Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 34

Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 34
H MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 George P. Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Varar við vaxandi einangrunarhyggj u Afleiðingin getur orðið ófarnaður um alian heim Washington, AP. GEORGE P. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, seg- ir, að ófarnaður geti blasað við öllum heimi ef Bandaríkja- menn láti enn einu sinni freistast af verndarstefnu og annarri einangrunarhyggju. „Það er kominn tími til að bregða blundinum . . . áður en við stefn- um okkar eigin framtíð og alls heimsins í voða,“ sagði Shultz. „Hættumar birtast í mörgum myndum en allar einkennast þær af flótta frá veruleikanum, frá ábyrgðinni, af löngun til að gleyma því að við erum háð umheiminum og hann okkur." Þessi ummæli Shultz koma fram í ræðu, sem hann mun flytja á 350 ára afmæli Harvard-háskólans, en fréttamenn fengu fyrir helgi út- drátt úr ræðunni. Sem dæmi um aukna einangr- unarhyggju nefndi Shultz ýmsar vemdaraðgerðir, tilhneigingar til „þótta og sjálfumgleði", vaxandi löngun til að sleppa samningaleið- inni í samskiptum við önnur ríki og „stórkostlegan" niðurskurð þingsins á framlögum til utanríkis- þjónustunnar. Þegar allt þetta legðist á eitt yrðu afleiðingar „skelfílegar" fyrir samskipti Bandaríkjamanna við umheiminn og „einangrunin, sem af þessu leið- ir, getur ýtt heiminum út á ystu nöf“. Shultz sagði, að þóttafull sjálf- umgleðin kæmi hvergi betur í ljós en í umræðunni um Suður-Afríku og gagnrýndi harðlega refsiaðgerð- imar, sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt. „Til að leysa Gordíons- hnútana í þessum heimi verða menn að brynja sig með biðlund og þrautseigju, skilja, að það em tvær hliðar á hveiju máli og að samningaleiðin er ein fær,“ sagði Shultz og átaldi jafnframt þá, sem krefjast samninga en skeyta engu um samningsstöðuna. „Aðrir," sagði hann, „segja réttilega, að ekki skuli gengið til samninga með veikleikann einan að vopni en telja svo, þegar vígstaðan er góð, að óþarfí sé að setjast að samninga- borðinu." Um niðurskurðinn á framlögum til utanríkisþjónustunnar fór Shultz mjög hörðum orðum. „Það er sagt, að án sé ills gengis nema heiman hafí. Við emm sjálf að grafa okkur gröf, eyðileggja getu okkar til að vera í fararbroddi meðal þjóðanna, bægja frá ófriði og beijast fyrir frelsi, lýðræði og mannlegum fram- fömm.“ Sem dæmi um það, sem Shultz kallaði ábyrgðarleysi þingsins, nefndi hann, að í fjárlögum stjóm- arinnar væri aðeins gert ráð fyrir, að 2% þeirra fæm til utanríkis- þjónustunnar. Þá upphæð ætlaði þingið að skerða um 27%. Tire$tone Torfæruhjólbarðar sem skila þérá leiðarenda Þessir hjólbarðar hafa verið marg- prófaðir við erfiðustu aðstæður og útkoman er stórkostleg. Þeir eru þrælsterkir og gripmiklir I torfæru- akstri en samt þýðir og hljóðlátir á malbiki. Fáanlegir á mjög hagstæðu verði. Stærðir: 215/75 R 15 235/75 R 15 30x9.50 R 15 31x10.50 R 15 32x11.50 R 15 33x12.50 R 15 255/85 R 16 JOFUR HF NVBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 Moammar Gaddafi Líbýuleiðtogi heilsar hér Seya A1 Khameini, for- seta Irans, eftir að sá fyrmefndi flutti magnþrungna ræðu á lokafundi Samtaka óháðra ríkja. Henni lauk með því að Gaddafi hótaði úrsögn lands síns úr samtökunum á þeim forsendum að nokk- ur aðildarríkjanna hefðu viðurkennt ísrael. Zimbabwe: Lítil eining á ráðstefnu óháðra ríkja Harare, Zimbabwe, AP. RÁÐSTEFNU Samtaka óháðra ríkja lauk í Harare í Zimb- abwe sl. sunnudag en aðild að þeim á 101 þjóð. í lokaályktun- inni var Bandarikjastjórn sökuð um hryðjuverk, skorað á leiðtoga stórveldanna að stöðva vigbúnaðarkapphlaupið og hvatt til, að öUum þjóðum yrði gert að skyldu að beita Suð- ur-Afríku efnahagsþvingunum. Engin samþykkt var hins vegar gerð um, að aðildarríkjunum sjálfum bæri skylda til ákvörðun tekin um, að aðildarríkj- unum væri skylt að grípa til refsiaðgerða. Var þeim það í sjálfs- vald sett. Þá var heldur ekki samþykkt að styðja sérstaklega við bakið á þeim blökkumannaríkjum, sem eru háð Suður-Afríku efna- hagslega, og hjálpa þeim til að ijúfa þau bönd. Ráðstefnan fordæmdi mjög harkalega loftárásir Bandaríkja- manna á Líbýu og voru þeir sakaðir um að standa fyrir hryðjuverkum. Voru þeir hvattir til að greiða Líbýustjóm skaðabætur og að hætta flotaæfíngum í Sidra-flóa. Flestum ráðstefnugestum fannst þó sem Gaddafi, Líbýuleiðtogi, kynni lítt að meta þennan stuðning því að í ruglingslegri ræðu sagði hann um samtökin, að þau væru úrelt og misheppnuð og gegnsósa af „njósnurum og leppum" heims- valdasinna og síonista. Fulltrúar írana og Iraka höfðu einnig stór orð hvorir um aðra og grunnt var á því góða með Indveijum og Pak- istönum. Fimmtíu þjóðarleiðtogar sóttu ráðstefnuna en 34 þeirra fóru heim áður en henni lauk. Nýkjörinn formaður samtakanna er Robert Mugabe, forsætisráðherra Zimbabwe. ao gnpa ni rersiaogerda. Á áttundu ráðstefnu Samtaka óháðra ríkja var ákveðið að stofna sjóð til að styrkja baráttu svartra manna í Suður-Afnku en engin f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR VEXTIR UMHAR - Appelsfnur - Appelsfnur USA - Mandarfnur — Mandarfnur Argentína — Epll rauð USA — Epli rauð Tassman — Epli rauð Chile - Eplf gul FR — Epli gul SP — Epli gríen Granny Epli grœn Tassman - Srtrónur spánskar - Sftrónur Uru- guay - Greipfruh hvftt og rautt - Melónur gular SM - Melónur Cantlop USA - Melónur Honey USA - Vatnsmelónur IT - Vfnber grœn GR - Vfnber græn IT - Vfnber blá FR - Vfnber blá IT - Vfnber rauð USA — Perur FR - Plómur IT — Plómur grænar FR — Plómur rauðar SP - Ferskjur FR - Nektarfnur IT - Avocado - Mangó — Ananas — Kókoshnetur — Kiwl — Ume — Ný frönsk gul 6dIÍ. Svarti svanurínn KARTÖFLUR OG GRÆNMETÍIÚRVAU. MAIA HF rl600 121 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.