Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 41
MORGUNBLAftfÐ, ÞRIÐJUDAGUR <9.í SEPTEMBER 1Ö8S
«b
Morgunblaðið/RAX
RETTAÐIMIÐFIRÐINUM
Staðarbakka.
RÉTTAÐ var í Miðfjarðarrétt á sunnudaginn
I ágætisveðri, sólskini og hægri golu. Sama
góða veðrið hafði verið gangnadagana, föstu-
dag og laugardag.
Hér gömul málvenja að tala um göngur og gangna-
stjóra o.s.frv. en ekki flail eða ijallkónga. Mun það
vera til komið af því að afréttarlöndin eru mjög
votlend víðast og verður þar af leiðandi að leita
mikið gangandi. Um fimmtíu býli eiga rétt á þess-
um afrétti, sem er Tvídægra á Arnarvatnsheiði.
En Borgfirðingar eiga land á móti og eru merki
nálægt miðlínu.
í fyrstu leit fara fimmtíu til sextíu menn í göng-
umar og leita á tveimur dögum og er þá smalað
bæði fé og hrossum, en fátt er rekið af hrossum
núorðið. Sama má raunar segja um sauðfé, að
þeir sem hafa ráð á stórum og grösugum heimahög-
um reka ekki á afrétt. Á þessu hausti mun meiga
gera ráð fyrir 30.000 fjár á svæðinu, en vart hef-
ur helmingur af því komið til réttar þar sem það
var aðeins af heiðarlöndunum.
En réttarstörfín gengu mjög vel. Bytjað var að
rétta stóðið og búið um klukkan níu fyrir hádegi.
En um hádegi var fyrsti fjárreksturinn rekinn í
réttina og öllum fjárdrætti lokið um klukkan fimm.
Fé er ýmist rekið eða flutt á bílum og flestir
munu hafa náð heim um kvöldið með fé sitt .
Mikill fjöldi af fólki og bílum var við réttina, víðs
vegar að, og um kvöldið var réttardansleikur í
félagsheimilinu Ásbyrgi með tilheyrandi gleðskap
og réttarstemmningu.
Benedikt
Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal:
Mikil aðsókn í
fiskeldisnámið
FYRSTU nemendurnir úr sjálf-
stæðu fiskeldisnámi (sporðbraut)
í Bændaskólanum á Hólum í
Hjaltadal útskrifuðust í vor. 25
nemendur stunda nám á sporð-
brautinni í vetur, komast færri
að en vilja. Blaðamaður ræddi
við Jón Bjarnason skólastjóra á
ferð sinni um Skagafjörð fyrir
nokkru.
Bændaskólinn á Hólum hefur
verið brautryðjandi í kennslu í fisk-
eldi hér á landi. Um fímm ár eru
síðan kcnnsla í fiskeldi hófst á
Hólum og hefur það þróast á þess-
um tíma, þannig að nú er búfræði-
námið orðið tvískipt, fiskeldið
sjálfstætt á svokallaðri sporðbraut.
Sameiginlegur kjarni er fyrir sporð-
brautina og almenna búfræðinámið.
Fiskeldisnámið er byggt þannig upp
að fyrra árið er stundað grunnnám
og síðan verknám á fiskeldisstöð.
Síðara árið er bóklegt nám og verk-
legt á Hólum. í fiskeldiskennslunni
nýtur bændaskólinn nálægðarinnar
við fiskeldisstöðina Hólalax hf: og
Norðurlandsútibú Veiðimálastofn-
unar.
Fyrstu nemendurnir af sporð-
braut útskrifuðust síðastliðið vor, 7
talsins. Nú eru 10 nemendur að
hefja sitt annað ár, og 15 sitt fyrra
í fiskeldisnáminu, og komast færri
að en vilja. Jón Bjamason sagðist
vera að útskrifa eldismenn, starfs-
menn í eldisstöðvum sem með
viðbótarreynslu gætu orðið verk-
stjórar og jafnvel veitt stöðvunum
forstöðu. Sagði Jón að þetta fólk
væri eftirsótt til vinnu við fiskeldis-
stöðvar.
Fyrirlestur um
grænlenzka biskups-
dæmið á miðöldum
ÁTTUNDI fyrirlesturinn á veg- skóla Islands í dag, þriðjudaginn
um Minningarsjóðs Ásu Guð- 9. september kl. 17.15, en þá mun
mundsdóttur Wright, sein er í prófessor Louis Rey tala um
eigu Þjóðminjasafns Islands, grænlenzka biskupsdæmið á mið-
verður haldinn í hátiðasal Há- öldum og sýna litskyggnur.
Fundir skólamálaráðs og fræðsluráðs í gær:
Árekstrar á milli meirihluta-
fulltrúa og fræðslustjóra
Fræðslustjóri telur skólamálaráð ólöglegt
FUNDIR voru haidnir í gær bæði
hjá skólamálaráði Reykjavíkur-
borgar og fræðsluráði. Þar urðu
árekstrar á milli fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, sem skipa meiri-
hluta i báðum ráðunum, annars
vegar og fulltrúa minnihluta-
flokkanna í ráðunum, fræðslu-
stjóra og fulltrúa kennara hins
vegar.
