Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 Látum málaskakí nú vera lokið eftir Gísla Gíslason Nú þegar líða fer að lokum knatt- spymuvertíðar hérlendis fer jafn- framt að hylla undir lok þeirra kærumála, sem nokkur félög í 1. deild hafa búið á hendur fþrótta- bandalagi Akraness vegna þátttöku Péturs Péturssonar í leikjum ÍA að undanfömu. Nú hefur dómstóll KSÍ kveðið upp dóm í máli FH gegn ÍA og staðfesti dómurinn niðurstöðu íþróttadómstóls íþróttabandalags Hafnarfjarðar að sýkna skyldi IA af kröfum FH. Hefur því eitt af þeim málum, sem af stað hafa far- ið verið til lykta leitt með þeirri niðurstöðu að leikmaðurinn Pétur Pétursson sé löglegur með ÍA. Tilefni greinar þessarar er í fyrsta lagi að koma á framfæri sjón- armiðum Skagamanna í málinu og í öðru lagi að fjalla nokkuð um málflutning andstæðinga okkar í málum þessum og ekki hvað síst afar villandi grein Harðar Hilmars- sonar í Morgunblaðinu þann 27. ágúst sl. í upphafi málafaraidurs félag- anna áttu þau öll það sammerkt að forráðamenn félaganna kepptust við að lýsa því yfir að um væri að ræða „prinsipp“-mál, en enginn bjóst við að Pétur yrði dæmdur ólöglegur. Allt tal um fallbaráttu eða smugu til að leika til úrslita í Mjólkurbikamum heyrðist ekki nefnt. Þessi sérstaki rammi sem félögin settu málatilbúnaði sínum átti vafalaust að varpa sakleysis- birtu á kærumar, en fela þær raunvemlegu hvatir sem að baki lágu. Hámarki náði þó hvítþvottur kærenda með grein Harðar Hilm- arssonar þar sem sökinni er skellt á „óljósar og villandi" reglur KSÍ. Ein málsástæða kærenda er sú að Pétur Pétursson sé atvinnumað- ur. Enginn hefur þó haldið því fram að Pétur hafi fengið greitt fyrir þátttöku sína í leikjum með ÍA held- ur telja þeir sér trú um að Pétur sé samningsbundinn félaginu Royal Antwerpen í Belgíu. Samkvæmt framburði Péturs sjálfs og skeyti frá belgíska knattspyrnusamband- inu rann samningur Péturs út hjá Royal Antwerpen 30. júní 1984. Félagið hefur hins vegar rétt til þess að áskilja sér þóknun fari Pét- ur á ný í atvinnumennsku og þess vegna samþykkti það félagaskipti til IA aðeins til 15. október nk. Það að Antwerpen eigi þetta tilkall til leikmannsins er alþekkt í Evrópu og nægir að benda á sams konar áskilnað í samningum Sævars Jóns- sonar, Janusar Guðlaugssonar og fleiri leikmanna, en gögn KSI varð- andi féiagaskipti ieikmanna milli landa eru öllum opin. Þrátt fyrir dóm dómstóls ÍBH og KSÍ um að áhugamannaleyfí það sem Pétur fékk útgefíð með keppnisleyfi frá KSÍ standi og ekkert bendi til at- vinnumennsku Péturs þá hafa Valsmenn breytt nokkuð sókn sinni og telja KSÍ ekki hafa haft heimild til þess að veita Pétri keppnisleyfi og vilja nú haida því fram að Pétur sé ekki „alvöru" áhugamaður í „ólympískum" skilningi. Langt er seiist til að koma höggi á andstæð- inginn en aðferðir Valsmanna leiða þó hugann að stöðu Sævars Jóns- sonar með því liði sem varð Islands- meistari á síðastliðnu ári. Hafa Valsmenn kynnt sér hvemig félaga- skiptum Valsstúlknanna Guðrúnar Sæmundsdóttur og Bryndísar Vals- dóttur er háttað? Sem kunnugt er unnu Valsstúlkurnar bæði Islands- mótið og bikarkeppni kvenna og fullvíst má telja að skilyrt félaga- skipti þeirra Guðrúnar og Bryndísar annars vegar úr Val til Italíu og hins vegar frá