Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986
Hafnar-Islending-
ar á heimaslóðum
FYRSTU vikuna i september dvöldu eldri Hafnar-íslendingar ásamt
íslenzka prestinum i Kaupmannahöfn og aðstoðarstúlku í Asi i Hvera-
gerði i boði Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra Elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar og Dvalarhcimilisins Ass. Kostaði hann ferðina
til Islands að öllu leyti og fékk hópurinn rausnarlegar viðtökur hjá
Gísla og konu hans, frú Helgu Bjömsdóttur og öðmm aðstandendum
dvalarheimilisins. Verður ferðin þeim öllum ógleymanleg, algjört
ævintýri ekki sízt konunum tveim, sem ekki höfðu komið heim í
áratugi.
A Keflavíkurflugvelli tóku Guð-
rún Gísladóttir og Pétur Þorsteins-
son cand. theol. á móti fólkinu og
veittu þau margvíslega fyrirgreiðslu
sem og Pálína Siguijónsdóttir. Gísli
Sigurbjömsson bauð til fararinnar
í tilefni af 200 ára afmæli
Reykjavíkur, þótt ekki væru gest-
irnir komnir til landsins á þeim
tíma, en þau flugu heim 2. septem-
ber. Dvöldu þau öll í viku í Hvera-
gerði og nutu þar hvíldar og góðs
viðurgernings. Skoðunarferð var
farin um hverasvæði og gróðurhús
og svo í rannsóknarstöðina, sem
rekin er á vegum Dvalarheimilisins
Áss, og síðar var farið um heimilið
allt og mörg húsa þess skoðuð. Auk
þessa var boðið til heils dags ferðar
til Gullfoss, Geysis og Skálholts og
voru sr. Eiríkur J. Eiríksson og frú
Kristín Jónsdóttir þá með í för, en
þau hjón dvöldu hér í fræðimanns-
íbúðinni í húsi Jóns Sigurðssonar í
sumar.
Hafnar-íslendingamir voru við
guðsþjónustu í Hveragerðiskirkju
hjá sr. Tómasi Guðmundssyni og
prédikaði sr. Ágúst Sigurðsson
sendiráðsprestur þar. Komu margir
þangað til að heilsa upp á ferða-
langana sem og í Ás þessa daga.
Forstjóra Dvalarheimilisins Áss eru
færðai1 hugheilar þakkir þeirra fyr-
ir þetta óvænta og höfðingalega
boð.
G.L.Ásg.
Aftari röð frá vinstri: Sr. Ágúst Sigurðsson, Guðrún Valdimars-
dóttir, Ágústína Elin Munck, Karen og Sigurður Þorbjamarson.
Fremri röð frá vinstri: Guðrún Fjóla Jónsdóttir og dóttursonur, Stein-
unn Árnadóttir og Guðbjörg Juel.
Neskirkja:
Þorlákshöfn,
Ölfusréttir
og Hótel Örk
SAMVERUSTUNDIR með öldr-
uðum á laugardögum í Safnaðar-
heimili Neskirkju hefjast 4.
október næstkomandi klukkan
15, en þriðjudaginn 23. septem-
ber verður efnt til ferðar austur
fyrir fjall.
Fyrst verður farið til Þorláks-
hafnar í skoðunarferð, þá haldið í
Ölfusréttir og dvalið þar um stund
og síðan dmkkið kaffi í Hótel Örk.
Þátttakendur láti skrá sig hjá
lfirkínverði eða undirrituðum.
aðra hafíð og er „Opið hús“ í umsjá
kvenfélagsins þriðjudaga og
fimmtudaga frá klukkan 13 til 17
með líku sniði og í fyrra. Að auki
er að venju fót- og handsnyrting á
miðvikudögum.
Guðmundur Oskar Ólafsson
Á
Tilboö gildir meðan birgðir endast.
semverter að skoða
ZEROWATTC 19
Sambyggður kæli/frystiskápur.
Kælir: 1901. Frystir: 951.
Mál: 59,5 x 60 x 145,5 cm.
Ryðfrítt stál innan í kæli.
Aluminium innan í frysti.
Verð: 29.980.-
Dæmi umgreiðslu: ....
Útborgun................
Eftirstöðvar............
greiðast mánaðarlega (6 mánuði
(6x3.331,- + vextir).
2
r- A lTí?r-~^»*
ZEROWATT
Þurrkari. Tegund: 2550. Þvottur: 4,5 kgT
Belgur: 901. Mál: 85 x 60 x 52,5.
Verð: 20.877.-
Dæmi umgreiðslu: .......... 20.877,-
Útborgun................... 6.951.-
Eftirstöðvar............ kr. 13.926,-
greiðast mánaðarlega í 6 mánuði
(6x2.321 + vextir).
ZER0WATT
Þvottavél. Tegund: 5304. Þvottur: 5 kg.
Vatnsmagn:38l.
Þeytivinda 550 snún./mín.
Mál:85x60c41,8
Belgur úr stáli og polypropylene
Verð: 21.335.-
Dæmi um greiðslu: .......... 21.335.-
Útborgun.....................7.103,-
Eftirstöðvar............. kr. 14.232.-
greiðast mánaðarlega í 6 mánuði
(6x2.372,- + vextir).
/UIKLIG4RDUR
MIKIÐ FYRIR LÍTÐ