Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
Maðurinn sem vél —
líkaminn sem gang-virki
Samtímamaður þeirra Úrsagnar-
manna sem hér hefur verið minnst
á var Þjóðverjinn Oskar Schlemmer
(1888—1943), en sýningu á verkum
hans í IBM-salnum hér í borg lauk
um sama leyti og „Vín 1900“ hófst.
Schlemmer var einn þeirra sem
Walter Gropius fékk til kennslu við
hinn fræga Bauhaus-skóla og lagði
gjörva hönd á margt: málaralist,
skúlptúr, hönnun og leikhúslistir.
Eins og fleiri á þeim undraverðu
gróskuárum í list þýskumælandi
þjóða frá 1900 fram að valdatöku
nazista, var hann hugfanginn af
tækni og vélvæðingu og flest þeirra
verka sem þama voru sýnd bera
það með sér. „Lífið er orðið svo
vélvætt," kvað hann hafa sagt, „að
við getum ekki komist hjá að líta
á manninn sem vél og líkamann sem
gangvirki.“ Þannig málar
Schlemmer til dæmis ekki lifandi
fólk, heldur mismunandi uppstill-
ingar á fígúrum sem líta út eins
og trékallar eða gluggagínur og
nær oft umtalsverðum árangri. En
miklu forvitnilegri eru þó leikhús-
teikningar hans: grímur, búningar
og leikmyndir — og alveg sérstak-
lega gerfí þau sem dansendur
klæddust í Þrenningarballettin-
um hans (Triadische Ballett) frá
1922 við tónlist Pauls Hindemith.
Gerfi þessi, mörg sett saman úr
keilu-, hólk-, hnatt- og bjöllulaga
formum, voru svo þung og bosma-
mikil að dansaramir gátu ekki
framið annað en einföldustu hreyf-
ingar — gönguskref, handapat og
annað látbragð. Þetta var reyndar
það sem Schlemmer hafði í huga,
sem sagt meira eða minna vélrænar
hreyfingar. Á sýningunni mátti sjá
ballettinn á sjónvarpsskermi.
Schlemmer er allrar athygli verð-
ur sem skapandi listamaður, en
hefur sennilega haft meiri áhrif sem
kennari við Bauhaus. Sum málverk
hans minna ósjálfrátt á franska
málarann Georges Seurat, þótt
varla sé þar um bein áhrif og því
síður stælingu að ræða.
Hreyfing og kraftur
Bréf þetta er nú orðið alllangt,
og munu flestir ætla að mál sé til
komið að venda kvæði í kross. En
áður en ég ákalla Sánkti Máríu til
halds og trausts, langar mig að
minnast lítillega á íslenska lista-
menn sem hér hafa sýnt. Þannig
getur bréfið bitið í sporð sér eins
og títt er í fomu flúri.
Vignir Jóhannsson heitir málari
sem verið hefur hér vestra um nokk-
urra ára skeið, fyrst trúi ég norður
í Nýja-Englandi en síðar hér í New
York. Hann er auðvitað engan veg-
inn óþekktur heima en ég kynntist
honum fyrst fyrir fjórum eða fímm
ámm, þegar hann átti nokkrar
myndir á samsýningu norrænna
listamanna sem haldin var hér á
vegum Amerísk-skandinavísku
stofnunarinnar. Þar bar hann á
áberandi hátt af öðmm sýnendum
fyrir sakir þróttmikils myndmáls
og djarflegrar beitingar lita. Það
var ólga og kraftur í þessum mynd-
um sem stundum jaðraði við of-
beldisdýrkun. (Maðurinn er sjálfur
eins og samþjappaður böggull af
hans á eigin leikriti, Mörder
Hoffnung der Frauen (Morðingi,
von kvenna — hvemig sem það ber
nú að skilja) vísa fram á við til
Picassos og Georgs Grosz. Og
-—kannski sýna myndir hans og Schi-
eles betur en flest annað þá rotnun
sem var að grafa um sig í aust-
urríska keisaradæminu (sbr. Vín:
Gleðihús) og endaði með ósköpum
í tvífasa heimsstytjöld (I og II).
