Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986 3 Morgunblaðið/Bjami Selásskóli í Suður-Selási. Grandaskóli við Keilugranda er byggður eftir sömu teikningu Grandaskóli við Keilugranda og Selásskóli í Suður-Selási: Tveir nýir skólar tekn- ir í notkun í Reykjavík Nemendur i átta ára bekk í Grandskóla. TVEIR NÝIR grunnskólar taka til starfa á þessu skólaári í Reykjavik. Þeir eru Grandaskóli við Keilugranda og Selásskóli í Suður-Selási. I skólanum í Selási verður for- skólakennsla og grunnskólakennsla barna að 11 ára aldri. Næsta ár er ætlunin að bæta tólf ára bekk við og svo koll af kolli næstu ár, enda gert ráð fyrir að þar fari fram kennsla hjá öllum aldurshópum á gi-unnskólastigi. Nemendur í Selás- skóla eru 190 talsins. I Grandaskóla verður forskóli ásamt kennslu barna á aldrinum sjö og átta ára og næsta vetur verð- ur níu ára börnum bætt við. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eldri börn fái þar kennslu í framtíð- inni. Nemendur í Grandaskóla eru 180. Leikfimikennsla fyrir nemendur í Selásskóla fer fram í Alftamýrar- skóla, en nemendur Grandaskóla sækja sína leikfimikennslu í KR- heimilinu. Það skal tekið fram, að börnin í Selásskóla eru keyrð báðar leiðir í leikfimina. Skólamir eru báðir teknir til starfa og kennarar hafa verið ráðn- ir þangað. Að sögn Ragnai-s Júlíus- sonar, formanns skólamálaráðs, voru margar umsóknir um stöðu skólastjóra við skólana, en skóla- málaráð samþykkti samhljóða ráðningu þeirra Kristjönu M. Krist- jánsdóttur við Grandaskóla og Kristínar H. Tryggvadóttur við Sel- ásskóla. Skólarnii’ eru í meginatriðum eins, 766 fermetrar hvor. í hvomm skóla em fimm kennslustofur og skólabókasafn ásamt stóm mið- rými. Einnig er aðstaða fyrir starfsfólk, eldhús og setustofa. Húsin em steypt upp á hefðbundinn hátt á staðnum og er allur frágang- ur úti og inni vandaður og varanleg- ur. Utveggir eru húðaðir utan með marmarasalla og undir húsunum eru leiðslukjallarar til þess að auð- velda viðhald. Hönnun skólanna hófst í febrúar síðastliðnum og lauk arkitekta- teikningum og gerð útboðsgagna í Tveir cinbeittir strákar í myndmennt í Selásskóla. Það er ekki alveg sama hvernig maður blandar litina. mars og apríl. Útboðsgögnin voru að því leyti óvenjuleg, að bjóðendur höfðú frjálsar hendur um bygging- araðferð. Útboð þetta náði til uppsteypu húsanna, frágangs úti og sem næst tilbúin undir tré verk inni. Útboðið var lokað og vom til- boðin opnuð síðast í mars og gengið til samninga við lægstbjóðenda, byggingarfyrirtækið Steintak hf. Samkvæmt samningi lauk verktaki byggingu skólanna um miðjan júlí sl. Samhliða hönnun í apríl í vetur sá byggingardeild um gröft upp- steypusökkla fyrir báða skólana. Fékk hún til þess Friðgeir Sörlason byggingarmeistara í Grandaskóla, en Steintak í Selásskóla. Var þetta fyrirkomulag haft á til þess að spara tíma, þar eð kennsla átti að hefjast miðjan september. Lokafrágangur skólanna var boðinn út í byijun maí. Tilboð vom opnuð 27. maí og samið við lægst- bjóðanda, Sigurð og Loga sf. Framkvæmdir við lokafrágang inni hófust um miðjan júní og var geng- ið út frá því í verksamningi að þeim yrði lokið í byijun september. Selás- skóli var tekinn í notkun 4. sept- ember en Grandaskóli 15. september síðastliðinn. Heildar- byggingartími hvors skóla var því um 5 mánuðir. Bygging hvors skóla kostaði 36 milljónir króna. Hönnuðir skólanna eru: Arkitekt: Guðmundur Þór Páls- Verkfræðingar: Teiknistofan Óð- instorgi, Vatnaskil, verkfræðistofa, Gunnar Indriðason tæknifræðingur og Sigurður H. Oddsson tæknifræð- ingur. Liíðahönnun er í höndum Reynis Vilhjálmssonar landslags- arkitekts. Byggingarstjórn var í höndum byggingadeildar borgar- verkfræðings en forstöðumaður hennar er Guðmundur Pálmi Krist- insson verkfræðingur. Hvalveiðar: Enn má veiða 9 langreyðar Hvalveiðum lýkur brátt, en nú þegar hafa veiðst 73 langreyðar af þeim 80 sem má veiða og búið er að veiða þann fjölda sand- reyða sem veiða má, alls 40 dýr. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., hafa hvalveiði- skipin verið í Reykjavíkurhöfn að undanförnu vegna brælu úti fyrir, en þau munu brátt halda aftur til veiða. Hann sagði það hins vegar óvíst hvort þeir myndu finna hvar hvalirnir héldu sig vegna þess að á þessum tíma flytja þeir sig oft til og því ekki á vísan að róa, eins og Kristján orðaði það. STÓRMARKAÐUR Lóuhólum 2—6, sími 74100 SllSaO INNKAOP? Nautahamborgarar m/brauði kr. 19,00 stk. Úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætir geðrannsókn MAÐÚRINN, sem grunaður er um að vera valdur að dauða konu er fannst látin í ibúð sinni í Hátúni 12 í Reykjavík á sunnudag, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. nóvember og gert að sæta geðrannsókn. Úrskurður þessi var kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur í gær, eftir kröfu Rannsóknarlögi-eglu ríkisins. Þórir Oddsson, settur rannsóknar- lögreglustjóri, sagði að í gær hefðu engar formlegar yfirheyrslur yfir manninum farið fram, en svo myndi verða í dag. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær fannst 31 árs gömul Nýreykt Londonlamb kr. 298,00 kg. Kjúklingar kr. 195,00 kg. kona látin í íbúð sinni á sunnudag og voru áverkar á höfði hennar. Rannsókn á málinu leiddi til þess að á miðvikudagsmorgun var þrítugur maður handtekinn og við- urkenndi hann að hafa komið í íbúð konunnar aðfaranótt laugardags- ins. Kvaðst hann hafa hrundið henni og farið síðan án þess að aðgæta hvort hún hefði hlotið meiðsli af. Nýreykt Hangikjöt frampartur kr. 198,00 kg. Bakon Bauti m/brauði Taðreykt kindabjúgu Hval Buff Kryddlegin Lambalæri Hangikjöt læri Reyktur/grafinn Lax Lambakjöt af nýslátruðu 19,00 stk. 198.00 kg- 158,00 kg. 269,00 kg. 298,00 kg- 798,00 kg- Opið til kl. 20.00 í kvöld, en til kl. 16.00 laugardag.il

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.