Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986 9 v2 svíwzr Napoleon gædi Minni fita Betra eldi Lægra verð 235 kr. kg. Tilbúið í kistuna. KJOTMIÐSTÖÐIN Sími 686511 Tekið verður á móti hestum í haustbeit laugardaginn 20. september. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 672166. Hestamannafélagið Fákur. Við flytjum þcím þúsundum sem heímsóttu okkur í tílefní af 40 ára afmælí Þórscafé víkuna 7.-14. september s.l. bestu þakkír fyrír komuna svo og þeím fj'ölmörgu sem færðu okkur gjafír, blóm og sendu okkur kveðjur. Þökk fyrír víðskíptin á líðn- um árum. Vonumst eftír jafn ánægjulegum sam- skíptum og víðskíptum á komandi árum. ÞÓRSHÖLL hf Björgvin Ámason, Rakel Ragnarsdóttír og Ragnar Björgvinsson. Fnrmaður SUS baunar á Sambandiðj „Hlutverk Framsóknar| í bankakerfinu, að redda kvóta fyrir SIS .Hefur misst jafnvægis- list hugarfarsins — segir ValurArnórssonstjórnarformaöurSÍS, SUS og SÍS Alþýðublaðið hefur ekki leikið stórt hlutverk í íslenzkri fjölmiðlun lengi undanfarið. Það leikur hinsvegar hlutverk sitt dável á stund- um. Síðustu daga hafa formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og stjórnarformað- ur SÍS tekizt á á síðum Alþýðublaðsins. Staksteinar virða þessi átök lítillega fyrir sér í dag. Leiga eftir fjármagnið Alþýðublaðið hefur eftírfarandi ummæli eft- ir Vilhjálmi Egilssyni, formanni SUS: „Samvinnuhreyfingin stendur núna á tímamót- um. Hún valsar ekki lengur með ódýrt fjár- magn. Hún er líka orðin stofnanakennt bákn. Þessi hreyfing hefur liaft vissa aðstöðu, en hjá henni ráða önnur sjónar- mið en arðsemin ...“. Vilhjálmur segir áfram: „Þeir þurfa nú að borga raunvextí og eru hættir að geta notað sér sína aðstöðu í bankakerf- inu í sama mæli og áður. Eftir að raunvextir fóru að verða jákvæðir, þá græða þeir ekki lengur á því að fá lán og liggja með peningana... Jú, Sambandið hefur haft þessa aðstöðu í banka- kerfinu. Þetta hefur svo mikið verið rekið á pólitískum forsendum. Það hefur verið eitt af hlutverkum Framsókn- arflokksins í bankakerf- inu að redda kvóta fyrir SÍS.“ „Misstjafn- vægi hugar- farsins“ Valur Amþórsson, stjómarformaður SÍS, segir í Alþýðublaðinu dagiim eftir: „Mér virðist að Vilhjálmur Egilsson hafi misst þama jafn- vægi hugarfarsins og hreytir úr sér ótæpilega í garð samvinnuhreyf- ingarinnar...“. „Hinsvegar vil ég leggja áherzlu á,“ segir SfS-formaðuriim, „að tími neikvæðra vaxta í þjóðfélaginu er liðinn og kemur vonandi aldrei aftur. Það er skoðun okkar í Samvinnuhreyf- ingunni að efnahagslifið þurfi að vera traust og heilbrigt. Verðbólga ekki meiri en í nágranna- og samkeppnislöndum, vextir eðlilegir og arð- semi fyrirtækja þaimig, að þau getí skilað eðlileg- um vöxtum af því fjár- magni, sem þau hafa til meðferðar...“ Enn segir SÍS-formað- ur: „Það er vissulega svo að bankaráð rikisbank- anna em pólitiskt kjörin af Alþingi og menn allra flokka hafa setíð þar i bankaráðum og stjóm- um. Þar hafa sjálfstæðis- menn verið langsterkast- ir... Ég efa ekki að margir sjálfstæðismenn hafa líka stutt að því að samvinnuhreyfingin fengi cðlilega lánafyrir- greiðslu í bönkunum ...“ SÍS heilög kýr? Samvinnuhreyfingin hefur efalítíð gegnt gagnsömu hlutverki hér og þar á landsbyggðinni, ekki sízt fyrr á tið, bæði á sviði verzlunar og ann- arrar atvinnustarfsemi. Þetta hefur hinsvegar breytzt sums staðar i þá vem, ekki sizt. i stijálli byggð, að kaupfélagið deilir og dmttnar i kraftí einokunar. Svo langt hef- ur einokunin gengið að þessu leytí, að Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður, sem ekki er sérstakur talsmaður einkaverzlunar, taldi það [í þingræðuj sýna kjara- legan aðstöðumun þétt- býlis- og stijálbýlisbúa, að verzlunarsamkeppni á höfuðborgarsvæðinu tryggði hagstæðara vömverð (meiri kaup- mátt) en þar sem t.d. eitt kaupfélag væri um verzl- unarhituna. SIS og kaupfélögin em ekki heiiagar kýr, sem hafnar em yfir gagnrýni. Það má þó ráða af viðbrögðum há- tigna á hefðartoppum sambandsins, hvert sinn sem einhver leyfir sér að benda á „klæðleysi keis- arans“. Kaupfélögum hefur ekki tekizt að bjóða al- menningi lægra vöm- verð en kaupmenn og stórmarkaðir, þar sem samkeppni er til staðar, raunar siður en svo. Ein- okunarkaupfélög, sem ekki liafa aðhald sam- keppninnar, hafa hærra verðlag. Þrátt fyrir þetta er rekstrarleg staða kaupfélaga sumstaðar bágborin, ef marka má Tímafréttir. SÍS hefur hinsvegar tútnað út á sama tíma og kaupfélögin hafa þurft að herða mittisólar. Það er orðið „stofnana- kennt bákn“, eins og Vilhjálmur Egilsson orð- ar það. Hátignir á hefðartoppum sam- bandsins bregðast og hinir verstu við ef ein- hver, utan SÍS-hringsins, lætur að því liggja, að þrátt fyrir sterka stöðu SÍS-báknsins á fjár- magns- og vaidavett- vangi, sjái almenningur sér hag í því að verzla í skjóli heilbrigðrar verzl- unarsamkeppni. í þeirri verðsamkeppni hafa kaupfélögin, sem dreifa m.a. SÍS-vörum, sízt boð- ið betri kjör. Fólki hefur lærzt að það er sam- keppnin, ekki kaupfélag- ið, sem tryggir fjölbreytt vömframboð, vömgæði og hagstæðara verð en ella. Wagner-sjálfstýringar, komplett með dælusettum } 12 og 24 volt, kompás og j fjarstýringum fram á dekk, j ef óskað er, fyrir allar | stærðir fiskiskipa og allt I niöur í smá trillur. Sjálf- j stýringarnar eru traustar og öruggar og auðveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stæröir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiösluskilmálar. Atlas hf Borgartún 24. Sími 621155 Pósthólf 493, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.