Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 23
•'‘MOKGUNBLAfilÐ, FÖSTUDAGtJR 19.' SEPTEMBER 1S86 Ársskýrsla Alþj óðagj aldey rissj óðsins: Dragbíturinn er lítill hagröxtur í Bandaríkjunum Skuldir þriðja heims ríkja aldrei meiri en nú Washington, AP. í ÁRSSKÝRSLU Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem birt var i fyrradag, er litlum hagvexti í Bandarikjunum kennt um mörg þau mein, sem lirjá efnahagslífið í heiminum. „Menn þóttust sjá fyrir, að þensl- an myndi minnka nokkuð en að hagvöxtur í Bandaríkjunum færi úr 6,5% árið 1984 í 2,75% árið 1985 var meiri samdráttur en búist hafði verið við,“ segir í ársskýrsl- unni. Bandaríska fjármálaráðu- neytið gerir ráð fyrir, að hagvöxturinn verði aðeins meiri á þessu ári eða 2,9%. Höfundar skýrslunnar segja, að minni hagvöxtur hafi valdið verð- falli á hráefnum, sem eru helsta útflutningsvara margra fátækra þjóða. Á árinu 1984 lækkuðu er- lendar skuldir þessara þjóða nokkuð en vegna sölutregðunnar í fyrra hafi þær aftur aukist og séu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Alþjóð- bankinn, sem er systurstofnun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telur, að skuldir þriðja heims ríkja nemi nú einum billjarði, 1.000.000.000.000, dollara. Afganistan: Meðaltekjur í fátæktarríkjunum jukust nokkuð á árinu 1984 en mjög lítið í fyrra. í flestum ríkjum Rómönsku Ameríku og Afríku lækkuðu þær. Þá segir í skýrsl- unni, að fjárstreymi frá ríkum þjóðum til fátækra hafi ekkert auk- ist á síðasta ári. Nettóútlán banka lækkuðu úr 52 milljörðum dollara árið 1982 í 14 milljarða árið 1984 og í fyrra voru þau aðeins þrír millj- arðar dollara. Afborganir og vextir af lánum til þriðja heims ríkja jukust hins vegar á þessum tíma úr aðeins þremur milljörðum dollara í 129 milljarða. Aðildarríki Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins eru 151 en fimm þeirra eru í svo miklum vanskilum með lán, að þau eru ekki lengur lánshæf. Er þar um að ræða Víetnam, Guy- ana, Súdan, Líberíu og Perú og önnur fjögur, sem ekki voru nefnd, Hermenn skáru þorpsbúa á háls Nikósíu, AP. HIN opinbera fréttastofa írans, IRNA, heldur því fram að sovézkir og afganskir hermenn hafi hálshöggvið 42 Afgani, þ. á m. konur, börn og gamalmenni, í vesturhluta liéraðsins Herat. Að sögn IRNA átti atburðurinn sér stað fyrir tveimur vikum í þorp- inu Maqi Abad, sem er skammt austur af Herat-borg, sem er höfuð- borg samnefnds héraðs. Hafi þorpsbúar verið hálshöggnir í hefndarskyni fyrir ósigur sovézka innrásarliðsins og afganska stjóm- arhersins í átökum við afgönsku frelsissveitirnar. Þorpið er skammt frá landamærum Irans. Vestrænir stjórnarerindrekar í Afganistan hafa skýrt frá hörðum bardögum í Herat að undanfömu og að stríðsaðilar hafi þrisvar skipst á yfirráðum í eldri hverfum höfuð- borgarinnar á tveimur vikum. Að sögn IRNA féllu rúmlega hundrað sovézkir hermenn og 50 teknir til fanga í bardögunum í Herat. Hermt er að þangað hafi verið stefnt 20.000 manna herliði síðustu vik- urnar til stórsóknar gegn frelsis- sveitunum. eiga líka í miklum erfiðleikum. Vanskilaskuldir við sjóðinn eru