Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 68

Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 " Endurskoðun þjóðhagsspár fyrir árið 1986: Hagvöxtur meiri en gert var ráð fyrir ar orðið mun meiri en ætlað var í kjölfar kjarasamninga í ársbyrjun. Nú er því spáð, að atvinnutekjur á mann hækki um allt að 31% að meðaltali frá því í fyrra í stað 25'/2% í fyrri spá. Kauptaxtar, að með- töldum áhrifum lq'aradóms og sérkjarasamninga, eru taldir hækka um 25% að meðaltali á þessu ári, samanborið við 20% í fyrri spá. Auk þess er gert ráð fyrir að launaskrið og aðrir þættir launamyndunar bæti 5% við hækkun kauptaxta. ★ Kaupmáttur atvinnutekna verð- ur samkvæmt þessum tölum mun meiri á árinu. 1986 en áður var reiknað með og er hann nú talinn munu aukast um 8% á mann að Morgunblaðid/Emilía Frá fundi forsætisráðherra og efnahagssérfræðinga í gær þegar endurskoðuð þjóðliagsáætlun var kynnt. Frá vinstri: Þórður Friðjóns- son efnahagsráðgjafi forsætisráðfierra, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar og Bolli Bollason hagfræðingur í Þjóðhagsstofnun. HÉR FER á eftir fréttatilkynn- ing Þjóðhagsstofnunar vegna hinnar endurskoðuðu þjóðhags- ^ spár sem Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra kynnti á fundi með blaðamönn- um í gær: Efnahagshorfur fyrir árið 1986 hafa nú verið endurmetnar í ljósi framvindunnar fyrstu sjö til átta mánuði ársins. Nánari grein verður gerð fyrir þessari endurskoðun í riti Þjóðhagsstofnunar, Ágripi úr þjóðarbúskapnum, á næstunni en hér á eftir eru nefndar nokkrar helstu niðurstöður: ★ Hagvöxtur á mælikvarða lands- framleiðslu verður fyrirsjáanlega talsvert meiri en gert var ráð fyrir í síðustu spá frá því í apríl, eða um _ 5% í stað 3 ’/2. Þetta má fyrst og ' fremst rekja til aukins afla og auk- innar framleiðslu sjávarafurða. Þar sem áfram er reiknað með 4—5% bata í viðskiptakjörum hefur þetta í for með sér meiri aukningu þjóðar- tekna en áður var spáð eða allt að 7% í stað rúmlega 5%. ★ Viðskiptahallinn á þessu ári er nú talinn verða mun minni en reikn- að var með í síðustu spá, 2,2 milljarðar króna í stað 3,5 millj- arða. Viðskiptahallinn yrði þá U/2% af landsframleiðslu í stað 2-lh% eða minni en áður á þessum áratug. Sem fyrr má alfarið rekja hallann til mikilla vaxtagreiðslna af erlend- um skuldum. Að þeim frátöldum yrði tæplega 4 milljarða króna af- gangur á viðskiptum við útlönd, eða rúmlega 2‘/2% af landsframleiðslu. Meginskýringin á minnkandi við- skiptahalla er mun meiri aukning útflutningsverðmætis sjávarafurða en áður var gert ráð fyrir. Almenn innflutningseftirspum virðist á hinn bóginn svipuð og fyrr var spáð. ★ Erlendar skuldir til lengri tíma en eins árs verða í loks ársins um 74 milljarðar króna, eða sem svarar til tæplega 52% af landsframleiðslu. Þetta er nokkru hærra skuldahlut- fall en spáð var fyrr á árinu, enda hafa erlendar lántökur verið meiri en ætlað var. Það má fyrst og fremst rekja til aukinnar lántöku einkaaðila. Skuldahlutfallið var hærra í lok síðasta árs eða tæplega BYLTING í BÍLARYÐVÖRN Ekkert ryð þýðir hátt endursöluverð! Hefurþúefniáað láta bílinn þinn ryðga niður? Stöðvar ryð — Hindrar ryð RUSTEVADER-RAFEINDARYBVÖRN 10 ára RYÐVARNARÁBYRGÐ Bileigendur? Lokslns er komin varanleg lausn á ryðvandamállnu. Nú