Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐJÐ, FQSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986
37
Minning:
Guðjón Friðgeirsson
skrifstofustjóri
Fæddur 13. júní 1929
Dáinn 13. september 1986
Þeim sem umgengust Guðjón að
staðaldri fékk ekki dulist að heilsu
hans var brugðið. Erfiðar sjúkra-
vistir síðustu ára höfðu sett mark
sitt á hann, þó lítið væri um það
rætt. Engu að síður kom það á
óvart þegar það spurðist á laugar-
dagskvöldið var að hann væri allur.
Fram á síðustu stund gekk Guð-
jón til starfa eins og ekkert væri og
í allri framkomu og fasi var hann
geiglaus eins og sá sem hyggur að
hann eigi langt líf fyrir höndum.
En ekki efa ég þó að hann hafi
vitað að brugðið gat til beggja vona.
Það eru um það bil 25 ár síðan
ég kynntist Guðjóni fyrst. Þá var
hann kaupfélagsstjóri á Fáskrúðs-
firði og stýrði jafnframt Hraðfrysti-
húsi Fáskrúðsfjarðar. Leiðir okkar
lágu þó ekki saman að marki fyrr
en hann gerðist starfsmaður Sjáv-
arafurðadeildar Sambandsins árið
1971. Þar starfaði hann alla tíð
síðan, lengst af sem skrifstofustjóri.
Það er vandasamt starf að vera
skrifstofustjóri Sjávarafurðadeild-
ar. Jafnframt því sem venjulega
felst í starfi skrifstofustjóra þarf
hann að annast alls konar félagsleg
samskipti við framleiðendur, hafa á
reiðum höndum upplýsingar fyrir
þá, og leggja grundvöllinn að ölíum
útreikningum sem réttlát skipting
þeirra á milli byggist á.
Afköst Guðjóns í starfi voru feiki-
leg, ekki síst þegar mikið lá við.
Hann var tölvuglöggur maður og
átti auðvelt með að fínna kjarna
hvers verkefnis, en gjarnan vildi
hann fara eigin leiðir. Það kom
ekki á sök, því leiðir hans voru oft
styttri en aðrar leiðir, sem hægt
var að benda á.
Guðjón naut mikillar virðingar í
starfi, allra þeirra sem við hann
höfðu skipti. Guðjón var sá gæfu-
maður að njóta vaxandi trausts eftir
því sem árin liðu. Hann var kallað-
ur til við lausn erfiðustu verkefna,
þó þau væru ekki í hans verka-
hring. Nafn hans kom ótrúlega oft
upp þegar mikið lá við. Stjórn Fé-
lags Sambandsfiskframleiðenda
hefur beðið mig að flytja honum
þakkir að leiðarlokum og votta fjöl-
skyldu hans samúð við fráfall hans.
Leiðir okkar Guðjóns lágu saman
í starfi, en tiltölulega lítið þar fyrir
utan. Engu að síður gáfust mörg
tækifæri til að kynnast lífsviðhorf-
um hans og skoðunum á mönnum
og málefnum. Hann hafði ákveðnar
skoðanir, en mesta athygli mína
vakti það í fari hans hve hreinskipt-
inn hann var. Hann sagði jafnan
skoðun sína hreint og umbúðalaust
þó að sviði undan stundum. Og
menn sóttust eftir að heyra skoðan-
ir hans.
Hér verða ættir Guðjóns ekki
raktar og ekki heldur önnur fjöl-
skyldutengsl. Ég þykist vita að til
þess verði aðrir, sem betur þekkja
til. En ég vil votta Ásdísi og börnun-
um mína dýpstu sambúð á þessari
erfiðu stundu.
Árni Benediktsson
Haustdagar á íslandi geta verið
daga fegurstir. Þá renna stundum
saman í eina hljómkviðu mild birtan
og fágaðir litir landsins. Þannig var
dagurinn, þegar vinur minn og sam-
starfsmaður Guðjón Friðgeirsson
kvaddi þennan heim. Hann var að
búa sig til heimferðar eftir að hafa
eytt fögrum haustdegi við skaut
náttúrunnar. En það átti ekki fyrir
honum að liggja að fá að upplifa
haustdaga sinnar eigin ævi. Kallið
kom, þegar ævisól hans sjálfs var
fyrir nokkru gengin úr hádegisstað
og því getum við tekið undir með
skáldinu og sagt: skjótt hefur sól
brugðið sumri.