Nazistar sökuðu Kokoschka auðvit-
að um úrkynjun og útskúfuðu
honum. Hann gerðist þá breskur
borgari.
Af öðmm listamönnum sem verk
eiga á sýningunni tók ég helst eftir
Alfred Kubin. Eftir hann em þar
nokkrar teikningar — kynlegar
myndir af veröld einhvers staðar á
mörkum drauma, ímyndunar og
óhrjálegs vemleika, sem verða und-
arlega minnisstæðar þeim sem
augum líta.
Egon Schiele. Tvær stúlkur í fléttu (tvær fyrirsætur). Blýantsteikning með gúassi.
Hallberg Hallmundsson:
New York-bréf
Frá Úrsagnarmönnum
Vín aldamótanna hefur annars
verið furðu ofarlega í hugum manna
hér vestra undanfarið, hvaða
ástæður sem til þess em. Rétt áður
en sýningum lauk á Vín: Gleðihúsi
hófst mikil sýning á myndlist, arkí-
tektúr og hönnun í Museum of
Modem Art (Nútímalistasafninu)
undir heitinu „Vienna 1900“, eða
„Vín 1900“. Þama er samankominn
sægur málverka, myndskreytinga,
auglýsingaspjalda, skartgripa,
vefnaðarmynstra, húsmuna og
húsateikninga frá aldamótunum og
allt fram að heimsstyijöldinni fyrri.
Mest af þessu er eftir þá sem árið
1897 drógu sig út úr aðalsamtökum
þátímalistamanna, sem kölluð vora
Kunstlerhaus (Listamannahús), og
stofnuðu samtökin Secession (Úr-
sögn) undir kjörorðinu: „Öldinni list
sína; listinni frelsi sitt.“
Á þessum tíma vora augsýnilega
samankomnir í Vín margir mikil-
hæfír listamenn á ýmsum sviðum.
Af verkum hönnuða sem á sýning-
unni era þykir mér einna mest til
koma vefnaðarmynstra Kolomans
Moser, sem og margra myndskreyt-
inga hans. Ég er óhrifnari af
húsbúnaði þeim sem eftir hann ligg-
ur. Annar áberandi hönnuður er
Joseph Hoffmann, sem þama á
stílhrein húsgögn, skartgripi og
fleira. En ekki kynni ég við hnifa-
pörin hans á mínu borði. Stíll þeirra
er of klunnalegur fyrir minn smekk.
Saman stofnuðu þessir tveir hönn-
uðir verkstæði í Vín, sem þeir
nefndu Wiener Verkstátte og mikil
áhrif mun hafa haft á húsgagna-
arkitektúr þessara ára.
Hoffmann var reyndar einn
fremsti húsameistari síns tíma. At-
hyglisverðasta bygging hans, sem
þama er sýnt módel af, auk fjölda
teikninga og ljósmynda, er Stoclet-
höllin í Brussel, sem var að öllu
leyti sköpunarverk hans og félaga
hans á Vínar-verkstæðinu, húsgerð,
innanstokksmunir og skreyting,
jafnvel garðurinn umhverfís. Aðrir
arkitektar sem hlut eiga að sýning-
unni eru þeir Otto Wagner, Adolf
Loos og Joseph Maria Olbrich.
Mest áberandi hluti Vínar 1900
er þó helgaður málaralist og þar
gnæfa þrír listamenn hæst: Gustav
Klim, Egon Schiele og Oskar Kok-
oschka. Hinum síðastnefnda var ég
allvel kunnugur áður en hinir voru
mér að mestu ókunnir, þótt ég hefði
að vísu oft heyrt þeirra getið. Einna
mest verður sennilega tekið eftir
Klimt, enda er kannski best við
hann gert. Undir hann hefur verið
lagt heilt herbergi til sýningar á
hinum „gullna stfl“ hans, sem svo
er nefndur. Sú nafngift er tilkomin
af því að hann notaði mikið af gull-
Iituðum flötum í þessum málverkum
sínum, sem annars eru athyglisverð
fyrir sameiningu á fíngerðum nat-
úralisma og abstrakt-mynstrum.
