Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 63

Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 63 Lafðinni leiðist iangdregnar veisiur gamla manninum, að mér fínnst það bara mikill heiður að vera þekkt sem dóttir hans Charlies. Frægð hans og frami er mér miklu meira virði en eigin ferill og geti ég á einhvem hátt haldið nafni hans á loft, þá er það vel,“ segir Gerald- ine, „því þó svo hann hafi alls ekki verið neitt snobbaður, þá var honum svolítið mikið í mun að vera viður- kenndur sem iistamaður. Þeir voru nefnilega til, menningarvitamir, í gamla daga, sem álitu hann algjör- an trúð — myndir hans ættu ekkert skilið við list af neinu tagi, þær væm aðeins einn allsherjar skrípa- leikur, bjánagangur, sem hver sem er gæti sett á svið. Þetta sámaði honum skiljanlega og fátt held ég að hafi verið honum meira virði en þegar hann var sleginn til riddara í Buckingham-höllinni. Það atvik stendur mér líka ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Ég stóð þá fyrir framan höllina og fylgdist með og gleymi aldrei hversu stolt ég var af honum. Sú tilfinning var yfír- þyrmandi — svo yfirþyrmandi að í hvert sinn sem ég sé mynd af höll- inni minnist ég þessa dags.“ — En af hveiju valdi Geraldine hejdur að leika í alvarlegri myndum? „Ég vissi að mér myndi mistakast að vera fyndin," segir hún. „Hefði ég reynt að hasla mér völl í þess skonar myndum, hefði ég ávallt verið borin saman við hann — og ég hefði að sjálfsögðu verið fyrirfram dæmd til að tapa. Auðvitað hef ég samt kímnigáfu og það meira að segja heldur ríflegan skammt af henni — en eins og pabbi, er ég líka svolít- ill hugsuður í mér — ótrúlega viðkvæm og þeim þáttum í eðli okkar vil ég koma á framfæri," bætir hún við. „En sé ég eitthvað niðurdregin, döpur eða svartsýn, þá skelli ég alltaf mynd með pabba í myndbandstækið mitt. Ég á allar myndirnar hans og horfi oft á þær. Þær koma mér alltaf í gott skap og ég virðist aldrei ætla að fá leið á þeim.“ Geraldine Chaplin er nú orðin 42ja ára gömul og býr í Madrid. Eiginmaður hennar er spænskur að ætt og uppruna og ekki alls óþekkt- ur — leikstjórinn Carlos Saura. Anna María Grikklandsdrottning með fimmta barnið í fanginu, soninn sem skírður var Philippos á dögunum. ANNA MARÍA FERTUG Miðað við allt það sem hún Anna María Grikklandsdrottning hefur upplifað í gegnum tíðina virðist manni ótrúlegt að hún sé nú aðeins nýorðin fertug. Hún giftist Konst- antín aðeins 18 ára að aldri og hefur síðan eignast 5 böm, búið í útlegð síðustu tuttugu árin í London þar sem fímmta bam þeirra konungshjóna var fyrir skömmu vatni ausið og gefíð nafnið Philippos. Já, það er óhætt að fullyrða að líf hennar Önnu Maríu hefur verið æði viðburðaríkt — og nú er frúin sem sagt orðin fertug. og syngur með rokk- hljómsveit í staðinn Dálítið djarfar og grófar rokk- söngkonur geta vart talist neitt ofboðslega sérkennilegar — þær em til í hundraðatali úti um allan heim. En söngkonur af þess- ari gerð, sem einnig em hertoga- dætur, em hinsvegar sjaldséðar. Það er því ekkert undarlegt þó svo söngkonan Lady Theresa hafí kom- ist á forsíður fjölda tímarita, er hún skyndilega kom fram á sjónarsviðið sem forsprakki feikilega fjömgrar hljómsveitar, „Business Connecti- on“. Reyndar em allir meðlimir hljómsveitarinnar vel stæðir fjár- hagslega og þyrftu því í rauninni ekki að standa í þessu basli. En hvers vegna lögðu þau þá út á þessa braut? „Ja, með þessu eram við kannske að sanna það, fyrir sjálfum okkur og öðmm, að við höfum fleira til bmnns að bera en titlana og peningana. Við höfum hæfíleika, rétt eins og annað fólk og þá viljum við nota. Það getur nefnilega verið æði þreytandi að sitja alla daga og sötra te með hefðarfólki, klæða sig svo upp á kvöldin og stunda sam- kvæmislífið af krafti. Það má vel vera að þetta sé nokkurs konar uppreisn hjá okkur, uppreisn gegn öllum þeim fordómum sem fólk hefur í okkar garð,“ segir Lady Theresa. „Okkur er því fyllsta al- vara með þessu öllu saman, ætlum okkur að verða lífseig innan þessa heims, sem rokkið er. Við höfum æft stíft og gefíð út bara nokkuð góða hljómplötu. Ekki ætiumst við þó til að við okkur verði færð frægð- in á silfurfati — við viljum fá að vinna okkur virðingu, hægt og sígandi, fara sömu leið og allir þeir, sem við þetta fást,“ bætir hún við. Þessi fullyrðing kann að virðast dálítið fáránleg, sérstaklega þegar haft er í huga, að það er einmitt sakir stöðu hennar í þjóðfélaginu, sem sveitin hefur vakið hvað mesta athygli. „Auðvitað veit ég að hefði ég verið einhver Jóna Jóns af götunni, hefðum við ekki fengið svona mikla auglýsingu," viðurkennir hún, „en við því er ekkert að gera. Með tímanum vona ég hinsvegar að uppmni minn fari að skipta minna máli og gagnrýnendur leyfí okkur að sitja við sama borð og hinir hljómlistarmennirnir." Lady Theresa ólst upp í mjög vemduðu umhverfí, eins og flestir þeir, sem teljast til aðalsins í Bret- landi. „Eiginlega hafði mér aldrei dottið í hug að leggja sönginn fyrir mig. Ég glamraði svolítið á gítarinn þegar ég var yngri og raulaði þá gjaman með. Það var hinsvegar ekki fyrr en Bill, sá sem stofnaði hljómsveitina, heyrði í mér fyrir til- viljun og bað mig að syngja bakraddir á plötu sinni, sem ég fór að hugsa um þetta fyrir alvöra. En það liggur í augum uppi að ef ég tiyði því ekki að ég hefði hæfileika, þá væri ég ekki að rembast við þetta og ef ég hefði ekki trú á hljóm- sveitinni, þá myndi ég heldur ekki leggja nafn mitt við hana. Ég geri mér grein fyrir að við eigum öll margt ólært, enda nýkomin fram á sjónarsviðið, en með tímanum held ég að við munum öðlast töluverðar vinsældir, enda emm við vandvirk í vinnubrögðum, eigum skilið að okkur gangi vel,“ segir hin stórætt- aða söngkona Lady Theresa. COSPER Þú verður að fá launahækkun. Það tekur mig ekki nema hálftíma að eyða öllu kaupinu þínu. með færanlegum rimlum HURÐIR HF Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681655 ARNARHÓLL HvSS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.