Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBKR 1986
Kennsla í grunnskólum
hér á landi og erlendis
Eftir Margréti
Þorvaldsdóttur
Þegar ritað hefur verið um
áhugaleysi og lélegan námsárangur
bama og unglinga í skólum hér á
landi, hafa skýringar verið nokkuð
einhliða. Áhugaleysi foreldra,
hæfniskortur nemenda og lífsleiði
hafa þótt viðunandi skýringar.
Fleiri þættir og þeir ekki veiga-
minni hafa áhrif á áhuga og
námsárangur, en það er námsefnið
og framkvæmd kennslunnar.
Þegar gagnrýni á námsefnið er
sögð ámælisverð, þá er rétt að
benda á, að höfð er til viðmiðunar
persónuleg reynsla eigin bama við
erlenda grunnskóla.
Hnignun eins og hér virðist hafa
átt sér stað, hefur komið smátt og
smátt og án þess að eftir henni
hafi verið tekið. Það er fyrst þegar
farið er fyrirvaralítið inn í skóla-
kerfí annarra þjóða, að staðreyndin
verður ljós. En þar sem því hefur
verið haldið fram, að við búum við
afbragðs skólakerfi og að böm í
íslenskum skólum læri ekki minna
en börn gera í öðrum löndum, þá
skulu hér gefín nokkur dæmi til
samanburðar.
☆
Ég rifja upp umsögn stærðfræði-
kennara 9 ára bama (3. bekkjar)
við grunnskóla í Sviss. Hann undr-
aðist mjög þjálfunarskort íslensks
nemanda síns í hugarreikningi. Þar
í landi fer öll stærðfræðikennsla
fram með hugarreikningi fyrstu
þijú árin, og eru aðeins niðurstöður
dæma skrifaðar niður. „Við ætl-
umst til þess að 9 ára böm geti
reiknað upp í 5 stafa dálk í hugan-
um,“ sagði kennarinn, „og það gera
þau hér í Sviss.“ Ég varð að viður-
kenna að mjög lítil áhersla væri á
hugarreikning í stærðfræðikennslu
á Islandi.
☆
Við þýska skóla hefst hefðbundin
kennsla árinu fyrr en í Sviss eða
þegar börn eru 6 ára gömul. Það
virtist ekki vefjast fyrir 7 ára böm-
um í skóla þar í landi að reikna
svipuð dæmi (jafnvel erfiðari les-
dæmi) og lögð eru fyrir 12 ára
börn hér við íslenska skóla. Börnin
vom orðin læs og vel skrifandi 7
ára gömul.
Við sama skóla vom 10 ára börn
með mjög áhugavert námsefni.
Skólastofa þessa fjölmenna bland-
aða bekkjar, sem var í iðnaðarbæ,
var eins og þægilegur vinnustaður
og kennarinn upptendraður af
áhuga hélt nemendum sínum
áhugasömum og sístarfandi.
Bömin fengu góða kennslu í
móðurmálinu og mikla ritþjálfun í
því og unnu þau verkefni sjálf
um hin fjölbreyttustu efni. Þama
vom t.d. greinar og fréttir úr dag-
blöðum óspart notaðar í vinnubæk-
ur. Þetta vom fremur stuttar
greinar um menningarmál, stjóm-
mál, listir, íþróttir og úr fjármála-
heiminum og unnu nemendur síðan
verkefni úr greinunum. í stærð-
fræði vom lögð fyrir þessi 10 ára
böm erfiðari verkefni en lögð em
fyrir íslensk börn á öllu grunnskóla-
stiginu eins og t.d. í flatarmáls-
fræði.
☆
Það vom einmitt skólakerfí
Þýskalands og einnig Japans, sem
Bandaríkjamenn beindu athyglinni
að, eftir að birtar vom niðurstöður
stjómskipaðrar nefndar sem gerði
úttekt á skólakerfínu þar vestra
árið 1983.
„Nation at Risk“ eða „Þjóð í
hættu" var yfírskrift nefndarálits-
ins. í upphafi skýrslunnar er því
lýst yfír, að hefði óvinveitt ríki gert
tilraun til að þröngva upp á banda-
rísku þjóðina annarri eins meðal-
mennsku í menntun og viðgengist
í skólum landsins, hefði mátt líta á
það sem stríðsyfirlýsingu.
I nefndarálitinu segir ennfremur,
að ein aðalástæðan fyrir því að
þessi ríki, þ.e. Þýskaland og Japan,
hafí tekið forystuna í iðnaði sé sú,
að meiri og betri menntun sé veitt
í skólum þessara landa en í banda-
rískum skólum og þá serstaklega í
stærðfræði og náttúmvísindum. En
þeir sjálfir þurfi einnig að gera
betur í kennslu móðurmálsins og
tungumálum.