Þannig málar hann til dæmis and-
litsmyndir sem minna á brothætt-
asta postulín en klæðir svo
persónurnar í efnismikla kjóla eða
skikkjur sem líkastar eru klæða-
eða vefnaðarhönnun bara hreinum
skreytimynstram. Þar verða gull-
fletirnir mjög áberandi.
Þótt mér fínnist Klimt heldur of
dekoratífur, er hann óneitanlega
hugtækur málari. Hann hefur
glöggt auga fyrir dramatískum
andstæðum, svo sem myndir hans
af ýmsum femmes fatales sýna:
annars vegar lostfagur fínleiki
kvenlegs yndisþokka, hins vegar
afhöggvinn haus Hólófemesar eða
Jóhannesar skírara. Og í flestum
þeim myndum öðram sem til sýnis
eru má sjá annars vegar mjúka,
milda liti andlitsmyndanna og hins
vegar gljáandi málmliti mynstur-
gerðanna, sem gefa þeim harðan,
hvassan blæ. Sýningin væri þess
verð að sjá þótt ekki kæmi annað
til en að kynnast Klimt lítillega.
Mér þykir þó meira til verka
Egons Schiele koma. Schiele á
margar myndir á sýningunni, bæði
teikningar og málverk, sem allar
eru athyglisverðar sökum þeirrar
spennu sem í þeim ríkir — sam-
bland kynorku og einmanaleiks.
Margar mynda hans eru af honum
sjálfum í ýmsum gerfum og aðstæð-
um: Það út af fyrir sig er þess vert
að eftir sé tekið. Mér virðist sem
hann muni hafa verið maður mjög
órór og leitandi. Það er sálræn
hleðsla í myndunum, sem hann nær
einhvem veginn fram — ég veit
ekki hvemig — með sérlega beina-
berum, hnútumiklum útlimum,
hálfkræklóttum höndum og ein-
kennilegum vindum og uppvafning-
um á líkamanum. Að öllu
samanlögðu er Schiele, sem varð
ekki nema 28 ára gamall (dó 1918)
furðulega ásækinn og eftirminni-
legur listamaður.
Oskar Kokoschka á þama mynd-
ir frá fyrstu málara- og námsárum
sínum, sem þegar sýna þá frum-
stæðu, stundum hrottafengnu orku
sem einkennir margar myndir hans.
Teikningar eins og myndskreyting
Oskar Schlemmer. Fjórar manneskjur og teningur. 1928. Olíulitir.
orku og þrótti og vafalaust góður
fótboltamaður þar sem hann er ofan
af Skaga.) Áhugi minn var undir
eins vakinn.
Vignir hafði opið hús í vinnustofu
sinni og bústað í Brooklyn einn
sunnudag í vor, og ég lét vitaskuld
ekki á mér standa, þótt ég sé ekki
svo efnaður að ég geti fjárfest í
listaverkum. Og ég varð ekki fyrir
vonbrigðum. Það er enn sami kraft-
urinn í málverkum hans, sama
kvikan í myndbyggingunni, sama
dramatíkin í litabeitingu. Sem fyrr
velur listamaðurinn sér oft svifti-
lega atburði að viðfangsefni.
