Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 58
Wá
i, MffiJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
Sigríður L. Hjalte-
sted — Kveðjuorð
Fædd 31. júlí 1970
Dáin 25. ágúst 1986
Með hlýjum huga hugsum við til
okkar ástkæru frænku, en í návist
hennar ríkti ávallt ánægja og gleði.
Hún fæddist 31. júlí 1970 og
vann hug og hjörtu allra fram til
síðasta dags.
Fyrstu tvö árin bjó hún með for-
eldrum sínum, Báru Guðmunds-
dóttur og Lárusi E. Hjaltested, á
heimili móðurömmu sinnar og þar
af leiðandi í návist minni, en síðan
flutti hún með foreldrum sínum á
næsta bæ, Syðstu-Grund. Þannig
að ekki var langt á milli okkar. Við
stóðum í mikilli þakkarskuld við
hana þegar hún bauð okkur að vera
hér heima og passa Fannar og litla
Sindra okkar, enda var það fyrsta
nafn sem hann gat sagt og kallaði
Sigga öllum stundum, hvort sem
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfílegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er
birtur. Meginregla er sú, að
minningargreinar birtist undir
fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra.
hún var í nálægð eða ekki. Þá var
hún að bíða eftir sínu eigin bami,
sem fæddist 25. nóvember síðastlið-
inn, Birgi Þór Þorsteinssyni.
Með sínu blíða og ljúfa viðmóti
laðaði hún öll böm að sér. Við get-
um ekki skilið þetta óréttlæti, en
það hlýtur að hafa einhvem tilgang
sem við skiljum ekki enn. Hún átti
alltaf hlýju og blítt bros til að miðla
öðmm. Það em ekki allir sem búa
yfir slíku hjarta. Að vera kippt í
burtu í blóma lífsins frá níu mánaða
litlum dreng og unnusta er meira
en nokkur fær skilið. Ekki líður sá
morgunn er ég vakna, að ég hugsi
ekki og voni að þetta hafi bara
verið vondur draumur.
Þeir deyja ungir sem guðimir
elska.
Syni, unnusta, foreldmm og
systkinum viljum við votta okkar
dýpstu samúð.
Guðbjörg, Alexander
og synir.
Elskuleg vinkona okkar er dáin.
Það er erfitt að horfast í augu við
þá staðreynd að hún sé farin frá
okkur, hún sem ávallt var svo hress
og kát og aðeins 16 ára gömul.
Maður fmnur svo mikið hvers
virði góður vinur er þegar eitthvað
bjátar á, þá var hún öll af vilja til
að hjáipa.
Sigga horfði björtum augum til
framtíðarinnar. Henni ólst sonur
25. nóvember 1985, og fórst henni
móðurhlutverkið mjög vel úr hendi,
eins og allt annað sem hún gerði.
Sigga og unnusti hennar, Þor-
steinn, ætluðu að fara að stofna
heimili úti á landi.
En svo gerist það, sem engin
skilur.
Við viljum þakka elsku vinkonu
okkar fyrir samfylgdina í gegnum
þessi ár, minninguna um hana
munum við geyma í hjarta okkar.
Hún var okkur meira virði en marg-
an grunar.
Við biðjum góðan guð að styrkja
fjölskyldu hennar heima á Mið-
Grund, unnusta og son og aðra vini.
Linda, Hugrún og Heiða.
Elsku frænka mín og vinkona er
látin, svo hljóðlega eins og lauf sem
tölnar og fellur af greinum tijánna
á haustin hvarf hún úr okkar til-
veru og eftir er aðeins minningin
ein.
Sigga var góð og skemmtileg
stelpa, hún átti til mikla gleði og
kátínu sem maður smitaðist ósjálf-
rátt af, og hún átti mjög auðvelt
með að kynnast fólki. 011 hennar
sextán ár sem eru ekki mörg af
heilli mannsævi var mikill trúnaður
og vinskapur okkar á milli og er
mjög sárt að horfa á eftir svo góðri
vinkonu sem átti allt lífið framund-
an með unnusta sínum og litla syni.
Það hefur verið höggvið stórt skarð
í líf okkar allra sem hana syrgjum.
Eg veit að það á eftir að vera erf-
itt að koma að Mið-Grund og hitta
ekki Siggu, söknuður minn er meiri
en orð fá lýst. Þetta eru fátækleg
orð um svo yndislega stelpu.