Það var því mjög lærdómsríkt
að kynnast skólum þar vestra eftir
fyrir þennan aldursflokk. Á eftir
hverri frétt fylgdi spumingalisti. Á
listanum vom spurningar um aðal-
efni greinarinnar og einnig álits-
spurningar, sem vekja áttu
umræður í bekknum. Börnum var
síðan ætlað að draga sínar eigin
ályktanir og skrifa þær niður. Þarna
var, á sama hátt og í þýska skólan-
um, verið að kenna bömunum að
vega og meta frétt og að hugsa og
vinna sjálfstætt.
Ritþjálfunin fólst einnig í því að
nemendur héldu dagbækur í skólan-
um. Þau skiptust síðan á að lesa
úr þeim fyrir bekkjarsystkini sín.
Börnin fengu þama einnig góða
þjálfun í að koma fram og tjá hugs-
anir sínar fyrir öðmm, enda virtist
ekkert barnanna þjást af feimni og
vanmáttarkennd. Kennarinn sagði
þessa tíma vera mjög þroskandi og
stjórnstöð skólastjóra. Ef prófið
sýndi að bamið hefði aðferðina á
valdi sínu, fékk það næsta verkefni
að glíma við.
Þessi kennsluaðferð var gagn-
lýnd af mörgum foreldmm vegna
þess að nemendur áttu til að gleyma
sér og fóm þá óeðlilega hægt yfír
námsefnið. En þar sem ein reiknis-
aðferð byggir á annarri, vom
kostimir sagðir vera þeir, að hægt
væri að fylgjast betur með að nem-
endur næðu skilningi á nauðsynleg-
um reiknisaðferðum. Einnig gæfí
þessi kennsluaðferð kappsömum
nemendum tækifæri til að fara
hraðar yfir námsefnið.
Það var aðdáunarvert hversu
mikill námsáhugi og ró var í þessum
fjölmenna og mjög svo blandaða
bekk. Nemendur vom 29 og af
mörgu þjóðerni, þeir vom af öllum
1980 og komast að raun um, að
sú kennsla sem veitt var þar við
gmnnskóla, var mun meiri og betri
en veitt er í skólum hér heima á
Fróni.
Bandarískir skólar em að vísu
mjög misjafnir að gæðum, en þar
sem við viljum gjarnan miða okkur
við það besta — en ekki það léleg-
asta í öðmm löndum, þá skal rifjað
upp námsefni og kennsla í tveim
bekkjum í góðum gmnnskólum þar
vestra, — svona rétt til fróðleiks.
Böm byija þar í skóla fyrr en
hér er gert. Tekin skal fyrst kennsla
í 4. bekk fyrir 9 ára böm.
Það var áberandi hve miklu meiri
alúð var lögð við móðurmálskennsl-
una á þessu skólastigi en við eigum
að venjast. Þama var stöðug og
markviss uppbygging orðaforða og
fýlgdu börnunum daglega heim ,
orðalistar og verkefni.
Móðurmálskennslan var einnig
mjög samtvinnuð kennslu í öðmm
greinum. Böm vom vakin til um-
hugsunar um hvað væri að gerast
umhverfís þau og í veröldinni. Þau
fengu t.d. vikulega blað upp á 8
síður, sem fella mátti inn í möppu.
í þessu blaði vom helstu fréttir lið-
innar viku settar fram á lipm máli
„Hnignun eins og hér
virðist hafa átt sér stað,
hefur komið smátt og
smátt án þess að eftir
henni hafi verið tekið.
Það er fyrst þegar farið
er fyrirvaralítið inn í
skólakerfi annarra
þjóða, að staðreyndin
verður ljós.“
vinsæla hjá nemendum.
Náttúmfræði eða science var ein
aðalnámsgreinin. Hún var einskon-
ar sambland af eðlisfræði, jarðfræði
og dýrafræði, eða almenn kynning
á algengum fyrirbæmm í náttúr-
unni.
Stærðfræðin var hlutuð niður í
stig (u.þ.b. 50) fyrir 6—12 ára böm
þessa fylkis og vom stigin ekki
tcngd ákveðnum árangri. Böm
unnu sjálfstætt og þegar kennarinn
áleit að þau hefðu náð skilningi og
leikni í að nota ákveðna reiknings-
aðferð var bamið sent í próf í
litarhætti og jafnt frá fátækum sem
auðugum fjölskyldum stórbogar.
Ég efa ekki að helsta ástæðan fyr-
ir þessu jákvæða andrúmslofti var
mjög áhugasamur kennari,
skemmtilegt námsefni við hæfí allra
og örvandi samkeppni. Agi virðist
ekki vandamál þar sem nemendur
fá að glíma við áhugavert námsefni.
☆
Þegar bornir vom saman 7.-8.
bekkur unglingaskóla eða ,junior
high“ þar vestra og hér heima var
munurinn talsvert mikill.
Nemendum í .junior high“ var
skipt í hópa eftir námsárangri.
Skiptingin var innan hvers árgangs
og var talsverður munur á náms-
álagi eftir námshæfni hópanna.
