Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 48

Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 a. * ”>•1 Hestamót Snæfellings á Kaldármelum: Olsarar og Hólm- arar hirtu flest verðlaun mótsins Hestamannamót Snæfellings var haldið á Kaldármelum 25/7-26/7 sl. Af áhorfenda- fjölda mátti vel merkja að þetta var síðasta helgin fyrir verzlun- armannahelgina, en þó komu mun fleiri ríðandi en oft áður. Mótið fór vel fram og var ágætis veður allan tímann, en seinni daginn var sól allan dag- inn og heldur hvasst til kapp- reiða, þó voru tímar í hlaupum bara þokkalegir miðað við að 6—7 vindstig voru á móti allar kappreiðarnar. Þetta var mót ungu reiðmann- anna, í gæðingakeppninni komust ungir knapar í 1. og 2. sætið í B-fl. og 2. og 3. sætið í A-fl. En þetta eru þeir Lárus Hannesson og Guð- mundur Bæringsson, Stykkishólmi. Þeir háðu einvígi í báðum þessum greinum við Jóhannes Kjartansson frá Olafsvík, sem sigraði í A-fl. og varð 3. í B-fl. Óhætt er að segja að Ólsarar og Hólmarar hafa skipst á verðlaunum í unglingakeppninni, en Ólsarar sigruðu yngri flokkinn, hlutu 1., 2. og 3. sætið, en Hólmarar 1., 2. og 3. sætið í eldri flokki. íþróttamót nýstofnaðrar íþrótta- deildar Snæfellings var haldið nú í fyrsta sinn og var það sama uppi á teningnum og í gæðingakeppn- inni. Sömu knapar urðu í þremur efstu sætum í fjórgangi og fimm- gangi og í A- og B-fl. gæðinga, þeir Jóhannes, Lárus og Guðmund- ur. íþróttakeppnin tókst vel í alla staði og höfðu áhorfendur gaman af þessari nýju grein og sérstaklega af keppni unglinganna. Það vakti sérstaka athygli að 9 ára snáði frá Ólafsvík, Sigurður Stefánsson, komst þar upp á milli elstu ungling- anna bæði í fjórgangi og tölti. Stigahæsti knapinn varð í flokki fullorðinna Lárus Hannesson, en í flokki unglinga Högni Högnason, báðir frá Stykkishólmi. Úrslitakeppnin í tölti fór fram eftir hópreið á laugardag og var hún jöfn og skemmtileg. Þar sigr- aði Ásbjöm Pálsson frá Hauka- tungu á glæsihestinum Frama og var Ásbjöm eini knapinn sem varð eitthvað ágengt gegn veldi Ólsara og Hólmara á þessu móti. Það sem vakti kannski mesta Högni Högnason frá Stykkishólmi stigahæstur unglinga ásamt Gló- faxa sínum sem hann keppti á. Frami og Ásbjörn frá Haukatungu, sigurvegarar i tölti. athygli var að sömu menn hirtu þama öll verðlaun og á það við bæði í gæðingakeppni og íþrótta- keppni hjá fullorðnum og ungling- unum, en þeir hafa einfaldlega verið á bestu hrossunum og verið bestu knapamir í þetta sinn. Úrslit urðu sem hér segin A-flokkur gæðinga 1. Blakkur 6 vetra, brúnn, F.: Gustur, M.: Nótt, eigandi og knapi Jóhannes Kjart- ansson, Ólafsvík, 8,17. 2. Eik 8 vctra, jörp, F.: Sörli 876, Stykkis- hólmi, M.: Svarta Stjama, eigandi og knapi Guðmundur Bæringsson, Stykkis- hólmi, 8,15. 3. Þrymur 6 vetra, rauðstjömóttur, F.: Þáttur 722, M.: Þema 4394, eigandi Siguijón Helgason, Stykkishólmi, knapi Láms Hannesson, Stykkishólmi, 7,97. B. flokkur gæðinga 1. Blær 8 vetra, rauður, F.: Ófeigur 818, M.: Blika, Stakkhamri, eigandi og knapi Láms Hannesson, 8,29. 2. Straumur 7 vctra, jarpur, F.: Jarpur, M.: Sóla, cigandi Valentínus Guðnason, Stykkishólmi, knapi Guðmundur Bær- ingsson, 8,23. 