Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 AKUREYRI ar bæði í formum, munstrum og Iftum. Ef ég sá til dæmis einhvem hlut í skólanum vissi ég um leið hver hafði gert hann. Líka ef ég fer á sýningu veit ég hver gerir hvað - það sjá allir sem eitthvað eru inni í þessu." Er nóg að gera hjá þér? „Ég vinn mjög mikið - get helst ekki verið aðgerðalaus. Og ég hef getað selt það sem ég hef gert, það hefur ekki safnast upp hjá mér lag- er þannig að ég hef nóg að gera, já. Ég vil vinna mikið og taka frek- ar ærlegt frí í mánuð eða svo og koma þá ekki hér inn. Leirinn bíður ekki eftir manni. Efnið breytist svo mikið að maður þarf að passa sig á því að það hlaupi ekki í burtu! Ef ég renni á fostudegi þýðir til dæmis ekki að fara í frí um helg- ina. Enda veit ég aldrei hvort það er miðvikudagur eða föstudagur. Ég fýlgist ekki með því! Er þetta erfiðisvinna? „Já, ég held það. Þetta er eflaust karlmannsvinna frekar. Maður þarf að rogast með þunga sekki. Samt eru mun fleiri konur í þessu hér á landi — og það voru líka fleiri kon- ur í keramík í skólanum. En áður voru næreíngöngu karlar í þessu." Fólk „splæsir“ ekki á sig listaverkum úr leir! Hvað með listaverk — hefurðu ekki verið eitthvað i að búa þau til? „Jú, ég hef selt talsvert af lista- verkum. Það er þá af einhveiju tilefni sem fólk kaupir þau. Fólk splæsir ekki svona munum á sig þó það kaupi málverk án þess að hika. Það er í lagi að kaupa mynd- ir „bara“ til að horfa á þær en það virðist vera illskiljanlegt að munir úr leir geti líka verið „bara" til að horfa á. Málverk má kosta níu, tíu Morgunbladið/Skapti Margrét við rennibekkinn — það sem hún er að fást við þarna á eftir að þjóna tedrykkjumönnum. Sem sagt: teketill í mótun. þúsund en ef skál úr leir kostar fimm þúsund hrópar fólk upp. „Á að standa þarna fimm hundruð?" hefur verið sagt við mig! Fólk er ekki orðið vant því ennþá að munir úr leir geti verið dýrir skrautmunir. Fólki finnst það eigi að vera hægt að nota allt sem er úr leir. En að fylla fallegar skálar með einhveiju — mér finnst það eins og að geyma lopahúfu á kristalsstyttu . . .“ En þú ert ánægð með við- tökurnar sem þú hefur fengið? „Já, ég er ánægð með þær og vona bara að mér verði tekið eins vel fyrir sunnan.“ Margrét sagðist ekki vita hve margir ynnu við leirmunagerð hér á landi, en þeir hlytu að vera nokk- uð margir. „Það útskrifast fólk úr Myndlista- og handíðaskólanum á hverju ári og fólk kemur líka utan frá. En það eru margir sem hafa aðra vinnu með — það er erfitt að lifa á þessu.“ En þú lifir samt af því!? „Ég tóri! Tíminn verður að skera úr um hvort ég get verið bara í þessu eða hvort ég þarf að endur- skoða það. En ég er bjartýn — ég væri ekki í þessu starfi ef ég heldi að það væri vonlaust." -SH Morgunbladið/Skapti „Skálamar eru ekki undir appelsínur“ — Margrét í „Versluninni" fyrir framan vinnustofuna. Skálarnar tvær til vinstri á myndinni hefur hún nýlokið við að gera, sem væntanlega verða komnar inn í einhverja stofuna til skrauts áður en langt um liður. Alltaf spurt um tesett! Hvað er það sem þú framleiðir mest af úr leirnum? “Það er alltaf spurt um tesett. Og ef það er ekki til heldur fólk að maður hafi hreinlega skrópað heilt misseri í náminu!! Ég reyni því að gera tesett annað slagið. Svo geri ég mikið af skálum. Og list- muni, auðvitað/ Ég reyni að gera þá iíka. Það er gott að blanda þessu saman - mér finnst til dæmis hvíld í því að renna nokkrar skálar ef ég er í einhveiju öðru verkefni. Mér líður eiginlega best þegar ég er með mörg verkefni í takinu í einu.