Námsárangur og fæmi réð því í
hvaða hópa nemendumir fóm og
þeir færðust til í hópnum eftir
árangri. Það var án efa mjög hvetj-
andi fyrir nemendur að nöfn þeirra
sem stóðu sig best, vom birt í
fréttablaði sem fór inn á heimili
allra nemenda skólans.
I hægfara hópi 7. bekkjar var í
móðurmálinu, ensku, lögð mikil
áhersla á uppbyggingu orðaforða.
Málfræði var einnig kennd svo og
bókmenntir. Stærðfræði var svipuð
þeirri sem kennd var hér en ítar-
legri. Líffræðin þótti mjög áhuga-
verð. Sérfræðingar úr hópi foreldra
vom beðnir að aðstoða og kom t.d.
augnlæknir og útskýrði byggingu
augans fyrir nemendum. Að kryfja
frosk var hluti af líffræðikennsl-
unni. í sögu eða „world studies"
vom kynntar sögupersónur eins og
Marx, Lenin og Gandhi. Tungumáí
vom valgreinar.
☆
Það var gaman að sjá vinnustofu
þeirra sem völdu myndmennt eða
„art“ sem valgrein. Kennarinn
(kona) var sjáanlega mjög hæfur.
Nemendur lærðu að vinna hina
ýmsu tækni sem notuð er í mynd-
list og vom þau verk sem listrænust
þóttu sett upp á göngum skólans.
í 8. bekk vom 13 ára unglingar.
Þar fengu hinir hraðfara nemendur
svipað námsefni og kennt er hér í
1. bekk menntaskóla. Má þar nefna
efnafræði, jarðfræði og veðurfræði.
I stærðfræði var tekin fyrir al-
gebra. I enskum bókmenntun vom
t.d. lesnar 5 sögubækur á fyrstu
önn og unnar úr þeim ritgeðir í
hópvinnu. Hægfara nemendur
fengu aftur á móti aðeins 3 bækur.
Námsálag á þá var mun minna.
í landafræði sem kennd var í 8.
bekk var saga Mið- og Suður-
Ameríku einnig lesin. Nemendur
áttu jafnframt að lesa blöð og fylgj-
ast með fréttum. Stríðið í E1
Salvador var tekið til umræðu og
var nemendum gert að kynna sér
rök þeirra deiluaðila sem stóðu að
stríðinu þar í landi. Síðan vom
umræðutímar. Þarna var verið að
kenna nemendum að vega og meta
fréttir og draga eigin ályktanir.
☆
En hvað læra svo íslenskir ungl-
ingar í 8. bekk?
Hér er dæmi úr einum skóla
borgarinnar eins og námsefnið ligg-
ur fyrir nú í haust. íslenska;
málfræði, stafsetningaræfngar og
íslensk lestrarbók 2. hefti fyrir
gagnfræðaskóla. í bókinni em m.a.
sögur og kvæði. Sögunum fylgja
engar spurningar og kvæðunum
engar skýmingar. Kennd er stærð-
fræði, danska og enska og handa-
vinna og leikfimi. Félagsfræði er á
stundaskrá en enginn kennari hefur
fengist til kennslu og eðlisfræði
verður heldur ekki kennd nema
kennari fáist til starfsins.
Svo undrast menn að unglingum
skuli fínnast flest áhugaverðara en
námið og leiti sér lífsfyllingar utan
skólans.
íslenskir unglingar hafa sýnt það
í skólum erlendis, að þeir em ekki
síður hæfír til náms er erlendir jafn-
aldrar þeirra.
Það sem gerir okkar skóla frá-
bragðna skólum annarra þjóða er
að unglingum hér em ekki veitt
sömu tækifæri til að sýna og sanna
hvers þeir em megnugir í námi.
Þeir em beinlínis „andlega sveltir".
Námsgögn og þá sérstaklega
fyrir unglingaskólana em með ólík-
indum rýr og lítið áhugavekjandi.
Það getur hver sem vill kannað
sjálfur í Námsgagnastofnun.
Ef við sem þjóð ætlum börnum
okkar einhveija þátttöku í því tima-
bili upplýsinga og þekkingar sem
framundan er, þá verða þau að fá
betri undirbúning í skóla en nú er
veittur. Annað em svik við þau.
Foreldrar og kennarar verða senni-
lega seint sammála um það hvort
vega eigi þyngra í kennslunni,
námsefnið eða kennsluaðferðirnar.
Gott námsefni hlýtur þó að gera
kennsluna auðveldari fyrir kennara
og námið aðgengilegra og skemmti-
lejjra fyrir nemendurna.
Fái nemendur ekki að hrífast í
þekkingarleit sinni í skóla, þá leita
þeir annað.
Sagt er að á götuhomum bíði
freistarar hinna leiðu með lausn
fyrir þá í töflu- eða vökvaformi.
Höfundur ritar fasta dilka hér i
blaðið.