Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 71 Morgunblaðið/SPE Meðal fulltrúa á aðalfundi Skógræktarfélags íslands að þessu sinni var þessi hópur skógræktarmanna sem einnig sat aðalfund félagsins þegar hann var haldinn í Mývatnssveit fyrir 30 árum. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Blöndal skógræktarstjóri, Sigurlaug Sveinsdóttir, Jóhann Þorvaldsson, Helga Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Snorri Sigurðsson. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Vilhjálmsson, Isleifur Sumarliðason, Haukur Ragnarsson, Jón B. Jónsson og Brynjólfur Skarphéðinsson. nauta Búnaðarsambandanna, þ.e. Ví hluta launa og % hluta ferða- kostnaðar. Eftirfarandi tillaga var einnig samþykkt: „Aðalfundur Skógrækt- arfélags íslands 1986 telur brýnt að skógrækt verði sem allra fyrst gerð að virkum lið í búskap bænda á þeim svæðum landsins þar sem vaxtarskilyrði eru góð. Nauðsynlegt er að skógræktarbændum verði tryggðar sambærilegar tekjur og bændum í hefðbundnum búgreinum með opinberum fjárveitingum, t.d. úr framleiðnisjóði landbúnaðarins, enda dragi þeir úr hefðbundinni búvöruframleiðslu jafnframt því sem atvinna við skógræktina vex. Fundurinn telur ótvírætt að skógrækt sem atvinnubúgrein mundi styrkja til muna atvinnulíf og búsetu í sveitum. Vísar hann til ályktunar aðalfundar stéttarsam- bands bænda 9. til 11. júní 1986 um atvinnumál, lið 4, máli þessu til stuðnings. Fundurinn skorar á stjómvöld að gera nú þegar nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að unnt verði að heija þessa atvinnustarfsemi á ár- inu 1987.“ í fundarlok fór fram stjómar- kjör. Kristinn Skæringsson skógar- vörður á Suðvesturlandi gaf ekki kost á sér en hann hefur setið í stjóminni sl. 15 ár. Bjarni K. Bjamason hafði einnig hætt stjórn- arstörfum að eigin ósk er hann tók við embætti hæstaréttardómara á sl. vetri. í stað þeirra tveggja vom nú kosnir Sveinbjöm Dagfinnsson ráðuneytisstjóri í Landbúnaðar- ráðuneytinu og Baldur Helgason stjómarmaður í Skógræktarfélagi Kópavogs. Núverandi stjóm félags- ins skipa Hulda Valtýsdóttir, Jónas Jónsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Ólafur Vilhjálmsson, Tómas Ingi Olrich, Sveinbjörn _ Dagfinnsson og Baldur Helgason. I várastjóm vom kosin Jón Bjamason skólastjóri að Hólum og Olafía Jakobsdóttir for- maður Skógræktarfélagsins Merkur, Kirkjubæjarklaustri. Fyrir í varastjórn er Arni Jóhannsson garðyrlq'ustjóri á Akureyri. Ný sjálfvarmaveita í fiskiðjuveri KASK Höfn í Homafirði. TEKIN var í notkun sjálfvarma- veita í fiskiðjuveri Kaupfélags Skaftfellinga á Hornafirði sunnudaginn 31. ágúst. Arngrím- ur Gíslason yfirvélstjóri ræsti nýju vélarnar í viðurvist kaup- félagssljóra og gesta. Þessar nýju vélar nýta kælivatn frá frystivélum, sem áður var dælt í sjóinn. Vatninu, sem er um 30 gráðu heitt, er dælt í 100.000 lítra tank. Þaðan fer það í varmavélar og síðan inn á miðstöðvakerfi húss- ins, um það bil 60-69 gráðu heitt. Þegar vatnið hefur verið notað til upphitunar hússins, er það notað til kælingar á frystivélum aftur. Starfsmenn fiskiðjuversins hafa séð um alla uppsetningu á nýju vélunum, sem em frá Þýskalandi. Að sögn Péturs Valdimarssonar kostuðu vélamar 3,5 milljónir og er ætlað að þær muni borga sig upp á réttum tveimur ámm; fer það að vísu nokkuð eftir orkuverði. Haukur Morgunblaðið/Haukur Þ. Sveinbjömsson. Arngrímur Gíslason yfirvélstjóri ræsir nýju sjálfvarmaveituna. DAVlÐSJÖNSSON. HEILD.V. ÞAÐ BESTA. NÆST ÞER SÆissS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.