Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 I ÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Kröfluvirkjun: Mismunur sölu- verðs og skulda tveir milljarðar — Skuldir 3.200 m.kr. — söluverð 1.170 m.kr. Krafla, eitt umdeildasta mannvirki í orkusögu íslend- inga, er Þingeyingur, enda býr hún yfir ómældum krafti, sem framtíðin ein fær úr skorið hvaða þýðingu hefur fyrir virkjunina og þjóðina. Við hana vóru miklar vonir bundnar um ljós og yl í kuldum og myrkri framtíðar. En það var ekki síður talað um Kröflu sem dæmi um óarðbæra fjárfest- ingu og sumir fullyrtu, að óarðbærar fjárfestingar, sem skila kostnaði sínum seint og illa, væru gildur þáttur í lakari lifskjörum hér á landi en vonir stóðu til, ef arðsemissjónarmið hefðu ráðið framkvæmdaferð. Á síðasta þingi lagði ríkisstjórn íslands fram frumvarp, sem nú er orðið að lögum, sem heimil- aði henni að selja þetta „vand- ræðabarn", Kröfluvirkjun. Kaupandinn var Landsvirkjun, sem er sameign ríkisins og nokkurra sveitarfélaga. Sala Kröfluvirkjunar Rétt fyrir jóiafrí Alþingis á síðastliðnu ári, eða nánar til tekið 18. desember 1985, samþykkti Alþingi lög um heimild til „að selja Kröfluvirkjun í Suður-Þing- eyjarsýslu, sem til var stofnað með lögum nr. 21. frá 10. apríl 1974, til Landsvirkjunar, sam- kvæmt samningi milli ríkisstjóm- ar Islands og Landsvirkjunar um kaup á Kröfluvirkjun, dags. 26. júlí 1985. - Með mannvirkjum Kröfluvirkjunar skal fylgja réttur til virkjunar og hagnýtingar á þeirri jarðhitaorku, sem finnast kann á Kröflusvæðinu, að afli sem svarar allt að 70 MW eins og um ræðir í nefndum samningi.“ Jafnframt var ríkisstjóminni heimilað að selja Landsvirkjun „eignir Jarðvarmaveitna ríkisins við Bjamarflag og Námaskarð í Suður-Þingeyjarsýslu ásamt rétti til virkjunar og hagnýtingar jarð- hitaorku á því svæði, innan marka sem um semst, í samræmi við ákvæði í framangreindum samn- ingi.“ Landsvirkjun bar að taka við gufuveitunni í Bjamarflagi til eignar og rekstrar „ásamt skuld- bindingum um gufuöflun til kísil- gúrverksmiðjunnar við Mý- vatn . . . svo og skuldbindingum um gufuafhendingu vegna Hita- veitu Skútustaðahrepps og Létt- steypunnar hf., samkvæmt samningum ríkissins við eigendur jarðanna Reykjahlíðar og Voga . . .“. Lögin tóku gildi um síðastliðin áramót. Aðdragandi sölunnar Með lögum nr. 42/1983 var lögum um Landsvirkjun breytt. Breytingin fól m.a. í sér stað- festingu á nýjum sameignarsamn- ingi um Landsvirkjun (ríkið, Reykjavíkurborg, Akureyrar- kaupstaður). Hin breyttu lög fólu jafnframt í sér staðfestingu á samningi milli ríkisstjómar og Landsvirkjunar, varðandi yflrtöku Landsvirlqunar á undirbúningi virkjunarframkvæmda við Blöndu, Villinganes og Fljótsdal. í lögum þessum var orkusvæði Landsvirkjunar skilgreint sem Iandið allt, eftir því sem raforku- ver hennar og stofnlínur spanna. Samkvæmt lögunum bar Lands- virkjun að hafa forgöngu um virkjanir á orkusvæði sínu, „svo að tryggt verði að afl- og orku- þörf viðskiptavina fyrirtækisins sé ávallt fullnægt". Lög þessi festu Landsvirkjun í sessi sem meginvirkjunarfyrir- tæki landsmanna. Landsvirkjun Krafla í vetrarbúningi Kröfluvirkjun var seld