Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 Tannhjól og keðjur Belgtengi Skólaakstur og póstflutningar Á vegum samgönguráðuneytis- ins hafa undanfarið verið starfandi nefndir, sem unnið hafa að úttekt á samgöngumálum í landsfjórðung- unum. í nefndarálitum þessum er látin í ljós sú skoðun, að rétt sé að samræma póstflutninga og flutn- inga á skólabörnum, eða eins og segir í úttekt á samgöngukerfi Norðurlands: „Nefndin telur að auð- velt sé að sameina póstakstur skólaakstri, þar sem nákvæm tíma- setning á útburði pósts er ekki fyrir hendi. Til þess þarf þó að afnema úrelt ákvæði um póstflutninga." Þarna mun vera átt við ákvæði um póstleynd í II. kafla póstlaga, þar sem segir, að þeim sem beri út póst sé óheimilt að gefa nokkrum óviðkomandi manni neina vísbend- ingu um það hverjir notfæri sér þjónustu póstsins. Landpóstarnir, sem bera út póst á bæi í strjálbýli, mega ekki taka með sér farþega, þar eð farþegamir gætu séð hvaða póst bæirnir fengju og frá hveijum. Aðilar hjá pósti og síma, sem rætt var við, voru ekki sammála því að þetta væri úrelt ákvæði og auk þess bentu þeir á, að fyrir hendi væru nákvæmar tímaáætlanir í. stijálbýli. Unnt mun vera, að þeirra sögn, að samræma þessa flutninga á stuttum og einföldum leiðum, en hins vegar ættu landpóstar stund- um um það langa leið að fara (lengstu leiðir landpósta eru um 300 km) að skólabömum væri lítill greiði gerður að fá far með þeim. Nefndin, sem vann að úttektinni, bendir á, að með því að samræma skólaakstur póstflutningum fengju, bæimir póst daglega, og sé því mikið í húfi að vel takist til með endurskipulagningu samgangna- kerfis. „Aðalvandamálið sem leysa þarf er endurskipulagning og ein- földun á skólaaksturskerfum. Að því fengnu ætti að vera einfaldara að laga aðra flutninga að þeim.“ Skipulag skólamála í strjálbýli Það er ekki einvörðungu, að það er bent á endurskipulagningu akst- urskerfisins til þess að minnka kostnaðinn. Einnig benda menn á, að endurskipulagning skólamála í stijálbýli gæti orðið til þess að minnka þessi útgjöld. Ljóst er, að niðurlagning stóm skólanna kemur vart til greina, þó að þarna hafi verið um offjárfestingu að ræða á sínum tíma. Sturla Kristjánsson fræðslustjóri Norðurlands eystra er þeirrar skoðunar, að e.t.v. væri heppileg leið að komið væri á lagg- irnar litlum skólum í hreppunum fyrir yngstu börnin, þar sem væri daglegur heimanakstur, en í stóru skólunum yrðu starfræktir heima- vistarskólar á gagnfræðastigi. Með þessu móti mætti spara í skóla- akstri og nýta jafnframt heimavist- imar. Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri Norðurlands vestra: „í íslenskum skólum hefur lítil reynsla fengist á uppeldislegt gildi heimavista, enda hafa þær fram að þessu verið það undirmannaðar, þ.e. þær hafa lítið annað verið en geymsla." Guðmundur efast þó um spamaðinn í hugmynd Sturlu. Sveitarfélögin borgi Þeir Sturla og Guðmundur em sammála um að hugmyndir AF INNLENDUM VETTVANGI eftir SVEIN ANDRA SVEINSSON Skólaaksturinn: Eiga sveitarfélögin að súpa seyðið af offjárf estingu í skólabyggingum? menntamálaráðherra, að færa kostnað af skólaakstrinum til sveit- arfélaganna, séu fráleitar. Sturla: „Það er fáránlegt að láta sveitarfé- lögin súpa seyðið af því að rokið var út í vanhugsaðar offjárfestingar 1 byggingu heimavistarskóla á veg- um ráðuneytisins. Ríkið hefur neytt þetta kerfí upp á sveitarfélögin og því út í hött að þau standi ein að kostnaðinum samfara því.