“ Margrét gerði ekki alis fýrir löngu skírnarfont í Urðarkirkju í Svarfaðardal. „Það var fyrsta verk- efnið sem var sérstaklega pantað hjá mér og það _var mjög gaman að fást við það. Ég fór oft á stað- inn og skoðaði mig um. Þetta er lítil sveitakirkja og íburður er ekki mikill þar. Ég tók mið af því. Hann verður að falla vel inn í umhverfið og mér fannst hann takast vel — var mjög ánægð með hann." Próf- verkefni Margrétar frá skólanum í Danmörku var einmitt skírnarfont- ur. „Hann var úr postulíni og sementi. Var allt öðruvísi en sá sem ég gerði núna, mun nýtískulegri. Sá sem ég gerði í kirkjuna er úr rauðum jarðleir." Prófverkefnið stendur nú „hér ofan í kjallara", segir Margrét þegar spurt er um það. Tekur viku að búa til hveija skál Tekur það ekki langan tíma að gera hvern hlut? „Jú, ég tek oft í sama hlutinn. Þegar ég er búin að renna hlutinn þarf hann að bíða í einn dag. Þá afrenni ég hann sem ég kalla. Snyrti hann til, og lita um leið. Síðan þarf hann að þorna alveg, því ef ég set hlutinn rakan inn í ofn springur hann. Nú, þegar stykk- ið er orðið þurrt brenni ég það við 920 gráður — það er hrábrennsla. Svo set ég gljáann á og brenni aft- ur.“ Margrét segir það taka um vikutíma að búa til eina skál — frá því hún rennir stykkið þangað til það er tilbúið í hendur viðskiptavin- arins. Hefur þú skapað þér sérstakan stíl í verkum þínum? „Já, ég hugsa það. Kannski mest ósjálfrátt. Það stjórnast auðvitað af því hvað þér finnst fallegt — það skín alltaf í gegn. Ég bý eðlilega til hluti sem mér finnst fallegir. En auðvitað geri ég alltaf af og til eitt- hvað öðruvísi, og þá hef ég heyrt: „Hva, er þetta eftir þig. Þetta er ekki líkt „þér“!“ Ég hlýt því að hafa einhvern stfl. Hann er til stað- Rabbað við Margéti Jónsdóttur sem stund- að hefur leirmunagerð í eitt ár á Akureyri ÞAÐ ER eitt ár nú í haust síðan fyritækið Kvarts sf. tók til starfa í Hamragerði 23 á Akureyri. Það lætur ekki mikið yfir sér í bílskúrnum — en þar er það Margrét Jónsdóttir sem hand- leikur leir frá morgni til kvölds, mótar úr honum skálar og te- sett, diska og sitthvað fleira - bæði til nytja og augnayndis. Undirritaður sótti Margréti heim á vinnustofuna í vikunni og átti við hana spjall. Margrét er 24 Akureyringur, „alveg að verða 25,“ eins og hún segir. Hún stundaði nám í listiðnað- arskóla í Kolding í Danmörku í 4 ár. „Þar sækir maður inn á vissar brautir en hér heima eru allir í al- mennu námi fýrst,“ segir Margrét um muninn á skólanum ytra og hér á landi. „Ég var fýrst í lýðháskóla í eitt ár í Danmörku og kynntist leimum aðeins þar. Mig var búið að langa þetta dálítið lengi og eftir að ég kynntist fólki sem átti leir- verkstæði varð ég æstari í þetta. Ég fór í inntökupróf og fyrst ég stóðst það fór ég auðvitað í skól- ann.