nú 743 milljónir dollara en útistand- andi lán eru rúmur 41 milljarður dollara. Góðu fréttirnar í skýrslunni eru af verðbólgunni, sem hefur minnkað jafnt í fátækum ríkjum sem auðug- um. Framleiðsla hefur einnig aukist til jafnaðar um 3% og vextir lækkað verulega. í skýrslunni er Bandaríkjastjórn hrósað fyrir það, sem hún hefur gert og ætlar að gera til að lækka fjárlagahallann, fyrir að hafa lækk- að vexti og fyrir þá áherslu, sem hún leggur á, að markaðsöflin fái að ráða. Vestur-þýsku stjórninni var einnig gefin mjög góð einkunn fyrir að stórlækka ríkisskuldirnar og fagnað var áætlunum hennar um skattalækkun. Sovésk flaug fór af leið Moskvu, AP. EMBÆTTISMAÐUR í Kreml staðfesti í gær fregn- ir þess efnis að sovésk eldflaug hefði farið út af braut sinni við æfingar. Hann sagði að flaugin hefði Ient á sovésku landsvæði, en ekki kínversku eins og hald- ið hafði verið fram. V amarmálaráðuneyti Bandaríkjanna skýrði frá þvi á mánudag að eldflaug sem skotið var frá sovéskum kaf- báti 11. september síðastliðinn í æfíngarskyni hefði farið út af braut sinni um meira en 2.200 kílómetra. Eldflauginni var skotið frá Norðurheims- skautsvæðinu. Frank Sinatra væntanlegur til Ítalíu: 24 ár liðin frá síðustu tónleikum söngvarans Mílanó, AP. ÍTÖLUM mun brátt gefast tækifæri til að hlýða á hina hljóm- fögru rödd bandariska söngvarans Frank Sinatra en 24 ár eru liðin frá því hann hóf siðast upp raust sína þar. Þetta mun hafa nokkur fjárútlát í för með sér fyrir aðdáendur söngvarans því miði í bestu sæti mun kosta þá 500.000 lírur (um 15.000 kr. ísl.). Sinatra mun halda tónleika í Genúa þann 27. þessa mánaðar. Þeir sem standa að tónleikunum, vonast til að hagnaðurinn af þeim muni nema um fimm milljónum króna. Sinatra og hljómsveit munu alls þiggja tæpar þijár millj- ónir króna fyrir viðvikið. Allur ágóði mun renna til styrktar Dini Ferrari-stofnuninni, sem fæst við rannsóknir á vöðvasjúkdómum. Frank Sinatra kom síðast til Ítalíu fyrir tveimur árum ásamt Barböru eiginkonu sinni. Þá skruppu þau hjónin í hádegismat til Genúa frá Mónakó. Sinatra er nú staddur í hljóm- leikaför um Evrópu. Umboðsmenn hans segja tilgang hennar m.a. vera þann að sannfæra Banda- ríkjamenn um að óhætt sé að ferðast þangað. Ferðamanna- straumur frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur dregist mjög saman að undanfömu sökum ótta við hryðjuverk og stöðu Bandaríkja- dollars. Til þess að fyrirbyggja svarta- Aðdáendur Frank Sinatra á ít- alíu geta tekið gleði sína á ný. markaðsbrask mun hver einstak- ur aðeins fá keypta tvo aðgöngumiða. Verðið á aðgöngu- miðunum er nokkuð hátt en þess má geta að miði í bestu sæti á frumsýningarkvöld í La Seala- óperunni kostar rúmar 20.000 krónur íslenskar. '23 H^ini^urent HAUSTLITIRNIR KOMNIR Bylgjan, Hamraborg 6, Kópavogi. Ócúlus, Austurstræti 3, Rvk. Snyrtivörubúðin Laugavegi 76, Rvk. Josiane Bellini frá París mun kynna YSL-vörurnar í Ócúlus, föstudaginn 19. september frá 12—18. yýE^AINl^URENT í óiftfíu %b íW og V 5 á?a á bessa ið UPP U fransUn^°Sstrag°n: ..qcjlcr- ARNARHOLL"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.