Ítalíu til Vals hefðu átt að leiða til gagnrýnnar skoðun- ar forráðamanna Vals á eigin stöðu. Hvað varðar ásökun FH-inga um atvinnumennsku Péturs þá er minnt á stöðu þjálfara þeirra í FH, Inga Bjöms Albertssonar, en íhuga má hvenær hann sé að störfum sem launaður þjálfari og hvenær leik- maður. Kærendur hafa þá stutt mál sitt því, að ólöglega hafi verið staðið að félagaskiptum Péturs. Megin röksemd ÍA fyrir því að Pétur sé löglegur er að félagið fékk fyrir leik FH og ÍA skriflega leikheimild fyrir leikmanninn sem samræmist reglum KSÍ. Því var ætíð haldið fram að ef ekki hafi verið rétt stað- ið að félagaskiptunum þá væri við KSÍ að eiga en ekki ÍA. Dómstóll KSÍ tók af allan vafa um að ef skrifleg leikheimild lægi fyrir þá væri leikmaður löglegur. Að auki töldu dómstólar KSÍ og ÍBH rétt að félagaskiptunum staðið og ætti það álit að duga FH-ingum, Vals- mönnum og öðmm sem hafa hug á að leita svars í því sem nefnt hefur verið „prinsipp“-mál. Telja verður það stórt skref fram á við að telja skriflega leikheimild KSÍ nægjanlega til að sanna lög- mæti leikmanns. A aðalfundi KSÍ var þetta fyrirkomulag ákveðið og þó svo einstök félög sætti sig ekki við þetta þá verða þau hin sömu félög, ef þau vilja breytingar, að gera tillögu um slíkt á réttum vett- vangi, en ekki að þreyta einstök félög með málssóknum. Vitnað hefúr verið til svokallaðs Albertsmáls kærendum til stuðn- ings og hefur án árangurs verið bent á að málið eigi ekkert skylt við mál Péturs Péturssonar. í fyrsta lagi fer Hörður Hilmarsson með rangt mál í grein sinni þegar hann segir að KSI hafi sent Val skeyti um að Albert Guðmundsson væri löglegur. KSÍ sendi ekkert slíkt skeyti heldur voru Valsmenn sér- staklega aðvaraðir við notkun lcikmannsins. Þá var það skilyrði sett fyrir félagaskiptum Alberts að hann ætti að snúa aftur til síns fyrra félags í Kanada í september, sem var á þeim tíma sem KSÍ var óheimilt að samþykkja félagaskipti leikmanna til erlendra félaga. Loks má benda á að mál Alberts Guð- mundssonar leiddi til þess að sett var reglugerð um félagaskipti íslenskra leikmanna milli landa. Eftir þeirri reglugerð var í einu og öllu farið þegar Pétur skipti yfir í sitt „gamla" félag ÍA. í grein Harðar Hilmarssonar er ýjað að einhveijum atburðum sem eiga að vera að gerast bak við tjöld- in hjá KSÍ og tæpt á orðrómi um misnotkun valds KSÍ og spillingu. Er þá komið til botns í allri um- fjöllun um mál kærenda og IA. I fyrsta lagi verður að benda á að KSI saman stendur af fulltrúum félganna sjálfra og allur ádráttur um óheiðarleika þeirra er vítaverður þegar nota á hann í þeim tilgangi að réttlæta kærumál sem aðeins beinist að ÍA en ekki KSÍ. í öðru lagi er það svo að dómstóll í Hafnar- firði, skipaður Hafnfirðingum, taldi kröfú FH-inga ekki réttmæta. í þriðja lagi áttu m.a. sæti í dómstól KSÍ Valsmaðurinn Jón G. Zoega og Frammarinn Jón Steinar Gunn- laugsson sem staðfestu dóm dómstóls ÍBH og ekki verða þeir sakaðir um að ganga erinda ÍA og KSÍ. Ef frá er skilin grein EUerts B. Schram í Morgunblaðinu þ. 16. ágúst sl., þá er ljóst að umfjöllun um mál þetta hefur einkennst af vanþekkingu á reglum KSÍ en hafna verður því algerlega að regl- umar séu óljósar og óskýrar. Þeir sem ekki hafa kynnt sér málavexti af kostgæfni og lesið