Landsvirkjun fyrir rúmlega þriðjung áhvílandi skulda. Ríkið deilir síðan áhættu með nýjum eigendum vegna hugsanlegra jarðhræringa, eldsumbrota eða annarra náttúru- hamfara. En engpnn veit hvaða spor þessi tilraunavirkjun markar í orkusögu okkar, þegar til lengri tíma er litið. Þar um spá að vísu margir en veruleikinn hefur síðasta orðið. Hér leikur hitinn og kuldinn, gufan og ísinn, um Kröflu (sjá mynd), rétt eins og í þrefi landsmanna, skrafi og skrifi. hefur, í skjóli þessara laga, þann höfuðtilgang „að reisa og reka öll meiriháttar raforkuver í landinu", eins og segir í athuga- semdum með frumvarpi að heimild til sölu Kröfluvirkjunar. Þessi framvinda mála var megin- röksemd ríkisvaldsins fyrir því að leita eftir heimild til sölu á Kröflu- virkjun til Landsvirkjunar. En í bland hlýtur ástæðan að hafa ver- ið sá vandi, sem ríkinu var á höndum, með dýra en tekjulitla eign (virkjun) á Mývatnsöræfum. Kaupverð og áhættuskipting í greinargerð með frumvarpinu segir svo um kaupverðið: „Kaupverðið, sem greiðist með skuldabréfi til 25 ára, er samtals 1.170 milljónir króna miðað við verðlag í apríl 1985. Skuldin sam- kvæmt skuldabréfínu er verð- tiyggð miðað við lánskjaravísitölu í apríl 1985 og ber 3% ársvexti". Framangreind upphæð er fullnað- argreiðsla. Landsvirkjun tekur ekki á sig ábyrgð af fjárhagsleg- um skuldbindingum vegna Kröflu- virkjunar. Um áhættuþátt vegna jarð- hræringa og/eða eldsumbrota á Kröflusvæðinu segir svo í samn- ingi ríkisstjómarinnar og Lands- virkjunar: „Verði jarðhræringar, eldsum- brot eða aðrar náttúruhamfarir á Kröflusvæðinu er valda verulegu tjóni á Kröfluvirkjun eða ein- stökum hlutum hennar, skuld- bindur ríkið sig til að greiða Landsvirkjun allan kostnað sem leiðir af tjóninu og þeirri röskun á rekstri virkjunarinnar, sem því er samfara. Með tjóni þessu er einnig átt við skemmdir á einstök- um borholum .... Þessi greiðsluskylda ríkisins takmark- ast við ógreiddar eftirstöðvar kaupverðs, skv. 5. gr., eins ogþær eru með verðbótum og vöxtum í gjalddaga á því ári, er tjónið verð- ur, og fer greiðslan fram með greiðslujöfnuði við skuldabréfið. Tjón telst vemlegt í þessu sam- bandi, ef kostnaður þess vegna nemur meira en 40 milljónum króna, umreiknuðum samkvæmt verðtryggingarreglu 5. gr. frá í apríl 1985 til þess árs að tjónið verður, og verða tjón undir þess- ari fjárhæð í eigin áhættu Landsvirkjunar, sem takmarkast við 200 m.kr. á greiðslutíma skuldabréfsins, umreiknaðar á framangreindan hátt til uppgjörs- dags. Verði áhrif náttúruhamfara svo stórfelld, vegna einstaks tjóns eða endurtekinna minni tjóna, að Landsvirkjun telji ekki á það hætt- andi að halda áfram rekstri aflstöðvarinnar við Kröflu, skal Landsvirkjun eiga rétt til þess að ógreiddar eftirstöðvar kaupverðs, skv. 5. gr, falli niður, án þess að kostað sé til frekari úrbóta, og verður þá virlqunin eins og hún er þá á sig komin aftur eign ríkis- ins svo og aðrar eignir og réttindi samkvæmt samningi þessum." Heildarskuldir Kröfluvirkjunar Heildarskuldir Kröfluvirkjunar námu 3.207 milljónum króna þann 1. apríl 1985, en fram að þeim tíma vóru þær færðar á sér- stakan lið í ríkisreikningi. Sam- hliða