Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 4 Pína o g purpuri Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson AusturbæjarbSó: Purpuraliturinn — The Color Purple ★ ★ ★ lh. Leikstjóri Steven Spielberg. Framleiðandi Spielberg, Quincy Jones o.fl. Tónlist Jones. Handrit Menno Meyjes, byggt á verð- launaskáldsögu Alice Walker. Aðalhlutverk Danny Glover, Whoopi Goldberg, Margaret Avery, Oprah Winfrey, Williard Pugh, Akosua Busia, Adolph Ceasar, Rae Dawn Chong. Bandarisk, Wamer Bros. 1985. U.þ.b. 120 mín. Purpuraliturinn hefst á fyrsta áratugi aldarinnar í samfélagi þel- dökkra í Georgiu. Celia er að eignast annað bam sitt með föður sínum, sjálf vart af bamsaldri. Karl- inn kemur þeim báðum fyrir í höndum ókunnugra. Skömmu síðar gefur hann nágrannabónda, ekkju- manni með §ögur böm, þessa vansælu dóttur sína sem nú fær að þola enn meiri rangsleitni og auðmýkingar en nokkru sinni fyrr. Hald hennar og traust er systir hennar Nettí, en hún er snögglega hrakin á brott. Þá á Celia ekkert eftir annað en óbilandi trú á hið góða í gráum heimi. Það er síðan gömul vinkona hins nýja húsbónda Celíu, blússöng- konan Shug, sem hrífur Celíu upp úr þjáningum sínum og þrenging- um. Vekur hana til meðvitundar um eigið manngildi og möguleikana í kringum hana. Smá saman rís hún upp á fætuma. Spielberg hefur vaxið sem leiksfjóri með Purpuralitnum. T.d. er stjórn hans á leikurum eins og nýliðanum Whoopi Goldberg hreint undraverð. Enda er maðurinn fjölhæfur, forríkur — og hataður. INNLAUSN SPARISKÍRTEINA ÞANN 10. og 15. SEPTEMBER! VIÐ BJOÐUM EIGENDUM SPARISKÍRTEINA HÆRRIVEXTIEN RÍKISSJÓÐUR BYÐUR MEÐ „SKIPTI- BREFUM” SINUM í stað „skiptibréfa" bjóðum við þér hærri vexti í staðinn fyrir spariskírteinin þín. Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins innleysa spari- skírteinin fyrir þig og aðstoða þig við val á nýjum sparnaðarleiðum, sem þér henta. Við hjá Fjárfestingarfélaginu veitum þér sérfræði- lega aðstoð og ráðleggingar við val á sparnaðar- leiðum, sem tryggja þér örugga fjárfestingu og háa vexti. Hafðu samband við skrifstofu okkar í Hafnar- stræti 7 eða hringdu til okkar í síma 28566. Sparifjáreigendur, leitið fyrst til okkar áður en þið ráðstafið sparifé ykkar - við gefum ykkur góð ráð! Q2> FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ VERÐBRÉFAMARKAÐURINN Hafnarstræti 7 101 Reykjavík 0(91) 28566 Það er ljóst að með Purpuralitn- um vildi galdramaðurinn Steven Spielberg sýna umheiminum að hann gæti annað og meira en stýrt og skapað með eindæmum vinsælar ævintýramyndir fyrir böm og full- orðna (ET., Jaws, o.s.frv.). Nú var kominn tími til að snúa sér að alvar- legri og metnaðarfyllri verkefnum. Og undrabamið réðst ekki á garð- inn þar sem hann var lægstur. Fyrir valinu varð umtöluð Pulitzer-verð- launaskáldsaga Alice Walker, ljóðræn, viðkvæm lýsing á uppreisn þeldökkra kjmsystra hennar í óvin- veittum Suðurríkjum fyrri hluta aldarinnar. Og Spielberg þarf ekki á neinum hundakúnstum að halda né heljar- brellum til að skapa eftirtektar- verða mynd og ná til milljónanna. Purpuraliturinn staðfestir að hann er jafnfær og gera listrænar myndir um líf og örlög dauðlegra manna sem geimálfa og goðumlík ofurmenni. Spielberg hefur vaðið greinilega fyrir neðan sig. Hefur slævt ástarsamband Shugs og Celí- ar svo naumast vottar fyrir því í myndinni, en í bókinni er það eitt undirstöðuatriðanna, markaði ein stærstu tímamótin í lífi Celíar. Veitti henni, auk ástar og unaðar, virðingu og sjálfstraust til að byija að leggja í ormstu við umhverfíð. Spielberg er semsagt hlynntur æv- intýrinu, líkt og fýrri daginn. Mörg önnur meginatriði eru einnig böðuð talsverðum ævintýraljóma einsog bréfasamband systranna og endur- fundir Shugs og föður hennar, sveitaklerksins. En Spielberg er enginn skussi og hann er ekki að klúðra hinni myndríku og hjartnæmu sögu Wal- kers. Hefur einfaldlega valið þann kostinn að slfpa niður suma þá kanta hennar sem farið geta fýrir brjóst manna — andstætt ævintýr- inu. Straumiínulagað hana að smekk fjöldans. Þetta er aukaat- riði. AðaJatriðið er að Purpuralit- urinn er hrífandi kvikmynd um fegurð mannsálarinnar sem ekki lætur bugast heldur berst til sigurs á átakanlegu mótlæti og bágbomu umhverfí. Og hvílíkur leikur! Whoopi Gold- berg rís hæst. Er stórkostleg þungamiðja myndarinnar sem brýst á móti straumnum. Hún túlkar þessa yndislegu manneskju af ótrú- legri, hrífandi innlifun, hverrar kjör minna lengi framan af á íslenska niðursetninginn. Oprah Winfrey gefur henni lítið eftir í hlutverki hinnar ógæfusömu Soffíu og Marg- aret Avery er sannfærandi sem hin frelsandi Shug. Danny Glover sann- ar það hér, sem í Places in the Heart að hann er mikilhæfur leik- ari og Adolph heitinn Ceasar er gustmikill að vanda. Allt þetta ágæta fólk, auk tónlist- arsnillingsins Quincy Jones, (sem reyndar hvatti Spielberg manna mest til að ráðast í gerð myndarinn- ar og er einn af framleiðendum hennar), hefiir skapað minnisstæða mynd um harla óvenjulegt efni; mannréttindabaráttu — einkum kvenna — í Suðurríkjunum á önd- verðri öldinni. Þrungin hlýjum til- fínningum og göfgandi, jákvæðum hugsunarhætti. Jafn mannbætandi og notalegar myndir sem The Col- or Purple eru orðnar harla fágætar, ég mæli með henni fyrir alla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.