Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 54

Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 Golfkeppni ræðismanna Eins og að vera kom- in heim í svona veðri segir Lyberopulos sem er frá Grikklandi UNGUR piltur að nafni Lyber- polous, sem talaði íslensku eins og ekkert væri sjálfsagðara, vakti athygli okkar er við fylgd- umst með golfmóti ræðismanna á fimmtudaginn var í Grafar- holtinu. Ekki minnkaði undrunin þegar hann tjáði okkur að hann væri frá Grikklandi. Hvernig stendur á því að 15 ára gamall Grikki talar íslensku? „Móðir mín er íslensk og heitir Emilía Koofoed-Hansen, en faðir minn er grískur og hann er ræðis- maður Islands í Aþenu. Eg er fæddur í Grikklandi en við komum hingað til íslands svona tvisvar á ári og þá tala ég alltaf íslensku en við mamma tölum einnig mikið saman á íslensku þannig að ég held málinu við þannig. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem ég kem að sumrinu til því oftast kom- um við um jólin og páskana en það er langt síðan ég hef verið hér um rumar." — Er ekkert erfitt að halda íslenskunni við? „Nei, nei. Við mamma tölum allt- af íslensku þegar við tölum saman og svo tala ég auðvitað íslensku við vini mína hér á landi þegar ég er í heimsókn. Mér finnst þetta ekkert erfítt og ég held að það verði ekk- ert erfiðara með árunum. Ef maður er bara nógu duglegur að tala á íslensku þá gleymir maður málinu ekki.“ — Leikur þú golf í Grikklandi? „Já, ég reyni það og mér finnst það gaman en það eru bara svo fáir krakkar sem leika golf þar og það er ekki gaman að leika golf Morgunblaðið/Ámi Sæberg John Lyberopulos frá Grikklandi missir hér pútt og er að vonum vonsvildnn. Tómas Arnason fylgist með úr fjarlægð. einn. Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik golf hér á landi og mér fannst völlurinn bara góður. Hann er tals- vert styttri en vellimir í Grikklandi. Veðrið? Þetta er bara eins og að vera kominn heim þegar það er svona rok og rigning, en ef það væri svona veður í Grikklandi þá hvarflaði ekki að mér að fara út og leika golf.“ Hefði viljað leika meira — sagði frú Wiesley ræðismannsfrú frá Mexíkó Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Einar Benediktsson sendiherra í Lundúnum slær hér sitt fyrsta högg í „Icelandic Consular Golf“ hjá GR en Einar átti hugmyndina að þessu móti. NOKKRIR ræðismannanna komu liingað til lands með eigin- konur sínar og sumir með alla fjölskylduna. Nokkrar eiginkon- ur mættu til leiks í Grafarholtinu og við ræddum við eina þeirra og var hún komin hingað alla leið frá Mexíkó. Wiesley heitir hún og lét sig ekki muna um að leika golf þrátt fyrir rok, rign- ingu og kulda, sem er nokkuð sem hún er ekki vön frá sínu heimalandi. „Þetta er í fjórða sinn sem ég kem til íslands en þetta er þó í Byrjunin á því að við gerum golfinu hér eitthvað til gagns — segir Einar Benediktsson sendiherra í London fyrsta sinn sem ég leik golf og ég hefði helst viljað halda áfram að leika en sumir eru að fara af landi brott á eftir og því urðum við að hætta þessu. Völlurinn hér er mjög skemmtilegur og þið ættuð endilega að auglýsa ferðir hingað fyrir er- lenda ferðamenn þannig að þeir gætu leikið hér golf. Það er fullt af fólki í heiminum sem hefði áhuga á að leika golf hér á landi og völlur- inn hér er fullboðlegur hverjum sem er,“ sagði þessi skemmtilega frú frá Mexíkó. — Er mikið að gera hjá ykkur í Mexíkó? „Varðandi ræðismannsstarfið? Já, já, það er alveg nóg að gera. Það eru alltaf talsvert margir ís- lendingar sem eru í námi í Mexíkó og síðan eru það ferðamennimir en það er þó ekki hægt að segja að það sé mikill fjöldi. Við höldum allt- af hátíð þann 17. júní og bjóðum þá öllum íslendingum sem við vitum að eru í Mexíkó og þá er mjög gaman. Maðurinn minn hefur verið ræð- ismaður í rúm 30 ár og við kunnum þessu mjög vel. Starfið er ekki erf- itt en það koma þó alltaf tímar þegar mikið er að gera við að kynna land og þjóð.