Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 2
MÓRGUNBLAÖÍÐ, FÖSTÚDAGUR 19. SEPTÉMBÉR 1986
2
Franska sendiráðið:
Um 60 manns hafa sótt
um vegabréfsáritanir
NOKKUÐ annríki hefur verið undanfarna þrjá daga hjá starfsmönn-
um franska sendiráðsins, þar sem fjöldi ferðalanga hefur þurft að
sækja um vegabréfsáritanir til Frakklands, samkvæmt tímabundnum
reglum, sem gengn í gildi fyrr í vikunni.
„Þetta er náttúrlega hræðilegt
ástand í Frakklandi, en ég tek und-
ir með Svíum að þessar friðsamlegu
þjóðir, eins og Island og Svíþjóð,
eiga ekki að þurfa áritanir til þess
að komast inn í landið," sagði Gerð-
ur Steinþórsdóttir, ein þeirra sem
sótti um áritun á miðvikudag.
„Það verður að sjálfsögðu að
gera eitthvað við þessu hryllilega
ástandi," sagði Sigrún Guðmunds-
dóttir, sem einnig sótti um áritun
á miðvikudag. „Eg ákvað bara að
gera þetta tímanlega, þótt ég fari
ekki utan fyrr en í byrjun október."
Alain Descriéres, sendiráðunaut-
ur, sagði að um 60 manns hefðu
sótt um vegabréfsáritanir þessa
fyrstu þrjá daga og var því mikið
að gera í afgreiðslu sendiráðsins,
sem er fremur smá í sniðum. Descri-
éres sagði að reynt væri að flýta
mjög fyrir afgreiðslu áritana, þann-
ig að það tefði ekki fyrir ferðamönn-
um. Á þriðjudag fékk t.d. einn
ferðamaður vegabréfsáritun þrem-
ur klukkustundum áður en flugvél
hans fór í loftið.
„Við reynum að koma til móts
við óskir ferðamannanna eins og
frekast er unnt,“ sagði Descriéres,
„en yfirleitt gilda áritanirnar í þrjá
mánuði og er ferðamönnum heimilt
að koma tvisvar inn í landið á þeim
tíma. Við gefum einnig sérstakar
áritanir til fólks í viðskiptaferðum
og þeirra sem eru í opinberum er-
indagjörðum og gilda þær í eitt ár
í senn. Þeim er heimilt að koma inn
í landið eins oft og þeir þurfa."
Descriéres sagðist vona að þetta
myndi ekki skapa vandamál fyrir
þá sem hyggjast heimsækja Frakk-
land og sagði þetta tímabundið
ástand. Þeir sem eru nú þegar
komnir inn til landsins fá að dvelja
þar í þijá mánuði í viðbót og einnig
eru gefnar út áritanir hjá útlend-
ingaeftirlitinu við Iandamæri
Frakklands. Þeir sem sækja um
vegabréfsáritanir verða að fylla út
eyðublöðin milli kl. 8:30 og 12, en
geta sótt árituð vegabréfin sama
dajg, milli kl. 4:30 og 5:30. Hver
áritun kostar 370 krónur.
Descriéres benti á að áður en
þetta tímabundna ástand skall á,
þurftu ferðamenn, sem hugðust
dvelja lengur en þijá mánuði, að
sækja um sérstaka áritun. Hann
lagði áherslu á að kröfur um vega-
bréfsáritanir hjá íslenskum ferða-
mönnum yrðu ekki til langframa
og reynt yrði af fremsta megni að
valda ekki ferðamönnum óþægind-
um.
Loðnan:
Fimm skip
með rúmlega
3 þús. tonn
FIMM loðnuskip tilkynntu um
afla á sólarhringnum frá að-
faranótt miðvikudags, samtals
3.180 tonn.
Þessi skip voru: Hrafn GK 650
tonn, Kap 2 VE 710 tonn, ísleifur
VE 750 tonn, Fífill HF 670 tonn
og Hilmir SU 400 tonn.
