Morgunblaðið - 09.09.1986, Side 46

Morgunblaðið - 09.09.1986, Side 46
46 ÖÓRGÚNBÍÖUDro' t>RIÐJÚDÁGÚR;9. SE^MÉER V estur-Barðastrandarsýsla Bjartsýni þrátt fyrir fólksfækkun VESTUR-B ARÐ ASTRAND ARSÝ SL A nær yfir suðurhluta Vest- fjarðakjálkans. Þar eru þijú sjávarþorp, Patreksfjörður, Tálkna- fjörður og Bíldudalur, og nokkur sveitabyggð. Þessi byggð hefur frekar átt í vök að verjast enda eru Vestfirðirnir eini landshlutinn þar sem fólki hefur fækkað á þessari öld þrátt fyrir að fjöldi þjóðar- innar hafi þrefaldast á þeim tíma. fækkaði þá úr 2.035 í 1.964. Því Þegar 20. öldin gekk í garð bjuggu á VestQörðum 12.481, af "'' 78.470 íbúum landsins. Nú eru íbú- ar iandsins rúmlega 240 þúsund en fólki á Vestfjörðum hefur fækkað í u.þ.b. 10.000. Misjafnlega hefur þetta komið niður á byggðarlögum, sjávarplássin hafa stækkað en mik- il fækkun orðið í sveitunum, eins og berlega kom í ljós við síðustu kosningar í Múlasveit í Austur- Barðastrandarsýslu. Fólksflótti, sem hafði stöðvast að mestu á áttunda áratugnum, gerði aftur vart við sig í fyrra. Fólki í Vestur-Barðastrandarsýslu er ástæða til að spyija hvort segja megi að byggðin standi tæpt. Þegar blm. Morgunblaðsins var á ferð þama um miðjan ágúst innti hann Einar Guðmundsson oddvita Barða- strandarhrepps, Magnús Bjömsson oddvita Suðurfjarðarhrepps, Guðjón Indriðason oddvita Tálknafjarðar- hrepps og Sigurð Viggósson oddvita Patrekshrepps, eftir því hvemig framtíðin legðist í þá. Hljóðið var frekar gott í þeim öllum, en fram kom hjá þeim að kvótakerfi til sjós og lands sniði mönnum heldur þröngan stakk. Þá vildu þeir fá umbætur í samgöngu- málum, en þau em erfíð í sýslunni á vetrum. Vegurinn suður er lokað- ur á vetrum, en hægt er að fara með ferjunni Baldri yfír Breiða- flörð, en það er gamall og ekki allskostar hentugur farkostur. Því vilja menn fá nýja og hentuga feiju, en slíkur farkostur hefur nokkuð lengi verið á teikniborðinu. „Við viljum ekki fleiri teikningar, heldur eitthvað áþreifanlegt," eins og einn þeirra komst að orði. Flugsamgöng- ur töldu þeir nokkuð góðar, en það nýttist ekki sem skyldi þar sem vegir væru slæmir. Þá töldu þeir að meira af verðmætum þeim sem skapast í sjávarútvegi ættu að koma til ráðstöfunar í heimabyggðum og töldu þeir fijálst gengi mikilvægt til þess. Rauðasandur: * „Trúi ekki öðru en að enn sé hægt að verða bóndi á Islandi“ Albert Gíslason og Ólöf Erna Ólafsdóttir. EKKI blæs byrlega fyrir land- búnaði hér á landi um þessar mundir. í nýlegri skýrslu kemur fram að bændur séu helmingi of margir og víða að berast fréttir um að menn helli niður mjólk þar sem búið sé að framleiða upp í kvótann. Samt er enn til fólk sem tekur sig upp af mölinni og flytur út I sveit og fer að búa. Albert Gíslason og Ólöf Erna Ólafsdóttir heita ung hjón sem í vor fluttu úr vesturbænum í Reykjavík vestur á það forn- fræga höfuðból Bæ á Rauða- sandi. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti þau að máli og innti þau fyrst eftir því hvemig þeim hafí komið til hug- ar að leggja út í þetta. „Það hefur alltaf verið í mér að verða bóndi" sagði Albert. „Þetta dæmi leit ekki svo illa út þegar við vorum að kaupa jörðina í febrúar í ’ vetur, en svo kom reglugerðin um kvótann rétt á eftir, og hún setur strik í reikninginn. Eg vil ekki trúa öðru en að það sé enn hægt að verða bóndi á íslandi. Það er mögulegt ef menn fá nógu mikinn framleiðslu- rétt, en það er eins og menn vilji fækka bændunum. En það hafa svo margir vinnu af þjónustu við land- búnaðinn að ef bændum fækkar til dæmis um helming þá mega líklega 25% íslendinga flýja land, og hvað eiga bændur að fara að gera, eiga þeir kannski að fara að stunda inn- flutning. Maður trúir því enn að þetta gangi. Það er einhver auka- kvóti sem er ætlaður handa frumbýl- ingum.