“ Það eru aðallega tvenns konar rök, sem menntamálaráðherra hef- ur komið fram með til styrktar hugmyndum sínum um að ríkið dragi sig út úr kostnaði við heiman- akstur; í fyrsta lagi sé rétt að sveitarfélögin beri í auknum mæli fjárhagslega ábyrgð á því sem gert er í héraði og í öðru lagi að skóla- aksturskerfið sé úr sér gengið og þrífist þar alls kyns spilling. Nefndi menntamálaráðherra einnig í við- tali við Morgunblaðið, að fáránlegt væri að greiða niður skólaakstur til vel stæðra þéttbýlisstaða. Sveitarstjórnarmenn hafa bent á það í samtölum við Morgunblaðið, að sveitarfélögin þyiftu að fá veru- lega aukna tekjustofna til þess að geta staðið undir þessum kostnaði og rétt væri að byija á því að auka tekjustofnana áður en gripið væri til niðurskurðar. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Um þær hugmyndir ráðherrans, að sveitarfélögin fái framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eru og skiptar skoðanir. í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús Guð- jónsson framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, að í fyrsta lagi hefði sjóðurinn, miðað við núverandi tekjustofna, ekki bol- magn til að standa undir þessum kostnaði, í öðru lagi hefði þessi til- færsla það í för með sér að sjóðurinn þyrfti að koma koma sér upp sér- stökum skrifstofum til að sinna þessum málum og í þriðja lagi væri þetta ekkert annað en tilfærsla úr einum vasa í annan innan ríkis- geirans, þar sem aðaltekjustofn sjóðsins kæmi frá ríkissjóði. Skólaakstur í þéttbýli Varðandi framlög til þéttbýlis- staða voru bæði Sturla Kristjánsson og Guðmundur Ingi Leifsson sam- mála um að ríkið ætti með öllu að hætta að greiða niður skólaakstur í þéttbýli, en það greiðir nú um helming hans. Hins vegar ætti það að hækka hlut sinn úr 85% í 100% í sttjálbýli. Gallað kerfi Sá aðili, sem tekur lokaákvörðun um stærð þeirra svæða, sem keyrt er í skóla og frá, er sá sami og ákveður gjaldskrána fyrir bílstjór- ana, þ.e.a.s. menntamálaráðuneyt- ið. Skólaaksturinn og kostnaður við hann byggist því á ákvörðunum, sem þar eru teknar. Það er því einkennileg röksemd fyrir niðurskurði, að kerfið sé rotið og kostnaður mikill, þegar það er í valdi menntamálaráðuneytisins að breyta kerfínu eða setja nýja gjald- skrá. þegar fjöldi heimavista var risinn breyttu skólamálayfírvöld um stefnu. Horfíð var frá heimavistar- ketfinu, en í stað þess mæltu grunnskólalögin fyrir um að halda skyldi uppi heimanakstri í stijál- býli, þar sem því yrði við komið, sbr. 4.gr.l.nr.63/1974. Nú orðið eru samgöngur orðnar það greiðar, að unnt er að halda uppi heimanakstri á flestum stöðum. Ástæðan fyrir því, að horfíð er frá heimavistarkerfinu, er m.a. sú, að það þykir æskilegt að börnin hafi tök á því að dveljast í heima- húsum á meðan þau eru ekki í skólanum. Flestir sérfræðingar í uppcldis- og skólamálum eru sam- mála um þetta, en hins vegar þykir mörgum heldur geyst hafa verið farið í byggingu heimavista. Offjárfestingar Heimavistarskólarnir eru flestir nokkuð stórar byggingar, enda var þeim ætlað að þjóna stóru svæði. Eðlilegt var talið að þeir þjónuðu sem stærstu svæði til þess að gera fjárfestinguna sem hagkvæmasta. Því stærri svæði, því færri skóla- byggingar. Hins vegar, þegar horfið er að daglegum flutningum á skóla- börnum í skóla og úr, gefur það augaleið, að þau hagkvæmnissjón- armið, sem að baki stóru skólunum bjuggu, eiga ekki lengur við. Svæði þessara fyrrum heimavistarskóla er oft afar stórt, margir aðilar fara margar leiðir frá mörgum