Ljósm./Ingólfur
Bílvelta á Breiðholtsbraut
Bílvelta varð á Breiðholtsbraut við Stekkjarbakka laust fyrir
klukkan 6 í gærdag. Okumaður var einn í bilnum og var hann
fluttur á slysadeild, en meiðsli hans voru ekki alvarleg.
Borgarsqórn
kom saman í
gær
FYRSTI fundur borgarstjórnar
Reykjavíkur eftir sumarfrí var
haldinn í gær.
Á fundinum var meðal annars
rætt um málefni Kvennaathvarfs-
ins, innkeyrslu að veitingastaðnum
Sprengisandi, ástæður fyrir skorti
á starfskröftum á ýmsar stofnanir
borgarinnar, og þann ágreining sem
uppi er milli fræðsluráðs og skóla-
málaráðs.
Stöð 2:
Sigurveig
aðstoðar-
fréttastjóri
SIGURVEIG Jónsdóttir, frétta-
maður, hefur verið ráðin aðstoð-
arfréttastjóri Stöðvar 2, sem að
líkindum tekur til starfa í næsta
mánuði, en Sigurveig hefur eins
og kunnugt er verið starfandi
hjá sjónvarpinu.
Stöð 2 hefur borist frekari liðs-
auki því einnig hefur hún ráðið til
sín þá Ólaf E. Friðriksson, frétta-
mann á Ríkisútvarpinu, og Ómar
Valdimarsson, blaðamann á Morg-
unblaðinu.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Sigurveig að samningurinn við Stöð
2 væri ekki að fullu frágenginn
ennþá en að líkindum tæki hún til
starfa hjá hinni nýju sjónvarpsstöð
um næstkomandi mánaðamót.
íslensk fyrirtæki standa
fyrir kynningu í Grimsby
ÞRETTÁN íslensk fyrirtæki og
stofnanir munu kynna starfsemi
sína í Grimsby á Englandi í næstu
Óvissa um síldarvertíð:
34 bátar skila
inn síldarkvóta
34 fiskiskip hafa nú skilað
síldarkvóta sínum til sjávarút-
vegsráðuneytisins og hafa í
staðinn fengið botnfiskkvóta.
Upphaflega fengu 140 skip út-
hlutað síldarkvóta og er enn óvíst
hvort fleiri skip eiga eftir að
skila sínum kvóta. Síldarsaltend-
ur hafa sæst á 25% kvóta á
söltunarstöðvar miðað við söltun
síðastliðin 8 ár. Að öðru leyti
ríkir enn óvissa um hver verður
framvinda mála varðandi næstu
síldarvertíð.
Nokkuð er mismunandi hversu
stóran botnfískkvóta hvert þessara
34 skipa fær í staðinn fyrir síldar-
kvótann, en samtals hafa þau
fengið 1.943 tonn af þorski, 484
tonn af ýsu og 325 af ufsa. Margir
þessara báta hafa lítið eða ekkert
stundað síldveiðar áður heldur hafa
þeir verið á trolli mest allt árið og
þarf því framsal þeirra á síldarkvót-
anum ekki að koma á óvart, að
sögn Bjöms Jónssonar hjá veiðieft-
irliti sjávarútvegsráðuneytisins.
Eins og áður segir er enn óijóst
um framvindu mála á þessari síldar-
vertíð. Ekki liggur enn fyrir hver
sfldarsöitunin verður og líklegt að
veitt verði fýrst og fremst í fryst-
ingu til að byija með. Hvað kvótann
snertir hefur Hafrannsóknarstofn-
un lagt til að úthlutað verði 65
þúsund tonnum, en síðan er það
ákvörðun sjávarútvegsráðherra
hver kvótinn verður á hvem bát.
viku og stendur kynningin yfir í
þijá daga.