Samþykkt fræðsluráðs
l.september
Tildrög málsins eru þau, að á fundi
fræðsluráðs Reykjavíkur þann fyrsta
september sl. samþykkti meirihluti
ráðsins, að tillögu formannsins,
Ragnars Júlíussonar, að skólamála-
ráð fari með öll málefni borgarinnar
varðandi þá skóla, sem ríki og borg
reki sameiginlega, svo og fullorðins-
fræðslu. Er það í samræmi við
samþykkt borgarstjómar, frá 15.
júlí sl., þar sem verksvið skólamála-
ráðs var ákveðið.
Á fundinum 1. september mót-
mæltu fulltrúar minnihlutans
samþykktinni harðlega. Áslaug
Brynjólfsdóttir fræðslustjóri
Reykjavíkur lét þar bóka fjölda at-
hugasemda, þar sem hún telur
stofnun Skólamálaráðs bijóta í bága
við grunnskólalög. Fulltrúar minni-
hlutans tóku undir röksemdir hennar,
svo og fulltrúar kennara. Kennara-
fulltrúamir lögðu einnig fram bókun,
þar sem þeir töldu að þeir ættu rétt
til aðildar að skólamálaráði.
Bókun formanns
skólamálaráðs
Fundurinn í skólamálaráði í gær
hófst kl. 12.15 og með því að Ragn-
ar Júlíusson lagði fram eftirfarandi
bókun varðandi aðild kennara að
skólamálaráði: „Á fundi skólamála-
ráðs Reykjavíkurborgar, 16. júlí
síðastliðinn, sbr. 47. lið fundargerð-
ar, var rætt um 4. gr. samþykktar
fyrir skólamálaráð Reykjavíkurborg-
ar, sem Ijallar um tilnefningu
áheymarfulltrúa á fundum ráðsins.
Út frá því var gengið, að tillaga um
þetta efni yrði lögð fram á þessum
fundi, en mál hafa skipast þannig,
að Kennarafélag Reykjavíkur hefur
sent borgarráði Reykjavíkur erindi
varðandi rétt kennara til setu á fund-
um ráðsins, og var því vísað til
umsagnar borgarlögmanns. Rétt
þykir að fresta tillögugerð sbr. 4.
gr. samþykktarinnar þar til umsögn
borgarlögmanns og afstaða borgar-
ráðs til hennar liggur fyrir."
Samþykkt borgar-
stjórnar um fulltrúa
kennara og foreldra
4. gr. samþykktarinnar hljóðar
svo: „Skólamálaráði skal heimilt að
veita fulltrúum kennara og foreldra
rétt til setu á fundum sínum með
málfrelsi og tillögurétti skulu fulltrú-
ar valdir eftir reglum, sem borgar-
stjórn setur eftir tillögum ráðsins en
skólamálaráð skal þar m.a. hafa í
huga 18. gr. grunnskólalaga.“
Tillaga Þorbjörns
og Kristínar
Þegar hann hafði lagt fram þessa
bókun, lögðu Þorbjöm Broddason og
Kristín Arnalds fram tillögu, sem er
svohljóðandi: „Við leggjum til, að
gert verði hlé á fundi Skólamálaráðs
þar til náðst hefur til fræðslustjóra
og kennarafulltrúa og þannig tryggt
lögmæti þessa fundar. Vísað er til
58. gr. sveitarstjómarlaga og erindis
forstöðumanns lögfræði- og stjóm-
sýsludeildar frá 15. júlí 1986 og
álitsgerðar Guðríðar Þorsteinsdóttur
hdl. dagsettrar 15. ágúst 1986 sem
lögð var fram í fræðsluráði þann
fyrsta þessa mánaðar." Þessi tillaga
var felld með þremur atkvæðum
gegn tveimur, „enda höfðum við
enga heimild til þess að boða fulltrúa
á fund, sem ekki var búið að sam-
þykkja af borgarráði eða borgar-
stjórn," sagði Ragnar Júlíusson.
Bókun minnihlutans
Eftir að þessi tillaga var felld,
lögðu þau Þorbjöm og Kristín fram
eftirfarandi bókun: „Við hörmum
þessa afstöðu meirihluta skólamála-
ráðs og lýsum því yfir að vefengja
megi allar ákvarðanir þessa fundar.
Við setjum því hér með alvarlega
fyrirvara um allar ákvarðanir þessa
fimdar. Við munum eigi að síður sitja
þennan fund til enda þar eð hvorki
hefur fengist úrskurður ráðuneytis
né borgarlögmanns varðandi það
deilumál sem upp er komið."
Ragnar lagði að því búnu fram
bókun, þar sem hann vísaði til fyrri
bókunar sinnar og héldu fundarstörf
síðan áfram. „A dagskránni voru
einungis mál, sem varða framhalds-
skólana í Reykjavík, sem reknir eru
af ríki og borg í sameiningu, og fjár-
mál Reykjavíkurborgar, þ.e. aðeins
var rætt um mál, sem ótvírætt heyra
undir skólamálaráð," sagði Ragnar.