Guðjón Friðgeirsson, skrifstofu-
stjóri, sem í dag er kvaddur hinztu
kveðju frá Kópavogskirkju, fæddist
13. júní 1929 á Stöðvarfirði. For-
eldrar hans voru Friðgeir Þorsteins-
son, útvegsbóndi á Stöðvarfirði og
síðar lengi útibússtjóri Samvinnu-
bankans á staðnum, og kona hans
Elsa Jóna Sveinsdóttir. Var Guðjón
elstur af sex börnum þeirra hjóna.
Friðgeii1 er á 77. aldursári, búsettur
á Stöðvarfirði.og ber aldurinn vel.
Fer raunar enn á sjó á bát sínum,
þegar svo ber undir. Elsa Jóna lést
árið 1978.
Guðjón stundaði nám í héraðs-
skólunum að Laugai'vatni og Eiðum
en settist síðan í Samvinnuskólann
og lauk þaðan prófi vorið 1950.
Kornungur tók hann að stunda sjó
með föður sínum og fyrstu heilu
vertíðina réri hann með honum 14
ára gamall. Faðir hans segir mér,
að hann hafi ekki misst úr einn
einasta róður það sumarið, þótt
ungur væri. Þá var Guðjón og skips-
maður á strandferðaskipinu Esju í
eitt ár undir lok seinna stríðsins.
Kunni hann frá ýmsu að segja frá
þeim tíma.
Námsárin öll vann Guðjón fyrir
sér með sjómennskunni en að námi
loknu, nánar tiltekið árið 1950, hóf
hann störf hjá Kaupfélagi Stöð-
firðinga og starfaði þar til hausts
1954. Hann var starfsmaður í fjár-
máladeild Sambandsins í Reykjavík
frá hausti 1954 til ársloka 1956 og
sinnti þá m.a. eftirliti með starfsemi
kaupfélaga víðsvegar um landið.
Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fá-
skrúðsfirðinga var hann í 13 ár, frá
ársbytjun 1957 til ársloka 1969.
Þetta voru ár mikilla umsvifa til
lands og sjávar á vegum kaupfé-
lagsins. Útgerðin var stórlega efld
og búið í haginn fyrir vinnslu aflans
í landi. Árið 1970 hóf Guðjón störf
í sjávarafurðadeild Sambandsins og
þar var starfsvettvangur hans til
dauðadags. Lengi framan af var
hann aðalbókari deildarinnar en
skrifstofustjóri hin síðustu ár.
Það var engin tilviljun að allur
starfsdagur Guðjóns Friðgeirssonar
var helgaður samvinnufélögunum.
Samvinnuhugsjónin var óaðskiljan-
legur hluti þeiirar lífsskoðunar, sem
fylgdi honum til hinztu stundar.
Ungur að aldri kynntist hann
þýðingu samvinnustarfsins fyrir
lífsbaráttu fólksins. Það var bjarg-
föst trú hans, að úrræði samvinn-
unnar væru bezt til þess fallin að
efla hagsæld fólksins í landinu. Ég
veit að þessi trú hans var öðrum
þræði sprottin af þeirri reynslu, sem
hann hafði áunnið sér sem þátttak-
andi í lífsbaráttu þjóðarinnar á sjó
og landi en að hluta var hún arfur
úr föðurgarði. Faðir hans var í ára-
tugi stjórnarmaður í Kf. Stöðfírð-
inga og einnig langtímum saman
stjórnarformaður í Hraðfrystihúsi
Stöðfirðinga.
Guðjón Friðgeirsson átti miklu
fjölskylduláni að fagna. Hinn 29.
nóvember 1957 gekk hann að eiga
Ásdísi Magnúsdóttur frá Orrustu-
stöðum á Síðu, en foreldrar hennar
voru Magnús Jón Sigurðsson, bóndi
þar, og kona hans Katrín Sigurlaug
Pálsdóttir. Þeim Guðjóni og Ásdísi
varð sex barna auðið og eru þau,
talin í aldursröð: 1. Elsa, húsfreyja
á Fáskrúðsflrði. Hennar maður er
Jóhannes Vignisson, sjómaður, og
eiga þau eina dóttur. 2. Svanhvít,
húsfreyja í Reykjavík. Hún er gift
Einari Inga Éinarssyni, vélfræð-
ingi, og eiga þau tvo syni. 3.
