Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIg, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
47
Tálknafj örður:
„Vantar ekki fisk í sjóinn“
— segir Guðjón oddviti Indriðason
TÁLKNAFJÖRÐUR hefur verið
sjávarpláss í stöðugum uppgangi
undanfarin ár, en i fyrra gerðist
það í fyrsta skipti að fólki fækk-
aði þar, að vísu litið, eða úr 370
í 364. Guðjón Indriðason oddviti
var inntur eftir því hvort það
væri farið að halla undan fæti
fyrir byggðarlaginu.
Hann sagði að engin feigðar-
merki væru sjáanleg á byggðarlag-
inu. Atvinna væri næg og unga
fólkið settist jafnt að eins og það
færi burtu. Að vísu hafi lítið verið
byggt síðustu tvö árin, en þeim mun
meira hefði verið byggt árin á und-
an. Atvinnurekstur gengi eins vel
og mönnum leyfðist fyrir ofstjóm-
inni að sunnan. A staðnum væri
hraðfrystihús sem gerði út einn
togara, fiskverkun sem væri með
þijá báta, vélsmiðja og vélaverk-
stæði. Þá era nokkrir aðilar famir
af stað með tilraunir með laxeldi.
Guðjón er frá Grenivík við Eyja-
Qörð, en fluttist til Tálknaijarðar
fyrir 13 áram. Hann er sjómaður
að atvinnu, og taldi hann að sjávar-
útvegur gæti enn staðið undir
uppbyggingu atvinnulífsins. Leyndi
sér ekki að hann var mjög ósáttur
með kvótakerfið, „að menn skuli
ekki lengur fá að físka eins og þeir
era menn til“. Sagði hann að afli
gengi alltaf í bylgjum. „Kvótinn er
alltof naumt skammtaður. Það
vantar ekki fisk í sjóinn núna. Mað-
ur sér það af því að vertíðin sem
áður stóð til 15. maí er nú búin á
páskum. Við getum náð árskvótan-
um á fjóram mánuðum. Það er
alrangt að ofQárfesting í sjávarút-
vegi valdi erfíðleikum þjóðarinnar
núna. Ég er viss um að ef jafnstór
hluti þjóðarinnar væri í físki í dag
Magnús Bjðrasson oddviti Bflddælinga lítur velþóknunaraugum á vinnu-
brögð f frystihúsinu.
Bíldudalur:
Guðjón Indriðason oddviti Tálkn-
firðinga telur ekki vanta fisk í
sjóinn, og þvi mætti kvótakerfið
alveg missa sín.
og var um aldamót, með núverandi
samgöngutækni, þá væram við ís-
iendingar ríkasta þjóð í heimi."
Guðjón er einn af þeim sem era
famir af stað með fískeldi. Sagði
hann að þeir hefðu farið út í þetta
þegar kvótinn var settur á til að
hafa eitthvað að gera. Sagði hann
það hafa gengið þokkalega, en eng-
ir framtíðarmöguleikar væra til sem
ekki fylgdi áhætta, en það ætti að
geta verið rekstrargrandvöllur fyrir
þessu.
Guðjón var sáttur við samgöngur
í lofti og á sjó, en flogið er sex daga
í viku á Patreksfjörð og Bíldudal,
og skip Skipaútgerðar ríkisins koma
vikulega við, en vegimir eru að
hans mati lélegir þótt þeir hafí að
vfsu faríð batnandi. Sagði hann að
lokum, að Tálknafjörður væri stað-
ur sem ætti mikla framtíð fyrir
sér, og þar ættu að öllu eðlilegu
að búa miklu fleira fólk.
Næg atvinna og
góðar tekjur
BÍLDUDALUR er staður sem má
muna tfmanna tvenna. Um aldamót
var hann einn blómlegasti þétt-
býlisstaðurinn á landinu, en á
sfðasta áratug var svo komið að
Bfldudalur átti einna erfiðast upp-
dráttar af sjávarplássum hér við
land. Sfðustu árin hefur svo ræst
úr fyrir Bíldælingum. f fyrra
fækkaði þó fbúunum úr 360 f 341.