stöðum og er kostnaður við daglega keyrslu bamanna stundum jafnhár kostnaði við greiðslu kennaralauna. Góð dæmi um slíka „fyrrverandi" heimavistarskóla eru Húnavalla- skóli í Húnavatnssýslu og Þela- merkurskóli í Eyjafirði. I síðar- nefnda skólanum er heildarkostnað- ur við heimanakstur um 3 milljónir, en í þeim fyrrnefnda um 5 milljón- ir. Skólasvæði Húnavallaskóla, en að honum standa sjö hreppar, er mun stærra en Þelamerkurskóla og kostnaðurinn því mun meiri. Stærð skólasvæða heimavistar- skólanna er ekki aðeins óhagstæð að því leyti, að að keyra þarf marg- ar og langar leiðir með skólabömin, heldur em einnig flölmörg dæmi þess, að bömin séu keyrð langar leiðir í skóla, framhjá skólum sem nær liggja. Er þetta algengt þar sem í hlut eiga böm er búa í ná- lægð þéttbýliskjama; í stað þess að sækja skóla þar em þau keyrð langan veg í annan skóla. Dæmi um þetta em nemendur í nágranna- sveitum Blönduóss og Hvamms- tanga, sem látnir em stunda nám á Húnavöllum. Það hefur verið fullyrt, að keyrsla skólabarna sé mikil uppgrip fyrir þá, sem aka skólabömunum. Sitt sýnist hveijum um þau uppgrip, en gjaldskráin fyrir keyrsluna er ákveðin af menntamálaráðuneytinu og er greitt ákveðið kílómetragjald á hvert bam. Aðili, sem vel þekkir til, benti Morgunblaðinu á, að þeir sem flyttu póst sömu leið og þeir sem flytja skólaböm fengju meira fyrir það borgað. Flestir munu vera sammála um að eðlilegt sé að sjá skólabömum í stijálbýli fyrir skólaakstri og einnig em flestir sammála um að rétt sé að gæta sem mestrar hagsýni við framkvæmd þessa skólaaksturs. En sitt sýnist hveijum. Heimavistir Hér á ámm áður var það stefna stjórnvalda í skólamálum dreifbýlis- ins, að byggðar skyldu upp heima- vistir fyrir sem flesta skóla. Á ámnum 1950-60 vom byggðar margar heimavistir, hver annarri stærri og glæsilegri. í þetta var lagður óhemju mikill kostnaður. Fyrirkomulag þetta var fullmótað á seinni hluta sjöunda áratugarins og Fenner Reimar og reimskífur Ástengi Vald Poulsen Suðurlandsbraut 10, simi 686499. Skólakostnaður eftirSverri Hermannsson menntamálaráðherra Menntamálaráðherra, Sverr- ir Hermannsson, sendi Morgun- blaðinu í gær eftirfarandi greinargerð um skólakostnað, „svo forðast megi misskilning“, eins og hann orðaði það. „1. Valddreifing er gmndvailar- atriði í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins, með þeim hætti að ábyrgð framkvæmdar og fjármála fari saman. 2. Það er stefna Sjálfstæðis- flokksins og ríkisstjómarinnar að færa aukin verkefni á herðar sveitarfélaganna í landinu og fjár- magn með, þar sem þess gerist þörf. 3. Það er eindregin stefna núver- andi menntamálaráðherra að færa ýmsa þætti í rekstri gmnnskóla á hendur sveitarfélaga, bæði fram- kvæmdir og fjármál. Á það við um viðhald mannvirkja, skóla- akstur, gæzlu í skólum og mötuneyti. 4. í öllum stærri og efnameiri sveitarfélögum hætti ríkið að greiða fyrir skólaakstur, gæzlu og mötuneyti, nema alveg sér- staklega standi á. Á árinu í ár em t.d. greiddar kr. 37 milljónir til þessara þarfa í Reykjavík og í Reykjaneskjördæmi. 5. Hin efnaminni sveitarfélög verði áfram styrkt til þessara þarfa. Það er brýnt verkefni fyrir sveitarfélögin að endurskipu- leggja aksturinn og bjóða hann út. 6. Það er gmndvallarstefnumið ríkisstjómarinnar að efla skóla- hald í landinu sem kostur er. Öllu tali um að til standi að torvelda bömum skólagöngu eða íþyngja foreldrum um of, er því vísað al- farið á bug.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.