reglur KSÍ eiga að láta það ógert að fjalla opinberlega um málið. Einn er sá þáttur sem minna hefur farið fyrir en rétt er að varpa hér fram. Það er spumingin um það hver skuli bera hina fjárhagslegu áhættu af því að stofna til kæm- mála. Það færist sífellt í vöxt að félög noti dómstóla íþróttahreyfing- arinnar til þess að fá álit á lögum og reglum hreyfingarinnar og virð- ist litlu skipta þótt lög og reglur séu settar til höfuðs slíku. Sam- kvæmt almennum landslögum er óheimilt að leita álits dómstóla á lagagreinum og ætti svo einnig að gilda hjá íþróttahreyfingunni. Opið til kl. 19 mánudaga til fimmtudaga, til kl. 20 föstudaga og 10-16 laugardaga. Athugið að þessi tilboð gilda aðeins út þessa viku. Electrolux ryksuga D 720 1100 w mótor. Verð áður 11. 900 - nú 9.990. Electrolux hrærivél Assistent N-10 m/stálskál. Verð áður 16.960 - nú 14.990. Electrolux hrærivél N-15 á vegg. Verð áður 12.097 - nú 9.500. Electrolux uppþvottavél BW 200 fyrir 12-14 manns m/ stál- belg, mjög hljóðlát. Verð áður 33.500 - nú 29.000. Electrolux eldavél, 60 cm, sjálf- hreinsandi, m/4 hellum, hita- hólfi o.fl. Verð áður 23.250 - nú 19.990. Electrolux bjórtunnukæliskáp- ur f/þrýstiloftstæmingu, kæli- skápur á undan sinni samtíð. Verð áður 21.000 - nú 17.990. Electrolux slípirokkur fyrir ryk- sugur, sýgur upp rykið um leið og hann slípar. Ekkert ryk. Verð áður 1.990 - nú 990. Electrolux kæli- og hitabox í sama stykkinu, tengist við kveikjarann í bílnum. Tilvalið í ferðalagið, í jeppann, á vél- sleðann o.fl. Verð áður 3.990 - nú 1.990. Bjóðum einnig 25% kynningar- afslátt af nýjasta helluborðinu frá GAGGENAU sem er með HALOGEN hellu, 4 hellu borð. Verð áður 31.900 - kynningar- verð nú 23.925. Oster hrærivél með 30% af- slætti meðan birgðir endast. Sáralítið útlitsgallaðir kæliskáp- ar á sértilboði. Frá Electrolux. Electrolux frystiskápur TF 730 m/ 20% afslætti. Bjóðum einnig sjónvörp, videotæki, ferða- útvarps- og kassettutæki frá Blaupunkt, Xenon, Orion, Sanyo, Pana- sonic o.fl. á sérstökum hausttil- boðskjörum. Ekkert út og eftirstöðvar á allt að 6 mánuð- um. Sértilboð á VHS óáteknum E 180 videospólum. Aðeins 595. Mikið úrval af IGNIS kæliskáp- um í mörgum stærðum og gerðum, einnig á sértilboði. Mikið úrval af húsgögnum á lágu verði. Yfir 60 teg- undir á hausttilboðinu. Dæmi um verðlækkun: Bambusstóll m/pullum. Verð áður 5.625 - nú 3.900. Leðursófasett, 3ja sæta sófi og tveir stólar. Verð áður 85.900 - nú aðeins 59.900. Sólstóll. Verð áður 845 - nú 590. Garöstóll. Verð áður 976 - nú 680. Bambusstólar í rauðu, bláu og hvítu. Verð áður 1.245 - nú 650. Gamaldags bókahilla, antik, hnota. Verð áður 17.084 - nú 13.667. Eldhúsborð, brúnbæsuð, áður 7.352 - nú 5.800. 2ja sæta sófi í gráu. Verð áður 23.499 - nú 16.449. Vegghillur m/3 hillum, hvítar eða svartar. Verð áður 1.604 - nú 1.123. Kommóða með tveim skúffum og skáp. Verð áður 8.122 - nú 4.990. Massíft furuborð með 6 stólum. Verð áður 47.109 - nú 29.900. Kommóða með 5 skúffum úr massífri furu. Verð áður 12.537 - nú 9.900. Athugið: takmarkaðar birgðir, þess vegna er um að gera að koma fyrstu dagana meðan úrvalið er mest. Þú kemur og semur um kjörin. VÖi ’umar kaður > 'inn h Eiöistorgi 11 - sími 622200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.