Að sögn Birgis Þorgilssonar,
ferðamálastjóra, kynna fyrirtækin
alls kyns þjónustu og vörur, en
mest mun þó bera á kynningu fisk-
afurða, ullarvara og ferðamálaþjón-
ustu. Fer kynningarstarfsemin
fram á Humbér Royal Hotel í
Grimsby og er ætluð helstu við-
skiptaaðilum íslendinga á Humb-
erside-svæðinu svonefnda, í
Grimsby og Hull.
Fyrirtækin munu standa fýrir
móttöku á þriðjudaginn, þangað
sem boðið verður um 300 gestum
og sagði Birgir það verða aðaldag
kynningardagskrárinnar. Magnús
Magnússon verður kynnir í móttök-
unni, en þar mun tískusýningarfólk
sýna íslenskar ullarvörur, Pétur
Jónasson leika á gítar og Hilmar
Jónsson, matreiðslumeistari, sjá um
að kynna gestum íslenska matar-
gerð. Matthías Bjarnason, við-
skipta- og samgönguráðherra, mun
einnig verða viðstaddur móttökuna.
Birgir sagði að kynningardagana
væri einnig boðið í skoðanaferðir í
verksmiðju Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna í Grimsby, auk þess
sem fulltrúum fyrirtækjanna yrði
boðið að snæða hádegisverð í boði
borgarstjóra bæði Grimsby og Hull.
Hann sagði að á undanfömum
fjórum árum hefðu áþekkar kynn-
ingar verið haldnar á átta stöðum
á Bretlandi og væri Humberside
síðasti áfangastaðurinn í kynning-
aráætluninni. Hann sagði að þrátt
fyrir að erfítt væri að gera sér grein
fyrir árangri slíkra kynninga, væri
greinilegt að fyrirtækin teldu þær
nauðsynlegar og kostnaðarins virði.
Fyrirtækin sem taka þátt í kynn-
ingunni eru Álafoss, Eimskipafélag
íslands, Ferðamálaráð, Flugleiðir,
Fylkir, Hilda, Iðnaðardeild Sam-
bandsins, ísberg, Sjávarafurðadeild
Sambandsins í Bretlandi (Iceland
Seafood), Skipadeild Sambandsins,
Stafnes, Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna og Sölustofnun lagmetis.
Svið Háskólabíós stækkað
Unnið er nú að því að ljúka endurbótum á sviði Háskólabíós og verður þeim lokið nú um helgina.
Eins og sjá má á myndinni hefur sviðið verið lækkað og stækkað, og er þetta gert vegna tilmæla
sinfóniunnar. Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar á hinu nýja sviði verða á mánudagskvöldið.
Langholtskirkja:
Samkirkju-
leg guðsþjón-
usta í kvöld
ALMENN, samkirkjuleg guðs-
þjónusta verður haldin í Lang-
holtskirkju föstudaginn 19. sept.
kl. 20.30. Guðsþjónustan er loka-
athöfn fundar Framkvæmda-
nefndar Alkirkjuráðsins hér í
Reykjavík.
Khoste Makhulu, erkibiskup,
predikar. Makhulu er þekktur leið-
togi Biskupakirkjunnar í Botswana.
Hann tók nýlega þátt í vígslu Desm-
onds Tutu erkibiskups í Suður-
Afríku. Ræða Makhulus verður
túlkuð.
Ávörp flytja sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson, dr. Emilio Castro,
framkvæmdastj. Alkirkjuráðsins og
forsetar Alkirkjuráðsins sem hér
eru staddir.
Jón Stefánsson organisti og kór
Langholtskirkju flytja kirkjulega
tónlist og leiða safnaðarsöng. Einn-
ig munu fulltrúar Hjálpræðishersins
syngja. Biskup íslands, herra Pétur
Sigurgeirsson, flytur lokaorð.
Messuskrá verður á íslensku og
ensku. Tekið verður á móti gjöfum
til Hjálparstofnunar kirkjunnar.