Fundur fræðsluráðs.
Ragnar Júlíusson boðaði síðan til
fundar í fræðsluráði að kröfu Þor-
bjöms, Kristínar og fræðslustjóra frá
fundi fræðsluráðs þann 1. septem-
ber. Sá fundur hófst kl. 14.00 og
voru þar mættir kennarafulltrúar og
fræðslustjóri svo og kjömir fulltrúar,
sem em þeir sömu og í Skólamála-
ráði. Fundurinn hófst með bókun frá
kennarafulltrúunum og Þorbimi og
síðan kom fræðslustjóri með nýja
dagskrá, „sem var umfram þá dag-
skrá sem ég hafði sent út og sem
var með níu mál á dagskrá og af
þeim þrjú afgreidd og þremur vísað
til skólamálaráðs," sagði Ragnar.
Þegar afgreidd höfðu verið þau sex
mál, sem ekki höfðu verið afgreidd
eða vísað til Skólamálaráðs, lýsti
fræðslustjóri því yfir að tilgangslaust
væri að halda áfram og óskaði þess
að fundi yrði frestað, en lýsti því
jafnframt yfir að hún myndi ekki
afhenda fundargögnin, sem henni
hefðu borist, fyrr en úrskurður hefði
komið um starfssvið sitt. Ragnar sá
ekki ástæðu til þess að halda áfram
og sleit fundinum.
Bréfaskriftir fræðslu-
stjóra til mennta-
málaráðherra
Áslaug Brynjólfsdóttir sendi
menntamálaráðherra bréf í byijun
ágústmánaðar, þar sem hún gagn-
rýnir stofnun skólamálaráðs, og segir
hana ólögmæta. Jafnframt hefur hún
ítrekað skrifað ráðherra bréf og far-
ið fram á að hann skilgreindi starfs-
svið sitt að nýju í ljósi þeirra
breytinga, sem orðið hafi á stjórn
fræðslumála í Reylq'avík. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hefur
menntamálaráðherra ekki svarað
bréfum Áslaugar. Hann og borgar-
stjóri munu nýlega hafa átt fund um
málið, en komust ekki að niðurstöðu.
Fimmtíu börn hafa fæðst
eftir tæknifrjóvgun
„Við vonumst til að fara aftur
í gang í haust,“ sagði Jón Hilmar
Alfreðsson, læknir í samtali
við Morgunblaðið, en eins og fram
kemur í frétt á baksiðu hafa
tæknifijóvganir hér á landi verið
stöðvaðar vegna hertra reglna um
smitvarnir. Tilraunir með tækni-
frjóvganir hófust á íslandi fyrir
sex árum og hafa um 50 börn
fæðst eftir að mæður þeirra gen-
gust undir slíka aðgerð. Jón
Hilmar sagði hins vegar að niikið
fleiri hefðu reynt meðferðina og
væri árangurinn nálægt 70 af
hundraði.
„Þetta er fremur venjulegt hlut-
fall miðað við það sem tíðkast
almennt og og getur talist góður
árangur miðað við margar aðrar
aðferðir sem notaðar eru gegn ófrjó-
semi. Tæknifijóvgun gefur bestan
árangur í þeim tilfellum,“ sagði hann.
Eftirspumin eftir tækniftjóvgun-
um er töluverð og er biðlistinn orðinn
í lengra lagi, einkum vegna þess að
engar aðgerðir hafa verið fram-
kvæmdar á þessu ári.
„Við erum að vona að við önnum
þessari eftirspum og getum gengið
á þennan biðlista," sagði Jon Hilm-
ar. „Ég geri ráð fyrir því að þessar
aðgerðir geti orðið almennari. Eftir-
spumin er að aukast eftir því sem
fólk fær betri vitneskju um þetta og
telur biðlistinn nú nokkra tugi.“
Sem stendur er Jón Hilmar eini
læknirinn sem framkvæmt hefur
tæknifijóvganir á íslandi, en hann
sagði að fleiri þyrfti til, ef anna ætti
eftirspuminni.
Einhver bið verður á því að fyrsta
„glasabarnið" fæðist á íslandi og
sagði Auðólfur Gunnarsson, kven-
læknir á Landsspítalanum, að enn
hefði undirbúningur að slíkum fæð-
ingum ekki hafist að ráði.
„Við emm aðallega að bíða eftir
því að árangur tilrauna með glasa-
bamafæðingar erlendis batni, áður
en við fömm að reyna þetta hér.
Eins og er, heppnast svona fæðingar
einungis í undantekningartilfellum
og á meðan höldum við að okkur
höndunum og fylgjumst náið með.“
sagði Auðólfur.
Hann sagði að ekki væri þess að
vænta að slíkar fæðingar fæm fram
íslandi innan tveggja ára, nema til
kæmu einhveijar stórtækar fram-
farir í þessum efnum erlendis.
„Svona fæðingar em talsvert dýr-
ar og við höfúm ekki talið það svara
kostnaði að fara útí þetta af fullum
krafti, á meðan árangurinn er ekki
betri annars staðar," sagði Auðólfur.