Magnús, starfsmaður í Skipadeild
Sambandsins í Reykjavík. Hann er
kvæntur Helgu Halldórsdóttur og
eiga þau einn son. 4. Friðgeir,
starfsmaður hjá Flugleiðum í
Reykjavík. Unnusta hans er Hrefna
Margrét Guðmundsdóttir. 5. Katrín,
nemi, búsett í Reykjaví. 6. Guðdís,
nemi, búsett í Reykjavík. Fyrir
hjónaband eignaðist Guðjón einn
son. Hann er Gottskálk Ágúst, sjó-
maður, búsettur í Keflavík, kvæntur
Margréti Sigurðardóttur, og eiga
þau einn son.
Ég kynntist Guðjóni fyrst að
marki vorið 1975, þegar ég hóf störf
í sjávarafurðadeild Sambandsins en
allan þann tíma, sem síðan er lið-
inn, höfum við verið nánir sam-
verkamenn. Mér varð fljótt ljóst,
að þar fór maður sem var óvenju-
lega vel verki farinn. Hann var
einstakt snyrtimenni og þessi
snyrtimennska setti mark sitt á öll
störf hans og næsta umhverfi. Guð-
jón var einstaklega fljótur að vinna
og hvert það verk, sem honum var
falið, var þannig af hendi leyst að
þar varð ekki á betra kosið. Ekki
fór á milli mála að reynsla hans sem
sjómaður og kaupfélagsstjóri varð
honum mjög notadijúg í störfum
fyrir sjávarafurðadeild og framleið-
endur hennar. Guðjón gat verið
mikill málafylgjumaður, þegar því
var að skipta, og þess nutu fram-
leiðendur okkar í ríkum mæli. Var
hann jafnan óþreytandi að ganga
erinda þeiira, innan deildar sem
utan.
Við samstarfsmenn Guðjóns í
sjávarafurðadeild eigum honum
mikla þakkarskuld að gjalda. Við
vissum sem var, að hann gekk ekki
heill til skógar hin síðari ár. Þrátt
fyrir það gekk hann hvern dag að
vinnu sinni glaður og reifur. Honum
var áreiðanlega sjálfum ljóst, að líf
hans hékk á þeim bláþræði, sem
nú hefur slitnað, og oft fannst mér
ég skynja, að hann væri þakklátur
fyrir hvern þann starfsdag sem for-
sjónin færði honum til viðbótar.
Kveðja okkar á skilnaðarstund
er blandin miklum trega en jafn-
framt þrungin miklu þakklæti fyrir
öll árin, sem okkur auðnaðist að
starfa með honum. Við Inga og
samstarfsfólk hans í sjávarafurða-
deild sendum konu hans, börnum
og öldruðum föður, svo og öllum
öðrum ættingjum, hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minnig Guðjóns Frið-
geirssonar.
Hvíli hann í friði.
Sigurður Markússon
Guðjón Friðgeirsson fæddist á
Stöðvarfirði 13. júní 1929, sonur
hjónanna Elsu Jónu Sveinsdóttur
og Friðgeirs Þorsteinssonar.
Stöðvarfjörður er lítið og snyrti-
legt byggðarlag í einkar fallegu
umhverfí. Þar byggðu menn af-
komu sína á því, sem sjór og land
gáfu, og jafnvel barnungir piltar
hófu sjóróðra með feðmm sínum
eða ættingjum.
Á Stöðvarflrði rak kaupfélagið
einu verslunina á staðnum og flest-
ir íbúanna vom ákveðnir samvinnu-
menn og skildu vel gildi samvinnu-
stefnunnar.
I þessu umhverfi ólst Guðjón upp
og ekki var hann gamall þegar
hann fór sinn fýrsta róður, en 14
ára varð hann fastur háseti á bát
föður síns á summm. Á veturna
stundaði Guðjón nám, fyrst í heima-
byggð, síðan á Laugarvatni og
Eiðum.
Að loknu landsprófí innritaðist
hann í Samvinnuskólann, en hélt
svo til framhaldsnáms á Englandi.
Eftir þetta naut Samvinnuhreyf-
ingin starfskrafta hans alla tíð.
