Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986 35 Kveðja: Anna Stefánsdóttir Ég fylltist sárum söknuði og trega er ég frétti lát móðursystur minnar, Önnu Stefánsdóttur. Hún fæddist 1. ágúst 1916, en lést á Landspítalanum 7. september síðastliðinn og var því rétt orðin sjötug. Minningarnar fylla hugann og vil ég minnast hennar með nokkrum orðum. Anna var ung er hún missti föður sinn og bjó hún lengst af með móður sinni á Víðimel 23, þar var gleði og griðastaður íjölskyldunnar og kom þá strax í ljós sú mikla umhyggja er hún sýndi systraböm- um sínum og síðan bömum þeirra. Hún reyndist þeim ætíð sem besta amma. Hún varð svo innilega glöð er bömin komu í heimsókn og tók á móti þessum gestum sínum af rausn og hlýju og gaf sér góðan tíma til að ræða við þau og hlusta á þau. Er móðir hennar lést fluttist hún á Víðimel 43 og bjó þar lengst af síðan. Hún varð þeirrar ánægju aðnjótandi að geta tekið systurdæt- ur sínar frá Lómatjörn á heimili sitt á meðan þær stunduðu nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Síðustu árin átti Anna við mikla vanheilsu að stríða. Hún varð að dvelja á sjúkrahúsum bæði erlendis og hér heima og gangast undir mikla uppskurði. Sýndi hún þá sem endranær frábæran dugnað í veik- indum sínum. Þegar af henni bráði og þróttur- inn óx, hafði hún enn sem áður af nógu að miðla öðrum. Hún vissi að sælla var að gefa en þiggja. Síðustu mánuðina dvaldi hún á heimili Guðrúnar systur sinnar og mágs. Þar fékk hún góða umönnun sem hún kunni vel að meta og var þakklát fyrir. Við Anna höfðum rætt um eilífðarmálin og ég vissi að hún óttaðist ekki dauðann. Hún vissi að það væri gott að láta Guðs hönd leiða sig. Ég minnist hennar m('ð ást og virðingu og þakka henni af alhug allt er hún gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég færi systrum hennar og öðrum ættingjum ein- lægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Guðmundsdóttir t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR JÓNSSONAR, flugmanns. Sérstakar þakkir til Ársæls Jónssonar læknis og hjúkrunarfólks á deild B-6 Borgarspitalanum fyrir góða umönnun í veikindum hans. Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Jón Sigurðsson, Kolbrún Ragnarsdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Markús Jensen, Marta Sigurðardóttir, Gylfi Guðmundsson, Karen Sigurðardóttir, Örn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Seiðaeldi Til sölu er 1100 fm hús á jarðhitasvæði á SV-landi með nógu vatni, hentugt fyrir fiski- rækt. Tilboð merkt: „Seiðaeldi - 1831“ sendist augldeild Mbl. fyrir 30. sept. nk. Refabú Óska eftir meðeiganda að refabúi á Suður- landi. Þarf að geta starfað við búið og hafa þekkingu á loðdýrarækt. Tilboð merkt: „Bússtjóri - 1832“ sendist augldeild Mbl. fyrir 25. sept. nk. Vöruútleysingar! Heildverslun getur tekið að sér vöruútleys- ingar gegn gjaldfresti. Tilboð leggist inn á augldeild Mbl. fyrir 26. sept. merkt: „V — 1829“. IMauðungaruppboð á eigninni Lyngholti, Laugarvatni, þingl. eign Böðvars Ingimundarson- ar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum innheimtumanns rikissjóös og Hákonar H. Kristjónssonar hdl. föstudaginn 26. sept. 1986 kl. 10.00. Sýslumaöur Árnessýlsu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Ártúni 1, Selfossi, þingl. eign Sveins og Guðna Halldórssona, en talin eign Maríu Andrésdóttur, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Jóns Ólafssonar hrl., Hafsteins Baldvinssonar hrl. og Brynjólfs Kjartanssonar hrl. miðvikudaginn 24. sept. 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á Eyrargötu 7, Eyrarbakka, þingl. eign Emils Ragn- arssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Tryggingastofnunar ríkisins, Steingríms Þormóðssonar hdl., Sveins Skúlasonar hdl. og Veödeildar Landsbanka íslands mánudaginn 22. sept. 1986 kl. 11.30. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð á Vatnsholti II, Villingaholtshreppi, þingl. eign Hannesar og Jónasar Ragnarssona, en talin eign Ragnars Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum innheimtumanns ríkissjóðs og Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. þriðjudaginn 23. sept. 1986 kl. 10.00. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð á Þúfu í Ölfushreppi, þingl. eign Jarðeignasjóös ríkisins, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Búnaðarbanka (slands, vegna stofnlána- deildar landbúnaöarins, Innheimtustofnunar sveitarfélaga og Veödeildar Landsbanka íslands þriöjudaginn 23. sept. 1986 kl. 14.30. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð annað og sðasta á Heiðarbrún 19, Hveragerði, þingl. eign Hildar Guðmundsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Iðnlána- sjóðs, Jóns Magnússonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka Islands fimmtudaginn 25. sept. 1986 kl. 10.30. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð á Kambahrauni 6, Hveragerði, þingl. eign Jóns Þórarinssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Tryggingastofnunar ríkisins og Veðdeildar Landsbanka íslands fimmtudaginn 25. sept. 1986 kl. 11.00. Sýslumaður Ámessýslu. Nauðungaruppboð á Kambahrauni 49, Hveragerði, þingl. eign Sveins Pálssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum innheimtumanns ríkissjóðs og Veðdeildar Landsbanka Islands fimmtudaginn 25. sept. 1986 kl. 11.30. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Túngötu 52, Eyrarbakka, þingl. eign Harðar Jó- hannssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum innheimtumanns rikissjóðs og Landsbanka fslands mánudaginn 22. sept. 1986 kl 11.00. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð á Gagnheiöi 19-21, Selfossi, þingl. eign Iðnþróunarsjóðs Selfoss, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Steingrims Eirikssonar hdl. og Iðnlánasjóðs miðvikudaginn 24. sept. 1986 kl. 9.30. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð á Fossheiði 52, nh, Selfossi, þingl. eign Ketils Leóssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands miðviku- daginn 24. sept. 1986 kl. 11.00. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Gagnheiði 15, Selfossi, þingl. eign Hensel hf., fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum lönaöarbanka íslands, Ævars Guömundssonar hdl., lönlánasjóðs og Landsbanka fslands miöviku- daginn 24. sept. 1986 kl. 10.30. Bæjarfógetinn á Selfossi. Sjálfstæðisfélag Gerðahrepps Aðalfundur verður haldinn í samkomuhúsinu (litlasal) mánudaginn 22. september kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundastörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Suðurland Fundur formanna og kjörnefndar verður í Sjálfstæðishúsinu á Sel- fossi sunnudaginn 21. september kl. 2 e.h. Stjórn kjördæmisráðs. Hafnarfjörður Landsmálafélagið Fram í Hafnarfirði heldur almennan fund nk. mánudag, 22. septem- ber, kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu á Strand- götu 29, Hafnarfirði. Frummælandi er Þórarinn Jón Magnússon ritstjóri. Fundarefni: 1. Fjölmiölabyltingin. 2. Frummælandi gerir einnig að umtalsefni hugmyndir að breyttum starfsháttum og nýjungum í flokksstarfi. 3. Frjálsar umræður 4. Önnur mál. Félagar fjölmennið og takiö með ykkur gesti. Stefnisfélagar, Vorboöakonur og félagar í Þór eru sérstaklega boðin velkomin á fundinn. Landsmálafélagið Fram. Nauðungaruppboð á Miðengi 9, Selfossi, þingl. eign Ingvars Benediktssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Landsbanka Islands og Jóns Ólafsson- ar hrl. miövikudaginn 24. sept. 1986 kl. 11.15. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð á Sunnuvegi 14, Selfossi, þingl. eign Agnars Péturssonar o.fl., fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Jóns Ólafssonar hrl. og Guðríðar Guðmundsdóttur hdl. miðvikudaginn 24. sept. 1986 kl. 11.45. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð á sumarbústað og lóð á Hæöarendalandi, Grimsneshreppi, þingl. eign Guðjóns Þorkelssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu Gjald- heimtunnar i Reykjavik föstudaginn 26. sept. 1986 kl. 12.00. Sýslumaður Árnessýslu. Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Eskifjarðar verður haldinn í Valhöll, litla sal uppi, 24. september 1986 kl. 20.30. 1. Kosning stjórnar. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisráðsfund. 3. Önnur mál. Stjórnin. Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.