3. Hrefna 8 vetra, brún, F.: Hrafn 802, M.: Stjama, eigandi Ólafur Kristjánsson, Ólafsvík, knapi Jóhannes Kjartansson, Ólafsvík, 8,19. Unglingar, eldri flokkur 1. Vignir Jónasson, Stykkishólmi, á Blesa 12 vetra, rauðblesóttum, 8,16. 2. Högni Högnason, Stykkishólmi, á Gló- faxa 8 vetra, rauðblesóttum, 8,10. 3. -4. Sæþór H. Þorbergsson, Stykkis- hólmi, á Roða 6 vetra, rauðum, 7,92. 3.-4. Laufey Bjamadóttir, Stakkhamri, á Þokka 6 vetra, bleikum, 7,92. Unglingar, yngri flokkur 1. Sigurður Stefánsson, Ólafsvík, á Þokka 5 vetra, rauðum, 7,95. 2. Jónas Stefánsson, Ólafsvík, á íris 9 vetra, grárn, 7,93. 3. Kristín B. Ásgeirsdóttir, Ólafsvík, á Al- bert 4 vetra, brúnum, 7,82. Fjórgangur 1. Jóhannes Kjartansson, á Hrefnu, 37,5. 2. Láms Hannesson, á Kolskeggi, 45,1. 3. Guðmundur Bæringsson, á Straumi, 42. Fimmgangur 1. Jóhannes Kjartansson, á Blakk, 48,4. 2. Láms Hannesson, á Þrymi, 53. 3. Guðmundur Bæringsson, á Eik, 26,6. Tölt 1. Ásbjöm Pálsson, Haukatungu, á Frama, 56,6. 2. Guðmundur Bæringsson, á Straumi, 45. 3. Láms Hannesson, á Kolskeggi, 47,9. Fjórgangur unglinga 1. Högni Högnason, á Glófaxa, 45,6. 2. Vignir Jónasson, á Blesu, 40,5. 3. Sigurður Stefánsson, á Þokka, 39,9. Tölt unglinga 1. Högni Högnason, á Glófaxa, 57. 2. Lipurtá, eigandi Ragnar Ágústsson, Ól- afsvlk, knapi Jóhann G. Jóhannsson, Rvík, 16,5 sek. 3. Blær, eigandi Sigriður Stefánsson, Ól- afsvfk, knapi Jóhann G. Jóhannsson, 17,2 sek. Gæðingaskeið 1. Láms Hannesson, á Sjan, 70. 2. Jóhann G. Jóhannsson, Reykjavík, á Blæ, 70. 3. Jóhannes Kjartansson, á Blakk, 50. Islensk tvíkeppni og stigahæsti keppandinn Láms Hannesson, 92,5 stigog 215,5 stig. Islensk tvíkeppni og stigahæsti keppandi unglinga Högni Högnason, 102,6 stig. 150 metra skeið 1. Vigri, eigandi Jóhannes Þ. Jónsson, knapi Kristján R. Kristjánsson, Hafn- arf., 15,8 sek. 250 metra unghrossahlaup 1. Ófeig, eigandi og knapi Jens Pétur Högnason, Gmndarfirði, knapi Öm Þór Alfreðsson, Gmndarfirði, 19,6 sek. 2. Kóngur, eigandi og knapi Hörður Her- mannsson, Stykkishólmi, 19,9 sek. 3. Kolbrún, eigandi Guðbrandur Reynisson, Nýjabæ, 20 sek. 350 metra stökk 1. Ófeigur, eigandi Sturla Böðvarsson, Stykkishólmi, knapi Vignir Jónasson, Stykkishólmi, 27 sek. 2. Frosti, eigandi Sigurður I. Ámundason, Borgamesi, knapi Páll Svansson, Borg- amesi, 27,2 sek. 3. Jökull, eigandi Ámundi Sigurðsson, Borgamesi, knapi Páll Svansson, 27,4 sek. 250 metra skeið 1. Drottning, eigandi Kristján Leósson, knapi Ámundi Sigurðsson, Borgamesi, 23,1 sek. 2. Jökull, eigendur Kristján og Jóhannes, knapi Kristján R. Kristjánsson, 24,9 sek. 3. Gullstjami, eigandi og knapi Gísli Guð- mundsson, 25,3 sek. 300 metra brokk 1. Blær, eigandi og knapi Láms Hannes- son, 35,0 sek. 2. Trítill, eigandi og knapi Jóhannes Þ. Jónsson, 36,6 sek. 3. Kjami, eigandi og knapi Skarphéðinn Ólafsson, Gmndarfirði, 43,2 sek. 2. Sigurður Stefánsson, á Vin, 48. 3. -4. Vignir Jónasson, á Blesu, 45,2. 3.-4. Jón B. Jónatansson, á Berki, 45,2. •t Kolskeggur og Lárus Hannesson frá Stykkishólmi höfnuðu í 3. sæti í tölti. Morgunbiaðið/Bjöm, óiafsvík Jóhannes Kjartansson frá Ólafsvík á Blakk sem kosinn var fegursti gæðingur mótsins. Jóhannes sigraði í A-flokki, þriðji í B-flokki, sigr- aði í fimmgangi og fjórgangi. Nokkuð gott, ekki satt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.