Um nokkurt skeið vann hann hjá
Kaupfélagi Stöðflrðinga en réðst
síðan að endurskoðunardeild Sam-
bandsins. Hann var kaupfélags-
stjóri á Fáskrúðsfirði í 14 ár, en
undanfarin 16 ár hefur hann starf-
að hjá sjávarafurðadeild SIS.
Guðjón var afar fljótvirkur og
ömggur í allri skrifstofuvinnu.
Hann hafði mjög góða rithönd og
allt sem hann lét frá sér fara var
skilmerkilega og vel uppsett. Hann
vann af nákvæmni og trúmennsku
og ef erfiðlega gekk hjá fyrirtækj-
um, sem hann vann við, leið honum
illa.
Guðjón var sérstakt snyrtimenni
og kom það fram í starfí hans og
ekki síður heima fyrir. Aldrei sáust
staflar óunninna verkefna á borði
hans. Hann lauk því, sem hann var
að gera, kom hlutunum á sinn stað
og tók síðan til við næsta verkefni.
Allt sem hann hafði með að gera,
hvort sem það var bátur, bíll eða
aðrir munir, átti sinn stað og bar
natni hans og hirðusemi glöggt
vitni.
Guðjón var mikils metinn af þeim
sem þekktu hann og hjálpsemi og
góðvild átti hann í ríkum mæli.
Hann hafði mjög ákveðnar skoð-
anir og kvað sterkt að orði ef svo
bar undir. Sýndarmennsku átti
hann ekki til og hann meinti það
sem hann sagði.
Hann var gefinn fyrir útivist og
sund stundaði hann daglega, ef
þess var kostur. Hann var áhuga-
samur veiðimaður og fór margar
veiðiferðir um dagana. Hann var
einmitt í einni slíkri ferð og í þann
veginn að sýna dóttursonum sínum
nýveiddan lax, þegar kallið kom.
Árið 1957 kvæntist Guðjón Ás-
dísi Magnúsdóttur, öndvegiskonu,
sem reyndist honum mjög vel jafnt
í blíðu sem stríðu. Þau eignuðust 6
börn, sem nú eru fulltíða. Elsa býr
á Fáskrúðsfirði, Magnús, Friðgeir
og Katrín eiga heima i Kópavogi,
Svanhvít býr í Reykjavík og Guðdís
er enn í heimahúsum. Áður hafði
Guðjón eignast dreng, Gottskálk,
og býr hann í Keflavík. Barnaböm-
in eru orðin fímm.
Guðjón var einstakur heimilis-
faðir og tók ríkan þátt í uppeldi
barnanna, sem og öðrum heimilis-
störfum. Hann var heimakær og
leið hvergi betur en þar.
Hjónin voru mjög samhent við
að gera vistlegt og hlýlegt í kring-
um sig og einu gilti hve margir
gengu þar um garða, hvergi sáust
þess merki. Heimili þeirra stóð
ávallt opið og þangað var gott að
koma.
Við Guðjón vorum mjög nánir,
ekki aðeins bundnir böndum
bræðra, heldur gagnkvæmrar vin-
áttu og trausts. Við leituðum hvor
til annars ef einhvers þurfti með
og áttum margar Ijúfar samveru-
stundir við veiðar eða aðra dægra-
dvöl. Fyrir þytta vil ég þakka um
leið og ég þakka bróðurþelið, sem
var svo ríkt.
Kona mín og dætur þakka vin-
áttu og hlýhug gegnum árin.
Margir eiga um sárt að binda við
fráfaU Guðjóns en sárast er þetta
fyrir Ásdísi, börnin og bamabömin
svo og aldinn föður.
Megi góður Guð gefa þeim styrk
og milda sorg þeirra og söknuð.
Þórólfur Friðgeirsson
Langri baráttu við veikindi er nú
lokið. Ég bið góðan Guð að geyma
Bjössa og veit ég að honum er vel
borgið.
Halldór Þ. Þorsteinsson
Afi minn er dáinn.
Ég hef minnist hans og hann
var. Ég man þau skipti er ég fékk
að fara með afa og ömmu í sumar-
bústað í Olfusborgum, Munaðarnesi
og Apavatni, það vom góðir tímar.
Við afi fórum saman út á bát að
veiða í Apavatni, ég man alltaf eft-
ir eltingarleiknum við fisk sem ég
síðan náði.