“ Aldrei líkað í Reykjavík Albert sagðist hafa verið í sveit frá því hann mundi eftir sér, fyrst í Trékyllisvík, en svo var hann ráð- inn að Bæ í gegnum ráðningarskrif- stofu landbúnaðarins. „Ég hef aldrei kunnað almennilega við mig í Reykjavík, maður er ekki í neinu sambandi við náttúruna þar,“ sagði hann. Albert er 25 ára gamall, múr- ari að mennt og byggði hann ásamt Gísla föður sinum, sem er húsasmið- 'ur, á nokkrum bæjum á Rauðasandi, þar á meðal hlöðu og flatgryfjur í Bæ. Ólöf aftur á móti hafði aldrei ver- ið í sveit nema í heimsókn. Hvemig ætli það sé fyrir 23 ára stúlku úr vesturbænum að gerast bóndakona vestur á fjörðum. „Ég var búin að kynna mér út í hvað ég var að fara. Það er ekki erfíðara starf að vera bóndakona en að vinna fyrir sunnan, en það tekur tíma að venjast þessu. Maður er stöðugt að læra eitthvað nýtt. Mestu viðbrigðin eru náttúru- lega að allt fólkið mitt er í bænum, þótt ég hafí svo sem ekki verið allt- of dugleg að heimsækja það meðan ég bjó þar. Ég kann bara ágætlega við kýmar, það er ekkert óskaplega bindandi ennþá að sinna þeim, en það kemur þegar þær fara að bera. Samt hef ég ekki komist frá neinn heilan dag,“ sagði hún. Þau eru nú með 26 mjólkandi kýr og yfír 20 kálfa og geldneyti. Þá ætla þau að fá sér nokkrar kindur í haust, en fá ekki að vita hve margt þau mega hafa fyrr en kvótanum er úthlutað. Einnig eru þau með nokkra hesta, en þau hafa átt hesta frá 1978. „Ég ætla að reyna að koma mönnum hér upp á að smala á hestum. Það er engin ástæða til að menn séu að hlaupa um öll fjöll eins og þreyttir hundar," sagði Al- bert. „Við kaupum jörðina með öllu meðfylgjandi á fímm milljónir, sem er aðallega yfirtaka á skuldafeni. Fjós og hlaða em ný og einnig íbúð- arhúsið, það er að vísu eftir að pússa þau að utan. Fjósið er eins tækni- vætt og mögulegt er. Hér er svo gamalt stórt Qós, smíðað 1946, sem ég ætla að innrétta fyrir kindur, hross og vélamar. Þær em ekki of góðar en maður verður að notast við þær fyrst um sinn.“ Fomfrægt höfuðból „Það er náttúralega mjög skemmtileg saga sem fylgir þessu fomfræga höfuðbóli, en nú skiptir ekki máli hvað jarðir em stórar, það er kvótinn sem skammtar hvað má framleiða. Jörðinni fylgja ýmis hlunnindi sem em hátt metin í fast- eignamati, en koma nú að litlum notum eins og selveiðin. Þá fylgir jörðinni hlutur í lítilli laxveiðiá, en takmarkað er hægt að rækta hana upp. Að vísu hefur maður fengið bjargfuglsegg í landshlut úr þeim hluta Látrabjargs, Bæjarbjargi, sem er eign jarðarinnar. Það á ég eftir að nýta í framtíðinni, en það viðraði aldrei þegar maður ætlaði í sumar. Heyfengur er hér mikill og auð- fenginn. Það em að vísu aðeins skráð hér 2 hektara tún þar sem mjög lítið hefur verið ræktað, en túnin em tilbúin frá náttúmnnar hendi. Sjór gengur upp á hluta þeirra á vetuma og skilur eftir sig þara og allskyns msl. Maður þarf bara að brenna sinuna og fjarlægja mslið og bera á. Landið er að vísu allblautt, en það kemur ekki að sök þar sem mest er heyjað í vothey. Það er líka áhættusamt að heyja í þurrhey, þar sem það gerir oft norð- austan sviptibylji af fjallinu sem feykir heyinu burt. í fyrra rifu þeir bagga upp í loftið og splundmðu þeim.“ Það hefur verið flölmennt hjá ungu hjónunum í sumar, þótt ekki sé það í líkingu við það sem áður var, þegar yfír 40 manns vom í heimili í Bæ. Þau hjónin eiga eina dóttur, Vilborgu Lilju, sem þau segja þegar vera orðna mjög efni- lega við búskapinn þótt hún sé ekki nema þriggja ára gömul. Auk þess hafa verið hjá þeim þtjú böm í sveit. Þá hefíir verið straumur af ættingjum að líta á búskapinn. Þeg- ar blaðamaður leit við vom í heimsókn tvær systur húsfreyju og foreldrar bónda. Þegar Gísli Al- bertsson var spurður hvemig honum litist á þetta tiltæki sonar síns, sagðist hann ekkert vilja um það segja, en bætti við hlæjandi: „Gera ekki allir sínar vitleysur ein- hvem tímann." Patreksfjörður er stærsta kauptúnið á sunnanverðum Vestfjörðum, en þar býr um helmingur ibúa Vestur-Barðastrandarsýslu, 966 af 1.964 ibúum sýslunnar. Þrátt fyrir fólksfækkun i fyrra eru menn almennt bjartsýnir á framtíð byggðarinnar á þessum vestasta út- kjálka Evrópu. Patreksfj