál
við Erlend Einarsson heldur.
Afsláttargreiðslur kvað Gísli
hafa verið greiddar inn á umboðs-
launareikning fóðurvörudeildar-
innar í London og síðan yfirfært
á reikning SÍS í Reykjavík. Sagð-
ist hann aldrei hafa litið svo á að
tvöfaldir vörureikningar hefðu
verið notaðir í blekkingarskyni,
heldur hefðu þeir verið bókhalds-
skjöl, sem sýndu stöðu viðskipt-
anna við Brasilíumenn.
Yfírheyrslum yfir Gísla Theo-
dórssyni verður fram haldið í dag.