sölunni hefu ríkissjóður þá yfirtekið skuldir umfram kaup- verð, samtals 2.037 milljónir króna miðað við verðlag 1. apríl 1985. í tilvitnaðri greinargerð segir „Það var grundvallarforsenda fyrir samningsgerðinni, að yfir- taka Landsvirkjunar á Kröflu- virkjun yrði ekki til þess að valda hækkun á orkuverði frá Lands- virkjun. Er það sameiginlegt álit samningsaðila, að með ofan- greindum samningskjörum hafí þetta verið tryggt." Byggingarsaga Kröfluvirkjun- ar verður ekki rakin hér, enda þjóðkunn. Hinsvegar þótti rétt að rifja upp örfá meginatriði varð- andi yfirtöku Landsvirkjunar á þessari sögufrægu virkjun sem og tölulegar staðreyndir varðandi skuldakvaðir vegna Kröflu. Dómsorð verða engin upp kveð- in, enda sjálfboðaliðar til þess verkefnis nægir fyrir. Fölnaðar fjólur Ógleymanlegt sumar er önnur mynd hjónanna Sissy Spacek og leik- Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó. Ógleymanlegt sumar — Violets are blue ☆ ☆ Leikstjóri John Fisk. Aðalhlut- verk Sissy Spacek, Kevin Kline, Bonnie Bedelia. Bandarísk. Col- umbia 1986. Ógleymanlegt sumar hefst í smábæ á Atlantshafeströnd Banda- ríkjanna. Kevin Kline og Sissy Spacek eru að hefja fullorðinsárin. Pau eru ástfangin en greinir á um framtíðaráætlanir. Hún vill sjá heiminn en hann sitja heima. Það slitnar uppúr sambandinu því Spacek hleypir heimdraganum og verður frægur blaðaljósmyndari og snýr loks heim í frí eftir 13 ára ijarveru. Þá er Kline giftur með bam og heimili. Það heldur þó ekki gömlum elskendum frá því að rifja upp notalegar samverustundir. Ógleymanlegt sumar er ósköp hæversk mynd, spuming um grund- völl fyrir endumýjuðu sambandi eftir langan aðskilnað. Hér er svar- ið neikvætt. Kline telur það of mikla fóm að yfírgefa Qölskyldu, atvinnu og umhverfi er honum stendur til boða að láta draumana rætast og vinna erlendis á heimsblaðinu með Spacek. Ég dreg í efa að allir sætti við þessa niðurstöðu. Ógleymanlegt sumar er fyrst og fremst um undra- krafta ástarinnar en er hún ekki orðin ansi deyfðarleg þegar menn hrinda henni frá sér? Handritið er of veikbyggt til að hægt sé að taka það alvarlega, sama máli gegnir um peráonumar. Aðal hennar er hinsvegar leikurinn. Kevin Kline og Sissy Spacek fara vel með hlutverk elskendanna og Bonnie Bedelia (Heart Like a Wheel), sú alltof fáséða leikkona, skilar einkar lag- lega hinni kokkáluðu eiginkonu, þorpsstúlkunni sem álítur sig sigr- aða af heimskonunni. Ógleymanlegt sumar er heldur óvenjuleg miðað við þær mjmdir sem í dag njóta hvað mestra vin- sælda og veitir örugglega mörgum, stjórans Jack Fisk (Raggedy Man). ekki síst eldra fólki, kærkomna til- breytingu frá síbylju unglinga- og ofbeldismynda. Hún kemur á óvart sakir hreinskilni við velþekktan efniviðinn en það vantat tilfinnan- lega meiri dýpt í umfjöllunina og skarpari persónur til að hún snerti mann einsog til er ætlað. Umhverf- isvemdarþátturinn er dauft inn- !egg, að því er virðist eingöngu til þess ætlað að knýja fram drama- tískt uppgjör. Blikur á lofti í hjónabandi er gustmeira efni en hér birtist. Jack Fisk er vonandi betri eiginmaður Spacek en leikstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.