“ — Leikur þú golf í Mexlkó? „Já, það máttu bóka. Ég leik golf á hveijum degi ef ég kem því við og það má eiginlega segja að ég búi á golfvellinum. Þessi völlur héma er mjög skemmtilegur og það hefði verið gaman að leika meira. Ég var með lánssett og það tók mig fjórar holur að venjast því en ég vildi gjaman leika hér með mínu setti og reyna hversu lágu skori ég næði. Veðrið var talsvert annað en maður á að venjast en það kemur á móti að kylflngar Ieika golf í hvemig veðri sem er og láta það ekki hafa áhrif á sig. Þetta var mjög skemmtilegt." EINAR Benediktsson sendiherra íslands í Lundúnum átti hugmynd- ina að þvi að bjóða ræðismönnunum til golfkeppni og eins og sönnum kylfingi sæmir þá lék Einar auðvitað með. Eftir mótið spurðum við Einar hvernig hugmyndin hafi kviknað. „Ég fékk þessa hugmynd í sam- bandi við ferðalag þessara heiðurs- manna hingað til íslands. Ég hef svolítið leikið golf sjálfur og þá bæði í Englandi og Skotlandi og þangað koma margir erlendir kylf- ingar til að leika golf enda er Skotland fóstuijörð golfsins. Sann- leikurinn er sá að á allra síðustu ámm hefur verið gert mikið átak í uppbyggingu golfsins hér á landi og þetta sá ég vel í fyrra er við hjónin fómm hringinn um landið og komum þá við á nokkmm golf- völlum. Þá sá ég að hingað til lands ættu erlendir ferðamenn einnig að geta komið til að leika golf. Þetta verður auðvitað ekki nema reynt sé að vekja athygli á þessum þætti' ísjjenskra ferðamála og því vaj; þaðrað mér datt -í hug að ef ■,.hægt væri að fá ræðismennina til að koma hér og leika golf; og fá' fjölmiðla til að taka á þessu með okkur, þá gætum við byijað svolítið á fjölmiðlun út á við fyrir íslensku golfi. Ég ræddi við forseta GSÍ og GR, en þar er ég meðlimur, og það vom allir mjög ánægðir með þetta þannig að ég hafði samband við vin minn, ræðismanninn í Hollandi, R. Van Erven Dorens, sem er fremsti kylfingur þeirra í mörg ár. Hann tók þessu vel og síðan var slegið til. Við buðum síðan þeim sem áhuga höfðu að koma og leika og ég er þess fullviss að þetta er byij- unin á því að við gerum golfínu hér eitthvað til gagns. Þetta tókst allt mjög vel og menn em mjög ánægð- ir með völlinn." — Hversu eru ræðismannsráð- stefnur sem þessar? „Þetta er þriðja ráðstefnan sem utanríkisráðuneytið efnir til. Það hefur ekki veri&r neinn ákveðjrin áráfjöldi á niilli þefrra. Það vom eins 5-6 ár milli fyrstu og annarrar og nú er farið að saxast á áratug- inn frá því hún var haldin. Þetta er að sjálfsögðu mikið fyrirtæki og þó nokkur kostnaður við þetta. Ræðismennimir kosta sig sjálfir hingað heim en ráðuneytið sér um dvöl þeirra hér. Þetta er míkil fyrir- höfn og kostnaður fyrir þá og aðra þannig að það er ekki hægt að gera þetta mjög oft, enda gera eng- in lönd það. Ég er þeirrar skoðunar, og ég hef engan hitt sem ekki er á henni, að það sé mjög gagnlegt fyrir okk- ur að halda svona ráðstefnur. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni læmm mikið af svona ráðstefnu og að auki er það mikilvægt að ræðis- mennirnir hittist regluíega hér á landi og að þar sé tekið vel á móti þeim og dvölin gerð sem ánægjuleg- ust og þessi ferð hefur verið hreint frábær. Það em rúmlega 180 ræðis- menn starfandi í heiminum og á þessa ráðstefnu komu um 130 manns hvaðanæva úr heiminum. Mest^ var þátttakan í þeim, londum sem næst okkur lrggja e'n þó nokk- uð um að menn kæmu langan veg.“ ““ * • . - , >A- a’ Morxunblaðið/Ámi Sœborx 'Frú Wiesley frá Mexíkó vildi helst vera lengur hér á landi til að spila golf og sagði að við ættum að selja golfferðir hingað til lands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.