Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 21 Athugasemdir frá Veru vegna fóstureyðinga í Morgunblaðinu þann 3. sept. sl. birtist grein eftir Huldu Jensdóttur, forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkur og formann Lífsvonar, undir fyrirsögninni „Fóstureyðingar gegn frelsi kvenna". í inngangi að greininni, sem beinist gegn núver- andi löggjöf um fóstureyðingar, gerir hún tímaritið Veru að umtals- efni og þá staðreynd að tídmaritið hafnaði grein frá henni sama efnis og fyrmefnd Morgunblaðsgrein. Full ástæða er til að gera lesendum Morgunblaðsins grein fyrir hvemig mál þetta horfir við ritnefnd Vem fyrst það er á annað borð orðið að blaðamáli. Grein hafnað er hafnað, ýmist vegna þess að það er ekki nógu vel úr garði gert, eða vegna þess að það á ekki erindi í blaðið að mati ritnefndar. Þó Vera birti greinar á ábyrgð höfunda sjálfra þá er ekki þar með sagt að hver sem er geti skrifað í blaðið um hvað sem er. Við höfum ekki áhuga á að leggja á okkur ómælda vinnu og tíma fyrir slíka útgáfu. Vera er öðru fremur málgagn kvenfrelsis- baráttu og hlýtur sem slík að vera trú ákveðnum grundvallarréttindum kvenna og baráttumálum kvenna- hreyfingarinnar um langan aldur. Slík réttindi eru- m.a. tryggð í núgildandi lögum um fóstureyðing- ar og umræðan snýst ekki um það að vera með eða á móti fóstureyð- ingum heldur um afstöðuna til þessara laga. Engin kona er í raun með fóstureyðingum en í samfélagi nútímans er gripið til þessa neyðar- úrræðis þegar annað hefur brugðist. Allir sem vilja vita gera sér ljóst að sú löggjöf sem við bjuggum við áður leiddi til óréttlætis og ómældra þjáninga og samræmdist engan veg- inn sjálfræði og sjálfsvirðingu konunnar. Við getum ekki tekið að okkur að útbreiða það sem að okkar mati er einhliða áróður gegn þessum grundvallarréttindum kvenna. Þá værum við ekki sjálfum okkur sam- kvæmar. Dagblöðin eru ágætis umræðuvettvangur og standa fólki opin til slíkra skrifa og það verður að duga. Hrollvekja Án þess að við ætlum okkur að svara grein Huldu, þá getum við samt ekki látið hjá líða að leiðrétta rangfærslur hennar varðandi efnis- innihald 4. tbl. Veru árið 1985. Hulda segin „Það er því alrangt og mikið ábyrgðarleysi að flytja lesend- um svo einhliða upplýsingar sem Vera gerir í fyrmefndu blaði, þar sem konur segja sögur af sínum eigin fóstureyðingum og láta sem ekkert sé. Sannleikurinn er annar. Enda er greinilega ekki um auðugan garð að gresja slíkra sagna, þ.e. Vera verður að notast við gamlar sögur úr blaði hinnar framliðnu rauðsokkahreyfíngar, Forvitin rauð. Sögumar birtust fyrir meira en ára- tug og því farið að slá í þær.“ Þær sögur sem Hulda vitnar þama til vom alls ekki birtar með það fyrir augum að leiða fram konur sem „láta sem ekkert sé“ eftir að hafa gengist undir fóstureyðingu. Það er með öllu óskiljanlegt hvemig Hulda getur túlkað sögumar á þann veg því þær em þvert á móti mjög nöturlegar enda em þær vitnis- burður kvenna sem þurftu að gangast undir ólöglega fóstureyð- ingu. Sú er líka ástæðan fyrir því að þær em meira en tíu ára gaml- ar, þ.e.a.s. þær áttu sér stað áður en núgildandi löggjöf var sett. I okkar huga em þessar sögur hroll- vekjur en ekki sögur þar sem látið er sem ekkert sé. Þessar hrollvekjur munu endurtaka sig ef samtökin „Lífsvon“ ná settu markmiði. Þær munu þá öðlast líf að nýju í stað þess að heyra sögunni til. En sjón er sögu ríkari og því vilj- um við benda fólki á að ná sér í margumrætt tölublað af Vem. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una, ritnefnd Vem. Guðrún Ólafsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Magdalena Schram, Sigríður Einarsdóttir, Guðrún Kristmundsdóttir, Kristín Blöndal, Ragnhildur Eggertsdóttir. í 4. tbl. Vem frá 1985, sem út kom í júní það ár, birtist frásögn af fundi sem samtökin Lífsvon gengust fyrir þann 18. maí sama ár. Hálfu ári og þremur tölublöðum síðar hafði formaður samtakanna, Hulda Jensdóttir, samband við einn ritnefndarmeðlim og vildi koma á framfæri svargrein við fyrmefndri frásögn. Þó langt væri um liðið ákvað ritnefnd að verða við ósk hennar, enda töldum við að Hulda vildi leiðrétta í einhveiju frásögn Vem af fundinum og að sjálfsögðu meinum við fólki slíkt ekki. Annað kom þó á daginn þegar greinin barst i hendur ritnefndar. Þama var í raun ekki um „svargrein" að ræða heldur sjálfstæða grein, sem í fyrsta lagi var of löng fyrir tímarit á stærð við Vem, og í öðm lagi var greinin atlaga gegn þeim rétti sem konum er tryggður í núgildandi löggjöf um fóstureyðingar. Rétti sem Vera, Kvennaframboð og Kvennalisti vilja standa vörð um. Af þessum sökum treystum við okkur ekki til að birta umrædda grein. Við fómm fram á það við Huldu að hún stytti greinina þannig að hún gæti staðist sem at- hugasemd eða leiðrétting. Gerði hún þá nokkrar breytingar á greininni en þó það óvemlegar að engu breytti að mati ritnefndar. Niðurstaðan varð því sú að greinin fékk ekki inni í blaðinu enda hafði ritnefnd engan áhuga á að helga baráttunni gegn rétti kvenna til fóstureyðingar um- talsvert pláss í blaði sínu. Það má vissulega gagnrýna ritnefnd fyrir að draga Huldu of lengi á endanlegu svari, og á því biðjum við hana vel- virðingar. Hitt er ljóst að sjónarmið hennar og Vem fara ekki saman í þessu gmndvallarmáli. Grundvallarréttíndi kvenna Hulda telur að grein sín hafi feng- ið undarlega meðferð eða eins og hún segir, „ekki síst, þegar haft er í huga, að blaðið segir: „Greinar í Vem em birtar á ábyrgð höfunda sinna og em ekki endilega stefna útgefenda." — Auk þess er sú kvennahreyfíng, sem þarna á hlut að máli, að útiloka .allar þær konur sem em á móti fóstureyðingum. Varla geta það talist lýðræðisleg vinnubrögð né jafnréttisleg." Þessu er til að svara að eins og öðmm tímaritum þá er Vem ritstýrt og blaðið birtir ekki allt efni sem því berst. Það kemur fyrir að efni Eftirskólann. „Eitthvað braqðgott, helstAldinF" Fer inn á lang flest heimili landsins! Nú fást fimm bragðtegundir af Aldin grautum, með sykri eða Nutra Sweet, í 1 eða Vz lítra umbúðum. Aldin í öll mál! SÓLHF ARGUS/SÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.