örður: „Framtíðin liggur í full- vinnslu sjávaraflans“ — segir Sigurður Viggósson oddviti PATREKSFJÖRÐUR átti sitt blómaskeið á árunum fyrir stríð. Um 1960 var hnignunarskeið sem endaði með að togaraútgerð lagðist af, en aftur glaðnaði til með vaxandi bátaútvegi. Hin siðustu ár hafa aftur verið Pat- reksfirðingum erfið. Vertíðarbátum fækkaði úr 11 í 3 og annað frystihúsið í þorpinu hætti starfsemi og hitt lenti í miklum rekstrarörðugleikum sem ekki er séð fyrir endann á ennþá. Þá hefur Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga sem hefur aðalaðsetur sitt á Pat- reksfirði orðið að draga saman seglin. PatreksQörður hefur löngum ver- ið þjónustumiðstöð sýslunnar, enda langstærsti staðurinn með rúmlega 1.000 íbúa. í fyrra fækkaði fólki þó úr 1.002 í 965, sem er umtals- verð minnkun í ekki stærra sveitar- félagi. Á Patreksfírði er staðsett sjúkrahús, sýslumaður og löggæsla fyrir alla Barðastrandarsýslu, tré- og jámsmíðaverkstæði og fleiri þjónustufyrirtæki. En undirstaða byggðarinnar er eins og í öðmm sjávarþorpum fíystihúsið, og þar sem oddviti Patreksfírðinga, Sig- urður Viggósson, er jafnframt stjómarformaður Hraðfrystihúss Patreksijarðar hf., var sjálfgert að spyija hann hvort byggð stæði ekki á brauðfótum með ekki sterkari undirstöðu. Hann taldi svo ekki vera: „Ég tel að H.P. sé nú eins vel rekið og hægt er að ætlast til. Fjárhagsleg endurskipulagning fór fram í árs- byijun 1984, en því er ekki að neita að fjárhagsstaðan er slæm. En ég á von á að frystingin skili hagnaði í ár og að togarinn skili einnig rekstrarafgangi, “ sagði hann. „Ég tel vanda Patreksfjarðar vera hluta af almennum vanda sjáv- arútvegsins, nema að við urðum fyrir áfalli 1981 þegar frystihúsið Skjöldur hf. hætti starfsemi sinni og um svipað leyti hættu tveir menn útgerð hér. Við misstum átta báta burtu og alvarlegast við þetta var að við missum kvóta burtu líka. Afli hér minnkaði úr 12.000 tonnum árið 1980 í 7-8.000 tonn í ár og það sér hver maður að það munar um minna. Ég tel að ffamtíðin liggi í frek- ari fullvinnsiu sjávarafla hér á staðnum. Fiskiðnaðurinn er stóriðja okkar Vestfirðinga, en það verður að gera fískvinnslunni kleift að borga betri laun. Undirstöðuat- vinnuvegimir eiga að fá úrvalið úr vinnuaflinu. Til þess verða menn að fá að halda fjármununum þar sem þeirra er aflað í ríkari mæli en nú tíðkast. Fijáls gjaldeyris- markaður væri til mikilla bóta. Sigurður Viggósson oddviti Pat- reksfirðinga telur að framtíðar- uppbygging muni byggjast á frekari fullvinnslu sjávarafla. Allskyns milliliðir fyrir sunnan taka alltof stóran skerf til sín. En fyrst og fremst verðum við að losna við kvótakerfið, það gengur ekki að mönnum sé skömmtuð lífsafkoman að sunnan. Menn hér hafa gert eins mikið úr þeim físki sem á land hefur bor- ist og kostur hefur verið. Til marks um það geta menn haft, að ekki hefur farið nokkur fískur héðan í gámum í tvö ár og skipin hafa ekki siglt með físk nema þegar þau hafa farið í slipp. En það vantar fjár- hagslegt bolmagn til að koma nýjungum í vinnslu sjávarafla af stað. Að vísu var farið af stað með rækjuvinnslu, en hún héfur liðið fyrir hráefnisskort. Auk þess hafa tekið til starfa hér síðustu tvö ár tvær litlar fiskverkunarstöðvar. Patreksfjörður hefur ekki alfarið hagnast á því að vera þjónustumið- stöð svæðisins. Laun í þjónustu em lægri en í fiski, sem skýrir lægri meðaltekjur hér en í nágranna- byggðunum. Atvinna hefur verið nokkuð stöðug hér síðustu árin. Fólksfækkunin er ekki eins alvarleg og hún lítur út fyrir, þar sem það er mikið eldra fólk sem flytur burt, fólk sem ekki endist lengur í hina hörðu lífsbaráttu hér við sjávarsí- ðuna, þar sem fólk er ekkert að dútla frá 9 til 5 heldur vinnur hörð- um höndum, 12—14 tíma á dag að jafnaði. Samt er ég bjartsýnn á framtíð- ina. Ég held að við séum komnir niður í öldudalinn og héðan í frá liggi leiðin upp á við,“ sagði Sigurð- ur Viggósson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.