er komið á markaðinn rafelndatækl sem hindrar ryðmyndun. Þetta athyglisverða ryðvarnartaekl ver nýja Jafnt sem gamla bíla gegn ryði á áhrifaríkari hátt en þekkst hefur hingað tll. Tæklð hlndrar einnig ryðmyndun út frá rispum á lakkl og króml. Þessu til staðfestlngar bjóðum við 10 ára ryðvarnarábyrgð á allt að 3 mánaða gömlum bilum og 8 ára ábyrgð á 3—6 mánaða gömium bílum. Tll að vlðhalda ábyrgðlnni þarf aðeins að færa billnn til eftirllts einu slnni á ári. til að yfirfara búnaðinn og loka skemmdum á lakkl. Þetta er því ódýrasta og Jafnframt besta ryðvörnln sem völ er á. Hringlð og leitið upplýsinga. vlð sendum vandaðan upplýslngabækling til allra sem þess óska. Verðum við símann til kl. 22.00 í kvöld. STÁLVÉLAR HF. Tunguhálsi 5, Reykjavík, sími 673015 Mynd 1 Kaupmáttur þjóðartekna og ráðstöfunartekna heimilannaámann 1978- 1986 Heimild: Þjóðhagsstofnun 'Spá 55%. Greiðslubyrði af erlendum lán- um á árinu er áætluð tæplega 19% af útflutningstekjum, eða hálfu pró- sentustigi lægri en í fyrra. Vaxta- byrðin hefur lést að undanförnu vegna vaxtalækkunar erlendis en á móti vega þyngri afborganir. ★ Hagur botnfiskútgerðar er góð- ur um þessar mundir og betri en um langt árabil. Hér veldur mestu aukinn afli án þess að veiðiskipum hafi fjölgað, lækkun olíuverðs og hátt ferskfiskverð á Evrópumark- aði. Við þessi skilyrði ætti útgerðin að geta grynnkað á skuldum sem safnast hafa undanfarin ár. Hagur botnfiskvinnslu er í heild erfiður líkt og var í fyrra. Frystihúsin standa víða höllum fæti vegna lækkunar á gengi Bandaríkjadollars. Þrátt fyrir góða afkomu útgerðar og saltfisk- verkunar eiga mörg sjávarútvegs- fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum, sem oft má rekja til tapreksturs á fyrri árum eða framkvæmda, sem Ijár- magnaðar hafa verið með skamm- tímalánum. ★ Verðlagshorfur innanlands hafa breyst lítillega frá því í vor, en það stafar einkum af því að óhagstæð gengisþróun á alþjóðamarkaði hef- ur leitt til heldur meiri verðhækkun- ar en áður var búist við. Horfur virðast þó á því að verðhækkun frá ársbyrjun 1986 til ársbytjunar 1987 fari niður fyrir 10% sem er minnsta ársverðbólga í hálfan annan áratug. Meðalhækkun verðlags milli 1985 og 1986 er á hinn bóginn talin verða um 21%. ★ Launabreytingar hafa hins veg- meðaltali frá því í fyrra í stað 4V2% í fyrri spá. Kaupmáttur atvinnu- tekna yrði þar með meiri en nokkru sinni fyrr. Sama máli gegnir um kaupmátt ráðstöfunartekna heimil- anna. ★ Atvinnuástand hefur verið gott þetta ár. Skráð atvinnuleysi er talið verða innan við 1% af mannafla að meðaltali á árinu. Jafnframt bentu síðustu athuganir á eftirspum eftir vinnuafli til þess, að fjöldi lausra starfa væri um eða yfir 2% af sömu stærð. ★ Þjóðarútgjöld virðast munu aukast heldur meira en spáð var í apríl, eða um rúmlega 4% í stað 3'/2%. í þessu felst að kaupmáttar- aukningin komi ekki öll fram í auknum útgjöldum á þessu ári, heldur einnig í auknum spamaði, sem meðal annars lýsir sér í mun meiri aukningu innlána en útlána í bankakerfinu. Peningalegur spam- aður hefur farið vaxandi í kjölfar lækkandi verðbólgu og hækkandi raunvaxta og er hlutfall bankainni- stæðna af þjóðartekjum nú hærra en um mörg undanfarin ár. Víterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.