Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 2$ Helgi Hálfdanarson: Prósentustig í útvarpsþætti Guðmundar Sæmundssonar um íslenzkt mál var nýlega flallað um orðið pró- scntustig, sem fyrir skömmu fór á kreik. Guðmundur fann að þessu orði, og þar var ég honum sammála. Síðan urðu mætir menn til að leggja orðinu lið með rökum sem áður hafa fram komið. Það hefur verið málvenja, að hvorugkynsorðið prósent merki sama og hundraðshluti; en kvenkynsorðið prósenta merki tiltekinn fjölda hundraðshluta. T.d.: þijátíu og þijú prósent eru býsna há prósenta, þegar um verðhækkun er að raeða. Þegar talað er um prósent eða prósentu, þarf að sjálf- sögðu að vera ljóst, af hvaða heild prósentið er reiknað. Stundum helgast það af venju. Ég hygg að engum hafí bland- azt hugur um það, að tveggja prósenta vaxtahækkun merki hækkun vaxta um tvö prósent af höfuðstól, fyrr en einhveijir góðir menn bömuðu söguna með því, að það gæti allt að einu átt við tvö prósent af fyrri vöxtum. Og til þess að koma í veg fyrir slíkan misskilning var hleypt af stokkunum orðinu prósentustig, sem mér skilst að vísu, að báglega hafí gengið að skilgreina á þokkalegan hátt, en ætti víst að merkja eitt pró- sent þeirrar heildar, sem sú prósenta, er um ræðir hefur verið reiknuð af. Ekki tókst þó betur til en svo, að í stað þess að þau mál skýrðust, sem raunar vom nógu skýr fyrir, hefur af sprottið ruglingur. Þess má geta, að sams konar fyrirbæri og orðið prósentustig hefur skotið upp kollinum víðar en á íslandi, en það er engu skárra fyrir það. í orðliðnum stig felst engin vísbending um það, af hveiju prósentan er reiknuð; enda hef- ur orðið verið notað af algeru handahófí og skilningsleysi í íjölmiðlum, svo sem vænta mátti. Hér hefur stig raunar enga merkingu nema hún sé sú sama og felst í orðinu prósent, svo prósentustig er ekki annað en klaufalegt staglyrði. Ef á annað borð væri þörf á slíku nýyrði í vaxtareikningi, væri kannski nær að klína því á þau prósent, sem nú er allt í einu farið að reikna af vöxtun- um en ekki af höfuðstólnum. Trúlega yrði vandfundið orð, sem ekki væri hægt að mis- skilja, ef látið væri ósagt, af hvaða upphæð er reiknað. Þó mætti e.t.v. taka nokkru skýrar til orða um hvortveggju þessi prósent. Ef t.d. vextir hækka úr tíu prósentum í tólf prósent, mætti kannski segja, að þeir hækkuðu um tvö stofnprósent, en hins vegar um tuttugu eig- inprósent. Ef þau orð (eða önnur markvísari) væru notuð, léki síður á því vafí, um hvað væri rætt, og yrði þá jafnvel girt fyrir þann rugling, sem blessað „prósentustigið“ hefur valdið með þarflausri tilkomu sinni. Bandaríkin: Ekkert niðurgreitt korn enn verið selt Rússum Washington, AP. MÁNUÐUR er nú liðinn síðan Reagan Bandaríkjaforseti tók þá umdeildu ákvörðun að bjóða Sov- étríkjunum að kaupa bandarískt korn á niðurgreiddu verði. Sovét- stjórnin hefur samt virt þetta boð að vettugi til þessa og nú fer að líða á þann tima, sem því var ætlaður. Richard Lugar, öldungadeildar- þingmaður úr flokki republikana og formaður utanríkismálanefndar deildarinnar, sagði í fyrradag, að þetta kæmi Bandaríkjunum í mjög vandræðalega aðstöðu. Lugar, sem var andvígur fyrirhugaðri komsölu, skýrði svo frá, að Reaganstjómin hefði lækkað komverðið enn meira á fíistudaginn var, sem gerði málið enn „auðvirðilegra" en áður. Ef Sovétmenn hafa ekki ákveðið kaup á kominu fyrir 1. október, verður ekkert af þeim að svo komnu, því að þá rennur út fjár- hagsár ríkissjóðs Bandaríkjanna fyrir árið 1986. Vilji Sóvétmenn halda komkaupunum til streitu eft- ir þann tíma, verða niðurgreiðslum- ar að koma á fjárlögum ársins 1987 og því engin heimild til þeirra að svo stöddu. Fer rnn á lang flest heimili landsins! Fleira þarf í dansinn en fagra skóna Hefur þú lengi ætlaö að læra að dansa en ekki látið verða af því? Pá er þér óhætt að láta drauminn rætast því nÝI DAnSSKÓLinn er rétti staðurinn fyrir þig. Hvers vegna? í fyrsta lagi er nÝI DAnSSKÓLinn nútímaskóli sem stenst alþjóðlegar kröfur. í öðru lagi kappkostum við að sinna hverjum og einum nemanda persónulega með sí- vökulli leiðsögn, enda er fjöldi nem- enda í tíma takmarkaður við 26! Kennarar skólans sækja reglulega námskeið erlendis og skóiinn hefur hlotið viðurkenningu n.D.U. (samnor- ræna danskennarasambandsins). Vld kennum barnadansa með leik- rænni tjáningu, gömlu dansana, sam- kvæmisdansa, jassdans, rokk og bugg (tjútt í nýjum búningi). Kennsla hefst 15. september í Ár- múla 17, Reykjavík og á Linnetstíg 3, Hafnarfirði. Innritun daglega kl. 10—12 og 14 —18 í síma 38830 og 52996. Munið systkina- og fjölskylduaf- sláttinn. Takmarkaður nemendafjöldi tryggir betri árangur. m 1)MSSlCDUNN Ármúla 17, ReykjavíK og Linnetstíg 3, Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.