Þannig voru þarna tvær gríðarstór-
ar myndir (sennilega 5—6 fermetr-
ar) af atvikum úr Njálssögu —
önnur af hinum írska hundi Gunn-
ars á Hlíðarenda, Sámi, þar sem
hann bítur undan Þorkatli í 76.
kafla, en hin af Skarphéðni á ísi
Markarfljóts í 92. kafla. Stór syrpa
minni mynda (ca. 40x60 sm), sem
Vignir kallaði „dagbókina" sína,
prýddi einn vegginn — skemmtileg-
ar fantasíur í líflegum litum. (Ein
þeirra minnti mig óðar á smásögu
Svövu Jakobsdóttur, „Þegar skrúf-
að var frá krananum í ógáti“.) Þijár
þessara mynda keypti hérlendur
maður þá dagsstund sem ég stóð
við. Hann á vafalaust eftir að hagn-
ast á þeim kaupum.
Þetta var ánægjuleg sýning. Þeg-
ar ég var að reika fram og aftur á
milli myndanna, komu mér ósjálf-
rátt í hug hendingar Einars
Benediktssonar úr „Fákum“: „ ...
augans leit gegnum litanna sjóð/ —
allt er lífsins þrá eftir hreyfíng og
krafti." Þær eiga vel við málverk
Vignis.
Raddir úr pípulögn
Kristján Guðmundsson heitir
annar íslenskur listamaður sem hér
hafði sýningu í vor. Vafalaust er
hann einnig vel kunnur heima með-
al þeirra sem fylgjast með framúr-
stefnulist, en mér var hann að
mestu óþekktur þar til á þessari
sýningu. Þó var hann meðal þess
hóps sem hér sýndi í galleríinu
Franklin Fumance fyrir tveim árum
eða svo og ég gat þá um í öðru
bréfí. En ekki man ég eftir verkum
hans þar enda var þar samankom-
inn slíkur fjöldi — um fímmtíu
manns ef ég man rétt — að æra
mætti óstöðugan að reyna að
minnast alls sem þar var. Ég man
betur eftir einu verki sem hann
átti á samsýningu með öðra nor-
rænu fólki hjá Amerísk-skandinav-
ísku stofnuninni í fyrrahaust. Það
var G-lykill á vegg með hinum til-
heyrandi fímm nótnalínum (gerðum
úr pakkagjörðum) og mátti kallast
hljóðlátt verk þar sem allar nótur
vantaði.
En í vor átti Kristján hér sem
sagt einkasýningu á vegum sömu
stofnunar. Sýning þessi var kölluð
„Milli ljóða og mælingar" (Between
Poetry and Measurement) og var
sú síðasta í röð sams konar atburða
sem stofnunin stóð fyrir í tilefni af
75 ára afmæli sínu. Heitið var vel
til fundið, að minnsta kosti „mæl-
ingar“hluti þess eins og síðar mun
vikið að, en ekki varð ég sérlega
var við Ijóðin; þau munu þegar hafa
verið lesin og hljóðnuð þegar mig
bar að garði. Bókmenntir komu
mér þó strax í hug, því að þegar
inn var komið í fyrri salinn barði
ég fyrst alls augum nokkur vatns-
rör skrúfuð saman af miklu list-
fengi. „A-ha,“ hugsaði ég á
ameríska vísu: „Átta raddir úr pípu-
lögn“, og ég hélt kannski ég hefði
mislesið nafn listamannsins; þetta
væri auðvitað Vésteinn Lúðvíksson.
Mér skjátlaðist sem löngum fyrr.
Kristján var það og pípulagnimar
voru ekki nema þijár. Hin fyrsta
lá á gólfinu: stórt og mikið E úr
þriggja tommu rörum (eftir augn-
mælingu minni). Þetta verk bar
titilinn „Eyjólfr hét maðr", sem ku
höfða til upphafs einnar íslendinga-
sagnanna, en ekki man ég nú lengur
hverrar, læt mér sögufróðari les-
endur um að grafast eftir því. En
mér þótti vænt um þessar upplýs-
ingar, því að ég hafði strax látið
mér detta í hug „Ekkert" — haus-
inn tómur að vanda.
Næst féllu augun á öllu mjó-
slegnari pípulögn (varla nema