Morgunblaðið - 09.09.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
Æ
Moixunblaðið/Ámi Sæberg
Meðal þess er settí svip á heimilissýninguna í Laugardalshöllinni Heimilið '86 var risabaka sú með sjávarréttum, sem fyrirtækið Marska
á Skagaströnd stóð fyrir bakstri á. Sjávarréttabakan var tíu fermetrar að stærð og var að bakstri loknum hlutuð niður í fjögur þúsund bita,
sem gestum gafst kostur á að bragða. Fyrirtækið mun hafa kostað þá er að því stóðu á sjöunda hundrað þúsund krónur, en fyrir vikið fer
bakan Iíka að öllum líkindum í Heimsmetabók Guinness.
Rýmkar
um embætti
ríkissak-
sóknara
SAKASKRÁ ríkisins hefur
verið flutt niður á neðstu hæð
hússins við Hverfisgötu 4-6,
þar sem embætti rikissak-
sóknara er til húsa. Þangað
hefur einnig verið flutt mála-
skráning og almenn skrif-
stofa rikissaksóknaraemb-
ættisins en áfram á þriðju
hæðinni eru saksóknarar og
lögfræðingar aðrir.
„Þetta er óneitanlega talsverð
bót á starfsaðstöðu embættisins,"
sagði Hallvarður Einvarðsson,
ríkissaksóknari, í samtali við blm.
Morgunblaðsins um þessa flutn-
inga. „Þetta gerir okkur til dæmis
kleift að hafa í sama húsi alia lög-
'ræðinga embættisins en til þessa
íefur verið nauðsynlegt að hafa
vo og þrjá menn í seli úti í bæ,
irengslin hafa verið slík.“
Ríkissaksóknari sagði ennfrem-
ir að þegar fram í sækti yrði
akskrá ríkisins tölvuvædd og
lálaskrá embættisins að öðru
■yti.
Áskrifkirsirninn er 83033
Heimilið ’86:
Fjörutíu þós-
und gestir
„DÆMIÐ gekk upp og menn eru ánægðir, þó að við hefðum e.t.v. ver-
ið búnir að gera ráð fyrir enn fleiri gestum en þeim 40.000 sem komu,"
sagði Þorsteinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar Heimilis-
ins ’86, sem Iauk í fyrradag í LaugardalshöIIinni, í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Unnið var í alla fyrrinótt við að
taka sýninguna niður og verðúr það
líkast til tveggja daga verk til við-
bótar. Sagði Þorsteinn að sýningin
hefði staðið undir sér þó að útkoman
hefði verið í neðri kanti þeirra áætl-
ana er gerðar höfðu verið. Það var
fýrirtækið Kaupþing sem skipulagði
sýningarhaldið og munu vonir hafa
staðið til að sýningargestir yrðu um
50.000. Eina ástæðuna fyrir því að
svo varð ekki taldi Þorsteinn vera
þá hve margt annað hefði verið á
boðstólum fyrir íbúa höfuðborgar-
svæðisins upp á síðkastið í tengslum
við hátíðahöld vegna 200 ára af-
mælis Reykjavíkurborgar.
Til stendur að halda næstu heimil-
issýningu haustið ’87, en að sögn
Þorsteins Sigurðssonar verður næsta
verkefni Kaupþings að skipuleggja
„Vorsýningu" í Laugardalshöll um
næstu páska. Verða þar kynntar sum-
arvörur ýmiss konar, útillf og ferða-
iðnaður.
Morgunblaðifl/Helgi Bjamason
BíIIinn hafnaði á toppnum eftir kollhnisinn utan vegar og sneri öfugt
miðað við akstursstefnu. Búið var að velta bilnum aftur á hjólin
þegar myndin var tekin skömmu eftir óhappið á sunnudag.
Endastakkst á Kaldármelum
BÍLVELTA varð á þjóðveginum á Kaldármelum i Kolbeinsstaðahreppi
á sunnudag. Bílstjóri bifreiðar á vesturlcið missti vald á bifreiðinni í
lausamöl svo hún endastakkst og hafnaði á toppnum á melunum tölu-
vert fyrir utan veginn.
Tvennt var í bifreiðinni og var far-
ið með þau í sjúkrahúsið í Stykkis-
hólmi. Kona sem ók bílnum slapp að
mestu ómeidd en farþeginn, sem var
karlmaður, fékk höfuðhögg og
skrámur á andlit. Bæði voru þau í
bílbelti þegar óhappið varð og telur
lögreglan í Stykkishólmi að það hafi
forðað fólkinu f-á mun verri meiðsl-
um. Bíllinn, sem er nýlegur, skemmd-
ist mikið og er jafnvel talinn ónýtur,
samkvæmt upplýsingum lögreglunn-
ar.
011 sömun
Við erum
Af því það er gaman að geta boðið
þér hjónarúm með svampdýnum
Pantaðu rúm strax því við fengum aðeins 30 sett. Út-
borgun 4.720 og 2.250 á mánuði
húsgagna höllin
BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91-681199 og 681410
HÚSCÖGIM