Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 33

Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 33 Kína: Rúmur milljarður manna Tíu ár liðin frá and- láti Maós formanns Pcking, AP. YFIRVÖLD í Kína minnast Maós formanns með blendn- um tilfinningum en í dag eru liðin tíu ár frá dauða hans. I tímaritinu Peking Review sagði að þáttur hans í byltingunni í Kína væri mikilvægari en stjórnarstefna sú sem hann fylgdi síðar. Tímaritið birti einnig um- mæli þau sem Deng Xiaoping hefur látið falla um Maó formann í gegnum tíðina. „Við álítum að framlag hans til byltingarinnar skipti meiru en þau mistök sem hann gerði,“ sagði Deng m.a. árið 1980. Að sögn talsmanna kínverska utanríkisráðuneytis- ins munu yfirvöld ekki minnast Maós sérstaklega. Þess í stað verður hafín sala á bókum, sem nýlega hafa verið gefnar út og eru þær ýmist um eða eftir Maó formann. Kínversk blöð og tímarit hafa birt ljóð og rit- gerðir eftir Maó en þess hefur verið vandlega gætt að í skrif- um þessum sé ekki minnst á menningarbyltinguna eða „stóra stökkið" en svo nefndist áætlun formannsins um mið- stýrða iðnvæðingu Kína, sem endaði með ósköpum. Dagblaðið Beijing Ribao sagði í grein að kenningar Maós væru „hinn andlegi fjár- sjóður" kommúnistaflokksins. í blaðinu sagði að hugmyndir hans skiptu enn miklu varðandi lausn ýmissa vandamála þrátt fyrir að flokkurinn hefði hafnað kenningum hans um hina áframhaldandi stéttabaráttu og skipulagningu efnahagsmála. íbúafjöldi Kína byltingunni 542 milljónir árið 1949 1 milljarður og 50 milljónir árið 1986 1,000 1949 1954 1959 1964 1969 1974 1979 19841986 Áætlaftur fbúafjöldi við næstu aldamót: 1 milljarður og 190 milljónir Heimild: Mannfjöldastofnun Kínverska alþýðulýðveldisins Sprengjutiiræði í Köln: RAF tald- ar ábyrgar Köln, AP. RAUÐU herdeíldirnar eru grun- aðar um að hafa staðið að baki sprengjutilræðis við aðalstöðvar gagnnj ósnaþj ónustu Vestur- Þýskalands. Sprengjan sprakk klukkan 3.45 á mánudagsnótt en henni var komið fyrir í bifreið, sem lagt var í grennd \.ð Stjórn- arskrárverndarstofnunina. Sprengingin olli verulegu tjóni, en einn vegfarandi slasaðist lítillega þegar hann varð fyrir fljúgandi glerbrotum. Ónefndur heimilda- maður sagði að nokkrar skrifstofur í byggingunni hefðu skemmst veru- lega, aðallega af völdum glerbrota. Maður, sem sagðist vera fulltrúi „Byltingarsellanna" lýsti yfir ábyrgð þeirra á sprengjutilræðinu, en lögregluyfirvöld drógu það í efa og benda á að „byltingarsellumar" noti ekki svo öflugar sprengjur, auk þess sem ekki var hringt fyrr en töluvert var um liðið frá því að sagt var frá sprengjunni. Holland: Frjálslyndi flokkurinn kynnir helztu þingmál sín Wageningen, frá Eggerti H. Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMDRATTUR í ríkisútgjöldum samfara minnkandi halla ríkissjóðs er ekki lengur efst á Iista frjálslynda floksins (WD) í Hollandi. Mikilvægustu málaf lokkarnir, sem flokkurinn mun taka upp á þing- inu og í ríkisstjórn í vetur, eru lækkun skatta, fækkun ríkisstarfs- manna samfara samdrætti í yfirbyggingu ríkisstofnana auk nýrrar löggjafar varðandi liknardauða. Einnig munu þeir ætla sér að draga verulega úr útgjöldum til heilbrigðisþjónustunnar, þó þannig að það komi ekki niður á þeirri þjónustu sem veitt verður. Það hefur vakið mikla athygli að krafan um samdrátt í ríkisút- gjöldum og minnkandi halla ríkis- sjóðs hefur verið látin falla. Jafnframt hefur það vakið upp spumingar um það hvað Ruding, núverandi fj ármál aráðherra, muni Veður víða um heim Lægat Hæst Akureyri 9 léttskýjað Amsterdam 8 15 skýjað Aþena 18 30 heiðskírt Barcelona 28 skýjað Bertín vantar Briissel 9 16 skýjað Chicago 16 19 heiðskírt Dublin 7 19 skýjað Feneyjar 24 þoku- móða Frankfurt 6 19 heiðskírt Genf 11 26 heiðskírt Helsinki 9 14 skýjað Hong Kong 27 30 skýjað Jerúsalem 18 28 heiðskírt Kaupmannah. 7 14 rigning Las Palmas 28 heiðskírt Lissabon 17 27 heiðskfrt London 11 18 skýjað Los Angeles 17 30 heiðakírt Lúxemborg 14 léttskýjað Malaga 26 hálfskýjað Mallorca 28 skýjað Miami 28 31 rigning Montreal 9 15 skýjað Moskva 9 14 skýjað NewYork 12 23 heiðskírt Osló 14 léttskýjað Paris 17 skýjað Peking vantar Reykjavík 11 heiðskírt Rió de Janeiro vantar Rómaborg 11 18 heiðskírt- Stokkhólmur 8 13- heiðskirt Sydney vantar Tókýó 24 29 heiðskírt Vinarborg 11 22 heiðskírt Pórshöfn 9 alskýjað gera ef hann getur ekki reitt sig á stuðning Frjálslynda flokksins í þessu máli. Ruding hafði nefnilega gert það að skilyrði áður en að hann tók að sér embætti fjármála- ráðhera í sumar að árið 1990 yrði halli ríkissjóðs ekki meiri en 5,25% á ársgrundvelli. Greinilegt er að Frjálslyndi flqkk- urinn sem var næsta máttlítill allt síðasta stjómartímabil hefur ákveð- ið að láta heyra meira frá sér. Hinir nýju leiðtogar flokksins, þeir dr. Korte og dr. Voorhoeve munu gera það sem í þeirra valdi stendur til koma í veg fyrir að flokkurinn gjaldi annað eins afhroð í næstu kosningum eins og þeim í maí síðastliðnum. Gengí gjaldmiðla London, AP. GENGI bandaríkjadollars hækk- aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum, nema kanadískum dollar, á gjaldeyrismörkuðum Evrópu í gær. Gullverð lækkaði. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,4865 dollara (1,4979), en annars var gengi dollarans þannig að fyrir hann fengust 2,0645 vest- ur-þýsk mörk (2,0410); 1,6835 svissneskir frankar (1,6492); 6,7525 franskir frankar (6,6800); 2,3280 hollensk gyllini (2,3025); 1.424,63 ítalskar límr (1.407,875); 1,3850 kanadískir dollarar (1,3860) og 155,75 japönsk jen. Verð á gulli var 414,50 dollarar únsan (421,25). ERLENT ÝMSARUPPLÝSING Stórkostleg nýjung sem sparar pláss. vær og þurrkar. kemur sérein- staklega vél þar serri 15 misi Tekur AR UM muna inn á ndi þvottastillin Sig heitt og ka t húsrými er lítið t d. að þvo þvottana íbaðherberginu. VÉLINA: igar, þar af ein fyrir vatn jllarþvótt tækjðbí íði bg 0$ ★Ytri ★Tekur ★ Allt að innri belgur ur ryðfríu stál 5 kg af þvottf 1000 er að kkium ma m snumng i/elja tvi þurrktii a vind' enns nartímai a konar htastig nn við þurrkunina þannig að raða IERUIUI SAM SVEI NIN GJANLEGIR GUM Heimili HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI8- S: 27500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.