Þakka ég Siggu alltof stutta en
yndislega samfylgd, ég votta Lalla,
Báru, systkinum, unnusta, litla syni
og öðrum ættingjum og vinum,
mína dýpstu samúð og bið Guð að
blessa þau og styrkja á þessari erf-
iðu stundu, blessuð sé minning
hennar.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér.
Hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sælu draumur hár
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
(Halldór Laxness)
Með kveðju
Margrét Einarsdóttir
Karl E. Jóns-
son — Minning
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum æskuvinar míns
og mágs, Karls E. Jónssonar. Hann
var tvíburabróðir konu minnar,
Jónu G. Jónsdóttur. Foreldrar hans
voru Jón Eyjólfsson og Þórdís María
Jónsdóttir, sem eru bæði látin.
Karl fæddist 20. júní 1910 og
lést laugardaginn 30. ágúst 1986 á
Akranesspítala. Hann var orðinn
rúmlega 76 ára gamall. Eftirlifandi
kona hans heitir Aslaug Bachmann,
bráðmyndarleg og dugleg kona.
Foreldrar hennar voru Guðjón
Bachmann vegavinnuverkstjóri og
Guðrún Guðmundsdóttir.
Kalli og Asa eignuðust sex böm,
sem öll eru á lífl og vel gefin og
hin myndarlegustu.
Vinátta okkar Kalla, eins og
hann var oftast nefndur, hefur var-
að frá þ_ví að við vorum litlir
hnokkar. í þá daga, þegar við vor-
um að alast upp í Borgamesi, unnu
ungir menn alla venjulega verka-
mannavinnu.
Kalli var um tíma háseti á Lax-
fossi, sem gekk á milli Reykjavíkur
og Borgamess, en fljótlega réðst
hann til Vegagerðar ríkisins undir
stjóm tengdaföður síns, Guðjóns
Bachmann, og starfaði hann þar,
þangað til hann hætti vegna aldurs.
Kalli var mjög verklaginn maður.
Það fór því svo, að hann var oft
settur í vandasamari störf en aðrir,
til dæmis vann hann mikið við það
að smíða vinnuskúra og sitthvað
fleira, sem laghentum mönnum ein-
um er lagið. En honum var aldrei
tamt að trana sér fram. Hann var
ætíð hlédrægur en hafði engu að
síður sínar ákveðnu skoðanir og var
fastur fyrir, ef því var að skipta.
Kalli var góður sögumaður og
músíkalskur, enda var hann í lúðra-
sveit, sem stofnuð var í Borgamesi
á unglingsámm hans. Kalli söng í
karlakór um árabil og í kirkjukór
Borgamess var hann ámm saman.
Leiðir okkar skildu þegar við giftum
okkur. Þá fluttum við Jóna til
Reykjavíkur, en þrátt fyrir það
rofnaði ekki samband okkar, því
við skiptumst á heimsóknum eins
oft og við höfðum tækifæri til. Leið-
ir okkar hjónanna lágu oftast nær
í sumarfríum upp í Borgames. Þá
var alltaf gott að koma til Kalla
og Asu, því þau vom bæði með
afbrigðum gestrisin, enda var oft
gestkvæmt á heimili þeirra.
Að endingu þakka ég vini mínum,
Kalla, fyrir allar þær skemmtilegu
samverustundir, sem við höfum átt
saman og bið Guð að varðveita
hann.
Áslaug mín. Við hjónin vottum
þér og Qölskyldunni innilega samúð
okkar og biðjum Guð að blessa
ykkur öll.
Ág. H. Kristjánsson
Ljósmynd/Gísli Úlfarsson
Kiwanismenn sáu um ad koma 10 grilluðum fjallalömbum og 1500 pylsum til skila í maga bæjarbúar.
Með drukku menn ómælt appelsínudjús og var slanga leidd úr næsta húsi, sem vatn var fengið úr í
stórar fötur, sem menn jusu svo úr í glös sín.
Fráafmælisdegi
ísafjarðar
Ljósmynd/Gísli Úlfarsson
Mikill mannfjöldi kom saman á afmælisdaginn á Silfurtorgi á ísafirði
sunnudaginn 17. ágúst til að sýna sig og sjá aðra og gleðjast saman.