Afi átti hesta og leyfði hann mér
stundum að koma á hestbak. Við
fórum með hestana upp á Vatns-
enda þar sem ég fékk að sitja
hestinn en Steina frænka hélt í
tauminn.
Margar ljúfar minningar koma
upp í hugann er ég hugsa til afa
míns og þeirra stunda sem við átt-
um saman.
Guð lofi honum að hvíla í friði
og styrki ömmu í hennar sorg.
Hulda Sumarliðadóttir
Guðbjöm Sumarliða-
son — Minningarorð
Fæddur 30. maí 1920 honum því gjarnan inn á heimilið.
Dáinn 13. september 1986
Hinn 13. september sl. barst sú
fregn að Bjössi væri dáinn. Veik-
indi höfðu hijáð hann lengi og
undanfamar vikur lá hann á spítala,
stundum þungt haldinn. Nú er veik-
indum hans lokið og hefur hann
fengið langþráða hvíld.
Guðbjörn Sumarliðason var
fæddur 30. maí 1920, sonur hjón-
anna Sumarliða Eiríkssonar og
Tómasínu Oddsdóttur að Meiða-
stöðum í Garði. Sumarliði lést fyrir
allmörgum árum, en Tómasína lifir
mann sinn og býr háöldruð að
Meiðastöðum. Guðbjörn var þriðji í
röðinni af átta börnum þeirra. Hann
hóf vinnu við sjósókn og beitingar
að lokinni skólagöngu.
Hann hóf vinnu við sjósókn og
beitingar að lokinni skólagöngu.
Tvítugur að aldri flutti hann til
Reykjavíkur og lauk þar vélstjóra-
námi. Síðan réðst hann í vinnu hjá
Radíóverkstæði Landsímans.
Ásamt vinnu sinni þar lauk hann
námi í símvirkjun. Vann hann síðan
á skipadeild verkstæðisins allt fram
til ársins 1980. Tók hann fljótlega
við verkstjóm og kenndi jafnframt
við Loftskeytaskólann í mörg ár.
Eftir 1980 tók hann að sinna
lagerstörfum í hálfsdagsstarfl í tvör
ár, Jiar til heilsan brast.
Á þeim tíma sem Guðbjörn vann
á radíóverkstæðinu var það eini
aðilinn sem sá um uppsetningar og
viðgerðir á talstöðvum íslenskra
skipa. Mikill erill fylgdi þeirri vinnu,
bæði á vinnustað og heima. Starfið
tók hug hans allan og fylgdi vinna,
Sumarbústaður sem þau hjónin áttu
að Vatnsenda varð þeim gott at-
hvarf. Þar undu þau sér gjarna við
ræktun og plöntuuppeldi, þegar
þörf var fyrir hvíld.
Annan júlí 1949 gekk Guðbjöm
að eiga eftirlifandi konu sína, Val-
gerði Jónsdóttur. Hún er ættuð frá
Akranesi, dóttir hjónanna Jóns Pét-
urssonar og Guðrúnar Jóhannes-
dóttur, sem bjuggu í Sandvík á
Akranesi. Guðbjöm og Valgerður
stofnuðu heimili í Reykjavík og
hafa búið á Birkimel 8 síðastliðin
34 ár. Börnin urðu flmm, fjórir
synir og ein dóttir. Þau em Sumar-
liði, Birgir og Sævar sem em
tvíburar, Jón Pétur og yngst er
dóttirin Steinunn.
Auk bama þeirra hjóna átti Guð-
bjöm einn son, Jón Steinar, sem
ólst upp að Borg í Garði. Valgerður
á einnig eina dóttur, Önnu Stínu,
sem ólst upp hjá foreldmm hennar
í Sandvík. Þau hafa alla tíð verið
í góðum tengslum við heimilið að
Birkimel 8.
Bamabömin em nú tólf talsins,
svo ekki verður annað sagt en að
hjónunum hafi fylgt mikil bama-
gæfa. Guðbjöm átti fjórar tengda-
dætur og einn tengdason, sem hafa
reynst honum mjög vel, ekki síst í
veikindum hans.
Ég vil þakka velvild og ljúf-
mennsku sem mér hefur alltaf
mætt á heimili þeirra.
Guð styrki móður Bjössa, sem
nú hefur misst hið fyrsta af börnum
sínum og eiginkonu hans og böm
sem nú hafa misst góðan maka og
föður.