Þá var togari sá sem hafði séð
byggðarlaginu fyrir fiski, Sölvi
Bjamason, boðinn upp sl. haust, en
heimamenn keyptu hann aftur í vor,
en áður var hann í eigu aðila á
Tálknafírði. Þá hætti Kaupfélag
Vestur-Barðstrendinga á Patreksfirði
I sumar rekstri verslunar sinnar á
Bfldudal, en hlutafélag heimamanna
leigði hana til nokkurra mánaða til
að byrja með.
Blm. Morgunblaðsins hitti Magnús
Bjömsson oddvita Suðurfíarðar-
hrepps að máli og spurði hann fyrst
hvemig hljóðið væri í mönnum.
„Það er gott. Mönnum lfður vel
héma, meðaltekjur eru háar, slagar
hátt í landsmet, og atvinna hefur
verið næg,“ sagði Magnús. íbúafjöld-
inn hefur staðið f stað í nokkur ár.
Fólk kemur í staðinn fyrir það sem
flytur burt.
Fiskvinnslan hf. sem rekur fíysti-
hús og litla fiskimjölsverksmiðju, er
aðalatvinnuveitandinn, en þar að auki
er rekin hér rækjuvinnsla og svo era
þessi venjulegu þjónustufyrirtæki,
vélsmiðja, trésmíðaverkstæði, banka-
útibú og svo framvegis. Samgöngur
era þokkalegar í lofti, en vegakerfíð
er voðalegt, maður heyrir að það
fæli ferðamenn frá. Þá vantar fé í
höfnina héma.“
Þar sem Magnús starfar sem skrif-
stofustjóri Fiskvinnslunnar hf. var
hann spurður hvemig reksturinn
gengi.
„Hann gengur bara þokkalega, það
hefiir oft gengið verr. í fyrra var
slæmt ár og við misstum togarann á
uppboð, en við keyptum hann aftur
f mars á 150 milljónir. Þaraf er eigið
fé 30 milliónir en við skuldum 120
milljónir. Ovissan með togarann var
erfíð, en nú er betra hljóð í mönnum.
Það var viss léttir að málum skuli
hafa verið komið á hreint. Dauða-
stríðið var orðið ansi Iangt. Það
gengur ágætlega að reka skipið enda
aðstæður allt aðrar eftir að olíuverð
lækkaði. Það verður erfíðast að
standa undir viðhaldinu þegar þar
að kemur."
Texti: BIRGIR ÞÓRISSON
Myndir: ÞORKELL ÞORKELS-
SON OG FLEIRI
Innritun fer fram dagana
1.—11. september
kl. 10-19 í símum
40020 og 46776.
Kennsluönnin er 15 vikur, kennsla hefst 11. september og önninni
lýkur með jólaballi. Til að tryggja góða kennslu er fjöldi nemenda
í hverjum hópi takmarkaður.
FÍD - Betri kennsla - betri árangur.
Við kennum þér alla almenna
dansa, bæði samkvæmisdansa l
og gömlu dansana.
Bamadansar fyrir yngstu
kynslóðina.
Byrjenda- og framhaldsflokkar.
%
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar
Auðbrekku 17, Kópavogi. Símar 40020 og 46776.
Sex eininga Salix hillusamstæða frá VIÐJU á kr. 23.800,-
Hvít með bláum eða rauðum skúffum og skápahurðum.
20% UTBORGUM
12 MÁHAÐA QREIÐ5LUKJÖR
HUSGAGNAVERSLUNIN
Þar sem
góðu kaupin
gerast
Smiðjuvegi 2 Kópavogi
simi 44444
■
li 111 $ ♦ IIIP /
] w 1