Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 72
■vf STERKTKDRT ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Tæknii'rjóvgan- ir ekki gerðar — vegiia hertra reglna um smitvarnir EKKI hafa verið framkvæmd- ar tæknifrjóvganir hér á landi um nokkurt skeið og stafar það aðallega af nýjum reglum, Storma- samir fundir DJÚPUR ágreiningur hefur risið á milli fuUtrúa Sjálfstæðisflokks- ins í skólamálaráði og fræðslu- ráði Reykjavíkur annars vegar og fulltrúa minnihlutans, kenn- ara og fræðslustjóra hins vegar. Á fundi í skólamálaráði í gær var þeirri kröfu kennara vísað frá, að þeir ættu aðild að ráðinu og létu fulltrúar minnihlutans bóka að þeir teldu ráðið ekki löglegt. Á fundi fræðsluráðs, sem einnig var haldinn í gær, neitaði fræðslu- stjóri að afhenda formanni fræðslu- ráðs fundargögn, iyrr en skýr svör hafi borist frá menntamálaráðu- neytinu um það hvert verksvið sitt eigi að vera. Sjá bls. 41. sem settar hafa verið varð- andi smitvamir, að sögn Jóns Hilmars Alfreðssonar, kven- sjúkdómalæknis. Fyrsta glasabarnafæðingin er einnig í biðstöðu, þar sem læknar hérlendis bíða eftir að tilraun- ir með slíkar fæðingar erlend- is skili betri árangri. Jón Hilmar sagði að ekki hefðu verið framkvæmdar tæknifrjóvg- unaraðgerðir hér það sem af er þessu ári, þar sem reglugerðir um smitvarnir hafi verið endurskoð- aðar. Tækniftjóvgun nýtur sífellt meiri vinsælda sem lausn á ófijó- semi karla. Þá er tekið sæði úr öðrum karlmanni og því komið fyrir í legi konunnar. Sæði, sem notað hefur verið i slíkum aðgerð- um hérlendis, kemur frá Dan- mörku og að sögn Jóns Hilmars, var eftirlit með sæðisgjöf þar hert, til að koma í veg fyrir að alnæmi geti smitast með slíkum tilfærsl- um. íslensk yfirvöld fetuðu svo í fótspor þeirra dönsku og hafa nú verið settar allstrangar reglur um tækniftjóvgunaraðgerðir hér. Sjá bls. 41: Fimmtíu börn hafa fæðst eftir tæknifrjóvg- un. 15—2 0% af sláttur á kjúklingaútsölu Morgunblaðið/RAX Omar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður slapp ómeiddur, þegar hann varð að nauðlenda flugvél sinni, TF-FRÚ, á Esjunni á sunnudagskvöldið. Nefhjól vélarinnar og skrúfublað brotnuðu og var „Frúin“ flutt í böndum ofan af Esjunni. Sjá bls. 4. „Atti ekki annarra kosta völ“. Kaupmáttur atvinnutekna eykst um 8% á árinu: „Mjög margir launþegar eiga rétt á leiðréttingu“ - segir Steingrímur Hermannsson f orsætisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra telur að ekki sé unnt að reikna með áframhaldandi aukningu kaupmáttar á næsta ári, en samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar sem kynnt var fjölmiðlum í gær er talið að kaupmáttur atvinnu- tekna muni aukast um 8% á þessu ári. Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að hann teldi það gott ef tækist að veija kaupmátt ársins í ár á næsta ári. Talið er að hagvöxtur verði um 5% á þessu ári, í stað 3,5% sem gert var ráð fyrir í upphaflegu spánni. Jafnframt er talið að við- skiptahallinn á þessu ári verði um 2,2 milljarðar króna, í stað 3,5 millj- arða, sem fyrri spá gerði ráð fyrir. Aðalskýringin á minnkandi við- skiptahalla er mun meiri aukning útflutningsverðmæta sjávarafurða en áður var gert ráð fyrir. Horfur eru á að verðbólga á þessu