“ Var þetta góður skóli? „Já, það var hann. Það er lagt dálítið mikið upp úr handverki, en áhersla er líka lögð á formfræði. Þá lærir maður teikningu og tals- vert mikið í efnafræði vegna gleij- unar og litunar. Gleijungur er gljáinn sem settur er á hlutina og hann þarf að blanda sérstaklega." Ekki komin á markað í Reykjavík ennþá Hvernig hefur þér svo gengið að koma þér á framfæri hér heima? „Ég er enn ekkert komin inn á markaðinn í Reykjavík — hef ein- faldlega ekki haft tíma til þess að koma mér lengra en á staði hér í bænum. Það hefur gengið ágæt- lega; ég sel í Kompunni og þá er ég líka með hluti í Laxdalshúsi — í litlu, fallegu galleríi þar sem fer vel um hlutina." Eiginmaður Margrétar er einnig lærður Morgunbladið/Skapti Hallgrímsson Á vinnustofunni. Annar ofn Margrétar fremst á myndinni. „keramiker", eins og þeir segja í Danmörku, lærði í sama skója. „Hann hefur ekkert unnið með mér enn en byijar hérna núna í septem- ber. Þá getum við farið að framleiða miklu meira og verðum að fara að senda hluti til Reykjavíkur. Ég veit þó ekki hvar við komum til með að selja," segir Margrét. Hlutir sem Margrét býr til fást í verslunum eins og komið hefur fram — en hún tekur einnig að sér verkefni fyrir hvem sem er. í sum- ar gerði hún til dæmis um 1.600 skálar fyrir Kaupfélag Eyfirðinga í tilefni aldarafmælis félagsins. 1600 skálar! Hún segist ekki fá mikið af slíkum verkefnum — „það er auðvitað einhæft að gera svona marga eins hluti. En maður lætur sig hafa það, fyrir peningana!" Margrét segir leirmunagerðina eins og hveija aðra framleiðslu að því leyti að „þú veist í raun og veru aldrei hvort kúnninn vill það sem þú ert að búa til. Tískan sveiflast til og frá, um 1970 var allt brúnt — nú er mikið af þessu hvítt. Hvað mig varðar þá er margt í umhverf- inu sem hefur áhrif á það sem ég bý til úr leimum. Ef ég sé til dæm- is fallega peysu niðri í bæ gefur hún mér kannski eittvað til að fara eftir . . .“. Eins og fram kom í upphafi læt- ur vinnustofan í bílskúmum ekki mikið yfír sér og undirritaður efast um að margir bæjarbúar viti hrein- lega af henni. Enda segir Margrét lítið um að fólk komi til sín og versli, sem þó vissulega er hægt. „Það tekur fólk tíma að muna eftir þessu, en það er auðvitað alltaf velkomið hingað meðan éger við.“ Er ekki dýrt að standa í þessu sem þú ert að fást við? „Jú, hráefnið er dýrt og flutn- ingskostnaður mikill. Þetta er allt innflutt, það er lítið hægt að nota íslensk efni. Leirinn hér er of gróf- ur. Sumt fæ ég hjá heildsölum í Reykjavík og losna þá við toll- pappíra, en annað flyt ég sjálf inn, til dæmis postulín, og líka ýmis efni í gletjungana. Gleijungaupp- skriftimar sem ég nota bjó ég til sjálf. Það eru ákveðin efni sem þarf að blanda sérstaklega þannig að það borgar sig að flytja það sjálf inn.“ Hún segir það hafa tekið sig talsverðan tíma að venjast því hve langan tíma tekur að fá efnið eftir að hún kom heim. Hér líður að minnsta kosti mánuður þangað til maður fær efnið en úti tók það ekki nema 2-3 daga.“ Fólk er ekki orðið vant því að hlutir ár leir geti verið dýrir skrautmunir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.