Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER' 1986
3Í
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjörnuspekingur. Ég
vil biðja þig að gera kort
fyrir mig og lesa úr því skap-
ferli og hvað hentar mér t.d.
í sambandi við starf, þar sem
ég stend nú á krossgötum.
Ég er fædd 24.05. 1942 kl.
22 í Rvík. Kærar þakkir."
Svar:
Þú hefur Sól, Satúmus og
Úranus saman í Tvíbura,
Merkúr og Júpíter saman
einnig í Tvíbura, Venus í
Hrút, Mars í Krabba, Sporð-
dreka Rísandi og Vog á
Miðhimni.
ÁbyrgÖ ogfrelsi
Það að hafa Sól, Satúmus
og Úranus saman er frekar
einkennileg og mótsagna-
kennd staða. Satúmus er
táknrænn fyrir hömlur, aga,
ábyrgð og form, Úranus fyr-
ir frelsi, breytingar og
niðurbrot á formi. Sterk
ábyrgðarkennd togast því á
við frelsisþörf. Þú tekur t.d.
á þig ábyrgð og skyldur og
eftir ákveðinn tíma fer
ábyrgðin að þvinga þig. Þú
losar þig við ábyrgðina til
að öðlast frelsi en kannt
ekki við frelsið o.s.frv.. Þörf
er því á jafnvægi þama á
milli, t.d. ábyrgðarstöðu sem
gefur þér samt sem áður
svigrúm, t.d. hvað varðar
tíma.
Félagsmál
Sól í Tvíbura táknar að þú
ert félagslynd og þarft fjöl-
breytileika og hreyfingu. Þú
hefur hæfileika til að vinna
með fólki og hæfileika á
sviðum sem hafa með tjá-
skipti og upplýsingamiðlun
að gera. Þú ert hins vegar
ekki dæmigerður Tvíburi.
Sporðdreki Rísandi táknar
að þú ert dulari í fasi og
framkomu en gengur og
gerist með Tvíbura og Sat-
úmus á Sól temprar þig
einnig.
Tungumál
Merkúr og Júpíter saman í
Tvíbura táknar að þú ert
jákvæð og lifandi í hugsun,
hefur áhuga á fjölmörgum
málum, ert forvitin og eirð-
arlaus í hugsun. Hæfileikar
þínir liggja meðal annars á
tungumálasviðum. Það sem
þú þarft að varast er eirðar-
leysi.
Samviskusöm
Tungl í Meyju táknar að þú
ert samviskusöm og greið-
vikin. Þú leggur áhersiu á
að vera dugleg og stundvís
og vilt hafa umhverfi þitt í
röð og reglu. Tungl í Meyju
ásamt Mars í Krabba táknar
að þú hefur áhuga áð að
hjálpa öðrum og vemda.
Einlœg
Venus í Hrút táknar að þú
ert einlæg í mannlegum
samskiptum og leggur
áherslu á að vera heiðarleg
og hrein og bein.
Störf
Störf sem henta þér liggja
á uppeldissviðum, í kennslu
og hjúkmn. Störf sem hafa
með mannleg samskipti að
gera eiga vel við, t.d. af-
greiðsla og upplýsingamiðl-
un. Störf sem eru fjölbreyti-
leg, fela í sér ábyrgð en
jafnframt visst fijálsræði
eiga vel við þig. Einnig getur
verið gott fyrir þig að afla
þér frekari menntunar, ef
þess er kostur, t.d. að setj-
ast á skólabekk. Þú hefðir
ánægju af því félagslífi sem
skólanámi fylgir og einnig
myndi námið hafa jákvæð
áhrif á fróðleiksfúsan og
forvitinn Tvíburann.
X-9
VE/5IV HVAP /VIER LIKAR
I BEST v/ie> ICETTl ? pAP EK.
. XEISN OKKAfZJAPHyJbLöOVOl
SE/Vt EINKBNMi/^ alla
1 HSGÐUN CX.K.flfZ. OG
F P-AM K.OA/IU
J?M PAV?5 2-12
JÆIA pA, E<3 SB PAV \
A pBSSAfíl GÖ/y\LO KLUKKO )
v AÐ PAE> ER-KO(AiNN /
S MATARTÍ/V\I
O
O
©1986 United Feature Syndicate.lnc.
TOMMI OG JENNI
1 lÁoi/ i\
UOSKA
SMÁFÓLK
I ALUJAYS HAVE TME
VANILLA owthe bottom
ANP TME CHOCOLATE ON TOP
VOU LIKE TO HAVE THE'
VANILLA ON TOF anp
TME CW0C0LATE 0N
THE BOTTOM ?
IT TAKE5 ALL KINP5
TO MAKE A UUORLP!
Ég hef vanillu-bragðið
alltaf neðst og súkkulaðið
efst.
Þér finnst betra að hafa
vanilluna efst og súkkulað-
ið neðst?
Það var merkilegt.
Engum
líkur!
manni var Kári
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
m
Krókódílar em kjaftstórar
skepnur og láta sér ekki muna
um að kyngja stóram bita. Það
er líklega af þeirri ástæðu sem
ákveðin spilabrella í brids hefur
hlotið nafnið „krókódílabragð-
ið“. Það lítur svona út.
Vestur gefur; allir á hættu.
Norður
♦ DG72
¥ K643
♦ 65
♦ 982
Austur
II ¥ D1098
♦ G942
♦ DG63
Suður
♦ ÁK10943
¥ Á752
♦ KD
♦ 5
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull Pass 2 tfglar Dobl
3 lauf Pass 3 tíglar 3 spaðar
Pass Pass 4 spaðar Pass Pass
Þrátt fyrir mikla sagniðni hjá
mótheijunum tókst N/S að kom-
ast í ágætt fjögurra spaða geim.
Samningurinn vinnst alltaf ef
hjörtun falla 3—2. yg
En eins og við sjáum brotnar
hjartað ekki. Vestur spilaði út
tveimur efstu í laufi. Suður
trompaði seinni slaginn og lét
út tígulkóng. Vestur drap strax
og spilaði enn laufi, sem suður
trompaði.
Nú tók sagnhafi tíguldrottn-
ingu, síðan tvisvar tromp og
endaði í blindum. Þaðan spilaði
hann litlu hjarta, og lét lítið að
heiman þegar áttan kom úr
austrinu. Vestur varð að drepa
slaginn á gosann og gefa sagn- f *■
hafa tíunda slaginn með því að
spila laufi eða tígli út í tvöfalda
eyðu.
Austur hefði getað bjargað
makker sínum frá þessu dapur-
lega hlutskipti með því að hoppa
upp með hjartadrottninguna
þegar hjartanu var spilað úr
blindum. Þannig gleypir hann
gosa makkers eins og gráðugur
krókódíll og heldur innkomunni
sjálfur.
Vestur
♦ 85
¥ G
♦ Á10873
♦ ÁK1074
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á heimsmeistaramóti ungl-
inga í Gausdal í Noregi í
ágústmánuði kom þessi staða
upp í skák Englendingsins
Jamcs Howell, sem hafði hvítt
og átti leik, og V-Þjóðverjans
Matthias Wahls.
Hvítur hefur fómað manni 4|
fyrir öfluga sókn og þvingaði
nú fram mát með drottningar-
fóm: 29. Dxe7+! - Kxe7, 30.
Hxg7+ og svartur gafst upp,
því hann er óveijandi mát. T.d.
30. - Kd8, 31. Hh8+ - De8,
32. Bb6+ og mátar, eða 30. —
Ke6, 31. Hh6+ - Kd5, 32. Hg5
mát.