ári verði innan við 10%, og er það minnsta ársverðbólga í 15 ár. Forsætisráðherra sagði á frétta- mannafundinum í gær að stefnt yrði að því á næsta ári að ná verð- bólgunni enn meira niður, þannig að hún yrði svipuð og tíðkast í ná- grannalöndunum. Hann sagði að stefnt yrði að því að nota þann efna- hagslega bata sem áunnist hefur til þess að jafna kjör manna í landinu, veija þann kaupmáttar- auka sem náðst hefur, lækka erlendar skuldir og lækka verð- bólgu. Forsætisráðheira var spurður hvort ekki hefði verið lag, nú í góð- ærinu, að lækka skatta fólks: „Ég tek undir það, að skattkerfíð þarf að laga, og fyrst og fremst þarf að fá þá sem eiga að greiða skatt að greiða hann. Það verður áreiðan- lega eitt af stærstu verkefnunum að tryggja að svo verði.“ Þórður Friðjónsson, efnahagsráðgjafi for- sætisráðherra, bætti við svar ráðherrans: „Það hefur verið við- höfð samræmdari efnahagsstjórn en oft áður, og sú efnahagsstjórnun er einmitt fólgin í því að reyna að spyma við fótum og eyða ekki strax öllum tekjuaukanum. Ef tekjunum hefði verið eytt í að lækka skatta, þá hefði það haft í för með sér annað tveggja — hærri raunvexti, HAFIN er tímabundin útsala á kjúklingum. Kjúklingabændur hafa lækkað heildsöluverðið um 15-20%, sem þýðir að al- eða hitt, að hér hefði skapast meiri þensla en nú er.“ Forsætisráðherra var spurður hvort hann ætti ekki von á miklum kröfugerðum frá launþegahreyfing- unni þegar kjarasamningar heíjast, í ljósi þess góðæris, sem nú stendur yfir: „Ég held að það séu mjög margir í launþegastétt sem eiga rétt á leiðréttingu, en ég er jafn- sannfærður um það, að launþega- hreyfingin vill ekki nýja verðbólgu- öldu.“ Forsætisráðherra vildi ekkert um það spá, hvort stefnt yrði að skammtímasamningum um áramót í Ijósi vorkosninga. Sjá á bls. 2 ummæli Björns Björnssonar hagfræðings ASÍ: Staðfesting á því að tekizt hefur að ná markmiðum febr- úarsamninganna, og spá Þjóðhagsstofnunar á bls. 68. gengt útsöluverð á kjúklingum lækkar úr 294 krónum í 235-250 krónur kílóið, en dæmi eru um enn lægra verð, eða allt niður í 209 krónur. Ali- fuglasláturliúsið ísfugl býður ákveðnar tegundir kjúklinga á sérstöku kynningarverði um þessar mundir með 26% af- slætti. Alfreð Jóhannsson fram- kvæmdastjóri ísfugls hf. sagði að útsalan myndi standa óákveðinn tíma, færi eftir undirtektum. Hann sagði að helstu framleiðend- ur kjúklinga hefðu gripið til þessa ráðs vegna dræmrar kjúklingasölu að undanförnu og birgðasöfnunar vegna mikils framboðs af öðru kjöti á markaðnum. Taldi hann að kjúklingafjallið væri nú 300-400 tonn. Skráð heildsöluverð á kjúkling- um hefur verið 245 krónur kílóið. Á útsölunni verður það 15-20% lægra, eða 196-208 krónur, eftir því hvað mikið er keypt. Miðað við 20% smásöluálagningu er al- gengt útsöluverð á kjúklingum nú 235-250 krónur kíióið, í stað 294 kr. sem algengt var áður en útsal- an hófst. Dæmi eru um enn lægra verð, eða 209 krónur kflóið í ein- stökum verslunum. Alfreð sagði að ísfugl hefði endurskipulagt vinnsluna hjá sér og vildi láta neytendur njóta þess. Því yrði svokallaður bakkamatur, það er helgarkjúklingur og fleiri réttir, boðinn með 26% afslætti á kjúklingaútsölunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.